Tíminn - 03.04.1957, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.04.1957, Blaðsíða 2
2 T í MI N N, miðvikudaginn 3, aprfl 1951 Fjölmennur kvennafundur krefsl jafn réttis í launakjörum hins opinbera Starfsmannafélag ríkisstofnana hélt sérstakan fund um launamál kvenna 1. apríl s. 1. Nefnd kvenna innan félagsins hafði undirbúið fundinn. Nefnd þessi hafði safnað skýrslum um launakjör karla og kvenna í félaginu á 30 mismunandi ríkisstofnunum. .Skýrslur þessar leiddu í ljós, að i.þrem lægstu launflokknunum voru 55% af konum, en enginn ein asti kartmaður. í efstu flokkunum 3(.—5.) var hins vegar ein af hundraði af konum, en þar reynd- ist vera riílega fimmti hver karl maður. í 10.—12. launaflokki var bilið minnst, eða 3'2% af konum á móti 38% af körlum. En í 7.—9. flokki breikkaði það verulega, eða var 11% af konum á móti 41 % af körlum. Fundurinn var fjölmennur og voru eftirfarandi tillegur og á- lyktanir samþykktar einróma: „Fundur um launamál kvenna haldina að tilhlutan Starsmanna- félags ríkisstofnana, 1. apríl 1957, telur að þrátt fyrir lagaákvæði um launajafnrétti kvenna og iifcarla í þjónustu ríkisins, hafi konur, sem starfa hjá ríkinu yf- -irleitt mun lakari kjör en karl- ar. Fundurinn skorar á ríkis- stjórnin aað láta svo fljótt, sem við verður komið, endurmeta þau störf ,sem metin voru sem „kvennastörf", þegar þeim var skipað í launaflokka (1945) og vill sérstaklega benda á:: hjúkr unarkonur, talsímakonur, Ijós- xnæður, vélritara, matráðskonur, svonefndar aðstoðarstúlkur af greiðslustúlkur o. fl. Telur fund urinn æskilegt að mat þetta verði falið sérstakri nefnd, sem skipuð væri bæði körlum og konum. Fundurinn telur, að þar sem slík nefndarstörf óhjákvæmilega hljóti að taka töluverðan tíma, verði til bráðabirgða að gera ýmsar lagfæringar á framkvæmd launalaga, svo sem: 1. að allir ritarar, sem ráðnir hafa verið, eftir gildistöku launa laga 1958, í 14. fl., fái sambæri leg launakjör og fyrirrennarar þeirra í starfi. 2. að aðstaðarstúlkur á rann sóknarstofum, sem vinna sjálf- stætt við rannsóknarstörf, fái laun sem aðstoðarmenn 1. stigs. 3. að samræma verði iaun mat ráðskvenna á Landspítalanum, Kleppi og Vífilsstöðum. 4. að konur, sem gegna gjald- kera-, bókara-, aðstoðarmanna- og ritarastörfum jöfnum hönd- um, séu ekki flokkaöir sem rit- arar. 5. að aukavinnugreiðslur verði lagfærðar í tveim lægstu launa- flokkunum, með tilliti til þess, að fækkað hefur um einn flokk. Fundurinn fagnar því, að 18. þing BSRB skuli hafa valið sér- staka milliþinganefnd til þess að vinna að launamálum kvenna. Skorar fundurinn á nefnd þá og stjórn BSRB að vinna ötullega að þeim sjálfsögðu lagfæringum á launakjörum kvenna, sem hér hefir verið bent á.“ LéSegur afSi í Hafnarf jarðarbáta Frá fréttaritara Tímans, í Hafnarfirði. Afli Hafnarfjarðarbáta hefur ' verið lélegur, það sem af er ver- tíð, og mun minni en í fyrra. Heild (arafli um síðastliðin mánaðamót I nam 3402,2 lestum, en var 5110,4 | lestir á sama tíma í fyrra. Mestan ! afla hefur vb. Ársæll Sigurðsson ! fengið — 277,8. lestir. Ársæll hef ur eingöngu verið gerður út með net. Hér á eftir fer aflaskýrsla þeirra báta sem róa frá Hafnar firði og er miðað við síðustu mánaðamót. Netabátar: Ársæll Sigurðsson: 277,8 lestir, Fjarðaklettur: 249,8 1., Fákur: 176,6 1. Jóhannes Ein- arsson: 130,4 1. og Stefnir: 92,8 1. Línu- og netabátar: Fagriklett ur: 273,9 1. Faxaborg: 267,6 1., Reykjanes: 214,4 81., Flóklettur: 206,9, Fram 203,3 1. Fiskaklettur: 203,1, Hafnfirðingur: 186,2, Dóra 170,1 Fróðakle'Áur: 171,6, Örn Arnarson: 167,8 og Freyfaxi 83.5. Línubátar: Hafbjörg 189 lestir, Guðbjörg 152 lestir og Valþór 80,4 lestir. GÞ Þing S. Þ. ÍFramhald af 12. síðu). skamms til New York. Maccloy kynnti sér sérstaklega fjármála hliðina í sambandi við ruðning Súez-skurðar. Ekki er talið ó- sennilegt, að allsherjarþingið verði kallað saman til að ræða nýjustu atburði við Súez. Það er með öllu óákveðið, hvaða lönd fást til þess að greiða kostnaðinn af hreinsuninni, en stimar þjóð ir, m. a. nokkur kommúnistaríki, hafa lagt til, að Bretar og Frakk ar verði látnir greiða kostnaðinn. FrÉ Golda Meir: Síðustu atburðir í Gaza í algjörri métsögn við gefin loforð ísraelsmönnum þykir Bandaríkjamenn sýna Egyptum linkind Jerúsalem NTB 2. apríl. — Frú Golda Meir, utanríkisráðherra ísr- ael, sagði í ræðu í þjóðþingi lands- ins í dag, að nýjustu atburðirnir í Gaza væru í algjörri mótsögn við þau ioforð, sem ísraelsmönnum hefð verið gefin. Utanríkisráðherr ann dró ænga dul á það, að hún hefði orðið fyrir miklum vonbrigð um er Bandaríkin hefðu látið hjá líða að beita áhrifum sínum til að koma í veg fyrir síðustu þróun mál anna í Gaza með valdatöku Egypta i héraðinu. Frú Meir lagði á það áherzlu, að siglingar um Akabaflóa yrðu að vera öllum frjálsar og kvaðst vona að réttur ísraeismanna ti lsiglinga um Súez-skurð yrði senn viður- kenndur. Vaxandi áhugi almennings fyrir ljósmyndagerS. I íélagi áhugaljósmyndara eru nú oríinir um 250 félagsmenn og hefir félagií opna vinnustofu fyrir þá Aðalfundur Félags áhugaljósmyndara, en það var stofnað fyrir 4 árum, var haldinn í Silfurtunglinu 25. febrúar. Félags- menn eru nú um 250. í stjórn þess eru: Runólfur Elentínusson formaður, Freddy Laustsen gjaldkeri, Atli Ólafsson ritari og Kristján Jónsson meðstjórnandi. voru og erindi flutt á fundum. Er- Félagið Iiefir komið á laggirnar vinnustofu að Hringbraut 26, sem félagarnir eiga aðgang að gegn 30 króna gjaldi fyrir 5 klukkustundir í scnn (kl. 13 til 18 eða 18 til 23) og eru þar fyrir stækkunarvél og önnur tæki sem til þarf við að slækka myndir. Hefir vinnustofan verið starfrækt i eitt ár og mikið verið noluð. Stendur til að auka t*ki á henni, svo að fleiri geti linnið þar í senn. 9 fundir voru haldnir á árinu. Fundarsóloi var góð, að meðaltali 70 manns. Sýndar voru margar ís- lenzkar kvikmyndir og litskugga- myndir eftir marga félaganna. Þá lend farsöfn frá félögum áhuga- manna í ýmsum löndum voru einn- ig skoðuð og sýnd. j haust eru liðin þrjú ár síðan FÁ gekkst fyrir ljósmyndasýningu í Reykjavík og hyggst fclagið efna til sýningar þá. Mun hún eins og fyrsta sýning félágsins verða opin þátttakendum, hvort sem þeir eru í félaginu eða ekki. f undirbúningi er að fá þátttöku í sýninguna frá áhugamönnum í Feneyjum á Ítalíu. Að lokum skal þess getið, að fé- lagsmenn eiga kost á verulegum afslætti á efni til ijósmyndagerðar hjá ýmsum fyrirtækjum, sem með þær vörur verzla. Egypska stjórnin íékkst til að beita sér fyrir friði og ró á Gaza Hammarskjöíd fékk þessu framgengt í viíiræð- unum vitS Nasser í Kairó Sameinuðu þjóðunum New York * 1 koma í veg fyrir öll illindi við —2. apríl: Tilkynnt var í dag í landamærin. Á þetta verði lögð áherzla við og við, ef þurfa þyki. 2. Egypskum viðurlagum um af- brot á Gaza verðt beiít og íbúum Gaza veroi skýrt frá hlutverki gæzluliðsins í því að kveða niður iliindi og árásir. aðalstöðvum S. þ. að tekist hefði að ná samkomulagi við Egypta unt að reyna að koma í veg fyrir og stöðva allar árásir og illdeil- ur á landamærum ísraels við Gaza. Dag Hammarskjöld tókst að fá þessu framgengt í viðræðum hans við Nasser í Kairó á dögunum. Ennfremur náðist um það sam- komulag að gæzlulið S. þ. skyldi um sinn taka sér stöðu á landa- mærunum og stöðva allar mögu legar árásir á landamærunum. Stefna Egypta skýrð. Hammarskjöld mun hafa tekizt að fá egypsku stjórnina til að samþykkja þessi 2 atriði: 1. Egypska stjórnin mun gera öllum íbúum á Gaza, bæði flótta mönnum og öðrum, það greinilega ljóst, að það sé stefna hennar, að Lúsoddafrétt í Þjóðviljanum um „bandaríska stríðsfélagshátíð“ íslenzkir brunaverÖir voru á árshátíÖ ásamt eiginkonum og 4 bandarískum gestum í sunnudagsblaði Þjóðviljans birtist ferleg ritsmíð, með mynda skýringum, um „bandaríska stríðsfélagahátíð“, sem haldin hefði verið í Golfskálanum í Reykjavík. Ræddi blaðið um smyglað á- fengi og lauslæti veizlugesta, og lagði svo út af textanum eins og eitt sinn var siður að gera í því blaði, en hefur legið niðri nú um sinn. í gær upplýstist svo það, sem glöggir lesendur mun hafa séð, að þetta eru Lúsoddaskrif, og hefur hugurinn hlaupið með blað- ið í gönur. Samkoma sú, sem Þjóðviljinn gerði að umtalsefni með þessum óvenjulega hætti. var íslenzk samkoma, haldin af íslenzkum brunavörðum á Keflavíkurflug- velli, sem hafa haldið slíka árs- i hátíð oft áður. Meðal gesta voru aðeins 4 Bandaríkjamenn, sam- starfsmenn íslendinganna, en all- ur borri manna íslenzkt fólk, flest gift fólk, og ailar konurn- ar giftar. Fór samkoman vel og siðsainlega fram að öllu leyti og orðbragð Þjóðviljans þar hvergi nærri sannleikanum. Húsvörður í Golfskálanum, Trausti Eyjólfsson lögregluþjónn, vottar í Alþýðublaðinu í gær að samkoman hafi verið á vegum ís- lenzku slökkviliðsmannanna, og hann ber og til baka sögu Þjóð- viljans um smyglað áfengi. Ljósmynd Þjóðviljans af dans pari, sem átti að sína ósiðsem- ina, var af skemmtikröftum frá fyrirtækinu íslenzkir skemmti- kraftar, og var sýndur Rock and Rolidans, eins og á mörgum öðr um samkomum hér í Reykjavík að undanförnu. Fé til Búnaðarhankans (Framhaid af 1. síðu). Forsætisráðherra lýsti því lítil- lega hversu hláleg vinnubrögð Sjálfstæðismanna eru í þessu máli og miðuð við sýndarmennsku eina. Jón Pálmason hefði sjálfur borið fram tillögur um fjárútvegun til bankans í tíð fyrrverandi stjórnar en það hefði ekki nægt til lausn ar vandanum, vegna þess að fé var ekki fyrir hendi. Nú væri viður- kennt að enn hefði stórlega þrengst um lánsíjárútvegun alla og þá reyndi þessi sami flutnings maður að leysa málið á þann hátt, sem ekki dugði einu sinni, með- an flokksbróðir hans var for- sætisráðherra. Tíðinda að vænta innan skamms. Það þarf að afla fjár- til þess að hægt sé að auka lánsfé Bún- aðarbankaus, sagði forsætisráð- herra að lokum, og það verður ekk.i gert með tillögu Jóns Pálma sonar, annað og meira þarf til. Verið er nú að vinna að því að Ieysa þetta mikla vandmál á þanu hátt að það komi að gagni, það er að segja að útvega fjárinaga og það vona ég að takist, sagði ráðherrann, áður en langur tími líður. Ljósí eftir 1-2 daga, hvort von er um skjéta lausn í Súez-deilunni JartShiti (Framhald af 1. síðu). langt út fyrir landareign einnar jarðar eða fleiri. Út frá þessu sjónarmiði eru einnig settar þær takmarkanir vegna borunar, að enginn má bora nær landamerkjum en 200 metra, ef bora þarf nær, þarf sérstakt leyfi að koma til. Er þetta ákvæði sett vegna þess, að oft hagar þann- ig til að ein borun eftir lieitu vatni eyðileggur nálægar upp- sprettur. Forsætisráðherra gat þess, að ætlunin væri að raforkumálastjóri hefði sérstaka stjórn allra þessara mála. Hermann Jónasson forsætisráð- herra drap að lokum nokkuð á hið víðtæka og mikla notkunar- gildi jarðhitans fyrir þjóðina. Einkanlega væri það þó gufan og notkun hennar, sem mest liefði verið á dagskrá umfram þá nof.kun, sem alkunn er. Hefði meðal annars í því sambandi ver- ið talað um rafvirkjanir. Jóhann Hafstein og Magnús Jóns son tóku einnig til máls um hið nýja frumvarp, en töldu báðir að svo skammt væri síðan að það kom fram, að þeir hefðu ekki get- að myndað sér skoðun um málið. Þeir viðurkenndu báðir nauðsyn þess að koma á heildarlöggjöf um þetta efni, en töldu heppilega þá uppástungu forsætisráðherra að WASHINGTON—NTB 2. apríl: John Foster Dulles. utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi í Washington í dag, að það yrði nú ljóst inn- an eins eða tveggja sólarhringa, hvort samningaumleitanir hæf- ust við Egypta á grundvelli, er gæfi nokkra von um skjóta lausn Súez-deilunnar. Dulles endurtók fyrri ummæli sín um siglingar um Súez-skurð, sagði ráðlierrann, að það væri skoðun Bandaríkjastjórnar, að skurðurinn ætti að vera opinn öllum skipum, jafnt ísraelskum sem öðrum. Meðan á tékknesku vörusýning- unni stendur í Reykjavík í sum- ar mun einnig verða haidin tízku- sýning. Hér er mvnd af hentug- um lékkneskum kvenklæðnaði. í Ifímmum •aHTœailaœMiiæliH'sWis^NiBa i Norsknr leikflokkur sýnir Brúðu- heimilið á 12-14 stöðum bér á Sandi NTB-Osló í gær. — Ríkisleikhúsið sendir í sumar leikflokk til íslands, og mun hann sýna Brúðuheimilið eftir Henrik Ibsen á 12—14 stöðum víðs vegar um land. Leikflokkurinn mun leggja af stað í íslandsförina 3. júlí og koma heim úr henni væntanlega 24. júlí. , Norsku leikararnir, sem koma, eru þessir: Liv Strömsted, Olav Havrevold, Gerd Wiik, Karl Ellert Wiik, Helga Bakke, Eva Knoop og Svein Byring. Frumsýningin verð- ráðrúm gæfist til að skoða málið í meðferð milli þinga. ur í Reykjavík. Það er Samband íslenzkra leikfélaga, sem stendur fyrir boði þessa norska leikflokks frá ríkisleikhúsinu, og hefir sam- bandið fengið nokkurn ríkisstyrk á fjárlögum þessa árs til þess að annast móttökur, ferðalög og sýn- ingar flokksins á íslandi. Norsku leikararnir, sem fara eru í röð fremstu leikara í Noregi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.