Tíminn - 03.04.1957, Page 5
TÍMINN, miðvikudaginn 3. apríl 1957.
5
Greinaflokkur Páls Zóphóníassonar
Snæfells- og Hnappadalssýsla
— búskapurinn fyrr og nú —
Eins og glöggl kemur fram í skýrslunni hér aS neðan, hefir meSaljörðin, sem búið er á,
breytzt minna en í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu.
Hún var:
tun 3,1 ha
en er nú:
tún 6,4 ha
breyting er:
tún +3,3 ha
taða
90 hestar — úthey 124 — nautgr. 3,4
taða +197 hestar — úthey 94
Túnið hefir vel tvöfaldazt, en
taðan þó gert betur, en ekki
verður sagt hve túnin hafi batn
að í rækt fyrir það, því töðu-
aukninigin gæti stafað af því, að
nytjuð væri tún eyðijarða, og
því líti svo út, sem meiri taða
fengizt nú af hverjum hektara.
ÚTHEYSKAPURINN er nú að-
eins Yi af því, sem áður var.
Heildarheyskapurinn á meðal-
jörðinni hefir aukizt úr (90+
124) =214, og í (287 + 30) =317,
eða um 103 hesta. Skepnur á
fóðri hafa aftur aukizt um 1,2
nautgripi og 52 kindur, en hross
um fækkað um 2,6. Fjölgun bú-
fjárins hefir hér gengið örara
fyrir sig en ræktunin, og er
það illa farið, enda þótt það
megi réttlæta það, eins og verð-
lag á fóðurbæti hefir verið liér
um árabil.
Eftir endinlangri sýslunni
gengur Snæfellsnesfjallgarður-
inn, sem klýíur hreppana í
hreppana á sunnanveröu nes-
inu, og á því norðanverðu.
Hrepparnir á sunnanverðu
nesinu selja mjólk til Borgar-
ness nema Breiðuvíkurhreppur,
en á norðanverðu nesinu er
engin mjólkursala, nema það
sem nokkrir bæir (7) úr Helga-
fellssveit selja til Stykkishólms.
Margar jarðir í öllum hrepp-
um sýslunnar eiga land að fjall
garðinum, og í honum gengur
því fé að sumrinu, en sameigin-
leg stærri upprekstrarsvæði
eiga sveitirnar ekki. Sauðland
verður þó alls staðar að teljast
allgott, en þó dálítið misjafnt,
og einna bezt á Skógarströnd.
Eftir túnastærð skiptast jarð-
irnar á Snæfellsnesi svo:
1 hefir innan við 1 ha tún
8 hafa milli 1 og 2 ha tún
18 hafa milli 2 og 3 ha tún
29 hafa milli 3 og 4 ha tún
43 hafa milli 4 og 5 ha tún
og því 99 innan við 5 ha tún.
53 hafa milli 5 og 7 ha tún
45 milli 7 og 10 ha tún og
37 yfir 10 ha.
Það verður ekki um það ef-
azt, að sýslan sem heild, hefir
orðið nokkuð á eftir Borgarfirð
inum meö umbætur á jörðun-
um, og veldur að einhverju
leyti, að sýslan vegaðist seinna
en Borgarfjörðurinn, og að
menn stunduðu víða sjósókn á
opnum bátum jafnhliða bú-
skapnum, og það gerði sitt til
að menn urðu seinni til fram-
kvæmda til umbóta en víða ann
ars staðar á landinu.
Um einstaka hreppa vil ég
segja þetta:
1. Kolbeinsstaðahreppur. 1920
voru 33 sérmetnar jarðir í
hreppnum, en ein þeirra var þá
í eyöi. Siðan hefir eitt nýbýli
verið stofnað, og fjórar jarðir
eru nú mannlausar í eyði, eða
notaðar irá öðrum jörðum.
Meðaltúnið í hreppnum hefir
stækkað líkt og meóaltún sýsl-
unnar og töðulall vaxið. Lítur
út fyrir að túnin um 1920 hafi
verið í lélegri rækt, eða taöan
illa framtalin, nema hvort
tveggja hafi verið. Útheyskap-
urinn er að hverfa eins og ann-
ars staðar, þar sem ekki er um
, vélslægnar ilæðiengjar að ræða.
t Fólki í hreppnum hefir fækk-
i..' að um 19 og afkóst á mann í
i hreppnum því aukizt, þó minna
en víðast í Borgarfirðinum.
, Bændurnir verzla ymist i Borg-
, arnesi, en þangað selja þeir
, mjólk daglega, eða við Stykkis-
i hólm, og er slík skipting á verzl
un úr sama hreppi aldrei til
blessunar.
Tíu byggðar jarðir í hreppn-
um hafa minna en 5 ha tún, og
á fjórum þeirra eru þau óbreytt
að stærð frá því sem þau voru
1932, eða 3,3 ha, 2,0 ha, 2,8 ha
og 3,1 ha. Á Flysjustöðum,
Mýrdal og Tröð hafa túnin
kringum það fjórfaldazt að
stærð og töðufalli, en mest hef-
ir nýbýlið Grund breytzt. Það
er fyrst sérmetið 1932, þá ný-
lega reist. Nú er þar 10,6 ha
tún og töðufallið 350 hestar.
2. Eyjahreppur. Þar voru
fjörtán jarðir sérmetnar 1920.
Eitt nýbýli hefir síðan verið
stofnað og sérmetið, en farið í
eyði aftur, svo jarðatalan er ó-
breytt. Meðaltún í hreppnum
hefir stækkað til muna meira
en meðaltún sýslunnar. Hey-
skapurinn á meðaljörð var 100
+280 = 380 hestar, en er nú
400 hestar taða og 44 úthey,
eða 444, og hefir því aukizt um
64 hesta. Fólki í hreppnum hef ■
ir þó fækkað um 14, svo af-
kastaaukningin er nokkur.
Meðaláhöfn hefir þá líka vax-
ið meira en á meðaljörð sýsl-
unnar, en því miður örara en
ræktunin. Hrossunum hefir
fækkað sem betur fer. Ekki er
nema ein jörð í hreppnum með
minna en 5 ha tún. Mest hefir
túnið á Rauðkollsstöðum stækk-
að, úr 5 ha, sem gáfu af sér 170
hesta 1932, í 16,9 ha, sem nú
gefa af sér 500 hesta. Mjólk er
send úr hreppnum til Borgar-
ness, og bændur tvískiptir með
verzlun sína, eins og í Kolbeins-
staðahreppi.
3. Miklaholtshreppur. Jarðirí
hreppnum, sem sérmetnar voru
1920 voru 24. Síðan eru talin
stofnuð 8 nýbýli, en eitt þeirra
er veitingahús, sem enn hefir
litla ræktun, og er ekki talið
með þegar meðal áhöfn á jörð
er reiknuð. Hins vegar hafa
þrjár jarðir farið í eyði, eða
verið lagðar undir aðrar jarðir,
svo nú eru 28 eða 29 jarðir í
byggð, eftir því, hvort Vegamót
(Veitingahúsið) er talið með
eða ekki, en það á mela út frá
sér, sem eru auðræktanlegir.
Fimm jörðum hefir nýlega
verið skipt í 10, eitt nýbýlið
stofnað frá hverri jörð, og
lækka þau meðaltún, töðufall
og áhöfn á meðaljörð hreppsins
verulega, því á þeim öllum hafa
nýbýlin komið áður en tún
hinna jarðanna voru orðin það
stór, að þau væru til að skipía.
Á Syðra Lágafelli var 2,7 ha
tún, sem hafði stækkað í 6,1 ha
fyrir skiptin.
í Hrisdal var 5,6 ha tún, sem
orðið var 8,4 ha fyrir skiptin. í
Dal var 4,3 ha tún, sem var orð-
iö 9,6 ha fyrir skiptin. í Hjarð-
arfelli var 6,4 ha tún, sem var
orðið 12,1 ha fyrir skiptin og í
Miðhrauni var 5,2 ha tún, sem
sauðfé 62 — hross 7,2
sauðfé 114 — hross 4,6
sauðfé + 52 — hross 4-2,6
fyrir skiptin var orðið 13,£
Þó tún allra jarðanna liafi
stækkað siðan 1932, en frá því
ári er fyrri túnastærðin, til
1955, en á því ári er síðari túna
stærð, og þá talin saman tún-
in á nýbýlinu og gömlu jörð-
inni, sem það er myndað frá,
þá eru túnin of lítil til að
skipta. Ég held að túnin þurfi
að komast í 16—20 ha stærð,
áður en rétt sé að skipta jörð-
inni og stofna nýbýli.
Væru nýbýlin fimm ekki orðn
ar sérmetnar jarðir, þá væri
meðaltúnið jafnstórt í Mikla-
holtshreppnum og það er í Eyja
hreppnum, eða 8,6 ha. En ný-
býlin þurfa að koma og eiga að
koma. Bezt er þegar allir standa
saman að umbótunum og endur
bótunum á jörðinni, þar til tún
ið er orðið það stórt, að skiptin
komi eins og af sjálfu sér, og
þá að samvinnan sé það góð, að
mögulegt reynist að reka bú-
skapinn í félagi af systkina-
hópnum og vandamönnum.
Form fyrir slíkum samvinnu-
rekstri vantar, og er þó slíkur
rekstur kominn á á einstaka
jörð.
Stærsta kúabú sveitarinnar
er á Fáskrúðarbakka. Þar var
4 ha. tún en er nú orðið 13,1.
Þar eru 15 nautgripir, 326 fjár
og 34 hross. Heyskapurinn 1955
var aðeins 500 hestar, og hefði
hrokkið skammt' ef ekki hefðu
verið fyrningar.
Fjárbúið 1955—56 var stærst
í Borg. Þar var túnið 6 lia um
1920, en er nú orðið nærri 20.
Af því fengust 800 hestar, sem
fóðraðir voru á 3 nautgripir og
393 kindur. •
Arður pr. fóðraða kind í sveit
inni hefir aukizt hin síðustu ár,
enda er þar starfandi óvenju á-
hugasamt sauðfjárræktarfélag,
sem hefir mikinn hug á að bæta
féð og auka arðinn af þvi, og
hefir þegar sézt greinilegur
árangur.
4. Staðarsveit. Síðan 1920 lief
ir meðaltúnið nærri tvöfaldazt,
en töðumagnið þrefaldazt. Hefir
spretta túnanna því aukizt,
enda þótt aukningin kunni að
einhverju leyti að stafa frá notk
un túna á jörðum, sem eru í
eyði. Útheyskapur hefir minnk-
að um helming, en heildarhey-
skapur á meðaljörð aukizt um
sem næst 100 hesta. íbúum
sveitarinnar hefir fækkað um
65 manns, og þó hefir heyskap-
urinn aukizt um Ya.
Hins vegar hefir meðalbúið
aukizt um 3,6 nautgripi og 41
kind, og þó nú sé 3,1 hrossi
færra en áður var, þá er stækk-
un meðalbúsins meiri en hey-
aukningin til lætur, en það er
þróun, sem ekki á að verða.
Ræktunin á að ganga fyrir fjölg
un búfjárins. Mjólk úr hreppn-
um er seld til Ólafsvíkur og
Reykjavíkur. Verzlað er ýmist
MEÐAL BYGGÐ JÖRÐ 1920
við Stykkishólm, Ólafsvík eða
Borgarnes.
5. Breiðuvíkurhreppur. Þar
voru 1920 36 sérmelnar jarðir,
en 7 þeirra eru þá í eyði. Síð-
an hafa verið reist þar 6 nýbýli,
og mátti því nú búast við 42
sérmetnum jörðum. Af þeim
eru 28 í byggð en 18 í eyði,
nytjaðar frá öðrum jörðum eða
ónytjaðar með öllu.
Úr hreppnum var áður út-
ræði á opnum bátum, og flestir
bændur stunduðu þá jöfnum
höndum sjó og land. Þegar sjó-
sóknin lagðist niður smám sam
an, og útgerðin var stunduð á
mótorbátum frá kauptúnunum
Sandi og Ólafsvík, reyndist ekki
mögulegt að lifa af landbúskap
einum á jörðunum, og því fóru
þær í eyði smám saman því tún
in voru ekki stækkuð, skilyröin
til landbúskaparins ekki bætt,
og fólkið undi ekki að verða að
sækja atvinnu langt frá heim-
ili sínu, enda oft óhægt um vik
að komast heimanað. Jarðirnar
,sem minnst höfðu túnin, og
ekki aðra möguleika til heyskap
ar og lélegar útheysslægjur, cða
þá alls engar, eins og sumar
þeirra, lögðust því í eyði.
1920 var meðaltúnið í hreppn
um 3,1 ha, og fengust af því 80
hestar af töðu. Á þeim 24 jörð-
um, sem nú eru í byggð, var
túnið þá 3,4 ha, og sést af því,
að það eru jarðirnar með
minnstu túnin, sem horfnar eru
úr byggð, komnar i eyði. Nú er
meðaltúnið orðið 4,9 ha, og hef
ir því meðaltún þessara jarða
stækkað um 1,5 ha, og verður
það ekki talið mikið á 35 árum.
1920 var heyskapiuúnn 80 liest
ar taða og 154 hestar úthey,
eða 234 hestar.
1955 var heyskapurinn 166 hest
ar taða og 40 hcstar úthey,
eða 206 hestar
og hefir því minnkað um 28
hesta. Nautgripir eru nú 0,2
fleiri, og sauðfé 32 kindum
fleira en 1920. Hross eru aftur
2,66 færri. Og þessi aukning bú
stofnsins verður þrátt fyrir
minnkaðan heyforða að magni
til. Þrcunin er ekki heillavæn-
leg og þyrfti að breyta um
stefnu.
Hér er meðalbúið of lítið til
þess að fjölskylda geti lifað af
arði þess. Má því skilja við-
leitni manna að stækka það og
nota fóðurbætisgjöf til þess, en
til frambúðar verður það ekki.
Að stunda atvinnu utan heim
ilis, eins og margir gera nú, er
ekki heldur framtíðar búskap-
arlag. Menn verða að hafa næga
vinnu á heimilunum, við heim-
ilisstörfin, ef vel á að fara, og
geta með henni framleitt vör-
ur, sem fyrir fæst nægjanlegt
til framdráttar fjölskyldunni.
Hreppsbúar verzla við útibú
Kaupfélagsins í Ólafsvik og
Stapa.
6. Neshreppur utan Ennis.
Þar hefir farið líkt og í Breiðu-
víkurhreppnum. Jarðirnar voru
19 og 7 nú eftir byggðar. Þess-
ar 7 jarðir höfðu meðaltún. sem
var 3,2 ha 1932, en er nú 4,5.
Stækkunin aðeins 1,3 ha. En
heyskapurinn hefir þó aukizt
nokkuð. Hann var allur nær
184 hestum á meðaljörð 1920,
en er nú 329 hestar, en vafalít-
ið er eitthvað af þeirri töðu
slegið á eyðijörðum, sem ann-
ars eru að nokkru nytjaðar frá
Hellissandi.
7. Fróðárhreppur. Þar er
sömu sögu að segja. Útræði,
sem var úr hreppnum, er horf-
ið, og með því hverfa bændur
frá þeim jörðum, er ekki höíðu
heyskaparmöguleika. 18 jarðir
af 24 eru því í eyði nú. Meðal-
tún þeirra 28 jarða, sem voru
sérmetnar og byggðar 1920 vaí
1,9 ha, en þeirra 11, sem cru
í byggð 2,4, og sýnir það, að
það eru jarðirnar mcð litlu tún-
in, sem í eyði fara fyrst og
fremst. Nú er meðaltúnið á
þessum 11 jörðum orðið 5,1 ha
og hefir því vel tvöíaldazt. Hey
skapurinn 1920 var 53 hcstar
taða og 50 úthey, eða 103 hest-
ar. Nú er hann röskir 300 hest-
ar, eða þrefaldur. Vafalaust
stafar aukning töðunr.ar að
verulegu leyti af heyskap á tún
um eyðijarða, en hve lengi
helzt, eða verður haldið við,
rækt á þeim?
Eins og sést á samarburðar-
yfirliti á meðaljörðum hrepp-
anna, hefir fólki í Fróðarhreppi
fækkað úr 177 í 57, eða um
Afkastaaukningin er véruleg,
þó tillit sé tekið til þess, að
margir af þeim íbúum, er áður
áttu heima í hreppnum, höfðu
tekjur sínar að verulcgu leyti
úr sjónum.
Bændur í Fröðarhreppi
liggja næst Ólafsvík. og væri
eðlilegast að þeir seldu mjólk
í Ólafsvík. Svo er bó ckki. Um
tíma gerðu þeir það, en hættu
því aftur, og stunda nú sauð-
fjárrækt, sem þeim finnst arð-
vænlegri. Fóru þá Ólafsvíkur-
búar að fá mjólk úr Síaðar-
sveit, þó þar sé yfir heiði að
fara, sem oft getur lokazt vegna
snjóa.
8. Eyrarsveit. 1920 voru 50
sérmetnar jarðir í sveitinni.
Síðan hafa komið til 8 nýjar
sérmetnar jarðir, en nítján far-
ið í eyði eða lagzt undir aðrar
jarðir, svo byggðu jarðirnar eru
39. Meðaltúnið var 2,4 ha og
gaf af sér 82 hesta af töðu. Þá
var útheyskapurinn 67 hestar,
og allur heyskapurinn á meðal-
jörðinni þá aðeins 149 hestar.
Nú er meðaltúnið á þcssum 39
jörðum sem byggðar cru, orðið
4.6 ha, en var á þeim 2,8 1932,
og hefir því ekki tvcfaldazt síð-
an.
í sveitinni er vaxandi þorp
og útgerð frá því, en útgerð,
sem áður var sótt frá einstaka
jörðum lögð niður. Á búskapn-
um í sveitinni er nokkurt los
sem stendur, eins og oft vill
verða þar sem þorp rísa upp.
Fólk úr sveitinni sækir þangað
atvinnu, býr þar jafnvel og flyfc
ur þangað heyið af jörðinni,
sem það dvelur aðeins á tíma
úr árinu, og er aldrei að vita
fyrirfram hvernig slíkt cndar.
En margar jarðir bafa það lítil
tún, að hætta er á að þær fari
í eyði, geti þau ekki mjög fljótt
tekið þeim umbótum er þarf til
þess að á þeim megi framfleyta
þeim skepnum, að fjölskylda
geti bæði haft nóg að gcra við
að hirða og heyja fyrir, og af
honum haft nægar tekjur sér
til framdráttar.
Mjólk handa Grafarnesbúum
er nú að mestu framlcidd í
kauptúninu sjálfu, en hér mun
koma verkaskipting. Bændurn-
ir fara að einbeita sér að bú-
skapnum og skipuleggja sölu
mjólkur í Grafarnesi, moðan
þeir, sem þar búa, gefa sig al-
veg að sjósókninni, og hætta að
hafa búskap við hliðina, sem
oftar en hitt gefur tap.
í Eyrarsveit er mjög sér-
kennilegt og mjög fagurt, og er
hún ein með fegurri sveitum
landsins.
9. Helgafellssveit. í Helga-
fellssveit eru nú 24 byggðar
jarðir, en þær voru 37, 1920.
Meðallúnið hefir meira en
tvöfaldazt, var 3,0 ha, en er nú
7.7 ha. Meðalútheyskapur var
115 hestar og taða 98, eða all-
ur heyskapur liðugir 200 hest-
(Framhald á 8. síðu).
MEÐAL BYGGÐ JORÐ 1955
TALA BYGGÐRA BÝLA Túnstærð, heyskapur. Áhöfn um 1920 Ibúar íbúar Túnstærð, heyskapur. Áhöfn 19;
Hreppar 1920 1955 Tún Taða Úth. Nautg. Sauðf. Hross 1920 1953 Tún Taða Úth Nautg. Sauðf. Hross
ha hestar hestar tala tala tala ha hcstar hestar tala tala tala
i. Kolbeinsstaða 32 30 3,8 89 89 4,0 87 12,6 193 174 7,8 303 18 5,0 134 8,9
2. Eyjahr. 14 14 3,1 100 280 5,4 114 15,8 115 101 8,6 400 44 7.6 162 8,7
3. Miklaholtshr. 24 29 4,3 115 179 4,5 106 10,7 193 157 7.1 296 37 4,4 149 5,4
4. Staðarsveit 35 32 3,9 94 154 3,3 55 6.5 276 211 7,6 266 75 6,9 96 3,4
5. Breiðuvíkur 29 24 3,2 80 154 3,2 39 4.7 174 171 4,9 166 40 3,4 71 2,1
6. Nes utan Ennis 14 7 3,2 94 90 3,1 51 6,0 — 4,5 32S 0 4,7 112 1,7
7. Fróðarhr. 28 11 1,9 53 50 2,5 24 2.9 177 57 5,1 297 15 2,3 88 1.4
8. Eyrarsveit 50 39 2,4 82 61 2,9 37 4,8 453 . 432 4.6 248 0 2,8 68 1,7
9. Helgafellssv. 35 24 3,0 98 115 3,1 67 6,8 261 120 7,7 388 21 5,9 125 6,0
10. Skógarströnd 29 24 3,1 114 169 3,4 30 6,5 231 130 6,1 289 37 3,4 164 5,5
Alls 290 234
Meðaltöl 3,1 90 124 3,4 62 7,2 6,4 287 30 4,6 114 4,6