Tíminn - 04.04.1957, Page 1

Tíminn - 04.04.1957, Page 1
Fylgizt með tímanum og lesið TÍr.IANN. Ástriftarsímar 2323 og 81300. Tiiriinn flytur mest og fjöl- breyttast almennt lesefni. 41. árgangur. Reykjavík, fimmtudaginn 4. apríl 1951. Innl I blaflinn f dag: Bréf frá Vigfusi, bls. 3. Fjórða síðan, bls. 4. Vettvangur æskunnar, bls. 5. | Kalda stríðið milli Júgóslava í og Rú'ssa, bls. 6. j HÍP 60 ára. 78. blaSL Bandaríkin hafa aldrei heitið ísra- ei frjálsum siglingum um Súez-skurð Sjaldgæíur málm- nr finnst í Noregi OSLÓ—NTB: í Sokndal í V- Noregi hefir fundizt mikið magsi af titan, sem er mjög sjaldgæfur málmur. f fyrstu var ætlað a‘ð þar væri um að ræða um 159 miilj. smáiestir af þessurn máimi en nú hefir komið i 'jós, að þar eru a'ð minnsta kosti um 359 milij. smálestir af þessum sjald gæfa málmi. Stofnað hefir verið námufélag til að vinna þennan málm úr jörðu og búizt er við að takast megi að vinna 400 þus. smálestir á ári. Ekkert nýtt I svari Nassers við orð- sendingn Bandaríkjastjórnar - slæm- ar horfnr um skjóta lansn Sóez-deilu Washington-NTB, 3. apríl. — Eisenhower Bandaríkjaforseti skýrði frá því á blaðamannafundi í Washington í dag, að er deilurnar og átökin ,um Súez-skurð stóðu sem hæst í haust, hefði hann verið að hugsa um að bjóða forsætisráðherrum Bretlands og Frakklands til Washington til að reyna að fá þá til að stöðva illdeilurnar og átökin við Súez. Agoar Kl. Jóíissoíi sendiherra í Beigíu Hinn 28. marz s. 1. afhenti Agn- ar Kl. Jónsson Belgíukonungi trúnaðarbréf sitt sern sendiherra íslands í Belgíu með aðsetri í París. Peter Freuchen lítur til lofts fyrir utan Hótel Borg. — (Ljósm.: Sv. Sæm.] „Þeir, sem heima sitja, vita meira um heiminn en ég, sem ferðast” r r „Haiídritin eru skrifðu á Islandi og af Isiend ingum og eiga því að vera á ís!and“ sagði Peter Freuehen í viðtali í gær Árla á íslenzkum og hlýjum vormorgni stígur hann út úr flugvél á Reykjavíkurflugvelli ásamt konu sinni, réttri hálfri öld eftir að hann hafði í fyrsta sinn stundardvöl hér á landi, austur á Eskifirði á leið til Grænlands. Eftir hádegið stendur hann á stéttinni framan við Hótel Borg, hár og karlmannlegur með svarta derhúfuna og lítur á ská til lofts. Þetta er Peter Freuchen, einn kunnasti landkönnuður heims, og hann hefir orð á því, að hann hafi hvergi á byggðu bóli séð önnur eins umskipti og hér í Reykjavík síðustu áratugina. Tom Finney, Preston, kjörinn „knattspyrnu- maÖur ársins“ LONDON—NTB 3. apríl: íþrótta fréttaritarar brezkra blaða hafa nýlega sæmt knattspyrnumann- inn Tom Finney úr Preston-liðinu „Bezti knattspyrnumaður ársins". Finney er eini knattspyrnumaður inn sem hefir tvívegis hlotið þenn an titil. Hinn 34 ára gamli knatt spyrnusnillingur hefir sýnt glæsi legan leik í stöðu miðframherja og hægri útherja. Hann hefir leik ið í 63 landsleikjum Svo gengur hann inn í salinn ásamt stjórn Stúdentafélags Rvík-- ur og blaðamönnum, og þá hefst óvenjulega skemmtileg samræðu stund. Hann talar hægt og rólega, röddin hlý og karlmannleg, orð- færið fellt og þróttmikið, jafnvel meitlað og fellur að hugsuninni, svo að aldrei er leitað að orði. Augun eru hviklaus og horfa fast og beint á menn, brýr miklar en engin yglibrún. Svipurinn hreinn, andlitið stórskorið en frítt í rúr, um og fellingum ára og veðra. — íFramhald á 2. síðu) H. C. Hansen flýg- ur til Oslóar í dag Kaupmannahöfn, 3. apríl: H. C. Hausen forsætisráðherra Dan- merkur fer í fyrramálið flugleið is til Osló til að ræða við Einar Gerhardsen, forsætisráðhe-> i Noregs um orðsendingar Bulgan ins. Talið er, að stjóruir Noregs og Danmerkur muni hafa sam ráð um væntanlegt svar við bréf uin rússneska forsætisráðherr- ans. girðir fyrir lendingu á Stokkseyrá, Eyrarbakka og í Þoríákshöfn Frá fréfrtaritara Timans á Stokkseyri í gær. Síðdegis í dag tók að brima hér mjög við alla suðurströnd- ina, og varð brimið svo mikið, að algerlega varð ólendandi í verstöðvunum hér, á Stokkseyri, Eyrarbakka og í Þorlákshöfn, sem er þó mjög fátítt. Flæðir yfir tún og vegi. Brimið gengur ekki langt á land, er.da er minnkandi straumur. Fyr- ir nokkrum dögum stíflaði sjórinn með þaraburði ós Hraunsár, sem rennur úr Löngudælu. stöðuvatns lóni hér ofan við kauptúnið. Hefir nú hækkað miög í því, svo að flæð (Framhald á 2. síðu) Hann kvaðst þó hafa komizt að raun um, að þetta hefði ekki verið heppilegt að svo stöddu. Forsetinn neitaði því, að slíkt boð hefði nokkurn tímann verið sent og síðan dregið til baka. Bréfaviðskiptin við Ben Gurion Eisenhower skýrði einnig frá því að í bréfaskriftum sínum við Ben Gurion forsætisráðherra fsraels, hefði hann aldrei verið beðinn að! leggja fram nokkra tryggingu fyrir ; frjálsum siglingum ísraelsmanna um Súez-skurð. Forsetinn svaraði þessu, er hann var spurður að því, hvað liði fram kvæmd þeirra samninga á milli Bandaríkjamanna og ísraels, sem leiddu til þess, að ísraelsmenn féll ust að lokum á að draga her sinn á brott frá Gaza og Akaba, ekki sízt með tilliti til þess, að Egyptar hefðu lýst því yfir, að þeir myndu aldrei leyfa skipum ísraels að sigla um Súez. Forsetinn lagði á það áherzlu, að S. Þ. myndu beita öllum áhrifum sínum til að tryggja viðunandi lausn Gaza-vandamálsins og tryggja frjálsar siglingar um Ak- aba-flóa. Mun ekki láta af embætti. Eisenliower neitaði því eindreg ið, að hann hefði hug á því að draga sig til baka úr forsetastól, er ástandið í heiminum leyfði það og eftirláta Richard Nixon embættið. Forsetinn upplýsti það ennfremur, að hann hefði ekki hug á því að leggja til, að aðstoð- in við erlend ríki yrði skert. Egyptar hafa nú svarað síðustu orðsendingu Bandaríkjastjórnar um rekstur Súez-skurðar. Haft er eftir góðum heimildum í Washing- ton, að ekkert nýtt komi fram, sem nokkru nemi í svari Egypta. Talið er líklegt, að Egyptar hafi hafnað flestum eða öllum nýjum breyting- artillögum Bandaríkjastjórnar. en ! meginstefna hennar er sú, að skurð urinn skuli vera alþjóðleg sigliiiga leið opinn öllum þjóðum. Súez-deilan lögð fyrir öryggisráðið Skv. fréxttaskeyti frá Reuter, er talið líklegt, að franska stjórnin muni á ný leggja Súez-deiluna fyrir öryggisráð S. Þ. Ráðuneytisfundur var haldinn um málið í París í gær og er stefna stjórnarinnar ó- breytt. Talsmaður Indlandsstjórnar Iét hafa eftir sér í Nýju Delhí í dag, að hún myndi styðja tillögur Egypta í deilunni, þar sem það væri álit Indlandsstjórnar, a8 þær væru í fullu samræmi við hin 6 grundvallaratriði, sem mörkuð hefðu verið með ályktun öryggisráðsras í málinu. Talsmaðurinn minnti á, að í yfir- lýsingu Egypta um málið hefðí verið gefið í skyn, að ísraelsmenn mættu gjarnan leggja málið fyrir alþjóðadómstólinn í Haag og Egypt ar myndu hlíta úrskurði hans. Kosið í úthlutunar- nefnd listamanna Á fundi sameinaðs Alþingis f gær voru kosnir fjórir menn i nefnd til að skipta fjárveitingu, sem ákveðin er á fjárlögum yfir- standandi árs til skálda, rithöf- unda og listamanna. Kosningu hlutu í nefndina þeir Kristján Eldjárn, Sigurður GuS- mundsson, Ilelgi Sæmundsson og Þorsteinn Þorsteinsson. Kouu fram tveir listar með nöfnum þess ara manna einna og urðu þeir þvi sjálfkjörnir. Hvar er leiklistaráhugiun? Bátarnir voru allir útí frá þess- um verstöðvum, og var þeim ráð- lagt að revna ekki að ná landi í heimaböínum. Voru þeir enn allir úti í kvöld og héldu sjó fyrir utan. Stillt veður er en hafalda mjög þung. Afli mun vera góður hjá bátunum. í Hafnaríirði i Framsóknarfébg HafnarfjarSar heldur fund í GóS- fémplarahúsinu n. k. föstudag klukkan 8,30 síSdegis. Rætt verSur um sfjórnmáiaviShorfiS og verSur Eysteinn Jónsson, fjármálaráSherra, frummælandi. Framsóknar- menn eru hvaftir til aS fjölmenna á fundinn. í gærkveldi átti að vera þriðja sýning á Browning-þýðingunni og Hæ þarna úti hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Sýningunni var af- lýst á síðustu stundu. Orsökin: örfáir miðar liöfðu selzt um miðj- an dag í gær og Leikfélagið hefir ekki ráð á að sýna fyrir hálftómu húsi. Stjórn Leikfélagsins skýrði frá þessu í gær. Það er engan veginn ný bóla, að leikrit alvarlegs efnis fái dræmar undirtektir almennings hér í bæ. Samt er ástæða til að minna á und irtektirnar, sem þessi sýning fékk hjá leikdómurum blaðanna, sern allir luku upp einum rómi um ágæti hennar. Sveinn Skorri Hösk- uldsson segir í Tímanum á föstu- daginn var: „Með sýningu sinni á þessum tveimur einþáttungum hef- ir Leikfélagið sameinað á eftir- minnilegan hátt vinnu ungra og efnilegra ieikstjóra og snilldartúlk un eins elzta og virðulegasta leik- ara síns. Slík samflétta ungra krafta og eldri reynslu hefir hér gefið glæsilegan árangur. Af fram- haldinu má mikils vænta“. Sama er að segja um þá, er þegar hafa séð sýninguna. Þeir telja hana flest ir með afbrigðum góða, jafnvel minnisstæðustu leiksýningu héc I bæ um langt skeið. Ekki ætti að þurfa að hvetja fólk til að sjá sýningu sem fær slik ar viðtökur. Eða hvar er hinn marg umtalaði leiklistaráhugi Reykvík- inga? Beinist hann kannske allur að frænkum og tengdamömmum? Væntanlega er svo ekki; ellegar er íslenzk leiklist illa komin. Fólk, sem ætlar sér að sjá ein- þáttungana tvo, ætti ekki að draga það lengi úr þessu. Næsta sýning verður á sunnudagskvöld.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.