Tíminn - 04.04.1957, Qupperneq 12
VeBrið I dag: '
r Norðan stinningskaldi, skúrir.
Finuntudagnr 4, anríl 1957.
Hitinn kl. 18: ^
Hitinn kl. 18:
Reykjavík 8 stig, Akureyri 8,
Kaupmannahöfn 10, London 10.
Indverski efnafræðingiirion dr. M. S. Patel:
„Saltverksmiðja í Krisuvík getur
fullnægt saltþörf Islendinga”
Tæknileginn erfiðleikum hefir veriU rutt úr vegi aS
mestu en rannsóknir á stofnun og starfrækslu salt-
verksmiíju hafa staíií yfir í nokkur ár
Undanfarna daga hefir dvalizt hér á landi indverskur efna-
verkfræðingur, dr. M. S. Patel að nafni. Hann hefir á síðari
árum komið nokkrum sinnum hingað til lands og fylgzt með j
rannsóknum þeim, er Raforkumálaskrifstofan hefir látið fara |
fram á því, hvort hér sé unnt að hefja saltvinnslu í stórum
stíl Dr. Patel hefir lengi haft áhuga fyrir íslandi og íslenzkum
málefnum. Hann lét þá skoðun í ljósi við blaðamann frá Tím- j
anum, að tæknilegir erfiðleikar á stofnun saltverksmiðju hér-
lendis væru senn úr sögunni og að íslendingar gætu innan
fárra ára framleitt allt það salt, sem notað er hér við fisk-’
framleiðsluna.
Dr. M. S. Patel stundaði efna
verkfræðinám í Bandaríkjunum
og kynntist þá dr Richard Beck,
sem sagði honum margt frá ís-
landi að fornu og nýju.
— Hvað var það helzt, sem
Jtichard Beek sagði yður frá ís-
landi?
— Hann talaði um fornsögurnar
íslenzku, sagði frá hetjum og
frægðarverkum og höfuðið á hon
um var fullt af hugmyndum og
framtíðairáætlumlm varðandi ís
land. Ég aftur á móti sagði honum
margt úr sögu Indverja og við
ræddum þetta fram og aftur. Síð
an hefir mér alltaf fundizt margt
sameiginlegt með fornsögum þess
ara tveggja óskyldu þjóða.
— Hvenær komuð þér fyrst
hingað til lands?
— Það var árið 1948. Ætlaði i
að koma hingað að loknu skóla-
námi árið 1926 en þá var engin |
skipsferð hingað til lands beint j
frá Ameríku. Eftir slríðið frétti:
ég af flugferðum hingað. Þá ákvað .
ég að komast hingað og sjá hita- j
veituna. Hér tók Hjálmar Blöndal
á móti mér og sýndi mér margt:
inerkilegt. Ég tók að glugga í
verzlunarskýrslum íslendinga og
sá þá hve mikið salt þið flytjið
inn.
Þá vaknaði spurningin: Er ekki
liægt að framleiða salt úr sjó með
aðstoð jarðhitans?
huganir á þessu
Ég hóf þá at-
en erfiðleikar
sýndust þá óyfirstíganlegir.
Eftir að ég kom aftur til Banda
ríkjanna ræddi ég þessi mál við
ýmsa þekkta verkfræðinga og eft-
ir því sem tímar hafa liðið, hefir
tæknilegum erfiðleikum á fram-
kvæmd þessa verks verið rutt úr
vegi. Þið eigið hér mjög góða
menn á verkfræðisviðinu. Til dæm
is Baidur Líndal efnaverkfræðing,
sem unnið hefir að rannsókn þessa
máls að undanförnu.
í Krisuvík.
— Hvaða staður er líklegastur
fyrir saltverksmiðju?
— Ein og málin standa í dag
er það Krisuvík. Þar þarf að
leggja tíu kílómetra langa leiðslu
sem sjónum væri dælt eftir upp
í hverasvæðið og þar mundi verk
smiðjan standa.
Eins og ég sagði áðan eru enn
þá nokkur tæknileg vandamál ó-
leyst í sambandi við byggingu
þessarar verksmiðju. Ég fer áleið
is til Bandaríkjanna í kvöld en
kem hingað til lands að sex vik-
um liðnum og vonast þá til að
hafa ýmislegt nýtt fram að færa.
Þessi mál hafa aðallega þokazt
fram á við síðan 1954. Ég vil
taka það fram, að afskipti mín
(Framhald á 2. síðu).
SmfáfíliiMjáinsveitin efnir til operu-
tónleika í ÞjóSIeikhúsinu í kvöld
•i
Á efnispkránni ern létt og vinsæl lög, sem eru
almenningi kirnn
í kvöld kl. 8,30 efnir Sinfóníuhljómsveitin til óperutónleika
í Þjóðleikhúsinu og verða viðfangsefnin flest úr óperum, sem
eru ísienzkum almenningi kunnar. Paul Pamplicher stjórnar
S’R’öníuhlUmsveitmni, en söngvarar eru þau Hanna Bjarna-
dóttir og Guðmundur Jónsson.
löngu þjóðkunnur og afar vinsæll
Forráðamenn Sinfóníuhljómsveit
arinnar áttu í gær tal við blaða-
inenn um þessa hljómleika. Sögðu
beir að efnisskráin hefði verið val
in með það fyrir augum að serr.
flestir gætu notið þess sem þarna
verður leikið. Þetta væri létt exnis-
skrá, lög sem flestir kynnu eða
könnuðust við svo sem Söngur
nautabanans úr óperunni Carmen
og aría úr Rakaranum í Sevilla.
Paul Pampiechler hefir áður
stjórnað Sinfóníuhljómsveitinni og
sýndi þá að hann er mjög hæfur
stjórnandi.
Hanna Bjarnadóttir kemur þarn
í fyrsta sinn fram með Sinfórlu-|
hljómsveitinni, en hún hefir um |
margra ára skeið stundað söngnám |
í Hollywood. Eftir heimkomuna! -
kom hún fram í Töfraflautunni þar |
sem hún söng hlutverk Papagenu.
Guðmundur Jónsson er fyrir
söngvari, sem getið hefir sér vax-
andi orðstír með hverju viðfangs-
efni.
Á efnisskránni eru þessi lög:
Sigurmars úr óperunni Aida eftir
Verdi. Ballade eftir Herbert Hrie-
bersehsck. Aría úr Madame Butt-
erfly, Aría úr Grímudansleiknum
eftir Verdi. Fjórar vatnsmyndir úr
óperunni Peter Grimes eftir Britt
I en. Forleikur úr óperunni Donna
Diana eftir Reznicek, Aría úr Rak-
aranum frá Sevilla eftir Rossini,
Söngur nautabanans úr Carmen
eftir Bizet. Þá verður fluttur hluti
; 3. þáttar óperunnar Rigóletto eftir
Verdi og vals úr Rósariddaranum
eftir Strauss. Hljómleikarnir hefj-
ast kl. 8,30.
Brezk, frönsk, fcandarísk ©g
um
sinni
Silfurþjófnaður framinn um
háfc jarian dag í íbiið hér í bænum
í fyrradag var stolið nokkru af silfurmunum hér í bænum.
Ennfremur var stolið armbandsúri og skartgripum, þar á
meðal armbandi. Nemur verðmæti þess, sem stolið var, að
líkindum einum fimm þúsund krónum.
Gripir þessir voru í einkaeign.
Voru þeir geymdir í kommóðu í
herbergi í rishæð Aðalstrætis 12.
Er hér um bíræfinn þjófnað að
ræða, enda farið inn um hábjartan
dag inn í íbúð.
Silfrið var tólf skeiðar og tólf
hnífar og er það eitt út af fyrir sig
mikið verðmæti. Ættu þeir, sem
kynnu að verða varir við þetta, ef
þeim verður boðið silfur til kaups,
að gera rannsóknarlögreglunni að-
vart.
Póstur og sími tefla
innbyrÖis
í fyrrakvöld fór fram skák-
keppni milli starfsmanna símans
annars vegar og starfsmanna póst
þjónustunnar hins vegar. Teflt
var á tuttugu borðum. Leikar fóru
þannig, að símamenn unnu með
fjórtán og hálfum vinning móti
fimm og hálfum.
LONDON—NTB 3. apríl: Brezk
ir skipaeigendur hafa ákveðið að
láta ekki skip sín sigla um Sú-
ez-skurð fyrr en Nasser forseti
hefir fallizt á þau 6 grundvallar
atrið, sem öryggisráð S. þ. hefir
lagt fram sem undirstöðu lausn
ar Súez-deilunnar.
Haft er eftir góðum heimild
um, að bandarískir, franskir og
dansHir skipaeigendur hyggist
gera hið sama .
kröfu um að hætta
máiaferlunum
LONDON—NTB 3. apríl:: Dómar
inn í morðmálinu gegn Adams
lækni, sem nú er sótt og varið
í Old Bailey í London, hafnaði
í dag kröfu frá verjanda hins á-
kærða v— að málaterlunum
skyldi hætt, þar sem ákæruvald
ið hefði ekki getað aflað nægra
sannanna til að halda málaferl
unurn áfram. Verjandi Adams
Geoffrey Lawrence, fullyrti fyr
ir réttinum í dag, að mikils ó-
samræmis gætti í vtnaleiðslun
um gegn hinum ákærða. Verjand
inn mun nú hefja vitnaleiðslur
til varnar hinum ákærða.
Ný gerð Ferguson dráttarvéla með
tvöföldu drifi að koma á markað
Hópurinn sem sótti námskeið hjá Massey-
Harris fyrirtækinu komnir heim
1 fyrradag komu hingað til lands menn þeir, er fóru utan
til Englands fyrir rúmum hálfum mánuði að kynna sér með-
ferð Ferguson dráttarvéla hjá Massey-Harris fyrirtækinu í
Bretlandi. Blaðið hafði snöggvast tal af Hirti Eldjárn í gær og
lét hann hið bezta yfir förinni. Kvað hann ferðina hafa orðið
að miklu gagni fyrir þátttakendur, en einmitt um þessar
mundir eru nokkrar breytingar að verða á gerð Ferguson-
vélanna, sem utanfararnir kynntu sér.
Myndin er tekin af þátitakendum héðan meðan námskeiðið stóð yfir ytra.
Hjörtur sagði, að framleiðslu
eldri gerðar Fergusonvélanna væri
nú hætt og ný gerð Fergusonvéla
að koma á markað. í því sambandi
gat Runólfur Sæmundsson, skrif-
stofustjóri hjá Dráttarvélum h.f.
þess, að vélar af nýju gerðinni
væru væntanlegar hingað í næsta
mánuði.
Þátttakendum kynntar nýjungar.
Námskeiðið beindist einkum að
því, ,að kynna hópnum héðan nýj-
ungar þær, sem eru í framleiðslu
nýju vélarinnar. Þessar vélar eru
kraftmeiri, en eyða þó ekki meira
benzíni. Þá er það helzta nýjung-
in, að þær eru með tvískiptu drifi.
Tvískipting drifsins veldur því, að
þær geta unnið mikið hægar en áð-
ur, eða farið hægast hálfan kíló-
metra á klukkustund. Hámarks-
hraði vélanna er sá sami og hann
var. Þá er vökvakerfi vélarinnar
sterkara, fjölþættara og meira
sjálfyrrkt á nýju vélunum. Hjörtur
sag^i,' jáð;i þeim hefði verið boðið
að ^ci.ða,;:iær^smiðju, þar sera vél-
ariS'ÆiHiijframleiddar, og horfðu
þefr á’fullbúnar dráttarvélar renna
þa^áfjfæribandi aðra hverja mín-
útu-ieða þrjátíu og þrjár vélar á
kíukkustund.
Fergusori á þriðja hverjum bæ.
Mennirnir héðan nutu góðrar og
, ánægjulegrar fyrirgreiðslu á nám-
*fee;ðinu í Stoneleigh við Coventry.
(Framhald á 2. síðu).