Tíminn - 07.04.1957, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.04.1957, Blaðsíða 4
TÍMINN, sunnudaginn 7. aprfl 1957, Ef tíl vill nota íslenzkar konur fieiri liti í klæðnaði en algengt er í Ámeríku ' Frú Dagmar Freuehen, kona landkönnuðarins Peter Freu- chen, er grannvaxin kona á miðjum aldri, toginleit, dökk- feærð og dökkeyg, nokkuð alvar- leg 1 bragði, lágróma og róleg í tframgöngu. Maður hennar gat þess í útvarpsviðtali, að hún tfeiknaði fyrir tízkublaðið Vogue og langaði mig að spyrja hana dítillega um það starf hennar. Itvað er það, sem þér teiknið aðallega, frú Freuchen? Aðallega fatnað — tízku- myndir. Eruð þér fastur starfsmaður hjá Vogue? Ég hef unnið fyrir það blað í 12 ár, en starfi mínu er svo hátt að, að þegar ritstjóri tízkudeild- ar þess hefur valið flíkur, sem geta á um í blaöinu, þá eru þær sendar heim til mín og þar vinn ég að teikningum mínum, eða — eins og nú fyrir skömmu — þá fór ég með ritstjóranum til Parísar og þar var valið efni á tízkusýningunum. Næsta dag fengum við svo sýningarstúlk- urnar til að klæðast fötunum á ný, svo að ég gæti teiknað þau. Getiö þér sagt okkur hér ein- hverjar merkisfréttir af hinni nýju Parísartízku? Ónei, þar var engar stórbreyt- íngar að sjá, en ákaflega falleg- ír lílIF, svo sem Ijósgult, rauð- gult og hárautt voru mjög áber- andi. Einnig var mikið notað af Chiffon, víðar ermar með kín- versku sniði sáust allvíða og þröng pils eru fremur algeng.. Og livar á nú mittið á okkur að vera i ár? í flestum tilfellum á það að vera _á réttum stað, segir frú Freuchen brosandi. Hafið þér tekið eftir nokkrum Bérstökum einkennum í klæða- þurði isíenzkra kvenna? Ég kom nú ekki hingað fyrr en í gærkveldi, svo ég hef ekki haft tækifæri til að sjá margar íslenzkar konur. Ef til vill nota þær fleiri liti en algengt er í Ameríku. Við vorum í boði í gær kveldi og þar held ég að þrjár eða fjórar konur hafi verið svart klæddar, hinar í mislitum kjól- um í Ameríku hefði þetta senni lega verið öfugt. En það er • karmski vegna þess, að hér er ekkert ryk. 1 New York er svo mikið sót, að allar flíkur verða svartar á skömmum tíma. Nota amerískar konur mikið af skartgripum? Já, mjög mikið, einkum gripi úr allskonar gerfiefnum, enda eru þar framleiddir svo faijegir hlutir, að erfitt er að sjá mun á þeim og ekta skartgripum. '•> Þessu til.sönnunar sýnir frúin mér hlelckjaarmband, sem hún er ineð og sem hún segist hafa lengi notað. Meiri kunnáttu- mann en mig þarf til að sjá, að það sé ekki úr skíru gulli. En frönsku konurnar — nota þær eins marga skartgripi? Nei, miklu færri en þær band- arísku. Kennið þér líka teiknun? Já, ég kenni við stóran lista- skóJa, Art Students’ League, í New York. Það hefur áreiðan- lega íslenzk stúlka stundað þar nám, en liún var ekki minn nem andi. Við þennan skóla hef ég kennt í ellefu ár. Hverskonar listkennsla fer þar einkum fram? Málara- og höggmyndalist, en ég kenni tízkuteikningar þar. Hvort virðast yður nemendur skólans fremur hallast að ab- etrakt eða náttúrustefnu í list sinni? Unga fólkið hneigist yfirleitt meira að abstrakt list, en þó er nú minna um hina algerlega „non-figurativu“ list en áður, svo að segja má, að votti fyrir straumhvörfum frá abstrakt- stefnunni. í morgun vorum við í Þjóðminja- og listasafninu hér og þar sá ég nokkrar myndir, sem ég hafði verulega gaman af. fikemnftiiegust þóttu mér mál- Spjallað við frú Da gmar Freuchen, sem teiknar tínkumyndir fyrir ,-,Vo- gue^og hefirkugá að ferðast til Grænlancls Frú Dagmar Freuchen verk Júliönu Sveinsdóttur og höggmynd Sigurjóns Ólafssonar af Sigurði Nordal. Það er skemmtilega nýtízkulegt verk. Eru góðir atvinnúmöguleikar fyrir teiknara í Bandaríkjunum við bóka- og blaðaskreytingar? Segja má það, en ljósmyndir eru afar mikið notaðar til skreyt inga í tímaritum og blöðum. Hafið þér teiknað myndir í nokkuð af bókum manns yöar? Nei, ég hef aðeins gert kápu- teikningar á nokkrar þeirra. | En hafið þér fyigt honum á ferðum hans? | Mjög sjaldan; til dæmis hef ég ekki enn komið til Græn- jlands, þó að ég hafi fullan hug ' á því. Það er svo einkennilegt, að þó Grænland sé miklu nær Ameríku en Danmörku, þá verð- ur maðurinn minn alltaf ao fara fyrst til Danmerkur og sigla það an til Grænlands. Samgöngur þangað eru svo takmarkaðar. Það var eiginlega sérstök heppni, að ég skyldi geta komið ningað | með honum. | Búið þið allan ársins hring í ,New York? Við eigum líka hús í Connecti- cut og þangað förum við um ! helgar og tíma á sumrin. j Ég hélt, frú Freuchen, að þér : væruð bandarísk, en þér talið 4 ! ið mjög næðissamt hjá þeim hjón um um það leyti, sem Peter Freu- chen tólc þátt í sjónvarpskeppn- inni miklu .nú í vetur og er ég inni eftir þvi, segir frúin bros- andi, að það sé orð að sönnu. Þegar ég kem heim, híður mín skemmtilegt verkefni, segir frú Freuchen. Listaskólinn heldur árlega mikinn grímudansleik og þá eru allir búhingarnir miðað- ir við eitthvert sérstakt tímabil. í ár eiga þeir að vera i miðalda- stil og á ég að dæma um, liver þeirra skuli hljóta verðlaun. Ég þakka frú Freuchen við- taiið og vona, að henni gefist tækifæri til að sjá eitthvað af landi okkar, áður en hún hverf- ur á brott. Sigríður Thorlacius. ekki dönsku eins og útlenöing- ur. Frú Freuchen brosir: Ég er fædd og uppalin í Danmörku, en nú er ég bandarískur ríklsborg- ari, svo mér eru bæði málin jafn töm. Finnst yður ekki þægilegra að geta unnið nokkuð af starfi yð- ar heima, heldur en að vera bundin utan heimilis? Að sumu leyti — en það er líka ónæðissamara. Þá dettur mér í hug, að sennilega hafi ekki ver- Bandaríkjamenn freista gæfunnar við Nasser Washington, 5. apríl. — í dag ræddust þeir við í þriðja sinn á einum sólarhring, Fawzi utanríkis- ráðherra Egypta og sendiherra Bandaríkjanna í Kaíró. Frá Wash- ington berast þær fregnir, að Dull es hafi flogið til New York til að ræða við Hammarskjöld. Bretar og Frakkar hafa hvatt skipafélög þessara landa til að bíða átekta og sjá, hvort samningar takast um rekstur skurðarins áður en þeir láta skip sín hefja siglingar um skurðinn. Talsmaður brezka utan- ríkisráðuneytisins lét á sér heyrða í dag, að hann teldi ekki mikla von um að samningar Bandaríkj anna og Egypta leiddu til sam- komulags. f|f p'Þ-ri'I iÉTI' == Þ; S' l-.s 'n ,=il - liJMIIiP.S,.5 Þáttur kirkjunnar: Lestur biblíunnar i NÚ ER BIBLÍAN að koma út hér á landi í fyrsta sinn í marga mannsaldra. Það má teljast táknrænt fyrir metnað og framkvæmd- ir hinnar nýfrjálsu þjóðar, og er gleöilegt tákn á miðri öld efnishyggju og hertækni. Nýja testamentið kom út fyr- ir jólin, myndskreytt og myndarlegt að ytri sýn. ; UM LFTÐ og við gleðjumst yf- ir bessrm trúarlega áhuga, er rétt, aó minna á það, að bæk- ur — ckki sízt biblían — eru | til a5 lesa þær. ! AUtof víða liggur biblían : rykfallin í hillu eða skáp, eða þá geymd á góðum og virðu- legrm stað niður i kommóðu. En það er ekki meiningin. I Virðuleiki og tign bibliunnar felst í því að vera lesin. Bibiía með velktum blöðum, kannske rifnum og blettótt- um, er heimilinu fegra vitni en sú, sem er svo saman- pressuð af góðri geymslu, að erfitt reynist að fletta blöff- um hennar, og hún lítur út fyrir aff vera keypt í gær. Það ætti sem sé að lesa hana upp til agna og kaupa síðan nýja, en geyma slitrin af þeirri gömlu sem helgan dóm í gylltum umbúðum, eða bera hana á bál gamlárs- kvölds með lotningu og söng. FLESTIR MESTU MENN ver- aldár og beztu hafa átt biblí- una að vini og lesið hana mik ið síöan hún varð til. Glad- stone, einn ágætasti maður Breta fyrr og síðar, hafði allt af Nýja-testamenti í vasa sín um og las það á biðstofum og | ferðalögum. Lincoln og Frank lín skópu úr hugmyndum hennar ásamt Washington grundvöll að þróttmesta menningarríki sögunnar. — Gandhi, sem þó ekki játaði kristna trú opinberlega, gjörði biblíuna að kraftaverki lífs síns. Þeir, sem grundvölluðu íslenzka menningu með skól- um og bókum, fræðum og fögru líferni, sóttu eld áhuga síns og lielgi til biblíunnar. Vídalín og Hallgrímur, já, Ari fróði og Snorri Sturluson sóttu anda sínum ódauðleik af blöðum hennar, meira að ] segja þjóðsöngur íslands er 1 að anda og efni nákvæmlega S runninn frá einum sálma l Davíðs, eins og þeir voru l nefndir einu nafni, sálmar r:. ■ T Gamla-testamentis. Er nú hægt að læsa slíkan fjársjóð frjóan sem Draupni niður í skúffu, byrgja þessa hreinu, tæru, svalandi lind mannsandans undir hrauni tómlætis og gleymsku, kæru- leysis og heimsku? Slíkt væri hinni sönnu menningu hverr- ar þjóðar afhroð og ill örlög. En samt þarf að lesa biblí- una með skynsamlegri hugs- un, ekki með þrælbundnum huga bókstafsdýrkandans, heldur með lotningu hjart- ans og leitandi þrá þess, sem greinir aðalatriði frá aukaat- riðum, anda frá efni. BYRJIÐ AÐ SÝNA börnum ykkar myndirnar, segja þeim sögurnar, lesa spakmælin. Haldið svo áfram, takið eitt rit í einu. Fáið ykkur skýring- ar, ef unnt er. Lesið hægt og íhugandi, notið samanburð ritanna, heimfærið til þess lífs, sem lifað er í huganum. Sumir hafa litla miða með tilvitnunum, sem heimilis- fólkið dregur, hvert af því einn eða þrjá handa sér á kvöldin eða sunnudögum líkt og gullkorn til geymslu og íhugunar. Þetta getur verið eins og leikur, létt og skemmti legt, en þó þrungið af alvöru og helgi. Leshringar eru nú stofnað- ir, þar sem dálítill hópur, 12 til 20 manns, safnast kring- um borð, líkt og í sauma- klúbb, og les eitt og eitt rit biblíunnar með leiðbeinanda, sem útskýrir og leiðbeinir um aðalatriði og gildi orðanna, þýðingu þeirra og anda; svo fær fólkið sér kaffisopa á eftir og ræðir saman. Þetta er ekkert síður skemmtilegt 1 en hvað annað, og þetta er út- | lend venja og góð, sem nú fer | sigurför um heiminn. SÍÐAST VIL EG svo nefna biblíulestra í kirkjunum, þar sem presturinn hefir nokkurs konar kennslu í biblíufræð- um og ritum. Þetta hefir einn ig orðið til gagns og ánægju fyrir marga og áhrif til trúar og þroska eru mjög vænleg, ef vel er á haldiö. Og að síðustu, hver einstakl ingur þarf að skilja það sem sitt mikla tækifæri til sannr- ar göfgi að iðka lestur biblí- unnar og gera hana að vini sínum. Árelíus Níelsson. s 11 I M ■ í 'KBiiI U SIIS'S =is i»lil J-Yí JKPM'J jki fcl.'lfc Ómetanleg landvörn ÞEGAR META SKAL héruð lands- ins og bæi og afkomuskilyrði þar, mun lengstum vera litið á það hverjar séu meðaltekjur manna eða hve miklum tekjum menn nái yfirleitt á hverjum stað. Þetta er eðlilegt viðhorf hins einstaka manns, sem einkum miðar við að bjarga sjálfum sér og fleyta fram fjölskyldu sinni. Annað sjónarmið er þó til og öllu mikilvægara fyrir þjóðina í heild. Það er hverja eftir- tekju þjóðarbúið hefir af hverjum manni á hverjum stað. ÞETTA SJÓNARMIÐ er svo mik- ilsvert, að það ætti árlega að birta opinberlega skýrslur um fram- leiðsluverðmæti og mannfjölda hvers héraðs. Enda þótt ekki megi hlaupa blindandi eftir slíkum tcl- um er í þeim svo mikill fróðleikur, að þjóðin hefir engan veginn efni á að láta eins og henni lcæmi það ekkert við og loka augunum fyrir því. Þetta er einmitt grundvaliarat- riði í allri okkar þjóðhagsfræði. Hvaða byggðarlög eru drýgst að byggja björg í bú okkar allra? Hvar er það fólk, sem dregur mest í bú? Það mun koma í ljós þegar þessi gögn eru könnuð, að ýms þau hér- uð, sem þótt hafa harðbýl, reynast býsna drjúg og langt fyrir ofan meðallag. En einmitt á athugun þessara mála og þekkingu á þeim hlýtur það að byggjast hvað skyn- samlegt er að gera til að stjórna því með opinberum aðgerðum hvar fólksfjölgunin lendir. Þess má geta, að Reykjavík stendur höllum fæti gagnvart þess um samanburði vegna þess, að þaðan er landinu stjórnað og þar vinnur því fjöldi manns að ýmis konar skrifstofustörfum vegna þjóðarinnar allrar. En þar að auki eru fjölmennar stéttir, sem stærð borgarinnar útheimtir til þess að aðrir geti lifað þar og stundað at- (Framhalu á 8. bíSuj. .1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.