Tíminn - 07.04.1957, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.04.1957, Blaðsíða 5
TÍMINN, sunnudaginn 7. aprfl 1957. 5 LÍFIÐ í KRINGUM OKKUR Keldusvín í GROÐURSÆLUM krika, sem verður milli sands og hrauns austan (norðan) Eld- vatns í Meðallandi, er fugla- líf óvenju fjölskrúö'ugt. Hinn margfróði náttúruskoöari, Bjarnfreð Ingimundarson, sem fyrrum bjó á Efri- Steinsmýri í Meðallandi, varð fyrstur manna til að vekja eftirtekt á þessari fugla- paradís. Vorið 1938 dvaldist ég um skeið á þessum slóðum, og hinn 31. maí fór ég ásamt Bjarnfreði á báti um Steins- mýrarfljót, en þaö lónar upp og myndar ailstórt stöðu- vatn ofan við sandinn. Við lentum í litlum hólma i vatn- inu, vöxnum þéttu og há- vöxnu mýrgresi. Ekki höfðum við fyrr stigið þar á land en fugl flaug með írafári upp úr sinuflóanum fyrir fótum okk- ar og hvarf síðan jafnharðan niður í gróðurinn á öðrum stað í hólmanum. FUGL ÞESSI var fremur lítill og mjósleginn, dökkbrúnn að ofan, en öskugrár að neðan, og við nefrótina glampaði á rauðan lit. Fæturnir voru ó- venju fyrirferðarmiklir og löfðu niður eins og þeir væru hálfmáttlausir. Þessi ein- kenni sýndu, svo að ekki varð um villzt, að þetta var keldu- svín, einhver sjaldgæfasti og dularfyllsti fugl, sem þetta land byggir. Við hófum nú leit að fuglinum í hólmanum, en hún bar engan árangur, enda þótt við tættum sundur hvern sinuþófann eftir ann- an. Það var engu líkara en jörðin hefði gleypt fuglinn, og urðum við frá að hverfa við svo búið. SAMA DAG frétti ég, að þá fyrir tveimur dögum hefði keldusvínshreiður fundizt hjá Syðri-Steinsmýri. Merki liafði ekki verið sett við hreiðrið, en mér var vísaðfcá svolitinn mýrarskika rétt utan við tún- garðinn. Þetta var smáþýfð sinumýri með rauðakeldum, og hugði ég vandalítið að finna hreiðrið í svo litlu mýr- arstykki. En þetta fór á aðra lund. Ég leitaði langa stund fram og aftur um mýrina án þess að verða nokkurs vísari og án þess að verða var við nokkurn fugl. Þá tók ég það tii bragðs að seilast með hönd unum inn í hvern sinutopp og fikaði mig þannig áfram frá þúfu til þúfu og bjó mig undir langa og skipulega leit. Þegar ég var farinn að ör- vænta um árangur rak ég allt í einu fingurgómana i heit egg, mörg og lítil, sem hvildu i djúpum og kröppum hreiðurbolla á kafi í sinu- toppi utan i mosaþúfu. Þetta voru keldusvínseggin. Þau voru 7 að tölu, rjómagul á lit ^með strjálum, blágráum grunnblettum og rauðbrúnum dílum og dropum. Þau voru talsvert minni en rjúpuegg, en álíka hnöttótt og með all- sterkum gljáa. Yfir hreiðrið var ofinn eins konar hjálmur úr sinu, svo að hvergi sást í það utan frá. Keldusvín sá ég aldrei í grennd við hreiðrið. ÞENNAN eftirminnilega maí- dag 1938 sá ég i fyrsta skipti keldusvin og keldusvínshreiö- ur, en þetta er líka í eina skipt ið á ævi minni, sem ég hef litið þennan fugl og hreiður hans. Þó hcfi ég ferðazt mik ið um landiö þau tuttugu ár, sem síðan eru liðin, og jafn- an gefiö fuglunum nánar gæt ur. Þetta gefur nokkrá hug- mynd um, hversu sjaldgæft keldusvínið er, en þó skyldu menn varast að draga af þessu of víötækar ályktanir. Sannleikurinn er sá, að keldu sviniö fer mjög huldu höfði og dylst mönnum meir en nokkur annar íslenzkur fugl. Það er einkum á ferli í Jjósa- skipturmm og á nóttunni og flýgur ógjarna. Það hefst helzt við í blautum mýrum og forarflóum. þar sem gróður er bæði þéttur og hávainn, og smýgur af mikilli leikni um þröngar vatnsrásir, skurði og kíla, og virðist hvergi una sér betur en í myrkvuðum jarðsmugum. Það er því eng- in furða, þótt keldusvínið hafi orðið uppistaða í þjóð- sögnum og þjóðtrú. Meðal annars getur Eggert Ólafsson þess, að menn haldi, að það hafi að hálfu leyti ormaeðli. Þess vegna geti það skriðið í jörð niður, ef það er í hættu statt, og sé sama, hversu þurr og þéttur jarðvegurinn sé. Þá haldi menn einnig, að það geti ekki flogið. SÁRALÍTIÐ er vitað um út- breiðslu keldusvínsins og Iífs- háttu þess hér á landi. Þess gerist því full þörf, að kanna þetta nánar, og mun ég í því skyni ferðast um lágsveitir sunnan lands á sumri kom- anda. Það myndi auðvelda mjög þessar fyrirhuguðu at- huganir, ef menn vildu láta mig vita sem fyrst, hvar orð- ið hefir vart við keldusvin á síðari árum og hvar grunur leikur á, að það verpi. Ég myndi þá leitast við að vitja slíkra staða á ferðum mínum í vor og sumar eða síðar. Finnur Guðmuudsson. Mál og Menning ss Rltstl. dr. Halidór Halldórsson. MUNIR OG MINJAR: Grafskrift séra Snorra UNDANFARNAR vikur hefir engin bók verið lesin meira á íslandi en Brekkukotsannáll Halldórs Kiljan Laxness. Sú lesning svíkur engan. Þar er nóg af húmor og hlýju og samkennd með lífi fólksins í þessu landi, og skal ég síðan ekki grípa meira fram í fyrir ritdómurum vorum, heldur hverfa að minni garðholu. En því hefi ég þennan formála, að mér flaug í hug, þegar ég las hina óviðjafnanlegu Brekkukotssögu um séra Snorra á Húsafelli, að ýmsum þætti gaman að sjá þá graf- skrift, sem samtimamaður séra Snorra setti honum. GRAFSKRIFT séra Snorra er geymd í Þjóðminjasafni. Hún hékk upphaflega i Húsafells- kirkju, þar sem séra Snorri var grafinn. Sú kirkja var lögð niður 1812, og þá mun grafskriftin hafa verið flutt í Áss-kirkju. Grafskriftin er skrifuð með gylltu á dökkt tréspjald, með rauðum og bláum bekk utan um, 68 sm á hæð, en upp af spjaldinu er burst og eru þar letruð svo- felld einkunnarorð: „Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama, en orðstír góður deyr aldrei. Seneca." Orðin eru úr Hávamálum, en ekki er ljóst af hverju þau eru hér eignuð Seneca. Grafskriftin sjálf er stuðl- uð og hljóðar þannig (með nútíma stafsetningu): „Leiddur er þann 15. júlí ...; ísíu\-s risinn, bliður, glaðlyndur, skemmtinn. Hugljúfi hvörs er þekkti. Meður ástsælum egtamaka í friðarböndum 52 ár. Eignaðist 12 börn, en varð afi 19 niðja. Síns húss og allra yndi, stoð og blóm. Mætt mannorð lifir hér þó moldir fúni. Formanni sín- um til minningar setti Jón pr(estur) Grímsson" .. .. * : - w '» 'iW • 1803 hærum prúðbúinn Húsafells prestur, SNORRI BJÖRNSSON, fæddur 3. október 1710. Frægur að kenningu, mælsku og mann dóm. Bar prests embætti með elsku og æru árin sex- tigi og tvö betur. Flestum lærðari i föðurlandsmáli og norrænnar túngu fornum fræðum. Átjándu aldar ann að skáld bezta og hagorð- asta í hvörjum brag. Skip- stjórnari bezti og syndur sem selur, með báðum þeim listum bjargaði mönnum úr dauðans hættu drengilega. Kunni handahlaup. Skipa- smiður. Huggóður, prúður, hetjulíki, ramur að aíli, réttkallað mannval. Gest- SU ER VENJAN, að lofstafir eru lítt sparaðir í grafskrift- um. Hér er ekki heldur skorið við nögl, en þó er lofgerðin með nokkuð sérstæðum hætti, einkum þegar þess er gætt, að prestur mælir eftir prest. Það sést bezt, ef maður tekur til samanburðar öll lýsingar- orðin, sem í hástigum standa á legsteinum biskupa í Hóla- kirkju. Séra Jón Grímsson velur ekki ritningargrein að einkunnarorðum, heldur forn kjarnyrði úr heiöni. Síðan vikur hann stuttlega að prestsskap séra Snorra, sem rétt var og skylt, en annað virðist vera honum ríkara í huga, lærdómur í fornum fræðum, skáldskapur, íþrótt- ir, karlménnska, vit, mann- gæzka. Það er ekki prestur- inn séra Snorri, sem hér er veriö að mæla eftir, heldur þjóðsagnapersónan, og það af samtímamanni. Ramefldar herðar og góömannlegur svip ur hins hempuklædda afl- raunaskálds, sem við þekkj- um úr þjóðsögum, leyna sér ekki heldur í grafskriftinni. Einmitt þess vegna orkan hún á mann á sama hátt og sög- urnar, sem sagöar voru í Brekkukoti, þegar Álfgrímur litli var að alast þar upp. Kristján Eldjárn. Eins og lesendur þáttarins ef til vill rekur minni til, varpaði ég fyrir nokkru fram þeirri fyrirspurn til lesendanna, hvort þeir könnuð- ust.við orðasambandið óborið fé í merkingunni „ómarkað fé“. Nú hefir mér borizt eitt svar við þessu, og þótli mér vænt um það, því að ég gerðí satt að segja ráð fyrir, að þetta orðasamband væri al- dauða. En áður en ég rek svarið, skal ég lítillega geta tilefnis þess, að ég skaut þessari spurningu að lesendum. í Kristinna Iaga þætti í Grágás er bann við því, að menn eigi ó- borið fé. í Staðarhólsbók er íext- inn á þessa leið: Skalat maðr eiga fé óborit. Ef maðr á óborit fé ok lætr ómerkt ganga, til þess at hann trúir heldr á þat en annat fé eða ferr hann með hindrvitni, með hverju móti sem er, þá varðar honum fjörbaugsgarð. Grg. I. (Stb.), bls. 27—28. MARGIR fræðimenn nú munu þeirrar skoðunar, að óborit fé merki hér „fé, sem tekið hefir verið með skurðaðgerð úr móður- kviði“, þ. e. tekið með svipaðri aðgerð og keisaraskurði, þó að ánni dauðri. Þessi skilningur mun í fyrstu eiga rætur að rekja til orðabókar Eiriks Jónssonar (Erik Jonsson: Oldnordisk Ordbog, Kbh. 1863), þar sem talið er, að óbor- inn merki í þessu sambandi „skor- inn úr móðurkviði" („skaaret ud af Moderens Liv“). Þessi skoðun fékk mikinn stuðning við það, að sænski fræðimaðurinn R. Arpi skrifaði grein um þetta orðasam- band í Uppsalastudier tillegnade Sophus Bugge pá hans 60-ára föd- elsedag den 5 januari 1893, bls. 21—23. Kemst hann þar að sömu niðurstöðu og Eiríkur. Við þessa grein Arpis er margt að athuga, en það verður ekki gert hér. Þó skal þess minnzt, að Arpi hefir sézt yfir, að Grímur Thorkelin hafði í útgáfu sinni af Kristinrétti gamla (Kbh. 1776) getið þess, að hann þekkti orðasambandið óborið fé úr mæltu máli á Suðurlandi í merkingunni „ómarkað fé‘. Skýr- ingargrein Gríms er á latínu, en ég birti hana hér í íslenzkri þýð- ingu: ... 2) um fénað 78. óborit fé undanskilið undir mark, þ. e. fé óborið undir mark, sjaldgæft orðasamband og vart notað af öðrum en íbúum Suður íslands, þótt mjög sé þægilegt að orða hlutinn svo, því að lömbin eru, meðan þau eru enn lítil, borin til þess, er markar, af ó-, svipti- forskeyti, og bera. Heimild þessari er þann veg háttað, að ekki verða bornar brigð ur á hana. Ef Grímur Thorkelin hefði aðeins þýtt orðasambandið án þess að geta þess, hvernig hon- um var það kunnugt eða hvar hann vissi það notað, hefði mátt telja ummælin skýringartilraun hans. En úr því að hann getur þess sér- staklega, að orðasambandið sé sunnlenzkt, kemur slíkt ekki til greina. Ýmsar aðrar heimildir hefi ég frá síðari hluta 18. aldar og 19. öld um þetta orðasamband, en ég hygg þær allar eiga rætur að rekja til Gríms og rek þær því ekki. Hins vegar skal ég geta þess, að ég tel ummæli Gríms ekki skýra lagastaðinn til fulls, en þau benda áreiðanlega í rétta átt. En út í þá sálma skal ekki farið hér. Þetta var, sem sé, tilefni fyrir- spurnar minnar. En nú hefi ég fengið staðfestingu á, að enn eru á lífi menn, sem kannast við orða- sambandið óborið fé í merking- unni „ómarkað fé“. ÓLAFUR Daníelsson á Hurð- arbaki í Svínadal í Hvalfjarðar- strandarhreppi skrifar mér á þessa leið: í þættinum Mál og menning, er birtist í Tímanum 10. þ. m. [þ. e. 10; marz] óskið þér eftir upp- lýsingum um orðasambandið ó- borið fé og fleira. Mér er þetta orðasamband að nokkru kunnugt, og vil ég skýra yður frá því, er ég veit. Faðir minn og afi, er ættaðir voru og upp aldir í uppsveitum Mýrasýslu (Þverárhlíð og Norð- urárdal) þekktu þetta orðasam- band óborið fé um ómörkuð lömb á hausti, en þeir notuðu það ekki og álitu það ekki heyra til dag- legu máli eflir síðustu aldamót. En afi minn sagði, að þetta hefði verið nokkuð altítt í daglcgu máli, þegar hann var unglingur. , Hann var fæddur 1824. Svo ekki meira eftir þeim. Þegar ég var á unglingsárum, þekkti ég gamla konu, er notaði , þetta umrædda orðasamband í daglegu máli, þegar við átti, um ómörkuð lömb og allt óskilafé, er fyrir kom í réttum á hausti, það er fé, sem er illa markað, svo það þekkist ekkj, eða með skemmd eyru og svo ómarkað. Þessi kona var einnig úr Mýra- sýslu, var búandi á einum innsta bæ í Þverárhlíð frá 1862 til 1887, en fluttist þá með fjölskyldu sinni suður fyrir Skarðsheiði, út í Leirársveit. Þar bjó hún til dánardægurs árið 1907, þá 7Q ára gömul. Þetta, er hér hefir verið sagt, bendir til, að orðtak þetta hafi verið nokkuð altítt í þeim sveit- um, er hér um getur, og sjálf- sagt mikið víðar, en lagzt niður að fullu og öllu um síöustu alda- mót eða kannske að mestu nokkru fyrr. Um sérstaka siði við mörkun lamba er mér lítið kunnugt. Þó má geta þess, að gamla konan, er ég sagði frá, vissi þó noltkra, t.d. að marka ekki á fjórum fyrstu dögum viku, en laugardagur var beztur, marka ekki með vaxandi tungli, marka ekki fyrr en allar ær voru bornar og marka lamba- kónginn (það er fyrsta hrútlamb, sem fæddist) fyrst. Ekki veit ég til, að venja hafi verið að krossa yfir lömbin, þeg- ar þau vóru mörkuð, en meðan var fært frá ánum og lömbin rekin á afrétt, mun hafa vcrið venja að krossa yfir þau, þar sem hópurinn var skilinn eftir. Sá siður mun hafa tíðkazt nokkuð fram um 1880, en lítið síðar, það mér sé kunnugt um. Fólkið trúði á krossmarkið. Sumir bændur höfðu tjörukross á fjárhúshurð- um sínum til að verja óhreinum anda að fara inn í húsið. Ég þakka Ólafi kærlega fyrir þetta gagnmerka bréf. Hann ræðir í því um orðasamband, sem nú er i ekki framar notað. Vitanlega hef- ir það alltaf gerzt á þróunarbraut (málsins, að orð og orðasambönd , hverfa úr notkun. En alveg scr* (staklega á þetta við á breytinga- i tímum í menningarefnum, eins og I nú eru. Það verður því aldrei nóg- samlega brýnt fyrir fólki að halda (öllum fróðleik um dauð og deyj- andi orð og orðtök til haga. H. H. r- Frakkar veita Israel 115 miilj. dala íán I París, 5. apríl. — ísrael hefir beðið Frakka að veita sér lán upp á 15 milljónir dala til að gera 1 hina áformuðu olíuleiðslu frá Haifa við Miðjarðarhaf til borgar- innar Elath í botni Akabaflóa. — Leiðsla þessi á að vera 16 þuml- | ungar í þvermál og geta flutt olíu 1 sem nemur 5 milljónum smálesta á ári. Lán þetta á að vera til 15 ára. Talið er, að Frakkar hafi þeg- ar tjáð sig reiðubúna til að veita þetta lán. llIllllllltlllllllllltlllllltllIIIIIIIKtlllllllllllllllflllllIl IIIIIU : i I Bændur — Athugið 1 i Tveir menn, vanir múr- | /innu, vilja taka að sér múr- | verk út úr bænum í sumar. | Tilboðum sé skilað til blaðs | ins fyrir 25. apríl merkt: | „Múrverk“. ItllltlltllllllllllltlllllllllllllllllltlllllllltlllllllllllllllllMI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.