Tíminn - 07.04.1957, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.04.1957, Blaðsíða 6
6 Útgefandi: Framsóknarflokkurlnn Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinsson (áb). Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Súnar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn). Auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda hf. Nýting jarohitans EINS OG áður nefur ver íð skýrt frá hér i blaðinu, hefur ríkisstjórnin nýlega lagt fyrir þingið frumvarp að miklum lagabálki um notk- im jarðhitans. Frumvarp þetta er samið af sérstakri milliþinganefnd, sem Stein- grímur Steinþórsson skipaði haustið 1954. Nefndin hefur unnið vel að undirbúningi málsins síðan, m.a. kynnt sér löggjöf annarra landa, sem fjallar um þessi mál. Jafn- framt hefur hún reynt að afla yfirlits um magn og notkunargildi j aröhitans hér á landi. Rannsóknum um þau, er þó enn svo skammt á veg komið, að all- ar tölur um þau efni hljóta að skoðast sem bráðabirgða tölur. Þær gefa þó nokkra hugmynd um þá auðlegð landsins, sem fólgin er í jarð hitanum. JARÐHITINN er nú aðallega nýttur til upphit- unar á húsum og gróðurhúsa ræktunar. Auk Reykjavík- ur hafa Selfoss, Ólafsfjörð- ur, Sauðárkrókur og Hvera- gerði hitaveitu, og svo nokkr ir sveitabæir. Gera má ráð fyrir, að árlegur eldsneytis- sparnaður vegna notkunar jarðhitans í þeim hitaveitum sem nú eru starfandi, sé alls um 4000 lestir af gas og ketil olíu árlega. Verðmæti þess magns er um 30 millj. kr. Ráðagerðir eru nú uppi um stóra heildarhitaveitu fyrir Reykjavík og Hafnar- fjörð. Fleiri staðir munu og hugsa sér til hreyfings, þeg- ar tímar líða fram. Áætlað hefur verið, að árið 1980 geti verið svo komið, að jarðhit- inn geti fullnægt um % hlut- um af orkuþörf þjóðarinnar, vegna húsahitunar, en þá er gert ráff fyrir að heildarorku þörfin vegna húsahitunar verði orðin nær helmingi meiri en hún er nú. Jarð- hitinn á þá að geta sparað þjóðinni mjög mikinn erlend an gjaldeyri. Þrátt fyrir það, myndi þó ekki nema 3,3% af öllum jarðhita landsins notuð til húsahitunar 1980. NOTKUN jarðhitans til raforkuvinnslu hefur nokkuð verið athugað hér á landi, en ekki virðist fást eins góð raun af henni og virkjun vatnsaflsins. Nýting jarðhit- ans hlýtur því að byggjast á því fyrst og fremst, að hann sé notaður til iðnaðar, sem byggist á hitanotkun. í greinargerð, sem þeir Jakob Gíslason og Baldur Lindal hafa samið, er gerð lausleg áætlun um nokkur fyrirtæki, sem gætu byggt rekstur sinn á jarðhita. Þess ar tölur líta þannig út: Sjóefnaverksmiðja: Fram- leiðsla 50—100 þús. smál. af salti, ásamt fleirum efnum. Stofnkostnaður 40—70 millj. kr. Afurðaverð 18—38 millj. kr. árlega. Saltverksmiðja: Fram- leiðsla 40 þús á ári. Stofn- kostnaður 32. millj. kr. Af- urðaverð 10 millj. kr. Þungt vatn: Framleiðsla 50 —100 smál. á ári. Stofn- kostnaður 200—400 millj. kr. Afurðaverð 50—100 millj. kr. árlega. Aluminum oxid: Fram- leiðsla 300 þús. smál. á ári. Stofnkostanður 600 millj. kr Afurðaverð 250 millj. kr. ár- lega. Leirvinnsla: Framleiðsla 10—40 þús. smál af kísilsalla. Stofnkostnaður 20—50 millj. kr. Afurðaverð 10—40 millj. kr. árlega. Brennisteinsverksmiðja: Framleiðsla 5—10 þús smál. af brennisteini. Stofnkostn- aður 15—20 millj. kr. Af- urðaverð 7—13 millj. árlega. Heyþurrkun: Framleiðsla 2.400 smál. af hraðþurrkuðu heyi. Stofnkostnaður 8 millj. kr. Afurðaverð 3 millj. ár- lega. Þaravinnsla: 300 smál. af natriumalginat á ári. Stofn kostnaður 10 millj. kr. Af- urðaverð 10 millj. kr. árlega. AÐ SJÁLFSÖGÐU eru framangreindar tölur laus- legar bráðabirgðatölur, sem ekki má treysta ofmikið á. Þær gefa þó eigi að síður nokkra hugmynd um þá möguleika, sem geta verið fyrir hendi í sambandi við jarðhitann til að auka fjöl- þættni íslenzkra atvinnu- gijlma og skapa þjóðinni þannig meira afkomuöryggi. Sá þrándur er hinsvegar í vegi slikra framkvæmda, að alveg skortir fjármagn til þeirra, nema hægt sé að fá það annarsstaðar frá. Láns- möguleikar jafn fámennrar og fátækrar þjóðar eru eðli lega takmarkaðir og sam- keppnin um lánsfé á heims- markaðinum harðnar stöð- ugt, þar sem nýjar þjóðir eru stöðugt að bætast í hópinn. eftir að hafa losnað undan nýlendustjórn. Þessvegna megum við ekki binda okk- ur um of við lántökuleiðina, ef aðrar færar leiðir kynnu að opnast. Annars gæti farið fyrir okkur eins og mann- inum, sem missti af strætis- vagninum. Þessi mál eru svo mikil- væg, að þjóðin þarf að geta þeim aukin gaum. Aflabrest- urinn nú minnir okkur vissu lega á það, að aukin fjöl- breyttni atvinnuveganna er nauðsynleg ,ef þjóðin á að búa við meira atvinnu- og afkomuöryggi en nú. TÍMINN, sunnudaginn 7. apríl 1357. Vladimir Dudintsev ræSst í skáldsög-1 unni „Ekki af einu saman brau2i“ á hina dauðu fiönd ríkisháknsins og á þá blekkingn, að aíít mannlíf falli i ramma kennisetninga og skipnlags i Ungur rússneskur höfundur skrifar skáldsögu, „Ekki af brauði einu saman“, og fær hana birta í tímariti. Hann hittir á „blint augnablik“ hjá ritstjórn og í stjórnarfari, sagan er tekin sem framhaldssaga í víðlesnu riti, „Novy Mir‘. En þegar sagan er vel á veg komin, rennur upp fyrir valdhöf- unum, að þarna höfðu þeir blundað á verðinum, sagan er hörð ádeila á hið miskunnarlausa einræðisfyrirkomulag, sem þróar með sér hverskonar spillingu og ber sjálft í sér dauð- ann fyrir hugsandi einstaklinga. Þá verður uppþot, læti, hávaði, en bráðaþeyrinn hefir þegar farið yfir landið og verður ekki afturkallaður. Höfundurinn heitir Vladimir Dudintsev, er 39 ára gamall, var um skeið blaðamaður við „Pravda“ en er lögfræðingur að mennt. Hann var áður nokkuð kunnur fyr- ir sögur og ritgerðir í tímaritum. En með þessari skáldsögu varð hann heimskunnur. Því að jafn- skjótt og skáldsaga hans fór að vekja verulegt umtal í Rússlandi, og fór að hverfa úr bókabúðum og af söfnum, vaknaði áhugi fyrir henni á Vesturlöndum. Nú er hún komin út á dönsku (Ikke af bröd DUDINTSEV alene, hjá Fremadforlagi í Khöfn) og er um það bil að koma út á ensku, þýzku, frönsku og hol- lenzku. hugmyndir eiga erfitt uppdráttar í einræðisríki, þar sem gamlir pró- fessorar, skriffinnar og embættis- menn með fyrirframgerða skoðun í koilinum og utanaðlærdóm kenm setninga leggjast á nýgræðinginn og kæfa hann undir fargi skilnings leysis og spiilingar. Hér er ekki að eins ungur maður að gera uppsteit á móti ofurvaldi hefðbundinna venja og storknaðra kennisetninga, hér er steini beinlínis kastað í auga Sovét-Golíatsins. Og það er tekið á móti, með sömu aðferðun- um og ætíð áður í einræðisríkjum. Sagan er tekin úr umferð, „ný út- gáfa“ undirbúin í skyndi, með „nauðsynlegum breytingum". Lifandi og nýsfárlegur höfundur í vestrænum blaðadómum kem- ur fram, að Dudintsev er talinn merkilegur höfundur, hvað sem þessu líður, persónur hans eru skýrt mótaðar og lifandi í huga les anda, hann hefir humor og hlýtt hjarta. í sovétskáldsögum hefir tíðkast, og þótt fyrirmynd, að at- burðirnir snerust í kring um vél, gjarnan traktor, þar sem félagarn- ir koma saman til að hrópa húrra fyrir skipulaginu og afköstunum, sem eru þá í samræmi við áætlun stjórnarinnar. í bók Dudintsev er líka fjallað um vél, rörsteypuvél. Ungur uppfinningamaður og hugs- uður hefir búið til sjálfvirka vél, sem spýtir rörunum tilbúnum eins og vindlingum. Hún sparar vinnu- afl, er einmitt tæki, sem ríki, er EHRENBURG leitar aukinnar fullkomnunar á iðn aðarsviðinu, þarf á að halda. En embættismennirnir taka nýjung- inni af fálæti, þeir hafa sínar gömlu aðferðir, sem eru viður- kenndar af flokknum, uppfinn- ingamaðurinn auk heldur ekki flokksmaður. Sagan segir frá ævi Lopatkins, uppfinningamannsins, frá Síberíu- vist hans og öðru lífsstríði. Þegar loks roðar fyrir nýjum degi í ævi hans, hefir hann misst trúna á framtiðina. Viðkvæm ástarsaga er fléttuð inn í þráðinn, og frásögnin krydduð með skemmtilegum at- burðum og hugleiðingum. Baráttu- saga einstakiingsins við ríkisris- ann og hina þungu hönd hans, vek ur hroll í brjósti lesenda í lýð- frjáisum iöndum. Dudintsev flytur varnarræðu Eins og áður segir, hefir þessi höfundur ekki látið sér segjast við ásakanirnar um að hann sé að níða samféiagið. Á fundinum í rithöf- undafélaginu í Moskvu sagði hann m. a. að hugmyndina að bókinni hefði hann fengið í stríðinu, er hann horíði á þýzkar fjugvélar skjóta rússnesku flugvélarnar nið- ur, hverja af annarri, enda þótt þær rússnesku væru miklu fleiri. „ . . . Á því augnabliki gerðist eitt hvað innra með mér. Mér hafði alltaf verið sagt, að rússnesku flug vélarnar væru.þær beztu í heimi, fljótari og liðugri en aðrar, en nú sá ég að það var ekki satt. Nú er sagt, að ég sverti sovétsamfélagið í augum fólksins, og geri framfar- irnar tortryggilegar. Þetta er ekki rétt. Ég er. aðeins að reyna að (Framhald á 8. síðu). Rússar reyna að stöðva þýðingu Það hefir vakið mikla athygli í Bretlandi, að opinberir rússneskir aðilar hafa gert nokkra tilraun til þess að fá útgefanda þar til að hætta við útgáfuna, hafa jafnvel látið í það skína, að prentun sög- unnar mundi verða skoðuð sem „ó- vinsamlega aðgerð“ gagnvart Rúss- um, enda hafi höfundurinn nú um sjón með nýrri og breyttri útgáfu, segja Rússar. En útgáfufyrirtækið, Hutchinson í London, vísaði tilmæl unum á bug, bauðst hins vegar til að birta formála eftir Dudintsev, ef hann óskaði að gera einhverja grein fyrir bókinni, eða fyrir þeim breytingum, sem verið væri að gera á henni heima í Rússlandi. En brezk blöð telja ólíklegt, að hann muni skrifa nokkurn afsökunarfor mála því að hann hefir nýskeð stað ið upp á höfundafundi í Moskvu og haldið varnarræðu fyrir skáld- verk sitt. Sagan Um hvað fjallar þessi umdeilda bók? Hún bregður upp mynd af því, hversu ungir menn með nýjar A SKOTSPONUM Ríkisstjórnin hefir fengið að fylgjast með því, sem gerzt hefir í málum sameiginlegs markaðar í Evrópu, sem á dagskrá eru. . . í framhaldi af sexveldasamkomu- laginu í Róm um daginn, eru nú hafnar viðræður á veg- um OEEC í París um að stækka samkomulagssviðið. . . . Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri er farinn til París- ar. . . mun einkum eiga að fylgjast með framvindu mála þar á þessum vettvangi . . Þessi mál eru talin hin mikil- vægustu og nauðsynlegt að íslendingar fylgist með þeim og taki þátt í viðræðum frá byrjun . . munu stjórnar- völdin og ætla að sjá svo um. . . . Þótt forsetahjónin ferð- ist suður um lönd í einkaerindum . og hyggist einkum heimsækja söfn og skoða fagrar byggingar, mun koma þeirra samt vekja nokkra athygli á opinberum vettvangi . T. d. munu þau hitta forseta Ítalíu í ferðinni. . . . Sölubrellur blaða hér auka stundum götusölu um nokk- ur hundruð eintök. .. .Vísir lét börn hrópa 1. apríl, að stjórnin hefði sagt af sér. .. fékk talsverða aukasölu . . . Frjáls þjóð hafði börn til að hrópa að Búlganin hefði skrifað Hermanni bréf. . . .sú brella mun hafa gefið einhverja aura í sjóðinn... .Nú mun senn ljúka samningum um framtíð Sinfóníuhljómsveitarinnar.... er helzt ætlað nú að hún verði sjálfstæð stofnun, sem njóti verulegs fjárstyrks úr ýmsum áttum-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.