Tíminn - 07.04.1957, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.04.1957, Blaðsíða 8
8 AÐ VESTAN ... (Framhald af 4. síðu). vinnu sína. Þar má nefna strætis- vagnastjóra og að langmestu leyti leigubílstjóra, sorphreinsunarmenn og fleiri. Þetta eru ómissandi starfsmenn, en þeir skila engum verðmætum í bú þjóðarinnar. Framfæri þeirra og verðug verka- laun er kostnaður, sem óhjákvæmi lega fylgir borginni, en verður að dragast frá framleiðslutekjunum þegar þeim er skipt. YFIRLEITT hefir fólki farið fækk andi á Vestfjörðum síðustu ára- tugi. Sú þróun heldur víða áfram enn og jafnvel með hvað mestum hraða eins og er. Það er óþarfi að líta á slíkt, sem tilfinningamál, þó að það sé vitanlega tilfinningamál, Segjum að við lifum ekki á tilfinn- ingunum. Það er nokkuð til í því. Og þó eru það tilfinningarnar, sem ráða því hvort við erum menn eða ekki — hvort við verðum þjóð eða ekki. En hitt er hægt að reikna, að þegar menn hverfa þaðan, sem þeir sköpuðu meiri framleiðslu- tekjur, gerir það þjóðina fátækari. Þegar fiskimaður vestan af fjörð- um fer að selja sælgæti og kólasull í Reykjavík verður ísland verra land og þjóðin fátækari. Það verður einhvern tíma bent á þá menn, sem af mestum sóma hafa stundað atvinnu sína á Vest- fjörðum þessi síðustu ár. Þeir bændur, sem bezt hafa ræktað jarð ir sínar og mestum arði náð af bú- stofni sínum hafa unnið ómetan- legt starf til að vekja og glæða trú á vestfirzkan landbúnað. Eins er það með farmenn þá, sem far- sælastir hafa reynzt og mestir afla- menn í verstöðvunum. Það mun verða almenningi Ijósara þegar frá líður, .að slíkir menn hafa haldið uppi lífstrú og bjartsýni, lífs- þrótti og framtaki í héraðinu þeg- ar vonleysi og uppgjafarhugur gróf víða um sig vegna misæris og van- hyggju í stjórn og þróun mannfé- lagsmálanna. ÝMSIR hafa trúað því nú um skeið, að bátaútvegur á Vestfjörð- um væri vonlaust fyrirtæki. í sum- um verstöðvum hafa menn sett traust sitt á önnur úrræði með mismunandi árangri. Þær verstöðv ar, sem alltaf hafa haldið bátaút- veginum við, hafa unnið ómetan- legt landvarnarstarf, því að þær hafa sýnt hvað hægt er að gera. Og þar standa þeir fremstir í flokki formennirnir, sem bezt hafa sótt með kappi og forsjá og verið for- ustumenn um alla sjósókn. Það er ekki hægt að meta eða virða þýð- ingu slíkra manna á tímum upp- lausnar og uppgjafar. Þjóðin öll ætti að hafa vit á að meta það land varnarstarf, sem þeir hafa unnið. Og hvað sem nú er, verða þessir menn áreiðanlega þjóðhetjur, þeg- ar almenningur áttar sig á þýð- ingu þeirra. Og það væri alls fjarri því að vera vanzalaust þeim, sem bak við slíka menn standa í sama héraði og njóta ríkulegast ávaxt- anna af starfi þeirra og manndómi, ef þeir kynnu ekki að meta sína eigin frumherja í daglegri baráttu um heill og hag héraðsins. Það eru þessir menn, sem eiga öðrum meiri þátt í því hve mikilli framleiðslu hérað þeirra skilar í þjóðarbúið. En framleiðslutekjurnar eru ein- mitt rök fyrir því, að slíka staði á að efla. Þjóðin hefir ekki ráð á öðru en að sýna þeim byggðum sóma, sem mest gefa af sér til sam eiginlegra þarfa að tiltölu við mann fjölda og tilkostnað. STARFIÐ ER MARGT og ekki sómir að ala á metingi milli stétta og starfshópa. Við þurfum margs með og ríður mikið á að eiga ör- ugga farmenn, góða kennimenn, ötula verzlunarmenn og þjóðholla stjórnmálamenn svo að gripið sé niður á nokkrum ólíkum efnum. En undirstaða allrar okkar tilveru sem íslenzkra manna og þjóðar er þó og verður að nytja landið og fiski- mið þess, sækja í skaut íslenzkrar náttúru þau auðæfi, sem þjóðir. þarf til að hafa í sig og á og lifa menningarlífi. Þar með verða skip- stjórnarmenn þeir, sem eru í fylk- ingarbrjósti á veiðiflotanum, í röð þýðingarmestu manna við hlið þeirra, sem bezt kunna að nytja ís- lenzka jörð og íslenzkt kvikfé og bgzt hagnýta íslenzka framleiðslu. En margföld verður þýðing slíkra manna þegar þeir sanna vantrú- aðri og hverflyndri samtíð að þar eru góð lífsskilyrði, sem menn freistuðust annars til að halda að ekki væri byggilegt. En það er tæpast ofmælt að þeir bátafor- menn á Vestfjörðum, sem fremstir standa, hafi einmitt haft slíka þýð- ingu. Því getur enginn sagt hvað mikið íslenzka þjóðin á þeim að þakka í sambandi við vestfirzkar byggðir. En það vitum við, að störf þeirra eru ómetanleg. H. Itr. Rússnesk skáldsaga... (Framhald af 6. síðu). vinna gegn því, að það, sem ég sá í stríðinu, endurtaki sig. Ég tel mig hafa rétt til að bera fram slíka ósk, og til að vinna að því að hún rætist. En kollegar hans voru ekki á sama máli. Honum var sagt að afstaða hans væri „gorgeir", og ekki í neinu samræmi við skyldu Sovéthöfunda. Afstaða Ehrenburgs Það hefir vakið athygli á Vestur löndum, að Dudintsev hefir fengið óbeinan stuðning frá Ilja Ehren- burg, sem oft er nefndur helzti menningarleiðtogi Rússa. Hann hef ir birt langa grein í „Literaturnaja Gazeta“ og nefnist greinin^ „Nauð- synlegar athugasemdir”. í grein- inni er Dudintsev ekki nefndur á nafn, en enginn efi er þó á þvi, að við hann er átt. „Bókmenntir og listir geta ekki, eðlis vegna, lagað sig að stjórnarfyrirmælum. Enda þótt ástandið í alþjóðamálum hafi versnað, og heiftin í brjósti fjand- manna sósíalismans sprengi öll bönd, verða rithöfundar Sovétþjóð anna samt að halda áfram stefn- unni sem mörkuð var á 20. flokks- þinginu, og hörfa ekki út á hliðar- vegi, eða hverfa aftur á bak.“ Ehrenburg ræðst síðan á þá gagnrýnendur, sem heimti „sósí- alíska fullkomnun" í persónum skáldsöguhöfunda. „Það er ekki hlutverk höfundar, að lýsa sam- setningu vélanna, heldur því innra lífi, sem hrærist í hverju brjósti. Það eru fleiri litir en svart og hvítt....”. Með þessu er Ehrenburg að segja undir rós það, sem Dudint- sev segir opinskátt í sögu sinni. Horfur eru á að þessi rússneska skáldsaga, sem þegar er fordæmd í heimalandi sínu, verði mikið les- in á Vesturlöndum á næstunni. •MllllllllllllllllIHIIIIIIIIIIII'lllllimMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUf TÍMINN, sunnudaginn 7. apríl 1951. niiiiuiiiiiiiiimiiimiiniiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiHiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiimiuujuuuiiuuiiumiiiiiiiiiiiuiujiiiumiujiuuiuiiiiuiiuuiig i . Ákveðinn hefir verið nokkur innflutningur austur-þýzkra bíia á þessu ári. Þeir, sem hafa nauðsynleg gjaldeyris- og innflutningsleyfi, eru vinsam- lega beðnir að hafa samband við okkur sem fyrst, varðandi afgreiðslu- tíma, sem í flestum tilfellum er mjög góður. Bílar þeir, sem til greina koma, eru: P-70 fólksbíll, 4 manna plastbíll P-70 stationbíll, plastbíll Wartburg fólksbíll, 5 manna Wartburg stationbill Garant vörubíll, 3 tonna meÖ benzín- eÖa disilvél Garant sendiferÖabíll, 3 tonna meÖ benzin- eÖa dísilvél I F A, H 3 S vörubíll meÖ dísilvél, 5 tonna j l Allar nánari upplýsingar á skrifstofu söluumboðsins. Einkaumboð á íslandi: Söluumboð: DESA H.F. VAGNINN H.F. II Laugavegi 103, sími 82945. iiiiimmimmummmimiimmmmmiHiiimmimiimmimimimmmmmimmiiiiiniiiiiiiiimiiiniiimiiimmimimmiimmimmiiinmmmmimuimiuimiinminun Endið miðdegismáltíðina á hátfðarétti Það er sannarlega ómaksins vert að bera Íborð eitthvað gimilcgt, sem setur veizlu- rag á hversdagslega máltíð. 0tkerbú8inguf • rétti hluturinn!! 'tkers búðingar eru frábærlega bragðgóðir, og það er fljótlegt og kostnaðarlítið að búa pá til. Af þeim eru margar ljúffengar teg- undir. SUKKULAÐI — VANILJU ROMM — MANDELLU og LUXUS tru skepnurnar og beyíð Iryggt? aAMVMWUTMOOU ......................................................... HSSHV0 K aiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiin MÁLVERKASÝNING EGGERTS GUÐMUNDSSONAR í bogasal Þjóð- minjasafnsins — Opið í dag kl. 2 —11 e. h. _________ Síðasti sýningardagur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.