Tíminn - 07.04.1957, Blaðsíða 12

Tíminn - 07.04.1957, Blaðsíða 12
VeBrið i flag: Sunnan-suðaustan gola, skýjað. Hitiun kl. 3 í gær: Sunnudagur 7. apríl 1957. Hitinn kl. 18: ”1 Heykjavík 10 st., Akureyri II, New York 10, London 12. n „Hægt að kenna börnum tilskilið efni á þriðjungi skemmri tímautan skóla” Álit sænsks rektors, sem lent hefir í brösum við skólayfirvöld vegna þess að hann neitar að senda dóttir sina í barnaskóla Signe Alm, átta ára telpuhnokki í bænum Tállberg í Svíþjóð beið s. 1. laugardag einn um miðjan marz s. 1. eftir því að lög- reglan kæmi og sækti hana og flytti í skólann. Það mvndi þá hafa verið hennar fyrsta skólaganga, en lögreglan kom ekki eins og hún hafði þó látið í veðri vaka. Mál þetta, sem mikla athygli hefir vakið í Svíþjóð, er þannig tilkomið að faðir stúlk- unnar, Harald Alm rektor við Siljansskólann hefir sjálfur kennt dóttur sinni heima, skv. 38. grein skólalaganna, en lög- regluheimsóknin, sem boðuð var stafar af því, að hann hefir neitað yfirkennara barnaskólans, þar sem telpan á að stunda nám, leyfi til að prófa hana. úr þrengslunurn í skólunum.“ „En þeir verða líka að fá ao gera það án smásmugulegrar hnýsni af hálfu skólayfir-vaida, annars er áhuga fyrir starfinu.“ Þetta og sitthvað fleira sagði sá ágæti maður Alm rektor, að því er stendur í Dagens Nyheter 10. marz s. 1. Neitun sína segist hann byggja á algerlega formlegum forsendum, sem sé þeim, að slík krafa um próf af hálfu skólans verði að byggjast á staðhæfingu og sönn- un fyrir, að hann sé ekki fær um að ganga úr skugga um náms- árangur telpunnar. Skólayfirvöld- in hafa ekki borið brygður á, að hann væri um þetta fullfær. Skólamennirnir segja fátt. Faðir stúlkunnar hefir fengið -orðsendingar um að senda telpuna til prófunar, en það hefir sem sé dregizt úr hömlu enn, hvað «em verður. Sá af forsvarsmönnum skólans, sem hér á nánastan hlut að máli ■er yfirkennarinn, C. G. Bjurman. Hann vildi ekki segja neitt ákveð ið um þetta mál við fréttaritara blaðsins Bagens Nyheder, en úr l>ví blaði er þessi frásögn tekin. Við þykjumst hafa sýnt fulla tillitssemi í þessu máli sagði yfir kennartnn, en við verðum að Harald Alm, rektor við Siljan- 1 skólann í Tallberg. fylgja fyrirmælunum. Náms- ið segja og vísaði til yfirkeunar stjóri skólans vildi lítið um mál ans. En ekki taldi hann það heppilegt fyrir telpuna, ef hún yrði sótt með iögregluvaldi heim á heimilið. Rektorinn hafði kært til dóm- prófastsins, en hann vildi ekkert «m málið segja og kvað ákæruna hafa gengið venjulega leið til fræðsluráðs, en formaður fræðslu ráðs vildi enn minna um málið segja, kvað fyrirmæli fræðslulaga ganga fyrir jafnvel þótt ákærur kæmu fram. Því meira hafði faðir stúlk- unnar að segja um þetta mál við frétlamann blaðsins. „Ég . hefi af fræðilegum ástæðum mik inn áhuga fyrir að kenna telp- unni heima. Börnin geta áreið- aniega lært það, sem til er ætl- ast á þriðjungi eða fjórðungi þess tíma, sem þeim er til þess ætlaður í skóianum, þar sem þau oft sitja aðeins og hanga. í þess stað gætu þau verið mikið meira úti undir beru lofti, leikið sér og lært ýmsa hagnýta hluti. Börnin tilheyra þó ekki enn þá ríkinu, heldur fjölskyldunni, og frá sálfræðilegu sjónarmiði álít ég það alrangt, að börn sem til sjö ára aldurs alast upp í þröng- um hóp fjölskyldumeðlima og leik félaga séu skyndilega flutt í skóla bekk þar sem eru um 30 nem- endur, en í skólanum alls yfir 1 þús. nemendur í allt. Með því er næstum algerlega rofin peirsónuleg tengsl barns- ins og öryggiskennd. Ég álít, að foreldrarnir, þar sem því verðttr við komið ættu að fá leyfi til að ákveða sjálf, hvenær þau sleppa barninu út í hinn stóra samyrkju- bÍÓÖ3flH3 Parfí mannfplafícinci “ * * Siár sjálfsafgreiSslubúS opnuS í nýju kaupfélagshúsi á Hvolsvelli Frímerki Sameimiðu garð mannfélagsins." Foreldrarnir fyrstu kennararnir. Alm rektor sagði ennfremur, að foreldrarnir væru þó alltaf fyrstu kennarar barnsins og þeir ættu að fá leyfi til að halda á- fram að kenna þeim, ef þeir hafa aðstæður til og hæfni. Ef til vill yrði þá ekki öll námslöngun drep in niður. Eins og nú væri háttað hyrfi öll þekkingarlöngun út í veð ur og vind í stöðugum eltingaleik við einkunnir og skólinn yrði í huga barnsins fremur fjandmaður en vinur. „Það er af þessum sökum, sagði rektorinn að ég hef haldið fast á rétti mínum til þess að ala dótt ir mína enn upp um nokkurra ára skeið. Að sjálfsögðu fær hún að fara í skólann seinna þegar hún er nógu þroskuð til þess, en ég held, að ekki liggi sérlega á í því efni.“ „Og þetta varðandi prófið það get ég alls ekki fallizt á“, sagði rektorinn. „Það er í rauninni al- gerlega meiningarlaust þegar um er að ræða 8 ára barn'*. Hann kvaðst hafa spurt skóla stjórnina, hvort hún drægi í efa, hæfni hans til að ganga úr skugga um þekkingu telpunnar. Það gerði skólastjórnin ekki. Og meðan svo væri, kvaðst rektor myndi þver skallast við öllum prófkröfum, jafnvel þótt lögreglan gengi í liS með skólanum. Alm rektor kvaðst annars líta svo á, að skólarnir mættu verða fegnir að losna við nokkur börn, sem kennt væri heima. Það mætti iiieira segja vel liugsa sér það fyrirkoinulag, að foreldrar, sem kenndu börnum sínum heima, fengju sérstaka skólastyrki svo sem í samræmi við fjölskyldubætur. Hann kvaðst hafa það eftir fræðsluráði I Stokkhólmi að kennsla hvers barns í barnaskóla kostaði 2 þús. (sænskar) krónur á ári. Að lokum sagði rektor: „Ég held því blákalt fram, að þeir foreldrar sem geta — og það eru ekki svo fáar kennslukonur og kvenstúdentar giftar — eigi að fá leyfi til að kenna börnum sínum heima í nokkur ár. Það er gott fyrir börnin og dregur Mánudaginn 8. apríl gefur póstmálastjórn Sameinuðu þjóð- anna út ný frímerki í tilefni af stofnun „Öryggissveita S. Þ.“ Hinn 5. nóvember 1956 sam- þykkti Allsherjarþing S. Þ. að stofnaðar skyldu öryggissveitir S. Þ. vegna hættuástands þess, er skapaðist á Súez-svæði s. 1. haust, og skyldu meðiimaríki S. Þ. leggja til liðsafla og nauðsyn- legan útbúnað. Yfirmaður „Öryggissveita S.Þ.“ var skipaður E. L. M. Burns, hershöfðingi. Nú hafa 10 lönd lagt nefndum öryggissvietum til liðsafla en þau eru þessi: Brasi- lía, Kolumbía, Danmörk, Finn- land, Indland, Indónesía, Kan- ada, Noregur, Svíþjóð og Júgó- slavía. Frímerki þetta; sem gefið er út í 2 verðgildum 3ja centa og 8 centa eru teiknuð af dönskum manni, Ole Hamann að nafni, en hann vinnur í aðalbækistööv- um S. Þ. í New York. I gær var opnuð ný sjálfsaf- greiðslubúð hjá Kaupfélagi Rangæinga á Hvolsvelli. Er verzi un þessi, sem er mjög vel úr garði gerð til húsa í nýju og tnyndarlegu kaupfélagshúsi, sem risið er við þjóðbrautina um Hvolsvöll og setur hin reisulega bygging að sjálfsögðu svip sinn á hið unga kauptún á Hvolsvelli. I byggingu þessari, sem ekki er alveg fullgerð enn, verða til húsai skrifstofur kaupfélagsins og mik ið af verzlunarstarfsemi þess og sölubúðin sjálf með mjög nýtízkut legu sniði þar sem um sjálfsat greiðslubúð er að ræða. • Verzlunin var opnuð í gæf morgun og var margt fólk sein kom þangað til verzlunar í gær„ cnda mátti heita að stanzlaus ös væri í nýju verzluninmi, með an hún var opin í gær. Samband NATO-félaga efnir til I ritgerðasamkeppni í aðildarríkjunum I þetta skipti keppa bla<$amenn og rithöfundar 15 landa um 300 þúsund króna verÖIaun Kaupmannahafnarblaðið Ber- lingske Tidende skýrir frá því 4. þ. m., að samband NATO- félaga í hinum ýmsu aðildar- ríkjum bandalagsins (Atlantic Treaty Organization), hafi efnt til ritgerða- og bók- menntasamkeppni fyrir blaða- menn og rithöfunda í öllum 15 löndum Atlantshafsbandalags- ins. Ileitið er verðlaunum, sem í heild nema um 300 þúsund íslenzkum krónum. Skipt í þrjá hluta. Samkeppni þessari er skipt í 3 hluta. Hæstu verðlaun blaða- manna í hverju landi, hlýtur $á blaðamaður, sem að dómi skip- aðrar nefndar skrifar bezta greinarflokkinn eða beztu grein- ina um störf og stefnu banda- lagsins. í Danmörku verða vænt anlegar greinar að birtast í dönskum blöðum fyrir lok des- embermánaðar í ár. í öðrum flokknum verða veitt verðalun fyrir beztu fræðilegu ritgerðina um samvinnu og hug- sjónir Atlantshafsþjóðanna bæði frá fræðilegu og hagkvæmu sjónarmiði. Einkum skulu tekin til athugunar þau bönd, sem tengja saman þjóðirnar á sviði hermála, fjármála og stjórn- mála. Skáldsögur og leikrit. Ritgerðir þessar skulu hafa borizt dómnefndinni fyrir 15. nóvember. í þriðja lagi eru síð- an veitt verðlaun fyrir beztu skáldsögurnar, smásögurnar eða íð vafalaust um framkvæmd ritgerðasa mkeppni þessarat hér á landi og er sjálfsagt von á tilkynningu um þessa ný- stáriegu samkeppni innant skamms. Franskir fangaverðir hóta að gera verkfall París. — Fangaverðir í hin- um 120 fangelsum Frakklands hafa hótað að gera verkfall, fái þeir ekki umbeðnar kjara- bætur. í fangelsum þessum sitja 40 þús. fangar, margir þeirra stórhættulegir afbrota- menn. Hollensk skip sigla ekki um Suez- ! skurð að sinni ! LONDON—6. apríl: Hollenzka stjórnin hefir farið að dæmi Breta og Frakka og ráðlagt skipstjórum allra hollenzkra skipa að sigla ekki um Súez-skurð að sinni. Kjarnorkutilraunir hefjasí í Nevada-ey'ðimörkkmi um miSjan maí ] Tilkynnt var í Washingtort fyrir skömmu, að ákveðið hefðl leikritin, sem einkum skuli verið að hefja nýjar tilrauniu fjalla um samskipti og skilning’með kjarnorkuvopn í Nevada- eyðimörkinni þann 15. maí næsii komandi. Tilraunir þessar verða ekki eins umfangsmiklar einsj og áður. þjóða í milli. Þar sem félag áhugamanna um NATA er ekki starfandi hér á landi, sér utanrikisráðuneyt- Á 60 ára afmælinu í gærkveldi hélt Hi3 ísl. prentarafélag hátíðlegt 60 ára afmæli sitt með hófi á Hótel Borg. Myndin er af Félags* heimili prentara, Hverfisgötu 21, húsið skreytt í tilefnl afmælisins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.