Tíminn - 14.04.1957, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.04.1957, Blaðsíða 6
6 T í MI N N, sunnudaginn 14. apríl' 1957, Útgefandi: Framsóknarfiókkurlita Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinsson (áb). Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn). Auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda hf. «—-----------------------«----------- ».— Merkasti atbur^ur rtæsfa árs? Talið er, að 50 milljónir sæki heimssýninguna í Brussel að ári 51 JíjótJ hefir tilkynnt þátttöku sína í stórkostlegustu sýmingu, sem til þessa htfir verií haldin v Greinin í Rauðu stjörnunni EINS og greint var frá hér í blaðinu i gær, hefur Rauða stjarnan, blað rúss- neska hersins, nýlega birt grein, þar sem því er hald- ið fram, að öryggi íslands verði aðeins tryggt með brottför bandaríska hersins af íslandi og úrgöngu ís- lands úr Atlantshafsbanda- laginu. Ef til styrjaldar kæmi milli austur og vest- urs muni Rússar kappkosta að eyðileggja stöðvar Banda ríkjanna hér, þar sem þær gætu orðið notaðar til árása gegn Sovétríkjunum. Ha<ð er vissulega ekkert nýtt, að því sé haldið fram, að árásir verði gerðar á her stöðvar hér á landi, ef til stríðs kæmi milli austurs og vesturs. Slík ályktun hefur líka við full rök að styðjast. Hernaðarleg staða íslands er svo mikilvæg, að ekki er nema rökrétt ályktað, að árásir verði gerðar á landið af þeim aðila, sem ekki hefði hér stöðvar. Mjög lík legt er einnig, að hér verði ekki unnt að koma upp þeim vörnum, er gætu hindrað slikar árásir. í þeim efnum er skemmst að minna á þá yfirlýsingu þrezku stjórnar- innar sem birt var fyrir fá- nm dögum, að ekki sé hægt að verja Bretland fyrir kjarn orkusprengj uárásum. HÉR skal af framan- greindum ástæðum því síð- ur en svo andmælt þeirri fullyrðingu hins rússneska blaðs, að mikil árásarhætta hvílir yfir íslandi, ef til stór veldastyrjaldar kemur. Hins vegar er Tíminn alveg ósam- mála hinu rússneska blaði um það, að brottför Banda- ríkjahers héðan eða úr- ganga íslands úr Atlants- hafsbandalaginu dragi nokk uð úr þessari hættu, nema síður sé. Lega íslands er slík, að mjög eftirsókn arvert er fyrir stríðsaðilja að hafa þar stöðvar á stríðs tímum og því myndi það verða keppikefli hvors stríðs aðilans um sig, að ná hér fótfestu í upphafi styrjaldar. Af því gæti leitt, að bar- izt yrði um landið af enn meiri hörku og árásir á það yrðu enn stórfelldari, ef ekki væru hér neinar varnir í stríðsbyrjun. Fyrir því eru tugir dæma, að hlutleysið veitir smá- þjóðum ekki neina vernd á stríðstímum. Það fengu svo margar smáþjóðir að reyna 1 báðum heimsstyrjöldun- úm. Nýasta dæmi þess hve hlutleysi smáþjóðar er lítils virt af yfirgangssömu stór- veldi, fékkst í Ungverjalandi á síðastl. hausti. Öskum Ung verja um brottgöngu úr hern aðarbandalagi og hlutleysi var mætt með nýrri íhlutun rússneska hersins. Þess- vegna hijómar það líka meira en hjákátlega, þegar málgagn rússneska hersins er a.ð hvetja smáþjóðir til hlutleysis! ÞAÐ, sem hér hefur ver ið sagt, er byggt á þeirri full vissu, að ísland muni verða mjög grálega leikið, ef til styrjaldar kemur á Norður- Atlantshafssvæðinu, hvort heldur sem landíið verður óvarið eða varið í striðs- byrjun. Sennilega yrði þó eyðilegginginn enn meiri, ef landið væri varnarlaust og keppst væri um að hertaka það í stríðsbyrjun. Meginvon íslendinga hlýtur því að verða sú, að ekki komi til styrjaldar. Af þeirri ástæðu hljóta íslendingar eindregið að styðja alla þá viðleitni, sem miðar að því að draga úr stríðshættunni. Stærsta og mesta átakið, sem gert hefur verið í þeim efnum, er Atlantshafsbandalagið. Með hinum sameiginlegu vörn- um þeirra þjóða, sem standa að því, hefur hernaðarlegt jafnvægi verið stóraukið og þannig dregið úr stríðshætt- unni. Af þeim ástæðum hljóta íslendingar að vilja leggja sinn skerf til þessara samtáka og stuðla að eflingu þeirra, svo að þau geti orðið fær um að afstýra nýrri styrjöld. MERKILEGT hlýtur það að teljast, að Rússar skuli ekki vera búnir að gera sér ljóst, að þeir komast ekk- ert áleiðis með því að vera með ósannan áróður um Atlantshafsbandalagið sem árásarbandalag eða með ógnunum og hótunum í garö þátttökuþjóða þess. Þetta styrkir aðeins samheldni þessara þjóða, en vafalaust vakir það ekki fyrir valdhöf um Sovétrikjanna. Vilji Rússar einlæglega stuðla að öruggara friði og betri sam- búð þjóða í heiminum, verða þeir að taka upp önnur vinnubrögð en þeir ástunda nú. Þá myndu þeir ekki að- eins prédika vestrænum þjóð um hlutleysi, heldur myndu þeir sýna það í verki, að þeim væri alvara, t. d. með því að gefa þjóðum eins og Ung- verjum og Pólverjum tæki- færi til velja um það í frjáls um kosningum hvort þær vildu gerast hlutlausar eða ekki. Svar þátttökuþjóða At- lantshafsbandalagsins við hinni nýju áróðursókn Rússa gegn bandalaginu, verður vafalaust á þá leið, að þær fylkja sér aðeins fastar um það. Því betur, sem þær gera það, því fyrr mun valdhöf- um Rússa verða ijóst, að þeir eru á rangri braut. Það mun sanna þeim, að vilji þeir stuðla að batnandi sam búð þjóðanna og öruggara friði í heiminum, verða þeir sjálfir að breyta um stefnu og þá ekki sízt gagnvart fylgiþjóðunum í Austur- Evrópu. Eftir rúmt ár, þann 17.1 apríl 1958, hefst í Brussel í Belgtu fyrsta heimssýning atómaldarinnar. Sýningin verður opin alla daga vikunn- ar frá morgni til miðnættis fram til 19. oktcber sama ár og forráðamenn sýningarinn- ar gera ráð fyrir því að 50 miíljónir gesta hvaðanæva úr| heiminum muni skoða þessa' stórkostlegu sýningu. Ef hún heppnast vel, telja sumir, að hún verði skoðuð sem merk- asti viðburður ársins. Segja má með sanni, að öll belg- íska þjóðin, sem telur um 8,5 millj. manna, hafi tekið þátt í undirbún- ingi þessa mikla og mikilvæga fyr- irtækis, en hann hefir gengið að óskum. Það þarf mikinn tíma til að undirbúa heimssýningu. Belgíu- menn hófu undirbúning sinn fyrir rúmum 9 árum síðan og enn er hann í fullum gangi, því að mörg vandamál bíða úrlausnar. Það þarf mörg hótel til að hýsa alla þá gesti, sem til Brussel koma. Belgíska stjórnin hefir látið reisa gríðarstór Tákn heimssýningarinnar í Brussel — turninn Atomium, sem er 210 billj. hótel skammt frá sýningarsvæðinu, ón sinnuni stærri heldur en krystaleind í járnmóíekúli. en útlitið sama. en þegar hafa 11 þúsund pantanir ] borizt. Ekki verður það heldur með öllu vandræðalaust að ílytja allan þennan mannfjölda iil lands- ins. Flugfélagið Sabena hyggst m.' a. leysa vandamálið á þann hátt að flytja gesti í þúsundatali í helikppter-vélum frá París til Brussel, þannig að slíkum gestum gefst kostur á því að dvelja um nætur í Frakklandi, en fl.júga daglega með koptum til að skoða heimssýninguna. Þetta er aðeins eitt af íáum vandamálum, en Belgíumenn ætla með nákvæmum undirbúningi að tryggja það, að enginn þurfi að snúa aftur. ísófópar og óperusöngkonur Ýmislegt verður að sjá og heyra í Brussel þessar vikurnar. 51 af þjóðum veraldar hafa tilkynnt þátt töku sína, stórar og smáar eins og San Marino, Rússland og Banda- ríkin og hafa til sýnis og skemmt- unar hina furðulegustu hluti allt frá ísótópum til óperusöngkvenna og allt verður upplýst með raf- magni frá kjarnorkurafstöð. Tákn sýningarinnar verður hinn nýi Eiffelturn álfunnar og raunar heimsins, turninn Atommm. Þegar Eiffel-turninn var reistur í París í lok síðustu aldar, var hann táknmynd hins nýja tíma, upphafs hinnar nýju iðnbyltingar, er notkun járns og stáls hafði í för með sér. I i Táknmynd atómaidar Atom-turninm í Brussel á að vera táknmynd atómaldarinnar, *>?'* kjjirnorhan verf’rjr notuð í þágu friðar og framfara á morgni i hinnar nýju iðnbyltingar, sem ] kjarnorkan Mýtur að hafa í för I með sér. Ttirn þessi á síðar að standa áfram sem minnismerki aldarinnar. Lyftur eru í turni þescum. sem 1 flytja gesti sýningarinnar á 20 sek. í efstu kúlu turnsins, cn hún er bj'ggð úr gleri og þar verður glæsi- legt veitingahús. Hinar kúlurnar eru úr stáli, klæddar alúmíni. Turn inn verður lýstur upp með ljós- kösturum að kvddlagi, sýningar- I gestum til ánægju. Allur turninn er 168 biiljón sinnum stærri en sú ; kristaleind, sem hann er smíðaður j eftir. ; Byggingarlist t5l sýnis I Fjölmargar byggingar hafa ver- I ið reistar á sýningarsvæðinu og j ennþá fleiri eru í smíðum. Allar ' þjóðir kappkosta að sýna þróun j byggingarlistarinnar i smíði sýn- 1 ingarhallanna ekki síður en fram- ! leiðsluvörurnar. Eins og nærri má geta hlýtur slíkt að kosta óhemju fé. Smáríkið Liechtenstein ver t. d. 15 þús. dollurum til sýningarinnar, en Rússar láta sig ekki muna um 50 milljónir dollara. Franska sýn- ingarhöllin er talin stórkostlegt listaverk í byggingalist, enda tek- ur hún góðan hluta af þeim 10 milljónum dollara, sem Frakkar verja til sýningarinnar. Helming sýninsarsvæðis Frakká vérour var- ið til ýmiss konar lista, svo sem málverka og listiðnaðar. Rússar hafa í smíðum geysistóra höll. en í henni miðri rís stór stytta af Lenin. í rússnesku höll- ' inni er m. a. stórt leikhús og veit- ingahús. 16 þús. fernnetra spagill Það þykir tíðindum sæta, að þeir ætla sér að flytja 16 þús. ferm. af spegilgleri til að setja upp á sýningunni. Sýningarhöll Banda- rikjamanna er m. a. byggð úr krystal og gull.i, þvermálið er 340 fet, en hæðin 95 fet. Verður þetta ein stærsta bringlaga byggingin í öllum heiminum. Hún er einnig búin le'khúsi. Sýningarhallir Bandaríkjamanna og Rússa standa hlið 'öð hlið; en næst þeim stend- ur sýningarkirkja Vatikansins í I Róm og er það í fyrsta sinn, sem ! Vatikanið sýnir á heimssýningu. ÍKaþólsk r menn í 47 löndum hafa jverið beðnir að leggja fé af mörk- ! um til að standa straum af kostn- aðinum. Sagt er að Rússar hafi móðgazt, íFramhald á 8 síðul Þetta er hin glæsilega sýningarhöll Frakka, sem í byggingarlist er talin standa framar flestum öðrum bygg- Ingum á heimssýningunni. É

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.