Tíminn - 14.04.1957, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.04.1957, Blaðsíða 7
T í MIN N, sunnudaginn 14. apríl 1957. z - SKRIFAÐ OG SKRAFAÐ — Vanrækslaní husnæðismálimun 1944-49 — Árangursrík fon sta Steingríms Steinþárssonar — Nýja hásnæðismálafrumvarpið byggt á þeim grundvelli, sem Stemgrímur lagði — Lánveit- ingar auknar til íbúðabygginga - Skyldusparnaður ungs fólks til heimilamyndunar — Stór- eignaskatturinn — VeðdeildBúnaðarbankans efld — Stjórnarandstaðan i ÞEGAR Steingrímur Stein- þórsson tók við stjórn húsnæðis- málanna á útmánuðum 1950, var þannig ástatt, að sáralítið var gert af opinberri hálfu til að út- j vega fé til íbúðabygginga í kaup- stöðum og kauptúnum. Meðan [ nýskipunarstjórnin fór með völd á árunum 1944—46 var ekkert á- ‘ tak gert í þessum efnum, enda j byggðu þá yfirleitt ekki aðrir í I Reykjavík en hinir nýríku menn, | sem höfðu náð til sín hluta af striðsgróðanum. Helztu minnis- merki þeirrar stjórnar í húsnæð- ismálunum eru því hallir hinna nýríku, sem þá voru byggðar, og herskálarnir, sem þá voru teknir til íbúðar fyrir efnaminnsta fólk- ið. Fyrir kosningarnar 1946 lét stjórnin að vísu setja lög um byggingamálin, en tryggði ekk- ert fé til að framkvæma þau, svo að þau urðu aldrei annað né meira en dauður bókstafur. Btjórn Stefáns Jóhanns Stefáns- sonar, sem fór með völd á árun- um 1947—49, lét þetta sleifarlag haldast nokkurn veginn óbreytt. Steingrímur Steinþórsson var ráðherra húsnæðismála sam- fleytt 1950—56. Undir forustu hans urðu mikil umskipti í þessum efnum. Hann gekkst fyrir því, að komið var upp lánadeild smáibúða, sem fékk 41 millj. kr. til umráða á árun- um 1952—54 og veitti alls lán til 1600 íbúða. Jafnhliða var svo framlagið til verkamanna- bústaða nokkuð aukið. Árið 1955 voru svo samþykkt lögin um veðlánakerfið, en samkvæmt því hefur verið ráðstafað um 100 millj. kr. á árunum 1955 og 1956, og er tala lánanna um 1400. Um þrjú þúsund manns víðsvegar um landið hafa því fengið verulegar úrbætur sam- kvæmt þessum tveim lánakerf- um, sem Steingrímur Stein- þórsson hafði forustu um. Það hefur hinsvegar komið í ljós, að byggingastarfsemin var svo mikil, að veðlánakerfiö full- nægði_ hvergi nærri eftirspurn- inni. Óhjákvæmilegt var því að gera nýjar ráðstafanir í þess- um efnum. Þótt þar sé um erf- itt verkefni að ræða, er það þó stórum auðveldara vegna þess, sem gert heíur verið á undan- förnum árum. Að mestu leyti er hægt að byggja á þeim grund- velli, sem iagður var undir for- ustu Steingrims Steinþórssonar. Um síðustu helgi flutti Kaupfélag Rangæinga á Hvolsvelli verzlun sína í nýtt húsnæði verziunarhúss, sem senn er fullsmíðað. Er þarna mjög vönduð kjörbúð. Á mynainni sér yfir verzlunarsalinn. Innréttingarnar á gólfinu eru lausaskilrúm. Viðskiptamennirnir geta gengið um allan salinn milli vöruhillanna, skoðað vöruna og valið. Aukií lánsfé til íbúðabygginga Hina miklu eítirspurn eftir lánsfé til íbúðabygginga má íiokkuð ráða af því, að hjá Hús- hæðismálast’órn liggja nú 2000 umsóknir, sem ekki hefur verið hægt að sinna, og 1000 umsókn- &r, sem aðeins hefur verið sinnt að litlu leyti með byrjunarlán- um. Ríkisstjórnin hefur nú lagt fram nýtt lagafrumvarp um byggingamálin, þar sem aflað er verulega aukins fjármagns til þessara framkvæmda. í fyrsta lagi er efnt til skyldu- sparnaðar ungs fólks, sem er ætlað að gefi um 15 millj. kr. tekjur á ári, í öðru lagi er lagt 1 1% aukagjald á skatta og að- [ flutningsgjöld o. fl., og mun það gefa um 7—8 millj. kr. á ári, og í þriðja Iagi er lagður á stóreignaskattur, sem á að renna að -/t hlutum til íbúða- lána og er áætlað, að þannig fáist 53 millj. kr., er innheimt- ast 10 næstu árin. Þetta fé verð ur látið renna í sérstakan byggingasjóð ríkisins, ásamt núv. varasjóði hins almenna veðlánakerfis og lánum ríkis- ins til lánadeildar smáíbúða. Gert er ráð fyrir, að eignir sjóðsins verði orðnar 300 millj. kr. í árslok 1966 og hann muni geta lánað árlega um 40 millj. kr. næstu árin. Samhliða byggingarsjóðnum heldur svo veðlánakerfið á- fram, og eins framlögin til verkamannabústaða og til út- rýmingar á heilsuspillandi hús næði. M. a. verður verka- mannabústöðum séð fyrir 12 millj. kr. framlögum og lánum á þessu ári eða 10 millj. kr. meira en á síðastl. ári. Þá munu verða til umráða á þessu ári 9 millj. kr. framlag ríkisins til útrýmingar á heilsuspillandi húsnæði, en í fyrra var litlu ráðstafað af slíku fé. Gert er ráð fyrir, að allar þessar ráð- stafanir geri möguIeTt pð vpita 33 millj. kr. meira til íbúðalána á þessu ári en í fyrra á vegum þess opinbera. Þá ber þess að gæta, að sam- kvæmt hinu nýja frumvarpi er gert ráð fyrir, að láta hóflegar íbúðir setja fyrir lánveitingum og mun það vafalitið verða til þess að byggingarstarfsemin beinist inn á þær brautir, að fjármagn og vinnuafl nýtist bet- ! ur til að koma upp fleiri íbúð- um en ella og þannig verði sigr- azt fyrr á húsnæ^isskortinum en eftir þeim ieiðum, sem áður hafa verið farnar. Skyldusparnaðurinn Merkasta nýmælið í hinu nýja frumvarpi um húsnæðismálin, er án efa ákvæðið um skyldu- [ sparnað unga fóiksins. Þar er lagt inn á braut, sem oft hefur verið talað um að reyna áður, en ekki hefur orðiö úr fram- kvæmdum fyrr en nú. í frv. er svo ákveðið, að öll- um einstaklingum á aldrinum 16—25 ára sé gert skylt að | leggja til hliðar 6% af launum l sínum, sem greidd eru í pening um, eða sambærilegum at- vinnutekjum, í því skyni að mynda sér sjóð til íbúðabygg- inga eöa til bústofnunar í sveit. Fé það, sem á þennan hátt safn ast, skal ávaxtað í innlánsdeild byggingasjóðs ríkisins fyrir alla þá, sem búsettir eru í kaup túnum og kaupstöðum, en í veðdeild Búnaðarbanka íslands fyrir þá, sem búsettir cru í sveitum. Þegar sá, sem safnað hefur fé á þennan hátt, nær 25 ára aldri, eða gengur fyrr í hjóna- band eg stofnar heimili, á hann þess kost að fá sparifé sitt end- urgreitt að viðbættum vöxtum og uppbót vegna vísitöluhækk- unar og skulu sömu aðilar enn fremur að öllu jöfnu sitja fyrir um lán til íbúðabygginga frá húsnæðismálastjórn og mega þau lán vera allt að 25% hærri en almennt gerist þá, þó eigi yfir % hluta af matsverði við- komandi íbúðar. Þeir, sem lagt hafa fé í veðdeild Búnaðar- óankans, fá hliðstæða fyrir- greiðslu frá hendi þeirrar stofn unar við bústofnun í sveit. Undanþegið skyldusparnað- inum er gift fólk, sem stofnað hefir heimili, skólafólk, sem stundar nám sex mánuði cða lengur á ári, og iðnnemar, með an þeir stunda iðnnám, og enn fremur þeir, sem hafa skyldu- ómaga á framfæri sínu og inn- an við 30 þús. kr. í skattskyfd- ar tekjur. Þess ber fastlega að vænta, að þessi ráðstöfun niælist vel fyrir. Með henni er það tryggt, að margt af ungu fólki, sem ella myndi ekki gera það, safnar nokkru fé, sem mun koma því að góðu haldi, þegar það þarf helzt á að halda siðar eða þegar það stofnar eigin heimili. Þeir, sem hefðu sparað hvort eð er, þurfa ekki heldur að kvarta, þvi að þeir munu ekki eiga kost á að varðveita fé sitt á annan örugg- ari hátt, þar sem skyldusparn- aöarfé verður visitölutryggt og allgóðir vextir verða greiddir af því. Áætlað er, að skyldusparnað- arféð verði árlega um 18—19 millj. kr. og ávaxtist 15 millj. kr. af því í byggingarsjóði rikis- ins, en 3—4 millj. kr. í veðdeild Búnaðarbankans. Stóreignaskatturinn Jafnhliða frumvarpinu um húsnæðismálin lagði ríkisstjórn- in fram frumvarp um skatt á stóreignir. Gert er ráð fyrir, að tekjur af honum verði um 80 millj. kr. og skiptist þær þann- ig, að Byggingarsjóður ríkisins fái % hluta, en Veðdeild Búnað- arbankans V3 hluta. Gert er ráð fyrir, að skattur þessi innheimt- ist á tíu árum. Skattur þessi reiknast þann- ig, að af einnar milljón króna hreinni eign hjá hverjum ein- staklingi greiðist enginn skatt- ur. Af 1—1.5 millj. kr. hreinni eign greiðist 15% af því, sem umfram er eina milljón og 20% I af afgangi. Af 3 millj. kr. eign [ og þar yfir greiðist 375 þús. kr. ‘ af 3 míllj. og 25% af afgangi. í greinargerð þeirri, sem fylg ir frumvarpinu um stóreigna-1 skattinn, er hann rökstuddur á þann hátt, að verðlag hafi | hækkað mikið á undanförnum ’ árum vegna vaxandi verðbólgu og hafi það bæði haft í för meff sér aukið ósamræmi í eigna- skiptingunni og aukna erfið- leika fyrir atvinnuveginá. Um síðastl. áramót liafi verið gerð- ar nýjar ráðstafanir til að stöðva verðbólguna og tryggja rekstur útflutningsframleiðsl- unnar. Því fylgi óhjákvæmilega nokkrar byrðar fyrir alla, en eðlilegast sé þó, aff þeir taki á sig mestar byrðar, er hafi breið- ust bökin. Með það fyirr aug- um sé skattur þessi lagður á, jaí’nframt því, sem honum sé ætlað að draga úr verðbólgu- hættunni með því að binda nokkuð fé þeirra, er mest hafa aflögu. Þar sem skattur þessi er þannig iagður á m. a. til að hindra verð/'ólgu, eru sparifjár eignir og ríkisskuldabréfaeign- ir undanþegnar honum. Ótrúlegt er ef nokkur verður til að mæla gegn þessum skatti. Svo eðlilegt er það, að þeir, sem mesta haf-i getuna," leggi mest af mörkum til viðreisnarinnar, enda hafa þeir líka hagnast mest á öfugþróun efnahagsmál- j anna að undanförnu. Það verð- i ur ekki heldur ságt, að hér sé I gengið óeðlilega nærri efnahag manna, þar sem ekki eru skatt- skyidir aðrir en þeir, sem eiga meira en einnar millj. kr. virði. Eíling veftdeildar Búnatiarbankans ‘í SAMBANDI við þau tvö frum vörp rikisstjórnarinnar, sem. sagt hefur verið frá hér á und- an, hefir verið unnið að því aff leysa úr fjárskorti veðdeildar Búnaðarbankans. Þetta hefir verið gert með tvennum hættú 1 fyrsta lagi fær veðdeildin Vá hluta af stóreignaskattinum og er ráðgert, að sú upphæð verði rúmar 26 millj. kr., er innheimt- ist á 10 árum. í öðru lagi fær veðdeildin skyldusparnað þann, sem verður til í sveitunum. Geri er ráð fyrir, að veðdeildin fál eftir báðum þessum leiðum um 5—6 millj. kr. árlega næstu ár- in. Þar sem veðdeildin mun fá lít— ið af þessu fé á yfirstandandl ári, hefir henni verið tryggt 5- millj. kr. lán nú þegar. Veðdeildin hefir frá því, aH hún var síofnuð, haft yl'ir sára- litlu fé að ráða, svo að hún hef ir hvergi nærri getað fullnægt því hlutverki, sem henni er ætl að, en það er að auðvehla þeim, sem vilja hef ja búskap, kaup á ábúðarhæfum jörffum. Á síð- astl. ári fól þáv. landbúnaðar- ráðherra sérstakri nefnd að at- huga möguleika til að auka fjárráð veðdeildarinnar og lagði hún til, að hún fengi 5 millj. kr. árlegt framlag frá ríkinu næstu 10 árin. Með þeim. ráðstöfunum, sem ríkisstjórn- in hefir gert samkvæmt fram- ansögðu, verður veffdeildinni útvegað þetta fé, þótt me5 nokkrum öðrum hætti sé en. nefndin gerði ráð fyrir. Rikis- stjórnin hefir því brugðizt vel við þessum vanda, sem fyrrv. stjórnir hafa Iátið óleystan. Að sjálfsögðu hefði verið æskl legt, að hægt hefði verið að- auka fjárráð veðdéildarinnar enn meira, en hér hefir eigi að^ síður verið stigið þýðingarmikið' spor í rétta átt. Þess ber svo að gæta, að með breytingum þeim, sem Alþingi fjallar um nú á ný- býla- og landnámslögunum, eru. framlög rikisins verulega aukin. til að greiða fyrir ræktun minni býla og styrkja frumbýlinga. Þáttur stjórnar- andstöÖunnar EFTIR AÐ ríkisstjórnin hefir lagt fram áðurnefnd frumvörp, hafa verið lögð öll þau mál fyr- ir þingið, sem hafa verið boðuð af hálfu stjórnarinnar að þessu sinni, nema frumvarpið um endurbætur á bankakerfinu. Það verður lagt fram eftir pásk- ana og ætti ekki að þurfa að' vera langt þinghald eftir þá. Þáð hefir tekið nokkurn tíma. fyrir stjórnarflokkana að ná samkomulagi um þessi mál eða. að finna þær leiðir, sem vænleg astar þykja til lausnar umrædd- um málum. Slíkt þarf engan aS undra, ef það er athugað, hvern. ig komið er í efnahags- og láns- fjái-málum þjóðarinnar. Hér er vissulega ekki um auðhlaupin. verk aö ræða, þar sem jafnframt þarf að fást við mörg önnur á- líka erfið viðfangsefni. Þegar á þetta er litið, verður ekki annað sagt en hér hafi vel til tekizt og hið fyrsta þing stjórnarinnar spái góðu um störf hennar í framtiðinni. En af því mun líka hljótast það, að and- stæðingarnir munu herða mót- spyrnu sína af öllu megn'i, þar sem vonir þeirra bresta um það, að stjórninni muni hlekkjast á, án tilverknaðar þeirra. Þess sjást nú greinileg merki á Mtal., sem reynir nú af öllum mætti að ýta undir óánægju og nýjau (Framhald á 8. síðu). „

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.