Tíminn - 30.04.1957, Síða 8
> 8
TÍMINN, þriðjudaginn 30. aprfl 1957.
Áttræður:
Hákon Kristófersson í Haga
Hagi á Barðaströnd er fallegt
höfuðból, víðlent og landkostir góð
ir, útsýni fagurt. Kemur jörðin
fyrst við sögur er gestur hinn
spaki Oddleifsson bjó þar á sögu-
öld. Síðan hafa að jafnaði setið þar
fyrirmenn og höfðingjar. Lengi
var jörðin sýslumannssetur. Síð-
astur sýslumanna bjó þar skáldið
Jón Thoroddsen.
Síðustu 50 árin hefir setið jörð-
ina gildur höfðingi, bændaöldung-
urinn Hákon Jóhannes Kristófers-
son. Fluttist hann að jörðinni þrí-
tugur að aldri vorið 1907.
Hákon í Haga er Barðstrending-
ur í húð og hár, kominn af arn-
firzkum galdramönnum, að því er
hann sjálfur segir, þegar vel ligg-
ur á honum. Hann er fæddur að
Hreggstöðum, næst vestustu jörð
á Barðaströnd, 20. apríl 1877, son-
ur hjónanna Kristófers Sturluson-
ar og Margrétar Hákonardóttur
Snæbjarnarsonar, bónda að Hregg-
stöðum.
Var Hákon elztur 17 systkina,
en 15 þeirra náðu fullorðinsaldri,
allt harðduglegt og vel gefið fólk,
enda voru foreldrar þeirra greind
og atorkusöm og komu sínum
stóra barnahópi vel til manns á erf
iðum harðindatímum.
Hákon var bráðþroska, ötull og
framgjarn. Hann átti þess ekki
bost að ganga í skóla í æsku, en
aflaði sér þó staðgóðrar þekkingar,
eftir því sem föng voru á, og gáf-
ur hans og dugnaður skipuðu hon-
um strax á æskuárum í fremstu
röð ungra manna i héraðinu. Var
hann eftirsóttur til allra starfa,
enda vaskur og einarður. Fóstra
vor talaði þá til barna sinna orð-
um þeim, sem Grímur Thomsen
leggur Hrólfi Kraka í munn:
„Aldrei mat við mann ég spara,
með þeim einum fyrirvara, að sjálf
ir fái rúm sér rutt“.
Frami Hákonar í heimabyggð
sýnir gleggst hvers álits hann naut
. þar þegar á unga aldri. Hann varð
hreppstjóri 1905 og er það enn.
. Alþingismaður sýslunnar var hann
• kjörinn 1914 og var það til 1931.
Oddviti Barðastrandarhrepps var
hann um áratugi og sýslunefndar-
maður hefir hann verið í um það
bil 30 ár. Auk þess gegndi hann
fjölmörgum öðrum trúnaðarstörf-
um innan hreppsins, svo að kalla
má, að um hans hendur lægju um
langt skeið stjórnarþræðir flestra
opinberra mála og félagsmála
sveitarinnar.
Ég var ókunnugur vestra með-
an Hákon var þingmaður, en þeg-
ar meta skal hvað honum hafi
auðnast að þoka fram sérmálum
Barðastrandarsýslu, ber að hafa í
huga, að hlutur útkjálkanna var þá
enn síður upp kominn á Alþingi
en nú. Akvegakerfi landsins var
skammt á veg komið, rafmagnsmál
dreifbýlisins þekktust ekki, rækt-
unarsambönd voru á byrjunarstigi
o. s. frv. Þá var unnið að út-
breiðslu símakerfisins, bættri póst
þjónustu, auknum ^ strandferðum
og flóabátaferðum. Á síðustu þing-
mennskuárum Hákonar var byrjað
að leggja akveg vestur eftir sýsl-
unni og stærstu árnar voru þá brú-
aðar. Hákon mun hafa átt góðan
hlut að öllum þessum málum. Hug
ur hans til menntamála birtist
meðal annars í því, að hann var
einn sinna flokksmanna fylgjandi
því á Alþingi að leyft yrði að halda
uppi menntaskólafræðslu við gagn
fræðaskólann á Akureyri á árun-
um 1924—1927, en sú fræðsla var
fyrsti vísir að Menntaskóla Norð-
urlands, sem endurveitti Norðlend
ingum og Vestfirðingum menntun-
araðstöðu þá, er þeir áður höfðu
við Hólaskóla. Veit ég ekki betur
en að leyfi til kennslunnar ylti á
hans atkvæði.
Hákon var ekki óbilgjarn í kröf-
um fyrir sitt kjördæmi, enda hon-
um tamara að gera kröfur til
sjálfs sín en annarra, öfugt við
það, sem víða þekkist nú á tím-
um. Hann er að eðlisfari gætinn
og lítt um það gefið að lifa um
efni fram eða hossa sér á herðum
annarra.
Eftir að Hákon lét af þing-
mennsku, var hann um 10 ára
skeið umsjónarmaðuí með. nýju
landsímastöðinni í Reykjavík, en
bjó jafnframt búi sínu í Haga.
Hefði vafalaust margur í hans spor
um þá hætt búskapnum og flutzt
alfarinn til borgarinnar. En Há-
kon gat hvorki né vildi slíta bönd-
in við Haga. Hann fluttist alfar-
inn heim á ný og býr þar nú, á-
samt Bjarna syni sínum, rausnar-
búi.
Þegar Hákon hóf búskap í Haga,
var jörðin, eins og margar jarðir
á þeim tíma, fremur skammt á
veg komin um ræktun og húsa-
kost. Sýndi hann fljótt, að hann
hafði hug á að hefja jörðina til
forns vegs og hófst strax handa
um húsabætur og ræktun.
Húsaði hann jörðina svo að til
fyrirmyndar var, sléttaði túnið og
stækkaði það og bætti ræktun
þess, og nú, rétt að verða áttræð-
ur á s. 1. hausti, notaði hann fyrsta
tækifæri til að ræsa með skurð-
gröfu og þurrka stórt land til und-
irbúnings nýrrar ræktunar, enda
er búskaparáhugi hans enn í fullu
fjöri. Nýlega lagði hann til úr
Hagalandi land undir nýbýlið
Breiðalæk og sýndi með því hug
sinn til nýbýlastofnunar.
Hákon hefir jafnan haft stórt bú
á barðstrendskan mælikvarða og
átt afurðagóðan bústofn. Hesta-
maður er hann, laginn að temja
og átti oft margt hrossa.
Hin tímafreku opinberu störf
Hákonar og langar fjarverur að
heiman ollu því, að hann gat ekki
sjálfur sinnt búskapnum svo sem
hugur hans stóð til, og hefir bú
hans á öllum tímum beðið tjón af
því, og lítil féþúfa varð þing-
mennskan honum, enda ekki til
þess ætlazt.
Hagi er í þjóðbraut í miðju hér-
aði og auk þess miðstöð félagslífs
í hreppnum alla þá tíð, sem Hákon
hefir búið þar. Hefir þar því ver-
ið gestkvæmt á öllum árstímum,
enda margur leitað þangað aðstoð-
ar og ráða. Er gestrisni og greið-
vikni heimilisins alkunn.
Hákon er tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Björg Einarsdóttir
frá Vatnsdal við Patreksfjörð, mik
il myndarkona. Þau voru barnlaus.
Síðari kona hans er Björg Jóns-
dóttir, ljósmóðir, ættuð af Barða-
strönd, fríðleiks- og myndarkona
mesta. Hefir hún verið Ijósmóðir
í hreppnum yfir 30 ár og gegnt því
starfi af áhuga, fórnfýsi og frá-
bærri lagni. Er frú Björg athafna-
söm húsmóðir og hefir verið manni
sínum mjög samhent um hvers
konar rausn heimafyrir, auk þess
sem hún hefir tekið mjög virkan
þátt í félagslífi kvenna í sveitinni.
Einkabarn þeirra er Bjarni, sem
nú býr í Haga ásamt foreldrum
sínum, búfræðingur að mennt, gift-
ur Kristínu Haraldsdóttur frá
Fossá á Hjarðarnesi. Eiga þau
tvær dætur.
Hákon eignaðist tvö börn utan
hjónabands, Knút, bónda að' Þing-
hóli í Tálknafirði, og Láru, bú-
setta í Reykjavík.
Ýms ungmenni ólust upp í Haga
hjá þeim hjónum um lengri eða
skemmri tíma, fjöldi barna hefir
verið þar í sumarvist. Auk þess
hefir verið komið þangað ungling-
um, sem eitthvað höfðu misstígið
sig á hálum brautum borgarlífsins.
Þóttu Hagahjón lagin við að koma
þeim á réttan kjöl.
Hákon var hreppstjóri og sýslu-
nefndarmaður Barðastrandar-
hrepps allan þann tíma, 21 ár, sem
ég var sýslumaður Barðstrendinga,
og auk þess oddviti hreppsins öll
árin að tveim undanskildum. Átti
ég þess því kost að kynnast alúð
hans og trúmennsku í opinberum
störfum. En auk þess kynntumst
við á ferðum um sýsluna, því
hann sýndi mér þá vinsemd að
vera mér til föruneytis um mörg
ár.
Á sýslufundum var hann fylginn
sér og fastur fyrir, en fór þó jafn-
an fram með lagni. Mátti hann
heita mannasættir og vildi fremur
fórna nokkru af sínum hlut til
samkomulags en að málin yrðu af-
greidd af einþykkni. Hann var
glaðvær og gamansamur. Sem
hreppstjóri og oddviti var hann
skilsamur og stálábyggilegur í öll-
um viðskiptum.
Á ferðalögum var hann í sól-
skinsskapi, árrisull og árvakur og
til með að spretta úr spori, þegar
vegur gaf tilefni til, en nákvæmur
og tillitssamur við ferðahestana,
enda mesti dýravinur.
Hákon er víðlesinn og stálminn-
ugur, margfróður og skemmtinn í
viðræðum og kann frá mörgu að
segja, því athygli hans hefir verið
vökul og eftirtektin skörp. í kunn-
ingjahópi skemmti hann oft með
kímnisögum og sagði vel frá. Hann
er vel hagorður, en lætur lítið á
því bera.
Hann er ákveðinn og hiklaus í
framkomu, svipurinn einarðlegur
og stundum dálítið hörkulegur, en
brosið oft glettnislegt en þó inni-
legt. Trygglyndur er hann og vin-
fastur en naumast hvers manns
hugljúfi, enda gefinn fyrir að
ganga sínar brautir. Hann er um
Baðstofan
(Framhald af 6. síðu).
hlynningu, þ. e. gott húsnæði og
nægan mat, að þeir fái tækifærl
til að sýna hvað í þeim býr, þ. e.
að þeir séu þjálfaðir til einhverra
starfa við þéirra hæfi, eða yfir-
leitt að þeim sé sinnt að einhverju
leýti utan svefn- og matartíma
þeirra. Sé þetta gert er málinu
borgið hvað snertir góða meðferð
dýranna. Hvort hundar breyti um
heimilisfang sýnist mór að skipti
litlu máli, svo fremi að vel fari
um dýrin, sbr. að framan segir.
Eftir öllu að merkja virðist
mega treysta því, að téður bú-
garðseigandi í Kaliforníu bjóði
hundum þeim, sem hann hefir
fengið héðan góð kjijr, og
minnsta kosti ekki lakari skilyrði
en þeir hcfðu áður. Hvers vegna
er þá verið að fordæma þennan
útflutning? — E. H.“
OrSiS er frjálst
(Framhald af 5. síðu).
löngu? Að firra einstakling kvölum
á kostnað fjöldans er hæpin mann-
úð. Þeir sem ekki hreyfa hönd eða
fót til að útrýma blóðþyrstum dýr-
um, ættu ekki að lasta það, þótt
við viljum vernda búfé okkar.
Að endingu þetta: Sýslunefndir
og hreppsnefndir þurfa að leggja
meiri áherslu á útrýmingu minka
og refa. Um útrýmingu á minkum
er ekki að tala, því áreiðanlega
eru það margar hreppsnefndir
sem láta sig það engu skipta, hvort
honum fjölgar eða fækkar. Er
það meðal annars af því, það hefir
töluverðan kostnað í för með sér
að ráða menn til þess, svo annað
að minkurinn gerir ekki ennþá
stórtjón, hjá mörgum.
Eitrið á hverju hausti rækilega
og sjáum hvort ekki fækkar þess-
um meindýrum. Grafið allt eitur
á vorin sem finnst, áður en smal-
anir byrja.
í janúar 1957.
Þorstcinn Böðvarsson,
Grafardal,
Hvalfjarðarstrandarhr.
það bil meðalmaður á hæð, á sinn-
ar samtíðar mælikvarða, en þrek-
inn, hár í sessi og skörulegur.
Starfsdagur Hákonar er nú orð-
inn langur og afköstin mikil.
Ýmsra veðra hefir kennt á lífsleið-
inni, enda er hann orðinn veður-
barinn nokkuð. Sjónin er farin að
bila og glíman við Elli að harðna,
en haltur mun hann vart ganga
meðan báðir fætur eru jafn langir.
Húsavík, í apríimánuði 1957,
Jóhann Skaptason.
NOTIÐ ÓDÝRAN INNLENDAN HITAGJAFA
Rafgeislahitnn er
hitun framtíðarinnar
— SPARIÐ VERÐMÆTAN GJALDEYRI
l^prÍlÉÍli
Holl hitun — Algjörlega sjálfvirk —
Hljóðdeyfandi — Engin ólykt, óhreinindi
eða hávaði — Spameytin — 100% orkunýting
— 90° heitt vatn í krönum —
Á bitaloftum sparast klæðning en á
steinloftum múr.
Önnumst teikningar og upp-
setningu ESWA-rafgeisla-
hitunar í hús af öllum
stærðum og gerðum.
Ennfremur allar almennar
raflagnir
1
í
L
CEISLRHITUN
M
Garðastræti 6 Reykjavík — Sími 4284 — Pósthólf 1148
(Væntanlegt heimilisfang Einhoit 2)
Myndin hér að ofan er af stofu í húsi við Víðihvamm 34,
Kópavogi. En það er hitað með Rafgeislahitun. Hitaplötumar
í þessari stofu eru einnig hljóðeinangrandi.
NOTIÐ ÓDÝRAN IJNNLENDAN HITAGJAFA — SPARIÐ VERÐMÆTAN GJALDEYRI