Tíminn - 18.05.1957, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.05.1957, Blaðsíða 1
Fylgist með tímanum og lesiB TÍMANN. Áskriftarsímar: 2323 og 81300. Tíminn flytur mest og Gölbreyttast almennt lesefni. Laugardagur 18. maí 1957. Inni í blaðinu í dag: jfHM Kvittanir, bls. 5. ''1*1 Afvopnunartillögur, bls. 6. J Útvarpið, bls. 7. 3 110. blað. Blaðamenn í boðsför Flugfélags íslands í gærmorgun lögðu 10 blaðamenn af stað í boðsferð Flugfélags íslands til Kaupmannahafnar, Hamborgar og Lundúna, og tekur ferðin fimm daga. Er ferð þessi farin í tiiefni af komu hinna nýju flugvéta félagsins. Mynd þessi var tekin á flugvellinum í gærmorgun, er iagt var af stað, og sjást talið frá vinstri: Auðunn Guðmundsson, Jón A. Guðmundsson, Jónas Páls- son, Jón Bjarnason, Pétur Thomsen, Agnar Bogason, Gísli Ástþórsson, Margrét Indriðadóttir, Þorbjörn Guðmundsson, Svavar Hjaltested og Sveinn Sæmundssoní blaðafulltrúi Flugfélags íslands. (Ljósm.: JHTVl). Hardd Stassem Horfur í afvopnunar- málum bjartari en fyrr Fundum afvopunnarnefndarinnar frestaU í 10 daga London, 17. maí. — Harold Stassen, aðalfulltrúi Bandaríkj- anna á fundi afvopnunarnefndar S.Þ. í London, hefir látið svo ummælt, að stórveldin fimm væru nú nær því að ná sam- komulagi um fyrstu skrefin til afvopnunar en þegar hann gaf Eisenhower Bandaríkjaforseta síðustu skýrslu sína um gang málanna. Viðræðum hefir nú verið frestað í 10 daga til að gefa fulltrúunum pægan tíma til að hafa samband við ríkisstjórnir landa sinna um málið. Stassen skýrði frá þessu í dag, er ; hann kom til Bandaríkjanna til að Frv. um mennmgar- sjóð og vísindasjóð til 1. umr. Frumvörp ríkisstjórnarinnar um eflingu Menningarsjóðs, stofnun vísindasjóðs, aukinn stuðning við byggingu félagsheimila og fleira var til 1. umr. í e. d. í gær. Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra fylgdi frumvörpunum úr hlaði með ýtarlegum ræðum. Franski jafnaðar- mannaflokkurinn styður stjórnka Miðstjórn franska jafnaðar- mannaflokksins birti í dag yfir lýsingu þess efnis, að flokkur inn styddi þá kröfu stjórnarinnar að skjóta Súezmálinu til öryggis ráðsins. ræða við stjórn sína um árangur fundanna. EFTIRLIT ÚR LOFTI Hann sagði, að framkvæmd fyrstu skrefa afvopnunarinnar yrði m. a. fólgin í eftirliti með herbún- aði, fjölda hermanna og útgjöldum til hernaðarþarfa. Stassen skýrði einnig frá því, að mikið hefði verið rætt um eftirlit úr lofti, m. a. tillögu Eisenhowers um slíkt eftirlit með hernaðarvið- búnaði Bandaríkjamanna og Rússa. Harold Stassen Þrjú stjórnarfrumvörp um bankamál lögð fram í gær: Aðstaða seðlabankans styrkt til að móta stefnu peningamála Dr. Kristinn Guð- Útvegsbankinn verði hrein ríkisstofnun í gær voru lögð fram á Alþingi þrjú stjórnarfrumvörp um bankamál. Hið fyrsta er um breytingu á Landsbankalögunum í því skyni að gera seðlabankann miklum mun sjálfstæðari og þannig færari um að stuðla að jafnvægi í peningamálum. Annað frv. var um að gera Útvegsbankann að algerri ríkis- stofnur. og hið þriðja um skipulagsbreytingar á Framkvæmda- bankanum 1 samræmi við aðrar breytingar á bankakerfinu. mundsson af hendir Bretadrottningu trúnaðarbréf Dr. Kristinn Guðmundsson, sendiherra afhenti Elísabetu II. Bretadrottningu trúnaðarbréf sitt sem ambassador íslands á Bret- landi við hátíðlega athöfn í Buekinghamhöll í gær. Annað skipið var á leiðinni til Indlands en hitt var á heimleið. FYRSTU BREZKU SKIPIN Þetta eru fyrstu brezku skipin, sem um skurðinn fara eftir að brezka stjórnin tilkynnti, að hún myndi ekki setja sig á móti ferð- um brezkra skipa um skurðinn, þó að framtíðarlausn hefði ekki náðst um rekstur hans. Skipaferðir Breta um skurðinn munu auka umferðina um rúman þriðjung og þar með tekjur Egypta að miklum mun. Erlendur áburður til Þorlákshafnar Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum lýsti hún yfir því, að hún mundi beita sér fyrir breyt ingum á bankalöggjöf landsins, m. a. þeirri, að seðlabankinn yrði settur undir sérstaka stjórn. Aðal Kjarnorkuknúnar járnbrautarlestir smíðaðar í USA? New York—17. maí: Skýrt hefir verið frá því hér, að það hafi verið tekið til alvarlegrar at- hugunar af bandarískum vísinda mönnuin, hvort ekki væri mögu legt að smíða járnbraut, knúna kjarnorku. Enn mun ekkert hafa komið fram, sem mælir á móti því, að það verði mögulegt inn an skamins. tilgangur þeirrar breytingar er sá að greina starfsemi seðlabankans meira en verið hefir frá starfsemi viðskiptabankanna og gera um leiS aðstöðu hinna einstöku ríkisbanka sem jafnasta gagnvart seðlabankan um. Frumvörp þessi eru flutt í samræmi við þessa stefnuyfirlýg ingu. I Sérstök stjórn seðlabankans. í frumvarpinu um Landsbanka íslands segir, að bankinn skuli skiptast í tvær aðaldeildir, Seðla banka íslands og Viðskiptabanka og lýtur hvor um sig sérstakri stjórn. Falla veðdeild og stofnlána deild sjávarútvegsins undir seðla bankann en sparisjóðsdeild undir viðskiptabankann. Er varasjóðum reikningshaldi og eignum haldið algerlega aðskildum. ! Sérstök stjórn er sett yfir seðla bankann og hann gerður sjáif stæður að því leyti. Aðalbanka stjóri skal skipaður af forseta íslands að fengnum tillögum bankaráðs. Bankastjóri er ráð inn af bankaráði. Stjórn seðla bankans skipa fimm menn, banka stjórar hans og þrír menn skip aðir af ríkisstjórninni eftir til lögum bankaráðs til f jögurra ára í senn. Landsbankanefndin er lögð niður, en Alþingi kýs banka ráð. Framkvæmdastjórn við- skiptabankans verði í höndum Framh. á 2. síðu. (Frá utanríkisráðuneytinu.) Brezk skip sigldu í gær um Súez og greiddu Egyptum gjöldin í pundum Skipafer <Sir Breta munu auka umferSina um þriSjung London, 17. maí. — 2 brezk skip fóru í dag um Súez-skurð og greiddu skipstjórar þeirra hinum egypzku yfirvöldum siglingagjöldin í brezkum sterlingspundum. Þorlákshöfn í gær. — Að undan- förnu hefir verið fluttur hingað mikill erlendur áburður, eða alls um 3 þús lestir. Eru það sam vinnuskipin Arnarfell og Hvassa fell sem flutt hafa áburðinn hing að frá útlöndum. Er hann settur hér í vörugeymslur SÍS og sækja bændur af Suðurlandsundirlend- inu hann hingað, og er það mik ill munur miðað við að þurfa að flytja hann frá Reykjavík. Er þetta allur erlendur áburður, sem Suðurlandsundirlendið fær í ár. Leigubííastöð opnuð á Akranesi í dag verður opnuð fölksbifreiða stöð á Akranesi. Þetta er fyrsta leigubílastöðin, sem þar tekur til starfa, en fram til þessa hefir þar ' aðeins verið vörubílastöð. Fimmtán j leigubifreiðar eru skráðar á stöð- j ina, sem nefnist Fólksbílastöð Akraness. Ilún er til húsa að Þjóð- j vegi 3, en síminn er 550. Fram-1 kvæmdastjóri stöðvarinnar er Ing-! ólfur Sigurðsson. Mikil þægindi j eru að stofnun stöðvarinnar, þar j sem nú verður auðveldara að ná í leigubifreið. Bifreiðar stöðvarinn ar er að sjálfsögðu hægt að fá leigðar til lengri og skemmri ferða- laga. GB. Stjórnarkreppan í Danmörku: Jafnaðarmenn og radíkalir andvígir stjórnarmyndun íhaldsmanna og vinstri manna Lausn á stjórnarkreppunni fæst v-arla fyrr en í lok næstu vlku eftir heimsókn Bretadrottningar / Kaupmannahöfn, 17. maí. —Leiðtogar dönsku stjórnmála* flokkanna hafa verið á stöðugum fundarhöldum í dag, bæðí á sameiginlegum fundum og leiðtoga einstakra flokka. Þingflokkur radíkala flokksins hefir gert ályktun þess efnis, að hann telji ekki æskilegt, að mvnd- uð verði stjórn, skipuð vinstri mönnum og hægri mönnum ein- um, en radikalir muni þó sýna slíkri stjórn þegnskap meðan hún geri ekkert, sem brjóti á móti stefnumálum flokksins. Erfið vandamál. Viðfangsefni væntanlegrar stjórn ar séu alvarleg, þar sem skjót lausn efnahagsniálanna sé hin nauðsynlegasta. Miðstjórn flokks- sérstökum lokuðum fundum ins hefir verið boðuð til fundar á mánudaginn. Þingflokkur jafnaðarmanna hef- ir einnig lýst yfir því, að ekki sé heppilegt, að mynduð verði stjórn vinstri manna og hægri manna einna. Ekki er talið líklegt, að nokkuar lausn náist á dönsku etjórnarkrepp unni fyrr en í lok næstu viku. Er það sökum þess, að Elísabet Breta drottning kemur í opinbera heim- sókn til Danmerkur á þriðjudag- inn og dvelst í Kaupmannahöfn I þrjá daga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.