Tíminn - 18.05.1957, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.05.1957, Blaðsíða 4
T f MIN N, langardaginn 18. maí 1957. ^ I ^ Fyrir nokkrum dögum hiaut hinn bandaríski öld- ungadsiidarþingm. Joseph A'iacCarthy síðustu blessun og þjánustu sjúkrahúsprests- ihs í Bethesda sem sannur sonur hinnar kaþólsku trúar. Hann hefir lengi þjáðst af lifrarsjúkdómi, sem að lok- urrs varö honum að fjörtjóni. Fyrrverandi starfsbræður hans í Bandaríkjaþingi minnt ust hans með virðingu og ein lægni sem góðs félaga, sem var glaöur í vinahóp, en harð ur í horn að taka er hann vildi þsð við hafa. Jafnvel hatrömmustu óvinir Jians í blaðamannastétt, sem voru margir, virtust harma andlát hans. Blöð í Manilla og Madrid skrifuðu um hann lofgreinar. London og París létu sér fátt um finnast, en engar harmatölur heyrðkst frá Moskva. Truman sagði, að sér fyndist betta „mjög leitt“, en Eis- enhower forseti sendi „einlægar samúðaróskir“ til ekkju hins látna öklungadeildarþingmanns og heims fræga stjórnmálamanns. Mac Carthy trúði eitt sinn vini sínum íy rir því, að hann vonaði það íast- lega, að er hann létist, stæði dýrð- erljómi um minningu hans, er lengi liCði. Hætt er við, að Mac- Cárthy liafi verið á annarri skoð- un síðustu 12 mánuði ævi sinnar. Þráði vöSd og metorð Enginn vafi leikur á því, að Mac Carthy var metorðagjarn maður Jheð afbrigðum og þráði það heit- ast að ná völdum sem spámaður lýðsins og leiðtogi þjóðarinnar. Sá 'draumur rættist aldrei sem kunn- ugt er. Menn eru almennt á þeirri skoðuti, að hann hafi rutt sér braut of laugt og með ívið mikl- um hávaða til þess að vel gæti farið. Er hann lézt var liann gleymdur og yfirgefinn niaður og lelja kuanugir að hin sáru von- brigði hafi átt mikinn þátt í því að lei'ða hann til dauða. Var þekktur hnefaleikari Joe MacCarthy hóf gönguna upp rtietoröastigann árið 1946 er hann rtáði kosningu sem öldungadeild- aiþingmaður. í menntaskóla var hann þekktur hnefaleikari í þunga- vigt og var ætíð borinn á gullstóli að keppni lokinni. Ekki leizt honum á ýmsa starfs- bræður sín? í Washington er hann kom til þings í fyrsta sinn. Þeir voru nefnilega sumir þeirri nátt- úru gæddir að sætta sig við mála- miðiun lieldur en að berjast af hörku íil hins ýtrasta til sigurs, en bíða ósigur að öðrum kosti, on það hafði MacCarthy lært í hnefa- leikunum og hélt sig við þá að- ÖldungadeiMarmaðurinn MacCarthy var niSurbrotinn maður er hann lézt — Barátta hans gegn „kommónist- umu var aSeins ímynduS leiS upp í æSstu valdastéla — Hann gekk o osigur (G ferð í þinginu. Næstu 3 árin var heldur hljótt um MacCarthy í þing inu og ekki var hann kenndur við neina merkilega löggjöf frá þeim tíma. Teningnum varpað En árið 1950 kom tækifærið mikla. Þrálátur orðrómur gekk um gjörvöll Bandaríkin þess efnis, að h'inn magnaði njósnahringur al- þjóðakommúnismans hefði iengt sínar fingralöngu krumlur tii Bandaríkjanna og hreiðrað vendi- lega um sig. Þjóðin stóð á öndinni og vissi ekki sitt rjúkandi ráð sr málalok Hiss-réttarhaldanna frægu voru kunngcrð. I Hér var tækifærið mikla iil að hafa áhrif á almenningsálitið, til i þess að ná landi í ölduróti stjórn máianna, það skipti ekki máli á hvers kostnað. Teningnum var varpað. A Lin- coln-deginum boðaði MacCarthy til mikillar samkomu í Wheeling Va., veifaði plöggum sínum og hrópaði af lífs- og sálarkröftum: Kommúnistískir stjórnar- starfsmenn „Hérna, liérna hef é.g í hönd- tun mínum lista yfir fjöimarga starfsmenn stjórnarinnar, sein Dean Acheson utanríkisráðherra * veit, að eru meðlimir bandaríska konimúnistaflokksins.“ Blöðin tóku málið óstinnt upp og kröfðust þess að MacCarthy yrði leiddur fyrir dómstól þar sem hartn yrði krafinn sönnunargagna, en lýstur ómerkur að öðrum kosti. En MacCarthy hélt áfram; hann stimplaði Truman-stjórnina sem „föðurlandssvikara" og margir fleiri fengu sinn skerf. Marshall kallaði hann falskan „lygara“ og jafnvel Eisenhower var ekki „hlíft“. MacCarthy safnaði í kring- um sig hóp af samstarfsmönnum; bar þar hæst lögfræðinginn Roy ! Cohn, sem frægur varð um gjörv- öll Bandaríkin á meðan á réttar- i höldunum stóð, sem öllum var sjónvarpað. MacCarthy, elgin- kona 6g nýfætt barn þeirra. FerSalög tii Evrépu Annar félagi hans og skjólstæð: | ingur var David nokkur Schine, milljónamæringur og hóteleigandi. Þeir félagar tóku sér á hendur margar ferðir til Evrópu til að „kanna“ framferði starfsmarina . bandaríska utanríkisráðuneytisins. ' Urðu þeir félagar iila þokkaðir í þes -:u ' sjálfkjörna eftirlitsmanna- starfi og varð það til að minnka veg þeirra og álit. Urn- tíma var svo komið, að ef ! einhver dirfðist að gagnrýna gerðir MacCarthys var hann af j féliigum hans annað hvort stimpl- aður kommúnisti eða fífl. I Þolinmæðin á þrotum MaeCarthy gagnrýndi nú hvern ráðamanninn á eftir öðrum, jafnt Dulles, Bohlen o.fl. og sakaði um undanlátssemi við kommúnista. En ekki leið á löngu þar til þolinmæði þingmanna og fjölmargra fleiri var á þrotum. Bandarísk þingnefnd tók máliö til gaumgæfilegrar athugun- ; ar, ekki sízt þar sem MacCarthy : hafði nokkru áður borið hinar ; þyngstu sakir á bandaríska her- ! málaráðuneytið. MacCarthy og fé- lögum hans var stefnt fyrir r.efnd- ina, en í nenni áttu sæti ýmsir frægir lögfræðingar, og brátt. tók að halla undan fæti. ! Kjarkurinn minnkaði Yfirheyrslurnar stóðu lengi ög . er líða tók á þær virt ist mesti I kjarkurinn í MacCarthy og fólög- 1 um hans vera fokinn út í veður og vind. Hann virtist taugaóstyrkur, borðaði lítið og rödd hans skalf. Málalok urðu þau, að MacCar- thy var víttur fyrir framferði sitt. Margir fyrri samstarfsmenn hans virtu liann nú að vettugi og vinir hans tóku eftir því, að hann var niðurbrotinn maður á sál og lík- ama. Hann kvæntist nokkrn síð- ar bráðmyndarlegri konu og' eft- ir það sást hann sjaldan í þing- inu. Hann sagði vinuin sínum frá því, að nú ætlaði hann að helga sig konu sinni og nýfæddu barni Frá hinum viðburðaríku réttarhöidum bandarísku þingnefndarinnar. Talið frá vinstri: David Schine, MacCarthy og hinn síhvísl- andi lögfræoingur Roy Cohn. óður árangur Vilbjálms í langstökki en dauf mát FÍRR að öðru leyti Vormól FrjálsíþróttaráSs Reykjavíkur var háð á íþrótta- vellinum s. 1. fimmtudagskvöld. Mótið í heild var mjög dauit, þátttakendur fáir í hverri grein, og nokkur brögð að því að skráðir keppendur mættu ekki til leiks. Keppt var í átta groinum, og var árangur í flestum þeirra heldur lakur. Eti þó voru ljósir punktar innan um. Vilhjálmur Einarsson stökk yfir sjö metra í langstökki, 7,05 meíra, og átti auk þess lengri stökk ógild. Er þetta jafnt bezta árangri, sem Vilhjálmur hefir áður náð í þessari grein, og má því telja full- víst, að honum takist að stökkva mun lengra síðar í sumar. Vil- hjálmur er nú mun léttari og sneggri en hann hefir áður sézt hér á íþróttavellinum. í 1500 m. hlaupi unglinga náði Kristleifur Guðbjörnsson ágætum árangri, alveg keppnislaust, 4:07,4 mín. Þórir Þorsteinsson sigraði bæði í 100 m. hlaupi og 400 m. hlaupi en árangur var ekki sér- stakur. Mótvindur var í 100 m. hlaupinu. Þorsteinn Löve sigraði með nokkrum yfirburðum í kringlu- kasti, kastaði lengst 47,29 m. Sama er að segja um Skúla Thorarensen í kúluvarpi, en þar var keppni hins vegar minni. Áhorfendur höfðu gaman að því að sjá Örn Clausen í keppni aftur, en hann var annar í kúluvarpi og fjórði í kringlu- kasti. Árangur hans í kúluvarpinu, 13,40 m., er lítið lakari en hann hafði áður náð bezt. í stangar- stökki náði Valbjörn sér ekki á strik, en hann virðist í öldudal sem stendur. Helztu úrslit urðu þessi: 100 m. hlaup. 1. Þórir Þorsteinsson, Á. 11,5 sek. 2. Guðm. Vilhjálmss., ÍR 11,6 sek. 3. Daníel Halldórss., ÍR 11,8 sek. Langstökk. 1. Vilhj. Einarsson, ÍR 7,05 m. 2. Valbj. Þorláksson, ÍR 6,31 m. 3. Pétur Rögnvaldsson KR 6,09 m. Kúluvarp. 1. Skúli Thorarensen, ÍR 15,19 m. 2. Örn Clausen, ÍR __ 13,40 m. 3. Eiður Gunnarsson, Á. 12,96 m. 400 m. hlaup. 1. Þórir Þorsteinss., Á. 51,0 sek. 2. Svavar Markússon KR 51,6 sek. 3. Guðf. Sigurfinnss., ÍBK 56,5 sek. 3000 m. hlaup. 1. Sig. Guðnason ÍR 9:08,4 mín. 2. Hafst. Sveinss., Self. 9:34,2 mín. Stangarstökk. 1. Valbj. Þorláksson, ÍR 4.00 m. 2. Heiðar Georgsson, ÍR 3,55 m. 3. Valgarður Sigurðsson ÍR 3.55 m. þeirra hjóna. Sjúkleikamerki fóru nú að sjást á MacCarthy og hann var tíður gestur í Bethesda- sjúkrahúsinu. Joseph MacCarthy var sjúkur maður. Til Arizona Hann sagði eitt sinn við vin sinn, að hann ætlaði nú að draga sig algjörlega út úr stjórnmálum, flytja suður í Arizona og kaupa þar lítinn búgarð og lifa þrr til æviloka með konu sinni og barni. Hann kvaðst jafnvel vona, að hann félli í næstu kosningum. MacCarthy varS ekki að ósk sinni. Sjúkdómurinn í lifrinni varð alvarlegri með hverjum deginum. Enn var hann fluttur i Bethesda- sjúkrehúsið til rannsóknar og uppskurðar, en það varð í síðasta sinn. Hann lézt þar í síðustu viku. Vilhjálmur Einarsson Kringlukast. 1. Þorsteinn Löve, KR 47,29 m. 2 Friðrik Guðmundss. KR 45,69 m. 3 Tómas Einarsson, Á. 40,49 m. Englendingar komast í úrslit Eftir sigur Englendinga í lands ieiknum í knattspyrnu við Dani sl. miðvikudag hafa hinir fyrr nefndu tryggt sér rétt til að taka þátt í úrslitakeppni um heims- meistaratitilinn í knattspyrnu, er háð verður í Svíþjóð næsta sumar. Hafa Englendingar sigrað í sín um riðli, unnu Dani í báðum leikj unum og eins fra. Danir voru ó heppnir í leiknum á miðvikudag inn, þar sem einn leikmaður þeirra meiddist það mikið, að hann varð að yfirgefa völlinn nokkrar mínútur. Á því tímabili skoruðu Englendingar tvö mörk og tryggðu sér sigurinn, en Danir skoruðu fyrsta markið í leiknum, sem lauk 4:1, og í fyrri hálfleik var staðan 1:1. Flokkakeppni í hraðskák Mánudagskvöld, 20. maí, verður háð flokkakeppni í hraðskák. í keppni þessari taka þátt tíu fjögra manna sveitir. Tefld verður tvöföld umferð — tvær skákir á tíu mínútna um hugsunartíma. Flokksfyrirliðar og þar af leiðandi 1. borðs menn verða: 1. Arinbjörn Guðmundsson. 2. Friðrik Ólafsson. 3. Guðmundur Ágústsson. 5. Ingi R. Jóhannsson. 4. Guðmundur S. Guðmundsson. 6. Jón Þorsteinsson. 7. Kári Sólmundarson. 8. Lárus Johnsen. 9. Sveinn Kristinsson. 10. Þórir Ólafsson. Ofangreindir keppendur munu aðeins keppa innbyrðis og má því búast við, að keppnin verði bæði hörð og spennandi. Keppnin hefst kl. 20.00 í Þórs kaffi og verður lokið þá um kvöld ið. J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.