Tíminn - 18.05.1957, Qupperneq 8

Tíminn - 18.05.1957, Qupperneq 8
8 75 ára: Jón Jónasson á BirnustöSum í Ogurhreppi Sjötíu og fimm ára er í dag Jón ibóndi Jónasson á Birnustöðum. — Jón er fæddur og uppalinn í Ögur- hreppi og hefir dvalið Iengstan hluta ævi sinnar á Birnustöðum; hann hefir því ekki gert víðreist um dagana. Jón er kominn af merk um bænda- og sjómannaættum við Djúp og lengi framan af ævi stund aði hann jöfnum höndum búskap og sjómennsku, eins og flestir. hændur gerðu á þeim tíma. Jón er ágætlega greindur mað- ur og fróður og kann frá mörgu að segja og væri synd ef allur sá fróðleikur hyrfi með honum. Jón hefir ávallt búið farsælu ráðdeildarbúi, fyrst í Þernuvík, en | nú fjöldamörg siðari ár á Birna-i Stöðum, þar sem hann býr ennþá á hluta af jörðinni á móti dóttur sinni og tengdasyni. Jón hefir ekki sloppið við margs konar erfiðleika í lífinu, langvar- andi heiisuleysi, mótlæti og sorgir. En hann hefir tekið því sem að höndum hefir borið með æðruleysi og karlmennsku, eins og víkingi sæmir. Kvæntur er Jón Guðmundínu Hermannsdóttur, hinni ágætustu konu, og eiga þau nú fjölda afkom- enda. Ég vil óska Jóni farsæls elli- kvölds og að fagurt og friðsælt megi verða undir sólarlagið, boð- andi nýjan og bjartan dag fram- undan. Friðfinnur Glafsson. Kvittanir (Framhald af 5. síðu). sendir hafi verið út í haust neinir klaufar til þessara starfa í „land- námi Ingólfs“. Þó hefir eitthvað af þessu brugðizt með rjúpuna eitruðu, sem tekin var upp á Kalda dal og komst alla leiðina í frysti- •hólf í Rvík. Svo lánlega tókst þó til að hún varð engum að bana. Eitthvert orðaskak hefir orðið um þá rjúpu — og skiist mér að flest- ir eitrunarmenn vilji afsala sér heiðunshlut í henni. En hver veit nema jafn atorkusömum manni og S. Ó. takist fljótlega að „sanna“ að hún hafi komið eitruð og væng- stýfð úr egginu — eða það sem gæti verið handhægara, að þetta sé aðeins lygasaga! Um það ætti hann samt helzt að kljást við dag- blaðið Vísi — þó það kunni að verða drengskap hans og góð- mennsku örðug raun að snúa að ákveðnum aðila. En góðir menn og röskir leggja stundum töluvert á sig fyrir sannleikann! ÞEGAR SVO E. hafði skotið bit- vargana miklu í Svínahrauni, hafði hann í höndum sönnun, sem varla verður rengd. En hvernig var ann- ars með þá skæðu varga og aðra, enn skæðari varga á Selsvöllum? Hvers vegna ætli þeir hafi ekki verið búnir að farga sér á eitri, samkv. áætlun? Vottorð S. Ó. virð- ast þó sanna það allrækilega, að ekki hafi verið hörgull á því. Von- andi eru þó bannsettir bítírnir hér í nágrenni höfuðstaðarins ekki orðnir svo salla fínir og kröfuharð ir, að þeir taki ekki eitrið nema þeim sé rétt það á silfurgaffli?!! Eins og hann S. Ó. er þó viss um að eitrið gjöreyði tófum í Reykja- nesskaga — og þá líklega víðar. Mikið mega annars þeir bændur sem um þetta hafa skrifað í vetur, vera þakklátir S. Ó. fyrir hinar glöggu upplýsingar um að tófan sé 'hættuleg fé þeirra, og hvað hún fari þrætslega með bráð sína, — eins og þeir voru þó grunlausir um þetta! Vonandi líður ekki langt þar til hann sér sér fært að halda slíkri fræðslu áfram; getur verið að hann segi þeim þá eitthvað um það, hvað tófan gengur á mörgum fótum, og fleira þvíiíkt, sem auð- vitað er ómetanlegur fróðleikur fyrir þá, sem verið hafa smalamenn frá bernsku, og síðan jöfnum höndum bændur og refaskyttur, en hafa ekki banað nema nokkrum hundruðum refa hver, á ýmsum tímum árs, og hafa lítið við að styðjast nema lífsreynslu langrar ævi. ^ . Varla efast ég um að S. Ó. hafi séð tófu — og það líklega meira að segja lifandi, áður en hann varð mjög fínn maður. Þá er ekki ólíklegt, að hann hafi einhvern- tíma framleitt refakex, meðan eitt- hvað var upp úr því að hafa. Þeg- ar svo það bætist við, að hann er sonur röskrar refaskyttu, ættu all- ir að skilja, að þetta er maður, sem kennt getur fáfróðum bændum eins og sá, sem valdið hefir. Vitað er, að enginn verður dugandi refa- skytia, nema vera rökvís í hugsun. Vonandi lætur því S. Ó. bráðlega á þrykk út ganga ritsmíð, sem sanni það ótvírætt, að hann hafi heldur ávaxtað þessa eðliskosti föður síns (þó hann vilji lítið gjöra úr arfgengi hjá tófum). Ver- ið getur að hann hafi eitthvað nas- að í kynbætur búfjár — sem bygg ist á arfgengi, áður en hann fór úr sveitinni. Nú er viðhorf hans löngu breytt. Kex-bætur byggjast vafalaust á öðrum grundvelli, og ætla ég mér ekki þá dul, að kenna honum neitt um þær. Bið ég svo Sæmund vel að lifa — fyrst og fremst þar til hann birtist næst á ritvellinum, veifandi gorgeir sínum og bítandi í kex- rendurnar, þó hann sé víst orðinn of fínn maður til þess að grenja að berserkja sið. Vænti ég þess fastlega að þá svipti hann rösklega hulunni af hinum voðalegu „fínu mönnum“ svo þjóðfélagið geti var- ast þá. Væri líka sæmilegra verk- efni garpskap hans og góðum týgj- um, að sækja þá til fullrar sektar — útlegðar eða féránsdóms, en að berja tröllsleg vindhögg í áttina til einhverra nafnlausra og að miklu ímyndaðra kynjavera. Þó don Quxoti yrði heimsfrægur fyrir orrustu sína við vindmyllur og fleiri slík afrek, er ekki víst að Sæmundur beri gæfu til þess að auka hróður sinn og Fróns á sama hátt, — þó óneitanlega væri slíkt glæsileg landkynning. | ÞÁ VEIT ég varla hvort ég á að j fara að geta þess, að ég hefi lesið ! í Tímanum ritsmíð Sigurðar Jör- undssonar frá Vatni, því hún er að flestu leyti, frá hálfu höfundar, | nokkuð neðan við það, sem vant er j að virða svars. En helzt er að skilja ; á höfundi að í honum brjótist framhald, svo varla eru eitrunar- isinnar heillum horfnir á meðan!! Ef hann æfir sig dálítið í lestri þar til það spryngur út, er ekki ó- mögulegt að hann verði svo staut- andi, að geta lesið meira en fyrstu ; línurnar í þeim heimildum, sem j hann hyggst að styðjast við, — en í þannig notar hann umsagnir þeirra j Jóns heitins í Ljárskógum og Theó dórs á Bjarmalandi, með þeim ár- ' angri, að komast að þveröfugri nið- ! urstöðu við þá — og birta þetta j svo sem staðreyndir! Umsögn Jóns 1 er birt í heild hér að framan. Er fróðlegt að bera hana saman við j „framleiðslu" S. Jör. — ef menn | vilja líta á sýnishorn af fölsun heimilda. ! Slík málsmeðferð verður venju- lega vafasamur ávinningur þeim málstað, sem henni er beitt fyrir '— og enn vafasamari vegsauki þeim, sem henni beitir. I Komist S. Jör. langt í lestrinum, . gæti farið að örla á þeirri skiln- I ingsglætu hjá honum, að hann yrði Frá borginni við sundið (Framhald af 7. síðu). niðurstöðum, sem hann hafði kom- izt að. Hann lýsti með nokkrum dæmum áhrifum þeim, sem hann telur að ásta- og riddarasögur mið- alda hafi haft á íslendingasögur. Formaður félagsins, Sigurjón Björnsson, þakkaði hinn skemmti- lega fyrirlestur, en síðan var orðið laust, og skoraði Sigurjón á menn að iáta skoðanir sínar í ljós. Stefán Karlsson, Jón Helgason, Sverrir Kristjánsson og Ólafur Halldors- son fóku til máls og gerðu þeir allir sínar athugasemdir við skoð- anir fyrirlesarans. Sverrir Krist- jánsson þakkaði Bjarna sérstak- lega fyrir erindið. Sverrir taldi að- ferð Bjarna sérlega athyglis.verða frá sjónarmiði sagnfræðings og ósk aði honum alls góðs í frekari rann- sóknum á íslendingasögum. NÚ ER VETRI að Ijúka, og innan skamms dreifast stúdentarnir í all- ar áttir. Sumir munu vinna hér- lendis í sumar, aðrir fara heim til íslands. Eitt merki þess að sumar- frí nálgast er tilkynnings Félags ís lenzkra stúdenta um skógarferð 17. maf. Þátttakendur munu safnast saman á Ráðhústorginu. Ekki er enn vitað hvert farið verður — en formaðurinn hefir þó gefið í skyn, að Norður-Sjálandi sé heillandi landshluti. Þess vegna er trúlegt, að í ár verði farið um Helsingja- eyri, Krónborg, Hornbæk og aðra merka staði í Norður-Sjálandi. — Aðils. Nýjar afvopnunartillögur (Framhald af 6. síðu). milli, og kemur það þá sérstaklega til greina, að með því að þetta myndi verða til þess að bæta sam- komulagið í Evrópu, gæti ekki hjá því farið, að það yrði jafnframt til að auðvelda samkomulag um lausn á afvopnunarvandamálinu. 7. Ráðstjórnin gengur að því vísu, að samkomulag um minnkun herafla Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í löndum Norðurat- lantshafsbandaiagsins og herstyrks Ráðstjórnarríkjanna í löndum, sem eru aðilar Varsjársáttmálans, myndi stuðla mjög að því að draga úr ýfingum á alþjóðavettvangi. Semja mætti sérstaklega um það, hversu langt skyldi farið í því að draga úr herafla þessum. 8. í yfirlýsingu sinni 17. nóvem- ber 1956, lagði ráðstjórnin fram til athugunar hugmynd sína um flug- myndatöku á því svæði í Evrópu, þar sem meginherir Norðuratlants- hafsbandalagsins og Varsjársátt- málans eru staðsettir. Lagði hún þar til, að flugmyndatökubeltið skyldi ná 800 km. austur og vestur fyrir markalínuna milli fyrrnefndra herja, ef ríki þau, sem lönd eiga á þessu svæði, féllust á þetta fyrir- komulag. Tillögu þessa um flug- myndatökubelti miðaði ráðstjórn- in við það, að markalínan milli herja Norðuratlanrbshafsbandalags- ins og Varsjársáttmálans teldist liggja eftir línu þeirri, er greimr að Austur- og Vestur-Þýzkaland, og svo meðfram vesturiandamærum Tékkóslóvakíu. Fulltrúi Bandaríkjanna í undir- nefnd Afvopnunarnefndar Samein- uðu þjóðanna lagði til, að flug- myndatökubeltið í Evrópu skyldi takmarkast að vestan af 5 stiga austlægum lengdarbaug og að aust an af 30 stiga austlægum lengdar- baug, en að sunnan af 45 stiga norðlægum breiddarbaug. Með því að ákveða flugmyndatökubeltið á þennan hátt, væri helmingalínan flutt af handahófi til austurs, frá markalínunni í Þýzkalandi og vest- urlandamærum Tékkóslóvakíu alla leið austur í Pólland. Slíkt flug- viðmælandi. En sé hann haldinn eirihverjum þeim vanka, sem tálm ar eðlilegri framför — sem ekkert er vitað að óreyndu, getur hann þó haldið áfram í þeirri von, að framhaldið verði ekki til meira ó- gagns málstaðnum, eða honurn sjálfum til meiri vanvirðu en upp- hafið var. St. Reykjavík 3.5. 1957, Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi. TÍMINN, laugardaginn 18. maí 1957. uiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiinniiiji = 3 = = | Gamlar bækur á góðu verði ( = = = Við viljum gefa fróðleiksfúsum lesendum kost á að eignast = H neðantaldar bækur meðan þær eru enn fáanlegar á gömlu, góðu 3 = verði. Afsláttur frá neðangreindu verði verður ekki gefinn, = H en nemi pöntun kr. 300,00 eða þar yfir verða bækurnar sendar s S kaupanda burðargjaldsfrítt. S Jón Sigurðsson, hið merka verk Páls Eggerts Ólasonar, 1.—5. || bindi. Ób. kr. 100.00. Á þrotum. 1 E Menn og menntir, eftir sama, 3. og 4. bindi. Kr. 60.00. Síðustu i eintökin í örkum. Ath.: í 4. bindi er hið merka rithöfundataL S M Almanök Þjóðvinafélagsins 1920—1940 ób. kr. 100,00. H Rímnasafn, 1. og 2. Átta rímur eftir þjóðkunn rímnaskáld m. a. M M Sig. Breiðfjörð 592 bls. ób. kr. 40,00. ^ M Riddarasögur. Fjórar skemmtilegar sögur 317 bls. ób. kr. 20,00. Í = Saga alþýðufræðslunnar á íslandi, stórfróðleg bók e. Gunnar H M. Magnúss. ób. 320 bls. kr. 25,00. p S Gyðjan og uxinn, e. Kristmann Guðmundsson, ib. 220 bls. = | kr. 25,00. | H Hinn bersyndugi, hin forðum umdeilda skáldsaga Jóns Björns- i s sonar, ritstj., ób. 304 bls. kr. 15,00. § Skipið sekkur, leikrit e. Indriða Einarsson ób. 200 bls. kr. 10,00 i M Jón Arason, leikrit e. Matth. Jochumsson ób. 228 bls. kr. 10,00. i | Sex þjóðsögur, skráðar af Birni R. Stefánssyni ób. 132 bls. kr. E M 10,00. | = Tónlistin, sígild bók um tónlist og tónskáld þýdd af Guðm. Finn E bogasyni, ób. 190 bls. kr. 15,00. M Darvinskenningin, þýdd af dr. Helga Pjeturss ób. 84 bls. kr. 5,00 % M Germanía e. Tactius, þýdd af Páli Sveinssyni 88 bls. ób. kr. 5,00. 11 p Um framfarir íslands, verðlaunaritgerð Einars Ásmundssonar h í Nesi, útg. 1871 ób. 82 bls. kr. 25.00. 1 Fernir forníslenzkir rímnaflokkar, útg. af Finni Jónssyni. 60 = M bls. ób. kr. 15,00. II 5 Ljóðmæli e. Ben. Þ. Gröndal. ób. 288 bls. kr. 10,00. M Um frelsið, e. J. Stuart Mill, þýdd af Jóni Ólafssyni ritstj. útg. E | 1886, 240 bls. kr. 15.00. | Í f Norðurveg e. Vilhjálm Stefánsson ób. 224 bls. kr. 20,00. = Mannfræði e. R. R. Merritt, þýdd af Guðm. Finnbogasyni, ób. 1 | 192 bls. kr. 10,00. | H Ljóðmál, kvæði eftir Richard Beck, ób. 100 bls. kr. 10,00. M Býflugur, e. M. Materlinck, þýdd af Boga Ólafssyni, ób. 222 1 | bls. kr. 10,00. M Af sumum ofantöldum bókum eru nú aðeins fáein eintök. 1 M Verða þau afgreidd til þeirra er fyrst senda pantanir. Klippið E E auglýsinguna úr blaðinu og merkið með x við þær bækur, sem 1 = þér óskið að eignast. M E5 =jj Undirrit.... óskar að fá þær bækur sem merkt er viC E í auglýsingu þessari sendar gegn póstkröfu. § = 5= Nafn ..................................................................... M Heimili............................................................... s = eHiiiiuiiiiiiiiiuiiiiuuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiilfa..aiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiumiiiiuiiiniiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiini E ódýra bóksalan, Box 196, Reykjavík. miiiiiiiiiiiiiiniiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiú myndatökubelti myndi ekki ná yf- ir nema lítinn hluta af löndum í Norðuratlantshafsbandalaginu, en þekti hins vegar stórt svæði Var- sjársáttmálans. Að vísu er Noreg- ur á norðurhluta þessa svæðis, en eins og allir vita, eru engir meg- inherir Norðuratlantshafsbanda- lagsins staðsettir þar. Ráðstjórnin vill þó fallast á flug- myndatöku eftir tilíögu Bandaríkj- anna með þeirri breytingu, að helm ingalína myndatökubeltisins verði dregin í nánd við markalínuna, sem skiptir Þýzkalandi, og nái belt ið ekki lengra til norðurs en að breiddarbaugnum gegnum nyrzta punkt þeirrar markalínu og ekki lengra til suðurs en að breiddar- baugnum gegnum syðsta punkt al- bönsku landamæranna. Eftir þessu ætti myndatökusvæðið að takmark- ast af lengdarbaugnum 0 að vest- an, baug 25 stiga austlægrar lengd- ar að austan, baug 54 stiga norð- lægrar breiddar að norðan og baug 39 stiga og 38 mínútna norðiægr- ar breiddar að sunnan. Af því er varðar flugeflirlits- svæðið í Austurlöndum fjær, legg- ur Bandaríkjastjórn til, að það verði látið taka yfir belti frá baug 140 stiga vestur lengdar til baugs 160 stiga austurlengdar, er tak- markast í suðri af baug 45 stiga norðurbreiddar. Ráðstjórnin +elur unnt að stækka þetta eftirlitssvæði til muna, þannig, að það yfirgrípi a) það landsvæði Ráðstjórnarríkj- anna, sem er fyrir austan baug 108 stiga austurlengdar, og b) það land svæði Bandaríkjanna, sem er fyrir vestan baug 90 stiga vesturlengdar, og er þessi tillaga við það miðnð, að landsvæði þessi eru nokkurn veginn jafn stór (svæði Ráðstjórn- arríkjanna 7.129.000 ferkílómetrar og svæði Bandarikjanna 7.063.000 ferkílómetrar). Þegar eftir gildistöku slíks talc- markaðs samkomulags, mætti svo koma á fót nokkurri tölu eftirlits- stöðva á járnbrautamótum, við bíl- vegi og í hafnarborgum á fliig- myndatökusvæðum þessum í Evr- ópu og Austurlöndum fjær.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.