Tíminn - 23.05.1957, Síða 8
8
TÍMINN, fimmtudaginn 23. maí 1957,
Handritamálið
(Framhald af 5. síðu).
viðurkenningu þeirra á því, að
erfitt sé að draga mörkin á milli
þess, sem er al-íslenzkt annars
vegar og alþjóðlegt hins vegar. ís-
lendingar taka aldrei á sig þá
ábyrgð að skera úr um það, enda
er það torvelt.
Þannig ber allt að sama brunni.
Það hentar allavega bezt að geyma
handritin á íslandi. Þar yrðu þau
að mestum notum, þar býr þjóð,
sem á sál sína fólgna í því, sem
á þeim stendur, þar búa fræði-
menn, sem bezt er íreystandi til
þess að lesa þau og skýra og þar
myndi bezt búið að þeim útlend-
ingum, sem vildu kynna sér þau.
Afstaða og röksemdir Dana
Þegar rætt er um afstöðu Dana
til handritamálsins, er meira en
skylt að geta þess í upphafi og
leggja á það áherzlu, að þeir Dan-
ir, sem láta sig málið nokkru
skipta, skiptast í a. m. k. tvo meg-
in flokka. í öðrum flokknum eru
þeir, sem vilja afdráttarlaust skila
hverju því íslenzku ritverki, sem
geymt er í dönskum söfnum. Þessi
hópur er alls ekki lítill, og þar á
meðal eru fjölmargir áhrifamenn,
sem unnið hafa ómetanlegt starf
fyrir hinn íslenzka málstað (Jörg-
en Bukdahl, Peter Freuchen o.
fl.). Það er t. a. m. alkunna, að
lýðháskólamenn hafa tekið af-
dráttarlausa afstöðu í málinu. Þeir
telja íslendinga að vísu ekki eiga
lagalegan rétt til handritanna, en
siðferðislegur réttur þeirra sé tví-
mælalaus.
Hinn meginflokkinn fylla þeir,
sem telja fá eða engin rök mæla
með afhendingu handritanna. Og
það eru þessir menn, sem fram
til þessa hafa mestu ráðið um
hina opinberu afstöðu Dana. Að
vísu eru meðal þeirra ýmsir mála-
miðlunarmenn, sem vilja afhenda
sumt, en halda öðru eftir.
Röksemdir þeirra eru fyrst og
fremst þær, að alþjóðlegt vísinda
gildi handritanna krefjist þess, að
þau séu geymd í Kaupmannahöfn,
enda sé þar bezt aðstaða til rann-
sókna þeirra, bókasafnskostur sé
óvíða betri og hægara sé um vik
fyrir vísindamenn frá hinum ýmsu
þjóðum heims að vinna að rann-
sókn handritanna í Kaupmanna-
höfn en t. d. í Reykjavík. Enn-
fremur halda þeir því fram, að
ákvæði erfðaskrár Arna Magnús-
sonar séu svo ótvíræð, að ekki
komi til mála að hrófla við safni
hans, þar sem það hafi verið hans
„síðasti vilji“, að Kaupmanna-
hafnarháskóli geymdi safnið.
Um fyrra atriðið hefir verið
rætt áður og sýnt fram á, að hin-
um alþjóðlegu vísindum væri sízt
bagi að því, þótt Árnasafn og önn-
ur íslenzk handritasöfn væru flutt
frá Danmörku, þar sem sífellt fer
minnkandi sá hópur danskra
manna, sem sinnir handritarann-
sóknum í Árnasafni. Eins má
benda á það, svo sem Erik prófess-
or Arup gerði, sá ágæti maður, að
ef handritin yrðu flutt til íslands,
myndi það verða alþjóðlegum vís-
indum fyrst að gagni með því að
engum væri betur trúandi íil þess
en íslendingum sjálfum að vinna
af nauðsynlegu kappi að alhliða
vísindastörfum í sambandi við
handritin og yrði sú starfsemi því
beinn ávinningur íyrir hin alþjóð-
legu vísindi. Þá má á það benda,
að Kaupmannahöfn liggur nú á
dögum alls ekki betur við sam-
göngum en Reykjavík. Auk þess
er það viðurkennt af öllum fræði-
mönnum stórþjóðanna, að Háskóli
íslands sé nú miðstöð íslenzkra
bókmenntarannsókna, fornra og
nýrra, og leita því hingað til lands,
ef þeir vilja mennta sig í íslenzkri
tungu og bókmenntum.
Um þá röksemd Dana, að erfða-
skrá Árna Magnússonar kveði
skýrt á um það, hvar hann hafi
ætlað safni sínu verustað, þá er
hún ekki mjög mikilvæg, þegar
öllu er á botninn hvolft. Þetta eru
að vísu alls ekki ósanngjörn rök,
fljótt á litið. En herraguð! Hver
treystir sér til þess að halda því
fram, að það^ væri í rauninni and- j
stætt vilja Árna Magnússonar að j
handritasafn hans yrði flutt til
föðurlands hans, þess manns, sem
var mestur föðurlandsvinur um
sína daga? Það er aðgætandi, að
á tímum Árna voru engin
önnur úrræði tiltæk en að fela
Kaupmannahafnarháskóla vörzl-
una. En ef hann hefði mátt líta
tvær aldir fram í tímann, hefði
hann áreiðanlega sett það að skil-
yrði, að íslandi yrði skilað öllu
því, sem hann átti í fórum sínum,
jafnskjótt og íslendingar væru
þess megnugir að taka við því.
Það væri því engin vanvirða
gagnvart minningu Árna Magnús-
sonar, þótt Hafnarháskóli afhenti
safnið.
Ingvar Gíslason.
i
Vi'Stal vií Þorstein
Sveinsson
(Framhald af 5. síðu).
útgerðar frá þorpinu. Hvað kaup-
félagið áhrærir þá hefir það kom-
ið upp hraðfrystihúsi, fiskimjöls-
og lifrarbræðslu, sláturhúsi, verzl-
unarhúsi, lagfært eldri verzlunar-
hús og keypt þrjá mótorbáta, sem
gerðir eru út að heiman. Stærð
þeirra er 104 tonn, 75 tonn og 26
tonn. 75 tonna báturinn var keypt-
ur í Þýzkalandi í vetur og kom
hingað heim 8. febrúar. Hann er
byggður úr stáli. Báðir stærri bát-
arnir stunda vetrarvertíð að heim-
an, en verða gerðir út á síld í sum
ar. Eins og ég sagði áðan, þá
Stunda bátarnir vetrarvertíð að
heiman ásamt nokkrum smærri
bátum og þeir leggja afla sinn upp
í frystihús kaupfélagsins, sem er
raunar eini átvinnurekandinn fyr-
ir þorpsbúa, sem stunda land-
vinnu. í frystihúsinu vinna að jafn
aði á vertíðinni um 40—50 manns.
Á bátum kaupfélagsins starfa um
30 manns og samanlagt starfa því
um 80—90 manns við fiskveiðar og
verkun aflans hjá kaupfélaginu. í
kaupfélaginu sjálfu starfa sjö
manns og starfsfólk félagsins nálg-
ast því að vera um eitt hundrað
þegar mest er. Þorpsbúar eru um
300.
— Nú, það vinnur með öðrum
orðum hver vinnufær maður hjá
kaupfélaginu. Við höfum rætt mest
um bátana og frystihúsið, en eig-
um við ekki að snúa okkur að
sjálfri undirstöðunni, þ. e. sjálfu
kaupfélaginu og verzluninni. Hver
var veltan sl. ár?
Vörusalan á erlendum vörum
varð 4,4 millj. árlega. Innlendar
vörur voru seldar fyrir 2,5 millj.
og er þá ekki meðtalið frystihús-
ið.
— Varð tekjuafgangur af við-
skiptum ársins og gátuð þið greitt
félagsmönnum hann út og í sjóði?
— Já, tekjuafgangur varð 32
þús. sem verður greiddur til fé-
lagsmanna eftir ákvörðun aðal-
fundar, sem haldinn verður á næst
unni.
— Hvernig fer aðalfundur fram,
koma allir félagsmenn þangað?
— Nei, félaginu er skipt í deild-
ir eftir hreppum, sem eru Geit-
hellna-, Búlands- og Berunes-
hreppur. Á hverju vori er haldinn
aðalfundur hverrar deildar og þar
er fjallað um sérmál þeirra. Einnig
eru kosnir fulltrúar á aðalfund
kaupfélagsins á þeim fundum.
Hann er vanalega haldinn í lok
maí eða byrjun júní. Þar eru tekn
ar allar meiriháttar ákvarðanir um
rekstur félagsins og reikningar
þess lagðir fram til umræðu og
samþykktar.
— Hvernig eru samgöngur við
Djúpavog?
— Þær eru á sjó og á landi og
eitt af þeim málum, sem hreppur-
inn hyggst ráðast í er bygging flug
vallar fyrir minni flugvélar. Eykur
það mikið öryggi manna, þegar
sjúkraflugvélar geta orðið lent þar.
— Er ekki læknir í þorpinu?
— Jú, við höfum góðan lækni,
Þórhall Ólafsson, sem er nýkominn
til starfa heima. Nú einnig höfum
við að sjálfsögðu prest, en um
þessar stöður báðar má segja að
betur hefir tekizt að fá menn til
þessara starfa og til að ílendast,
síðan atvinna jókst og um leið vel-
megun í byggðarlaginu. Presturinn
ökkar heitir Trausti Pétursson og
hefir verið hjá okkur í næstum 7
ár. Hann er vinsæll maður og mjög
ötull að uppbyggingu og fegrun
þeirra kirkna, sem fyrir voru þeg-
ar hann kom, en þær voru heldur í
lélegu ástandi. Hann beitti sér fyr
ir því, að fengnir voru listamenn
úr Reykjavík til að mála og
skreyta tvær kirkjur, aðra á Djúpa
vogi og hina í Áiftafirði.
— Þá förum við að slá botninn
í þetta samtal okkar, en
viltu ekki segja mér framtíðará-
form þín og kaupfélagsmanna í
þínu byggðarlagi?
— Stækka þarf frystihúsið og
bæta aðstöðu þar til kjötvinnslu á
sama hátt og um nýtingu sjávarafl-
ans í landi, bæta verzlunarhúsið og
nauðsynlegt verður einnig að koma
upp viðgerðarverkstæði fyrir land-
búnaðarvélar, bifreiðir og ýmis
önnur tæki.
— Að endingu vil ég benda á
þetta. Sí og æ er verið að klifa á
jafnvægi í byggð landsins og úr-
ræðum til þess að svo geti orðið.
Eg er því algjörlega samþykkur að
sem mest jafnvægi sé í þjóðarbú-
skapnum og vil leyfa mér að benda
á, að ekkert fremur en samvinnu-
félögin stuðla eins að þessum mál-
um. Sú aðstaða sem samvinnufélög
in skapa á hverjum stað eru alltaf
fyrir hendi og flyzt ekki þaðan.
Kaupfélögin og önnur samvinnufé-
lög eru því sannnefnd lífakkeri
flestra byggðarlaga.
Örlygur
Á kvenpalli
(Framhald af 4. síðu).
miklu skemmtilegri pistill, sem ég
rakst á eftir sænskan kvenlækni.
Til hennar kom ríkmannlega bú-
in kona, 46 ára gömul, og þveng-
mjó. Hún kvartaði um ofboðslega
þreytu og bar öll þreytumerki, var
hrukkótt kring um augun og háls-
inn eins og á reittri hænu.
Þegar búið var að skoða hana,
vega og mæla, sagði læknirinn
henni, að hún væri 15 pundum of
létt og þreytan kæmi af vaneldi.
Konunni varð skelfilega við, því að
hún hafði gert sér það að metnað-
armáli, að halda áfram að vera
mögur og mjó, eins og á tvítugs-
aldri og hafði árum saman hálf
svelt sig í þeim tilgangi.
Læknirinn segir, að ef til vill
beri stétt hennar nokkra sök, þeir
hafi hrætt menn með skrifum um
afleiðingar offitu og ekki sé öllum
ljóst, að meðalhófið sé það æski-
lega í þessu efni. Auk þess segir
hún, fer engri konu vel að vera
horuð, eftir að hún er farin að
eldast og fari hún að megra sig á
efri árum, verði húðin hrukótt og
skorpin. Hinn granni vöxtur verði
þá ekki æskulegur, heldur beri þá
miklu meira á ellimörkunum.
Gott skap, góðar taugar og góð
hold fara oftast nær saman, segir
í greinarlok.
Frétta[iættir
(Framhald af 6. síðu).
Stjóra og endurskoðenda kom
þrátt fyrir nokkra hækkun á skuld
glögglega fram á fundinum, að
um viðskiptamanna, hefur hagur
félagsins í heild haldist vel í horfi
á árinu.
Fjárskipti bænda í Laxárdal og
Hvammssveit á síðastliðnu ári
hafa haft neikvæð og truflandi
áhrif á fjárhag viðskiptamanna.
Verður að telja þeim mun at-
hyglisverðara, hversu framkvæmda
stjóra og félagsstjórn hefir tekizt
giftusamlega — þrátt fyrir at-
vinnulega erfiðleika, á nokkrum
hluta félagssvæðisins, að sjá far-
borða þjónustu félagsins og fjár-
hag.
Nýtt verzlunarhús í Búðardal.
í undirbúningi er nú bygging
nýs verzlunarhúss K. Hv. í Búðar-
dal. Geta má og þess, að frystihús
kaupfélagsins tekur að líkindum
til starfa á þessu sumri. Bygging
liússins hófst fyrir tveim árum,
en vélar eru nýfengnar og verður
þeim komið fyrir í húsinu á næst-
unni.
Mjólkursala úr Dölum
að hefjast.
Þessa dagana eru að hefjast
mjólkurflutningar úr Saurbæ,
Hvammssveit og Suður-Dölum til
Borgarness. Fyrst um sinn verður
mjólkin flutt fimm daga í viku.
Köld tíð. Sauðburður að
hefjast.
Hér vestra hefir vorið verið
fremur kalt til þessa. Gróður er
lítill og hafa flestir fé á gjöf enn.
Sauðburður er í þann veginn að
hefjast.
r
Olafsvíkingar eignast kappróðrarbáta i
Nýlega er lokiS smíði tveggja kappróðrarbáta á Akureyri fyrir Siómanna
félag Ólafsvíkur. Þeir eru smíðaðir í bátasmíðastöð Svavars Þorsteinsson-
ar og eru hinir vönduðustu. Þeir eru 11 metra langir og sexrónir. Hér á
myndinni að ofan sést annar báturinn og hjá honum standa Svavar Þor-
steinsson, bátasmiður, og Jónatan Sveinsson frá Óiafsvík, en hann er nem-
andi í Menntaskólanum á Akureyri og annaðist samninga um smíðina fyrir
hönd Óiafsvíkinga.
Norrænt æskulýosmót meoal img-
mennafél. á NorSurl. hefst 7. júlí
Norræn æskulýðsmót eru nú árlega haldin að tilhlutan
ungmennafélaganna á Norðurlöndum. Mótin eru haldin til
skiptis í löndunum. Mót þessi standa yfir í viku og hafa því
hlotið nafnið, Norræn æskulýðsvika.
Mót þessi hafa verið haldin ár-
lega síðan síðari heimsstyrjöldinni
lauk. Sumarið 1954 var norræna
æskulýðsvikan haldin að Laugar-
vatni.
Síðan árið 1948 hafa alltaf nokkr
ir íslendingar sótt þessi mót og
verður efalaust einnig svo nú.
Eiga að annast kvöldvöku.
Á þessum mótum hefir það ver-
ið siður að hvert þátttökuland sæi
um eitt kvöld og kæmi þá fram
með einhver þau skemmtiatriði,
sem kynntu land og þjóð. Þetta
skj'ldu þeir hafa í huga, sem hugsa
sér að fara nú í sumar, en í ár
verður norræna æskulýðsvikan
haldin í Ringerike lýðháskóla í
Hönefoss 7.—14. júlí n. k. Höne-
foss er ca. 60 km. frá Osló.
Mótið verður sett eftir hádegi 7.
júlí og verður slitið laugardaginn
13. júlí, ætlazt er til að gestir geti
farið frá staðnum þegar á sunnu-
dag.
Margir af forustumönnum ung-
mennafélaganna á Norðurlöndum
munu flytja þarna ávörp og ræður,
ennfremur verður margt annað til
skemmtunar og fróðleiks. Dagskrá
in í heild verður væntanlega birt
síðar.
Uppihaldskostnaður á Hönefoss
er áætlaður 175,00 norskar krónur.
Fargjald með flugvél fram og til
baka Reykjavík—Osló mun vera ísl
krónur 2.646,00, þá verður að gera
ráð fyrir einhverjum kostnaði í
Osló.
Ferðalag á eftir.
Að éndaðri vikunni mun þeim,
sem vilja, gefinn kostur á tveggja
daga hringferð, þannig að farið
verður frá Hönefoss 14. júlí kl. 9
að morgni, upp í gegnum Halling-
dal til Gol, þaðan verður farið yfir
fjallið til Valdres, gegnum Östre
—Slidre, til hins þekkta vatns
Bygdin. Þaðan verður farið á bát
til Eidsbugarden, sem heyrir til
Jötunheimum, þar sern fjöllin eru
yfir 2000 m. há. Frá Eidsbugarden
verður farið með bílum um Tyin
til Grov í Vestre-Slidre og gist þar
um nóttina. Morguninn eftir, mánu
dag, heldur ferðin áfram gegnum
Valdresdalföret, til baka að Höne-
foss og komið þangað kl. 5 síðd.,
þá er nægur tími til að ná nætur-
lestinni til Osló.
Prestskosningar.
Prestskosningar í Staðarfells-,
Hvamms- og Hjarðarholtssóknum
fara fram í dag. Umsækjendur eru
þessir: Sr. Lárus Halldórsson,
prestur á Breiðabólsstað á Skógar-
strönd, sr. Ragnar Benediktsson,
Rvík, og sr. Rögnvaldur Finnboga-
son, prestur í Bjarnanesi.
Fargjaldið fyrir þessa hringferð
er ekki ákveðið enn, en verður upp
lýst strax og hægt er.
Væntanlegir þátttakendur í þess-
ari norrænu æskulýðsviku, eru
beðnir að setja sig í samband við
skrifstofu Ungmennafélagis íslands
Edduhúsinu við Lindargötu, Rvík,
sem allra fyrst. Þar verða gefnar
allar nauðsynlegar upplýsingar og
UMFÍ mun væntanlega skipuleggja
ferðina.
Á norrænu æskulýðsvikuna eru
allir velkomnir.
auiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiijj
SmmiiiimuiiiuiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiimiM