Tíminn - 12.06.1957, Síða 6

Tíminn - 12.06.1957, Síða 6
s Otgefandl: Framtóknarfl*kk»rtH Ritstjórar: Haukur Snorrasau, Þórarinn Þórarinasou (áb). Skrifstofur í Edduhúsinu viö Lindargðtu Simar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaöamaas). Auglýsingar 82523, afgreiðala ZSZt PrentsmiSjan Edda hf —-----------------------------------------------> Búf járræktarlögin nýju Á NÝLOKNU Alþingi var samþykkt mikill laga- bálkur um búfjárrækt. Að miklu leyti er hann byggð- ur á sama grundvelli og bú- fjárræktarlögin frá 1948, en þau byggðast aftur á búfjár ræktarlögunum frá 1931. — Ýmsar breytingar hafa átt sér stað síðan 1948 og lét því Búnaðarfélag íslands endur- skoða lögin með það fyrir augum. Niðurstaðan varð sú, að samið var á vegum félags- ins frumavrp til. nýrra bú- fjárræktarlaga. Þetta frv. var lagt fyrir þingið í haust og náði fram að ganga án veru legra breytinga. MEÐ þessum nýju lögum er aðstoðin til búfjárræktar á ýmsan hátt bætt. Búnaðar- samböndum er auðveldað að ráða sér ráðunauta, en rikið greiðir þeim helminginn af launum þeirra. Ýmsir styrkir til nautgriparæktarfélaga og sauðfjárræktarfélaga eru nokkuð hækkaðir. Veitt er aukin aðstoð til stofnunar og starfrækslu sæðingarstöðva. Yfirleitt stefna lögin þannig í þá átt að treysta aðstöðu búf j árræktarinnar. í lögunum er, eins og hin- um fyrri búfjárræktarlögum, sérstakur kafli um forða- gæzlu og fóðurbirgðafélög. Þar er m.a. sú breyting gerð, að hreppsnefnd er veitt auk- ið vald til að tryggja það, að farið sé eftir fyrirmælum forðagæzlumanns. í UMRÆÐUM þeim, er urðu um lögin á Alþingi, skýrði Ásgeir Bjarnason, þingmaður Dalamanna, frá þeim merkilega árangri, sem starf búfjárræktarstarf- seminnar hefði borið til þessa. Árið 1903—04 sendu fyrstu tvö nautgriparæktarfélög frá sér skýrslur, sem náði yfir 89 kýr, og var meðal- nyt þeirra 2242 kg. Árið 1955 var hinsvegar meðalnyt kúa, sem skýrslur náðu til, 3283 kg. Meðalársnyt hefur þann- ig aukist um nær þriðjung síðan um aldamót. Árið 1935 var meðal kjöt- framleiðsla eftir vetrarfóðr- aða kind 10,2 kg., en árið 1956 var hún 15,5 kg. Þar sem betri árang- ur hefir náðst, er munurinn að sjálfsögðu enn meiri ÞESSAR tölur tala skýru máli um þann árangur, sem búfjárræktarstarfsemi hefur þegar borið. Þær skýra nauð syn þess, að reynt sé að efla hana og treysta á allan hátt. Það er ekki síður nauðsyn- legt að rækta sjálfan bústofn inn en að rækta jöröina. Þess vegna er ástæða til þess að fagna setningu hinna nýju búfjárræktarlaga. Með þeim er áreiðanlega stigið nýtt spor til styrktar og aukn ingar landbúnaðinum. : { '■ Kanada og Reykjavík ÚRSLIT þingkosning- anna i Kanada hafa vakið mikla athygli um allan heim. Ástæðan er sú, að því var almennt spáð fyrir- fram, að Frjálslyndi flokkur inn myndi halda velli, þótt hann fengi nokkuð færri þingsæti en áður. Munurinn á þingstyrk hans og hinna flokkanna var svo mikill, að óeðlilegt þótti, að hann gæti misst meirihlutann að þessu sinni. Við það bættist svo einnig, að velmegun hefur verið í landinu og framfarir miklar. Niðurstaðan varð samt sú, að flokkurinn missti meiri- hlutann og beið hinn mesta ósigur. VAFALAUST koma hér ýmsar ástæður til greina, en ein er þó talin mikilvægari en allar aðrar til samans. Hún er sú, að flokkurinn var búinn að fara með völd í 22 ár samfleytt. Kjósendur töldu því rétt að breyta til. Þótt stjórnin hafi á marg- an hátt gefizt vel, þótti hyggi legt að gefa nýjum kröftum tækifæri til að reyna sig og hreinsa til á þeim stöðum stjórnarkerfisins, þar sem ó- eðlileg kyrrstaða eða spilling gat hafa myndast í skjóli hinnar löngu valdasetu Frjálslynda flokksins. Kanadiskir kjósendur hafa hér fylgt hefð, sem er sterk í Bretlandi, og hefur færst þaðan til hinna brezku sam- veldislanda. ÞESSI ÚRSLIT í Kanada mættu vel beina hugum Reykvíkinga að stjórn bæjar félags þeirra. Þar hefur sami flokkurinn ráðið um miklu lengra skeið en Frjálslyndi flokkurinn í Kanada. Stjórn hans hefur á flestan hátt reynzt verr en stjórnin í Kanada. í skjóli hennar þró ast nú spilling og kyrrstaða á mörgum sviðum bæjar- rekstursins, svo að ekki sé meira sagt. Árlega er seilst lengra og lengra niður í vasa skattþegnanna með síhækk- uðum útsvörum. Svo þungur baggi eru útsvörin orðin á atvinnufyrirtækjunum, að þau lama orðið stórlega at- vinnulíf bæjarins. Allskonar skrifstofukostnaður bæjarins eykst hröðum skrefum, en það mun reynast afkomu bæjarins erfið stoð, þegar ver ið er, með útsvörunum, aö sliga sjálfa undirstöðuna, þ.e. atvinnuvegi bæjarins. Vissulega er því kominn tími til þess, að Reykvíking- ar fylgi fordæmi Kanada- manna og breyti hér til. — TIMINN, miðvikudaginn 12. júní 1957. ERLENT YFIRLIT: Bandalag arabísku konunganna Miklu skiptir, aí Eisenhowerhjálpin veríi notuí til aí bæta kjör alþýtJunnar MEÐAL þeirra atburða, sem vöktu einna mesta athygli í sein- ustu viku, var heimsókn Sauds Arabíukonungs til Ammans, höfuð borgar Jórdaníu. Saud kom þang- að í boði Husseins konungs og hlaut hinar glæsilegustu viðtökur. Skömmu áður hafði Saud heimsótt Feisal konung íraks. Fyrir fáum árum síðan hefði það verið talið til furðulegra tíð- inda, ef slíkar heimsóknir hefðu átt sér stað. Ástæðan til þess er sú, að Ibn Saud, faðir Saud konungs, hrakti á sínum tíma langafa þeirra Husseins og Feisals frá Arabíu, ásamt helztu ættmönnum hans, og hefur síðan verið mikill fjand- skapur milli þessara ætta. Fyrir atbeina Breta hófust ættmenn þeirra Husseins og Feisels til valda í írak og Jórdaníu, og hafa brezk áhrif jafnan verið sterk þar síðan. Ibn Saud og síðan Saud sonur hans, hafa hinsvegar fylgt arabiskri þjóðernisstefnu, óháðri stórveldunum. Ættarfjandskapur og ólík utanríkisstefna hefur mynd að gjá milli þessara konungsætta. MARGIR samverkandi atburð ' ir, sem gerzt hafa seinustu misser- in, hafa hjálpað til að brúa þessa gjá og skapað þá aðstöðu, að nú er farið að tala um bandalag þess- ara þriggja Arabakonunga. Þar má t.d. nefna vaxandi viðgang Nassers sem forustumanns Araba, en hvorki forustumenn íraks eða Saudi-Arabíu kæra sig um áber- andi forustu Egypta fyrir Aröbum. Þá má nefna aukna íhlutun Rússa í löndum Araba, en öllum konung unum stendur stuggur af kommún ismanum, enda myndi valdastólum þeirra vera hætt, ef hann næði verulegum ítökum í löndum þeirra. Seinast en ekki sízt, ber svo að nefna afskipti Bandaríkja- manna af málum Araba, er mjög hafa aukizt síðan Súezdeilan kom til sögunnar, og þó einkum eftir að Eisenhovertillögurnar um málefni nálægari Austurlanda komu til framkvæmda. Framkoma Banda- ríkjanna virðist hafa verið mjög hyggileg til þessa, enda borið veru legan árangur. Hún virðist hafa j áorkað því, að Saud hefur mjög færst til samstarfs við þau, þótt hann fylgi hlutleysisstefnu í orði, kveðnu sem áður, og einnig hefur ‘ hún áreiðanlega haft mikil áhrif ' á gang mála í Jórdaníu, og stuðlað að sigri Ilusseins konungs í átök- unum þar. UM ÞAÐ leyti, sem Eisenhow- er birti tillögur sínar um málefni nálægari Austurlanda rétt eftir j áramótin í vetur, virtist taflstaðan j þar vera Rússum hagstæð. írak * 1 var þá eina Arabaríkið, sem var Saud konungur hliðhollt vesturveldunum. Egypta- land og Sýrland voru eindregið hliðholl Rússum og virtust jafn- framt hafa öll ráð Jórdaníu í hönd um sér. Jemen, Saudi-Arabía og Líbanon virtust einnig ætla að hallast á sömu sveifina, þótt þau tvö síðarnefndu gerðu það nauð- ug. Eftir för Saud konungs til Wash- ington, breyttist þetta nokkuð, því að Eisenhower virðist hafa unnið tiltrú hans. Síðan hefir þróunin gengið öll í þessa átt, þótt mest hafi það verið áberandi í Jórdaníu. Það bandalag hinna þriggja Araba konunga, sem virðist vera að rísa á fót, er óbeinn sigur fyrir Banda- ríkin. Stjórn Líbanons hefir skip- að sér eindregið þeim megin og vinni hún í þingkosningum þeim, sem nú standa yfir þar í landi, mun það haldast óbreytt. Aðeins Sýrland og Egyptaland halda enn tryggð við Rússa, en stjórn Sýr- lands er talin ótraust í sessi og nokkur snurða er talin komin á þráðinn milli Rússa og Nassers, því að þeim síðarnefnda þyki að- stoð þeirra ekki næg. og vilji ekki heldur sætta sig við þau skilyrði, er Rússar eru sagðir selja fyrir henni. Auk þess er Nasser svo ekki talinn sterkur í sessi. FRÁ SJÓNARHÆÐ vestur- veldanna hefir gangur málanna í Arabalöndunum því gengið þeim Hussein konungur í vil seinustu mánuðipa., En of snemmt er hins vegar að tala um nokkurn endanlegan sigur. Sá böggull fylgir t. d. skamnjriía í sambandi við bandalag þeirra Ar- abakónga, að þeir hafa allir til- hneigingu til að halda ástandinu sem mest óbreyttu í löndum sín- um, þ. e. að halda í; eigin sér- réttindi og þeirrar.yfirstéttar, sem þeir styðjast við. Alþýðan hlýtur hins vegar að fara að sækja á þar eins og annars staðpr og heimta meiri rétt og betri kjör, en óvíða eru kjör hennar eins-. slærn og í þessum löndum. Hættan, sem hér ;-Jmlip -yfir Bandaríkjunum er þvírsu; að þau byggi tengslin við þessi lönd á sam starfi við yfirráðastétt, ;sem fyrr en síðar er dæmd til þöss að tapa. Þess vegna er nú fátt meira á- ríðandi fyrir Bandaríkin en að þau noti sér þá aðstöðu, sem þau hafa nú, til að beina þróuninni í rétt- an farveg í þessum löndum og láti hjálp þá, sem þau ætla að veita, ganga til þess að stuðla að bættum lífskjörum og menntun al- mennings. Með þeim hætti einum verður bezt útrýmt þieim jarð- vegi, sem ella gæti orðið kommún- ismanum meira til framdráttar en núv. viðleitni Rússa til að ná ítök- um meðal Araba með vinfengi við Nasser og aðra slíka einvalda,:sem eru meira og minna valtir í sessi. Þ.Þ. Nokkurt tap varð á rekstri Eimskipa- félags Islands á síðastliðnu ári Aðalfundur Eimskipafélags íslands var haldinn s. 1. laug- ardag. Fundarstjóri var kjörinn Lárus Jóhannesson. For- maður félagsstjórnar Einar B. Guðmundsson lagði fram prentaða skýrslu um starfssemi félagsins á s. 1. ári og gjald- keri, Birgir Kjaran, lagði fram reikninga þess. Skýrsla for- manns bar með sér, að rekstrarafkoma félagsins á árinu var hvergi nærri góð, þótt hún væri skárri en á árinu 1955. NURI AS-SAID forsætisráðherra, sem um langt skeið hefir verið hinn „sterki maður" íraks og ráðið hefir mestu um hina vestrænu afstöðu þess. Völd hans byggjast m. a. á því, að Felsal konungur er enn barn að aldri eða nýlega orðinn 12 ára. I Tap er á rekstrinum, sem nemur 1 röskum fimm milljónum króna, en 'þá hafa verið færðar til gjalda fyrn- ingarafskriftir, sem nema samtals kr. 8.737.708,60. 100 milljónir í tekjur. Tekjur skipanna á árinu námu samtals um 100 milljónum króna, en gjöldin um 95 milljónum og er það um 14 milljónum króna hærri ■tekjur en árið áður. Staíar það af auknum vöruflutningum, er voru um 25 þús. smálestum meiri en áð- ur. Tap var enn sem fyrr á leigu- skipum félagsins, að upphæð 705 þúsundum króna. Þrátt fyrir það, að gjöld vegna skipa í förum hækk uðu frá árinu áður um 12,5 millj. króna, hefir rekstrarafkoma orðið um 3,5 milljónum króna betri en 1955. 67 þúsundir til hluthafa. Þeir bræður, Árni G. Eggerts- son og Grettir Eggertsson, voru mættir á fundinum sem fulltrúar vestur-íslenzkra hluthafa. Flutti Árni félaginu árnaðaróskir V-ís- lendinga, sem hann kvað jafnan bera hag félagsins mjög fyrir brjósti. Þar næst var rætt um út- hlutun arðs til hluthafa og ákveðið að hann skyldi nema 4% eins og áður hefir verið. Nemur sú greiðsla um 67 þúsundum króna. Þá var kosin stjórn og voru af hálfu hluthafa hér á landi kjörnir j þeir Jón Árnason fyrrv. bankastj., Bjarni Benediktsson og Pétur Sig urðsson, allir endurkjörnir. Af hálfu V-fslendinga var kjörinn Árni G. Eggertsson. Formaður skýrði frá því, að Sig- urjón Jónsson, fyrrv. útibússtjóri, sem verið hefir endurskoðandi fé- lagsins síðan 1938, gæfi ekki leng- ur kost á sér til endurkjörs og voru honum þökkuð störf í þágu félagsins. Sigurbjörn Þorkelsson var kjörinn endurskoðandi I hans stað.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.