Tíminn - 05.09.1957, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.09.1957, Blaðsíða 9
tÍMINN, fimmtudagiiin 5. september 1957. 9 MARTHA OSTENSO C:1 RÍKiR SUMAR f RAUÐÁRDAL 120 til að láta nota sig sem topp- fígúru. Kannski getum við fundið sterkari mann en hann eftir fjögur ár. En á- standið er ekki gott í 'Wash ington, það getið þið reitt ykk ur á. Ég held að stjórnmál stefni nú í meira óefni en nokkru sinni fyrr. Það efast hnjánum. En þá virtist hon- um andlit hennar framandi, lítið og einbeitlegt, munnur- inn samankipraður, sjáöldrin þanin. Hún brosti næstum til hans, en leit þá skyndilega niður í opinn lófa sér. Karst- en yppti öxlurn og glotti, en en var þá engan veginn rótt. Hvílík vitleysa. Rose ætti að vita betur en taka lófalestur einhvers konar samræðum. Það var ekki hægt að standa hreinlega upp og fara sína leið. Og þó — hvers vegna ekki? Hann fann að móðir hans horfði á hann þaðan sem hún sat hjá Roald og Cole og Magdis. Faðir hans og Arne sátu saman úti við gluggann og drukku þar kaffi sitt um leig j Fyrir bókamenn og safnara | ... = Jl Helgi V. Ólafsson — 20 | ára gamall, þróttmikið 1 íslenzkt ungmenni. Hann 'j§ hefir eignazt þennan § stælta líkama með því að 1 æfa ATLAS-KERFIÐ. | Kerfið þarfnast engra i áhalda. Æfingatími: 10 | —15 mínútur á dag. | Sendum um allt land | gegn póstkröfu. Utan- 1 áskrift okkar er: ATLAS- 1 ÚTGÁFAN. Pósthólf 1 1115, Reykjavík. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii :IlllllllllllllllllllllllHIII!IIIIIIIIIIIIIIIIilllllllllllilllllllIllllllllllllllllIIIII!IIIIIlllllII|llllllimilllllllllllllllll!IIIIIIUIIIH ég ekki um. Bændur eiga á- reiðanlega eftir að heyja bar- áttu við alls kyns samtök og stofnanir, allt frá bönkum til hrífuframleiðenda. Hefur þú áhuga á stjórnmálum, Karst- en? Karsten leitaði í ofboði í huga sér eftir spaklegu svari er Cole ávarpaði hann beint. Hann sá útundan sér að Roald frændi horfði á blend- inn á svip. . — Eg er ekki haldinn neinni löngun til þess að verða forseti, hr. Cole, sagði hann, — en ég vona að það hafi ekki verið rétt sem þú varst að segja rétt í þessu. Daniel Webster segir í Remarks on Agriculture: ,,Er ræktun hefst fylgja aðrar list ir í kjölfar hennar. Þess vegna leggja bændur undirstöðu mannlegs þjóðfélags“. Eg vona að þeir aðilar sem þú talaðir um viti þetta og fari því varlega. Hann var ánægður með sjálfan sig og hugsaði. Þetta ætti að setja karlinn á sinn stað. Augu William Coles Ijóm- uðu af ánægju. — Þetta er gott sagði hann. Þetta er alveg ágætt. Eg sé að þú hef- ur lesið. Ungt fólk virðist ekki hafa neinn tíma til að lesa alvarlegar bókmenntir. Dótt ir mín, Edna, opnar aldrei bók, og komi það samt fyrir . . . — Hún er mjög lagleg, greip Roald fram í. — Svo er mér sagt, sagði William Cole brosandi. — En hver er þessi fallega unga stúlka sem situr við hlið henni. — Dóttir nágrannans, sagði Roald og ræskti sig. — Rose Shaleen, bætti Karsíen við þrjózkulega. — Rose Shaleen, sagði Cole hægt eins og hann nyti hverr ar samstöðu nafnsins. Nú bað Magdali þau öll að fá sér kaffi. Hann fór að borðinu og kom aftur með þrjá bolla og staðnæmdist fyrir framan stúlkurnar tvær í sófanum. Edna Cole hélt hönd Rose í báðum sínum, og sneri lófinn upp. — Þú ert mjög viðkvæm að eðlisfari, sagði Edna. Þú átt að vera vel á verði gegn óvin um þínum eins og ég sagði áðan. Og hér er líflínan . . . Hún leit upp og sá þá Karst- en sem horfði niður á hana. — Ó, drottinn minn, sagði hún. — Hér er kaffi, sagði hann stuttaralega. — Ef ykkur er sama ætla ég að koma með stól og sitja hjá ykkur. Hann leit tæpast á Rose þar til hann hafði setzt hjá henni, með bolla og disk á alvarlega. Effie Strand var óðara kom in á vettvang með kaffikönn- una, og Olina kom í kjölfar hennar með rjóma og sykur á bakka. Hár Olínu var harð- fléttað og blá bönd bundin um fléttingana. Effie brunaði áfram í átt til fólksins i hinu horni herbergisins, en Olina1 slóraði eftir að Edna hafði fengið sér sykur og rjóma og Karsten og Rose rjóma. Edna lyíti bolla sínum hæv- ersklega með litla fingri út í loftið og brosti til Olinu. | — Hefur enginn sagt þér að þú værir lagleg lítil stúlka?, spurði hún. — Ég er ekki lagleg, sagði Olina. Ég er fögur eins og Rose. Það segir David. — Og hver er David? spurði Edna. — Hann er bró'ðir minn, sagði Rose og horfði niður í bollann sinn. Hann er bara þréttán ára. Þú ættir ekki að taka neitt mark á honum, Olina. Og síðan hélt Olina áfram leiðar sinnar og raulaði fyrir munni sér sama lagið og Karstein hafði heyrt hana raula um morguninn. En nú hljómaði það öðru vísi en í morgun, það heyrði Karsten gjörla. Þá hafði Olina raulað það dreymandi, nú hljómaði það háðslega, næstum ósvífn- islega. | — Ó, ég vildi óska að ætti systkini, andvarpaði Edna og leit dreymandi á Karsten. Það er hörmulegt að vera ein- birni. Það er glæpur af for- eldrum manns að hafa bara eitt einmana barn á heimil- íinu. Eigið þér ekki margar systur og bræður, ungfrú Shaleen, fyrir utan þennan David sem Olina var að tala I um? ^ I Rose leit upp, undrandi og rugluð eitt andartak. Síðan | hló hún afsakandi. i — Ó, ég — David er í raun- inni frændi minn. Þeir eru allir frændur mínir. Faðir þeirra er móðurbróðir minn, og ég ber nafn þeirra af því að ég hef alizt'upp í fjöl- skyldunni. j — Ó, sagði Edna hikandi. Ég bið afsökunar. Ég vissi ekki... | — Rose heitir réttu nafni Brazell, sagði Karsten. For- eldrar hennar dóu þegar hún var barn að aldri, og móður- bróðir hennar tók hana að sér. Saga hennar er mjög róman- jtísk. En hvað þetta hljómar falskt, hugsaði hann með jSjálfum sér. Eins og einhver |nauðsyn bæri til að vera að útskýra Rose og líf hennar ! fyrir brúðu eins og Ednu Cole. En hann varð að halda uppi og þeir ræddu eitthvað um landbúnað — það var greini- legt á hátíðlegum alvörusvipn um á kringlóttu andliti Arnes. Olina var farin út, og Sólveig hafði enn ekki komið inn. Karsten fann til mikillar ein- manakenndar, rétt eins og Rose væri alls ekki þarna. — Þú verður að segja mér þetta allt saman einhvern tíma, hrópaði Edna upp yfir j sig. Hún lagði mjúka hönd sína á handlegg Rose. Wing. Er það ekki æsandi nafn. Og að hugsa sér að bærinn skuli vera skírður eftir fjölskyldu þinni, Karsten. Ó, — ég ætl- aði ekki... Hún hló vandr- æðalega, og það fór henni vel. Þú mátt ekki halda að ég jleggi í vana minn að ávarpa fólk með skírnarnafni... — Það er allt í lagi, sagði Karsten stirðlega. Viltu ekkii meira lcaffi, ungfrú — Edna. Edna hló áfram. Þetta kalla ég kurteisi, sagði hún. Er það j ekki, ungfrú Shaleen? Hann j kallaði mig Ednu af því að, mér var það á að kalla hannl Karsten. Nei, þakka þér fyrir. Ég þori ekki að drekka annan bolla. Mamma segir að það spilli litarhættinum. i — Þú vilt meira kaffi, Karsten, sagði Rose. Hún tók bolla hans, og áður en hann gat mótmælt var hún farin af stað yfir að kaffiborðinu. Hún hreyfði sig með þokka sem minnti á ungt dýr........ Blái kjóllinn náði henni ekki alveg niður að öklum, og Kar sten sá, eins og Edna Cole, að undirkjóllinn stóð aðeins niðurundan pilsfaldinum. Og aftur fann hann til haturs í garð sjálfs sín að finna ást- inni sinni slíka smámuni til foráttu. — Það verður dásamlegt að búa uppi í sveit, sagði Edna. Maður getur klæðzt alveg eins og manni sýnist, er ekki svo? Karsten leit tortryggnis- lega á hana. Hann var ekki vanur að umgangast stúlkur, ; og hann gat ekki varist því I að finnast athugasemd henn ar dálítið nærgöngul. — Þú munt búa i Wing, sagði hann. Það er ekki bein- línis uppi í sveit þótt það sé bara lítill bær. j Rose kom aftur með kaffið. Hún hallaði sér yfir Ednu til I að rétta Karsten bollann og | dropi féll á hreinan kjól henn ar. — Ó, fyrirgefðu, ungfrú Cole, stundi Rose upp. Ég skal sækja .... — Þetta er allt í lagi, sagði Edna. Það þvæst úr. Seztu bara niður og ljúktu við kök- : una þína. Ég verð að spyrja j móður þína, Karsten, hvernig ! hún lagi svona gott kaffi Það getur mamma alls ekki, senni | Af neSantöldum bókum getum við aðeins afgreitt örfá § | eintök. Pantanir verða því afgreiddar í þeirri röð, sem 1 | þær berast. Bækurnar hafa ekki verið á bókamarkaði I I í mörg ár | | Bréf Jóns Sigurðssonar. Nýtt safn. 334 bls., ób. kr. 35.00. I | Frá Danmörku, e. Matth. Jochumsson. Útg. 1906. 212 § bls., ób. kr. 40.00. I Örnefni í Vesfmannaeyjum, e. dr. Þorkel Jóhannesson. | I 164 bls., ób. kr. 25.00. 1 íslenzk fuglaheitaorðabók, e. Pál Þorkelsson. Útg. 1916. 1 | Kápur óhreinar. 128 bls., ób. kr. 25.00. | íslenzk garðyrkjubók. Útg. 1883 með mörgum teikning- | um. 140 bls., ób. kr. 35.00. § I Vesfmenn. Landnám íslendinga í Vesturheimi, e. Þorst. § Þ. Þorsteinsson. 264 bls., ób. kr. 25.00. | Skólaræður, e. Magnús Helgason, fyrrv. Kennaraskóla- | | stjóra. 228 bls., ób. kr. 40.00. | Hjarðir, kvæði e. Jón Magnússon. 168 bls., ób. kr. 20.00. 1 | Heimhugi, ljóð e. Þorst. Þ. Þorsteinsson. 96 bls., ób. I | kr 10.00. | Ljóðaþættir e. Þorst. Þ. Þorsteinss. 92. bls., ób. kr. 10.00. | | Ljóðmæli e. Jóh. M. Bjarnason, höf. Brasilíufaranna. | | Útg. 1898, 128 bls., ób. kr. 15.00. I Bóndadótfir, ljóð e. Gutt. J. Guttormsson. 92 bls., ób. | | kr. 10.00. | j| Rímur af Perusi meisfara e. Bólu-Hjálmar. 48 bls., ób. j§ | kr. 10.00. | § Sól og menn, ljóð e. Vilhjálm frá Skáholti. 96 bls., ób. I | ^ kr. 50.00. | p Úlfablóð, ljóð e. Álf frá Klettstíu (Guðm. Frímann). 90 1 = bls., ób. kr. 15.00. | Kvæðabók e. Jón Trausta. 192 bls., ób. kr. 30.00. | Samtíningur, smásögur e. Jón Trausta. 232 bls., ób. | | kr. 20.00. | | Andvörp, smásögur e. Björn austræna (Ben. Björnsson, | {§ skólastj.) 156 bls., ób. kr. 15.00. | Gresjur guðdómsins, skáldsaga e. Jóhann Pétursson. | | 240 bls., ób. kr. 36.00. {§ | Vötn á himni, leikrit e. Brimar Orms. Tölusett og áritað 1 1 af höf. 188 bls., ób. kr. 100.00. I Gerið svo vel að merkja X við þær bækur, sem þér 1 | óskið að fá sendar gegn póstkröfu. = ||||,iiiiiii>*i<iiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiil,iiiiiiiliiiiiiil,iiiii — Undirrit.... óskar að fá þær bækur, sem merkt er við 3 í auglýsingu þessari sendar gegn póstkröfu. l i H Nafn............................................................... Heimili ............................................................. 3 = s E iiniiiiiiiiiiiiinniiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii g | Ódýra bóksalan, Box 196, Reykjavík. | imiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiuiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuuiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiuuiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiEii - Auglýsingasími TÍMANS er 19523 - Fylgist með tímanum. Kaupið Tímann iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiliiliiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiniilllilliii

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.