Tíminn - 06.09.1957, Síða 6
6
T í M I N N, föstudaginn 6. september 1957.
Útgefandi: Framsóknarflokkurlnn.
Rifcstjórar: Haukur Snorrason, Þórarínn Þórarinsson (áb)
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu
Súnar: 18300, 18301, 18308, 18308, 18304,
(ritstjóm og biaSamenn).
Auglýsingasími 19523, afgreiSslusími 12323.
PrentsmiSjan EDDA hf.
Staðreyndimar um skattana
RITSTJÓRAR Mbl. hafa
öðru hvoru verið að birta
-hvatningargreinar, þar sem
þeir hafa verið að áminna
starfsbræður sína við önnur
blöð um heiðarleika og virð
ingn fyrir staðreyndum. Um
þessi skrif þeirra væri vissu
iega ekki nema gott að segja,
ef þau væru rituð af fullum
heilindum og höfundarnir
sjálfir fáeru eitthvað eftir
þeim. Það gildir hinsvegar
um þessar siðferðisprédikan-
ir eins og aðrar, að þær verða
aðeins til að ómerkja sjálfa
prédikarana, ef þeir breyta
sjálfir öfugt því, sem þeir
eru að boða öðrum.
Því miður gildir þetta all-
of tnikið um ritstjóra Morg-
unblaðsins.
LEIÐINLEGT dæmi um
þetta er að finna í forustu-
grein Mbl. í gær. Þar segir
fyrst frá kunnum aflakóngi,
er blaöið hefur átt viðtal við
og hefur það m.a. eftir hon-
um, að skipstjórum þyki
jafnvel betra að fara í land
á miðju ári en aö halda á-
fram að fiska, vegna hinna
þungu skattaálaga. í fram-
halda af þessu, ræðir Mbl.
svo um skattana og segir á
þessa leið:
„Hér hefir skattheimtan
veríð svo hóflaus, að hún
nálgast algert rán eða eigna
upptöku. Frumkvöðull þess-
arar heimskulegu og stór-
hættulegu skattránsstefnu er
Eysteinn Jónsson, sem verið
hefur fjámálaráðherra ís-
lands lengur en nokkur ann-
ar maður. Enda þótt ýmsir
sanngjarnir menn innan
Framsóknarflokksins hafi
veriö skattránsstefnu hans
algerlega andvígir, hefur
hann þó haldið fast við
hana. Og nú stendur veldi
þessarar eyðileggingarstefnu
með hvað mestum blóma.“
Framhald greinarinnar er
svo allt í þessum dúr.
HVAÐ segja svo stað-
reyudirnar um þessar full-
yrðingar Morgunblaðsins?
Fer Mbl. hér rétt og drengi-
legft með staðreyndir?
Það rétta er, að tæplega
mu» hægt að komast lengra
frá þvi að fara með rétt mál
en Mbl. gerir hér. Staðreynd
irnar eru í stuttu máli þess-
ar:
Á árunum 1939—50, þcg
ar Siálfstœöismenn fóru ó-
slitiö meö fjármálastjórn-
ina, voru svo aö segja allir
skattar hœkkaöir frá því,
sem var á árunum 1934—
’39, þegar Eysteinn Jóns-
son var fjármálaráölierra í
hið fyrra sinn. Nýjum, stór
um sköttum var ennfrem-
ur bœtt við, eins og t.d.
striðsgróðaskattinum.
Siöan Eysteinn Jónsson
tók við fjármálastjórninni
aftur 1950, hefur tekju-
skatturinn veriö lœkkaöur
um 20—29% frá þvi, sem
hann var í fjárstjórnartíð
Sjálfstæðismanna, og striös
gróöaskatturinn hefur einn
ig verið lœkkaður á hœrri
tekjum. Þá hafa sjó-
mönnum verið veittar veru
legar skattaundanþágur. —
Tekjuskatturinn á lágtekj-
ur hefur nýlega veríð lækk
aður enn meira en að fram
an greinir. í athugun er nú
að auka skattafrádrátt
hjóna og lœkkun skatta á
fyrirtœkjum.
Staðreyndirnar eru þann-
ig þær, að þegar Eysteinn
Jónsson var fjármálaráð-
herra 1 hið fyrra sinn, voru
skattar mun lægri en þeir
urðu í fjárstjórnartið Sjálf
stæðisflokksins 1939—’50, og
að siðan Eysteinn Jónsson
varö fjármálaráðherra í hið
síðara sinn, hafa skattar
verið verulega lækkaðir frá
því, sem þeir voru i fjár-
stjómartíð Sjálfst.manna.
Samt fullyrða ritstjórar
Mbl. nú alveg kalt og rölega,
að Eysteinn Jónsson sé höf-
uhdur skattránsstefnunnar
— maðurinn, sem hefur haft
forustu um að lækka skatt-
ana verulega frá þvl, sem
þeir voru I fjárstjórnartið
Sj álf stæðisflokksins.
Lengra verður vissulega
ekki komizt i ódrengilegri
meðferð á staðreyndum. Það
þarf vissulega glórulaust of
stæki manna, sem sakna
valdastólanna, til þess að
halda uppi öðrum eins mál
flutningi og ritsjörar Mbl.
gera sig hér seka um.
Fiskar horgarstjórans
SKRIF Morgunblafsins
um skattamálin. hljöta að
sjátfsögðu að minna á þá
staðreynd, að það er ekki
ríkið, sem leggur á þyngstu
bei»m sfcattana, heldur bæj-
ar- og sveitarfélögin. Að
vissu marki eru þau neydd
til þess, vegna fyrirmæla um
ýmis útgjöld, sem þingið
hefur ákveðið og Sjálfstæðis
menu hafa ekki staðið síöur
fyrir en aðrir. Að hinu leyt-
inu gera þau það vegna eigin
framkvæmda og starfrækslu.
Þetta gildir ekki sízt um
stærsta bæjarfélagið, Reykja
vik.
Þaanig upplýstlst á síðast-
liðnu vori, að ungur flugmað
ur, sem taldi sig verða aö
yfirgefa landið vegna of
þungrar skattabyrði, hafði
borgað miklu meiri skatta
tii Reykjavíkurbæjar en rikis
ins. Meðan hann borgaði
ríkinu einn fisk, svo að not-
uö sé samlíking Morgunblaös
ins, þurfti hann að borga
á þriðja fisk til Reykjavíkur
bæjar.
Reykjavikurbær er það
bæjarfélag, sem Sjálfstæðis-
flokkurínn hefur jafnan
stjórnað einsamall. Þar hef-
ur hann fengið að sýna, hver
skattastefna hans er i verki.
Niðurstaðan er sú, að Reykja
Sjötta Edinborgarhátíðin
Sýningar konunglega sænska balletts
ins - Frábær upplesari, Sir J. Gielgud
Edinborg, 28. ágúst. Vakti aðdáun
Konunglegi sænski ballett-
inn hefir að undanförnu átf
annríkt. Hann hefir haldið
hér átta sýningar á sex dög-
um og sýnt marga balletta.
Flestir þessara balletta voru
hárómantískir, væmnir og
gamaldags, t. d. Gísella og
Gaité Parisienne.
Einn ballettanna var þó nýr, en
saminn eftir gamalli sögu, sögunni
um Lisyfus. Þetta var mjög sér-
kennilegur og áhrifamikili ballett.
Tónlistin, sem var eftir sænska
-tónskáldið Karl Birgir Blomdahl,
var snilldarleg og frumleg (Að
vísu gætti á einstökum stað áhrifa
frá Strawinsky), og kóreagarfian
ekki síður. Dansararnir voru ágæt-
ir, sórlega Björn Holmgren og
Marianne Orlando.
Clara Haskil, hinn aldurhnigni
píanóleikari hefir vakið ósvikr.a
aðdáun með píanóleik sínum. Hún
hefir leikið sónötu eftir Mozart,
Beethoven og Schubert, og auk
þess iók hún tvo af píanókonsert-
um Mozarts. Clara Haskil er eng-
inn virtúós, en þó hefir hún stað-
góða tekník. Leikur hennar ein-
kerínist af margra ára reynslu
sem píanóleikari, vandvirkni og
innileik. Túlkun hennar á verkum
Mozarts cr scrlega góð og Píanó-
konsert hans í F-dúr K.459, sem
hún lék með bavarísku útvarps-
hljómsveitinni, var beinlínis
snilldarlega leikin.
Spænsk söngkona
Söngkonan Victoria de los Ange-
les hélt tónleika með undirleik
Geralds Moore. Hún söng fyrst
sönglög eftir Schubert, Schumann
'og Brahms og var túlkun hennar
á þeim léleg. Það er crfitt fyrir
spænska söngkonu að syngja þýzk
Mariane Orlando
speares. Strax um morguninn safn
aðist saman mikill fjöldi fóiks og
þegar upplesturinn hófst, var sál-
urinn troðfullur. Fólk stóð með-
fram veggjum, á göngum, eða sat
á gólfinu. Sir John Gielgud hefir
mjög fallegan málróm og talar
I óvenjugóða ensku. Hann las i tvo
tíma, hló og grét, söng og dans-
aði. Og að lestri hans lokríum ætl-
I aði allt um koll að keyra af hrifn-
| ingu. Gielgud er m. a. þekktur fyr-
ir leik sinn í hlutverki Hamlets,
Carsíusar í Júlíusi Cæsar og Lears
konungs í samnefndu leikriti. Einn
ig er hann ágætur leikktjóri og
hefir getið sér góðan orðstír fyrir
leik sinn í verkum nútíma höf-
unda.
'J-' ■ ■
Bezta hljómsveit Þýzkálands
Bavaríska útvarpshljómsveitin
hefir haldið nokkra tónleika nndir
stjórn Otto Klemperers og Eugens
Jochums. Hljómsveitin er ung,
stofnuð árið 1949 af Eugen Joch-
um, en er þó nú viðurkerínd sem
ein bezta hljómsveit Þýzkalands.
Otto Klemperer stjórnaði.fyrstu
Frá sýningu sænska ballettsflokksins. Á myndinni eru talið frá vinstri: tónleikum hennar og voru ein-
Caj Selling, Verna Klausen, Else Marianne von Rosen, Kenneth Petersen göngu leikin verk eftir Beéthoven,
Egmont forleikurinn, fjórðá sin-
i
!
i
Ánægjulegir tónleikar
Blásarakvintett Dennis Brain
héit tvenna ánægjulega tónleika.
í kvintettinum eru góðir einstakl-
ingar, en þeir vinna vel saman
og spila af sýnilegri ánægju. Á
fyrri tónleikunum léku þeir yndis-
leg blásaraverk eftir Mozart og
Kleine Kammermusik eftir Hinde-
mith. Verk þetta samdi Hindemith
árið 1922, aðeins 27 ára að aldri.
Það er mjög fallegt og meistara-
lega samið. Binnig fluttu þeir
Sextett fyrir píanó og blásara eft-
ir Poulenc — vægast sagt þunnt
verk og fremur leiðinlegt.
Á seinni tónleikunum léku þeir
félagar m. a. tvö alveg ný verk,
samin 1956. Annað var eftir ítalska
tónskáldið Malipiero, stórskemmti-
legt verk, en hitt var blásara-
kvintett eftír Racine Fricker,
frernur óaðgengilegt, en nokkuð
gott vei*k.
sönglög, því að Þjóðverjar sjálfir
eiga svo ágætar söngkonur og
óhjákvæmilega hlýtur að koma til
samanburðar. En eftir hléið söng
hún franska og spænska söngva
og það gerði hún vel. Undirleik-
arinn, Gerald Moore, átti einnig
sinn þátt í þessum tónleikum.
‘Hann gerði meira en að aðstoða
söngkonuna, hann beinlínis inspír-
eraði liana. Hann er sem kunnugt
er bezti undirleikari í heimi, enda
mjög eftirsóttur sem slíkur.
Upplesfur Sir John Gielgud
Eitt af þvi, sem mesta hrifningu
hefir vakið hér er upplestur hins
heimskunna, enska leikara, Sir
Johns Gielgud úr verkum Shake-
fónían og Eróíca sinfónían. Klemp
erer er stórhrotinn hljómsveitar-
stjóri og sterkur persónuleiki.
Hann hefir að undanförnu ált við
mikla vanheilsu að stríða, en það
virðist ekki hafa haft nein áhrif
á hann sem hljómsveitaráQóra.
Eugen Jochum var allur minni
fyrir sér og smærri í sniðum en
Klemperer. Engu að síður hafði
hann mikla reynslu til að bera og
var ósköp þægilegur og þokkaleg-
ur hljómsveitarstjóri. Einkum
var túlkun hans á 7. sinfóníu
Bruchners góð, enda er hann mest
þekktur fyrir stjórn sína á verk-
um hans. A. H. S.
vílcurbær heimtar meira en
helmingi fleiri fiska af
skattþegnunum en ríkið.
Reynslan sýnir þannig,
bæði hjá ríki og bæjarfélög-
um, að Sjálfstæðismenn hafa
haft forustu um hinar
þyngstu skattaálögur. Vissu
lega er rétt að vinna að því
að reyna að fækka tiltölu-
lega þeim fiskum, sem eru
greiddir fjármálaráðherra,
en þó er enn meiri nauðsyn
að fækka fiskunum, sem
borgarstjórinn tekur, þar
sem þeir eru nú margfallt
fleiri. Tii þess fá menn tæki
færið í bæjarstjórnarkosn-
ingunum í vétur.
Björn Holmgren og Else Marlanne von Rnsen
og Gunnel Randln.