Tíminn - 11.09.1957, Side 2
2
af sláttuvé
í Eyjafírði
Sláttutætarinn slær og saxar og blæs heyinu
á vagn
Akureyri: — Fvrir helgina var reynt hér nýtt heyvinnu-
tæki í'yrir atbeina Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Er það
svoneíndur sláttutætari, ný gerð af sláttuvél sem slær, sax-
ar og flytur heyið á vagn.
I aftur á vagninn. Gegnir vélin þann
TœkiS er gert fynr volheysverk; jg j senn hlutverki sláttuvélar og
un; þarf aS beita fyrir ,þa5 35 caxv,lásara
hestafla dráttarvél, eöa t.d. stærri
gerðinni af Fergusondráttarvél.
Atliygíisyerð reynsla.
Fréttaritari blaðsins horfði á
tækið reynt að Kaupangsbakka.
Var þar uppsláttur á túni, og sótt
ist slátturinn vel, en vélin virðist
nokkuð landvönd. Hún sló nærri
og þar se.m hnúskar voru, tók hún
þá af og tætti í supdur með hey-
inu. En vélin virðist stórvirk og
er mjög einföld að gerð og í með-
förum. Vinnsla sláttutætarans
byggist á nýrri aðferð. Hann slær
grasið með smáhnífum, sem eru
festir á vals, sem snýst með 1600
snúningum á mínútu. Hnífarnir
orsaka nægilegan loftþrýsting til
að þeyta heyinu í blástursrörið og
Hagstætt verð.
Það mun vera Árni G. Eylands
stjórnarráðsfulltrúi, sem hefur
lagt á ráðin um innflutning þess-
arar vélar frá Danmörku, en inn-
flytjandi eir heildsötufyjrirtækið
Glóbus í Reykjavík. Frá því var
skýrt, er vélin var reynd hér,
að kostnaðarverð hennar mundi
vera um 20 þús. krónur, og virð-
ist það hagstætt verð miðað við
þau landbúnaðartæki önnur, er
helzt koma til samanburðar. Ætl-
unin mun vera að þessi fyrsta vél,
verði seld einhverjum bónda að
loknu reynsluprófinu, en ekki er
ólíklegt, að fleiri vélar af þessari
gerð komi á eftir.
Stærsta ker sem hér hefir verið steypt
var sett á flot á Akranesi í gærkvöldi
HafnargertS á Akranesi ætaft aí ljjuka um
áramót
Frá fitttaritara Tímans, Akranesi í gær.
Klukkan hálfsjö í kvöld var hér hleypt af stokkunum
stærsta steinkeri, sem byggt
18x12,5 metrar á breidd og
þúsund rúmmetrar.
Prýðilega gekk að setja það fram
úr slippnum, en síðan var því
fleytt áð hafnargarðinum. Þar
verða steyptir einir fjórir metrar
ofan á það. Strax verður hafizt
handa u.m að steypa nýtt ker í
slipphum, sem verður alveg eins
og ér b.úizt við að það verði til
eftir mánuð.
Einu hiinna keri, sem steypt var
í fyrra, hefir verið sökkt við garð-
inn. ÞeSsi iþrjú ker eiga að fara
í svonefnda. bátabryggju inni í
höfninni og lengist hún við það
um eina, fjör-utíu og átta metra.
Enn ,er mikil vinna eftir við
hefir verið hérlendis. Er það
1,5 metrar á hæð eða liðlega
höfnina, en gert er ráð fyrir að
ljúka hafnargerð hér fyrir áramót.
Þegar henni er lokið ætti að vera
hér betri aðslaða fyrir fiskibáta
en nokkru sinni hefir þpkkzt áður.
Somentsverksm iðj nbryggjan er
þvínæst fullgerð og er þegar farið
að nota hana.
í sumar hefir mikið verið unnið
að því að aka stórgrýti í aðal hafn-
árgarðinn að utanverðu og þétta
með því göt, sem voru á milli
kerja. Verður þetta til mikilla
bóta, þar sem áður var oft mikil
ólga í höfninni vegna sjógangs í
gegnum þqssi göt.
G. B.
Undanfarið hefir Jón EngiibeiTs, listmáiari, haldið málverkasýningu i Sýn-
ingarsalnum við Hverfisgbtu. Sýningin hefir verið fjöisótr og nokkrar
myndir hafa selzt. Sýningunni lýkur í kvöld og eru því síöustu forvöð fyr-
ir þá, sem ætla að sjá sýninguna, að koma í Sýningarsalinn. Myndin var
tekin í gær í vinnustofu málarans. — (Ljósm.: Tíminn).
T f MIN N,
„Frönskunám og freistingar“
í kvöld klukkan átta verður gamanleikurinn ,,Frönskunám og freistingar"
sýndur í Iðnó í tuttugasta og fimmta sinn. Það er Sumarleikhús Gísla
Halldórssonar, sem hefir sýnt þennan vinsæla gamanleik í sumar við
mikia aðsókn og góðar undirtektir. Myndin er af einu atriði leiksins.
ÁSalfimdnr Stéttarsambands bænda
befst í HlégarSi á morgnn
Væntanlegir eru til fundarins 47 fulltrúar úr
ölfum sýslum landsins
Aðalfundur Stéttarsambands bænda hefst á morgun.
Verður fundurinn að þessu sinni haldinn að Hlégarði í Mos-
fellssveit og munu flesth- fundarmenn búa í bænum, meðan
á fundinum stendur, en fara uppeftir til fundarhalda. Birt-
ist hér skr.á yfir nöfn fulltrúa, sem valdir hafa verið til
að mæla á Stéttarsambandsfundinum.
Gullbringusýsla: Ei'lendur Magn
ússon, Kálfatjörn, Einar Halldórs-
son, Setbergi.
Kjósarsýsla: Ólafur Bjarnason,
Brautarholti, Einar Ólafsson, Lækj
arhvammi.
Borgarfjarðarsýsla: Eyjólfur Sig
urðsson, Fiskilæk, Þórir Stein-
þórsson, Reykholti.
Mýrasýsla: Sigurður Snorrason,
Gilsbakka, Sverrir Gíslason,
Hvammi.
Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla
Gunnar Guðbjartsson, Hjaröar-
felli, Karl Magnússon, Knerri.
Dalasýsla: Ásgeir Bjarnason, Ás-
garði, Þórólfur Guðjónsson, Fagra-
dal.
Austur-Barðastrandars.: Sigurð-
ur Elíasson, Reykhólum, Grimur
Arnórsson, Tindum.
Vestur-Bai’ðastrandars.: Össur
Guðbjartsson, Lága-Núpi, Gunnar
Ólafsson, Reykjarfirði.
Vestur-ísafjarðars.: Guðm. Ingi
Kristjánsson, Kirkjubóli, Jóhannes
Davíðsson, Neðri-Hjarðardal.
Norður-f.safjarqars.: Ágúst Hálf-
dánarson. Eyri, Guðmundur Magn-
ússon, Húli.
Strandasýsla: Benedikt Gríms-
son, Kirkjubóli, Sæmundur Quð-
jónsson, Borðeyi'i.
Vestur-Húnavatnss.: Benedikt H.
Líndal, Efra-Núpi, Guðjón jóns-
son, Búrfelli.
Austur-Húnavatnssýsla: Haf-
steinn Pétursson, Gunnsteinsstöð-
um, Guðjón Hallgrímsson, Mai'ðar-
núpi.
Skagafjarðar.svsla: Bjarni Hall-
dórsson, Uppsölum, Jón Jónsson,
Hofi.
Eyjafjai-ðarsýsla: Garðar Hall-
dórsson, Rifkelsstöðum, Helgi
Símonarson, Þverá.
Suður-Þingeyjarsýsla: Jón Gauti
Pétursson, Gautlöndum, Þrándur
Iíidriðason, Aðalbóli.
NorðurÞingeyjarsýsIa: Benedikt
Kristjánsson, Þverá, Eggert Ólafs-
son, Laxárdal.
Norður-Múlasýsla: Ingvar Guð-
jónsson, Dölum, Jónas Pétursson,
Skriðuklaustri.
Suður-Múlasýsla: Vilhjálmur
Hjálmarsson, Brekku, Stefán
Björnsson, Berunesi.
Austur-Skaftafellssýsla: Sigur-
jón Einarsson, Árbæ, varam. Stein
þór Þórðarson, Hala.
Vestur-Skaftafellssýsla: Gísli
Brynjólfsson, Kirkjubæjarklaustri,
Sveinn Einarsson, Reyni.
Raugárvallasýsla: Sigurjón Sig-
urðsson, Raftholti, Erlendur Árna-
son, Skíðbakka.
Árnessýsla: Bjarni Bjarnason,
Laugarvatni, Páll Diðriksson, Búr-
felli.
Vestmannaeyjasýsla: Guðjón
Jónsson,. Dölum.
Ungverjalandísmálið á fjingi S. Þ.
(Framhald af 1. síðu).
þjóðarinnar. Þessi stjórji rikti
nú.í skjóli rússneska hersins um
leið og liún. héldi viö hiiuii lierfi-
legustu kúguu. Nefndin lítur á
aðferðir leyHÍlögreglunnar í.Ung-
verjalandi með fyririitningu og'
hryllingi. Slíkum aðfer.ðiun hafi
verið beitt bæði fyrir og eftir
uppreisnina til að halda völdun-
um hjá þjóð er liún nyti ekki
stuðnings bjá.
Samsfarfi hafnað
Ritari nefndarinnar upplýsti,
! að hvað eftir annað hefði nefndin
: leitað eftir samstarfi við ung-
! versku stjórnina, en því haf i ailt-
af verið hafnað á þeim forsend-
um, að nefnd þessi væri ólögieg
og reyndi að lia£a afskipti af inn-
anríkismálum Ungverjalands. Og
ritarinn liélt áfram:
Viil Sýðræðisfyrirkomulagið
„Enginti vafi leikur á því,
hvaða stjórnarfar ungverska
þjóðin myndi velja, fengi hún að
ráða. Þjóðin vill ekki fá yl'ir sig
skipulag fortíðarinnar er ríkir
Inndeigendur át,tu landið- Um
það var enginn skoðanamunur.
•En þjóðin vill'. lifa í frjálsu þjóð-
félagi, hún vill lcyfa frjálsum
stjórnmálaflokkur að síarfa,
frjáls dagblöð og frjálsar kosn-
ingar. Það vUl fá að mega láta
skoðun sír.a í ljósi hvenrer sem
er, það vill ekki láta draga sig
lengra niður í díki kömmúnism-
ans. Ungverska þjóðin vjj! lifa í
sátt og sanUyndi við allar þjóðir,
ekki sízt rússnesku þjóðina ...“
Æskan hóf byltinguna
Hann lauk ræðu sínni með því
að upplýsa, að örugg vitneskja
hefði fengizt fyrir því, að það
hefði verið æska Ungverjalands
er fynst tók upp baráttumerkið
gegn kúgurunum og hafið bylting-
una. Fulltrúar Kadarstjórnarinnar
og Rússa mótmæltu skýrslunni og
i umræðunum í ’heild. Rússneski
fulltrúinn sagði, að hér væri verið
að hafa afskipti af innanrikismál-
um Ungverja. Bandaríkin stæðu
að baki þessari áróðursherferð er
hafin væri til að hylja fólskuverk
Breta, Frakka og Bandaríkjamanna
í M-Austurlöndum.
miðvikudagiun 11. september 1951.
Nýju orkuverin
(Framhald af 12. síðu).
Háspennulínur lagSar
Unnið liefir verið að því að
leggja háspennulínur í sambandi
við þessar virkjanir. Þannig er
búið að leggja á Vestfjörðuni há
spennulínu frá Mjólkurárvirkjun
inni, sem er við Arnarfjörð að
Þingeyri, en að sumri er ráðgert
að leggja sæstreng fyrir raf-
magnið yfir Dýrafjörð og áfram
til byggðanna þar, og til Flateyr-
ar og síðar ísafjarðar, en ætlun
in er að Bolungarvíkurvirkjunin
verði tengd lieildarkerfinu. Þá
verður einnig lagður sæstrengur
til Bíldudals yfir Arnarfjörð og
síðan áfram háspennulína til
Patreksfjarðar.
Fyrir austan er búið að leggja
háspennulínu um Hérað til Egils-
staða og þaðan til Seyðisfjarðar,
Reyðarfjarðar, og þaðan liggur
svo leiðin til Eskifjarðar og Nes-
kaupstaðar.
Raforkuframkvæmdir í sam-
bandi við þessar tvær stórvirkjan-
ir á Austurlandi og Vestfjörðum
eru mikið átak, enda eitt af helztu
framfaramálum, sem nú eru á diif-
inni.
Fundur utanríkisráSherra
NortSurlanda
(Framhald af 1. síðu).
aði að því að ná varanlegri lausn
í afvopnunarmálunum.
Fordæma íhlutun Rússa.
Samkvæmt frásögn Oslóarblaðs-
ins Verdens Gang munu Norður-
löndin öll styðja tillöguna um for-
dæmingu á íhlutun Rússa í Ung-
verjalandi, sem fram verður bor-
in á allsherjarþinginu í sambandi
við umræðurnar um Ungverja-
landsmálin.
Noregur og fsland munu vera
einu Norðurlöndin er hafa undir-
ritað þessa tillögu ásamt Banda-
ríkjunum og fulltrúum 33 ann-
arra Ianda.
Samkvæmt frásögn blaðsins mun
nokkur ágreiningur hafa ríkt á
fundinum um tillögu þessa. Full-
trúar Norðurlandanna, nema ís-
lands og Noregs, munu hafa kosið
annað og mildara orðalag ályktun-
arinnar. Röksemd þeirra fyrir því
var sú, að þá væru meiri líkur
fyrir því, að fleiri ríki myndu
styðja hana, m. a. fulltrúar Asíu-
og Afríkulandanna.
FangahúsitS í Hafnarfirfö
(Framhald af 12. síðu).
bagga á nóttunni. Nú er fanganna
gætt ellán sólarhringinn af fanga
vörðum. AðMfangavörður nú e-
Stígur Sæland.
Á fund dómsinálaráðherra.
Það liefur viljað bera við, að
meijn slyppu úr fangahúsinu í
Hafnarfirði. Strokufangar haf?
þó ofta.st náðst mjög fljótt aftur.
Einn, sein brauzt út í tíð fyrr-
verandi dónismáiaráðherra, gerði
sér hægt fyrir og gekk á funu
hans og flutti þar mél sitt. Að
því loknu hvarf liaun aftur til
fangaklefa síns í Hafnarfirði.
Enn hefir ekki veriíJ frost
í byggS nyrðra
AKUREYRI í gær: Hér hefir ver-
ið kalsaveður að "jndanförnu, nor.ð-
anátt og bræla. Nokkuð hefir snjó-
að í fjöll, en aldrei í byggð. Kar-
töiflugpös hafa ekki frosið. Útlit er
fyrir góða kartöfluuppskeru í hér-
aðinu, að visu nokkuð misjafna, en
sums staðar ágæta. — ED.
Henry Cabot Lodge, aðalfulltrúi
Bandaríkjanna hiá S. Þ., skoraði á
Rússa að verða við skipunum alls-
herjarþingsins um að draga her
sinn á forott fhá Ungverjalandi.
Það væri nú allsherjísrþingsins
að létta þjáningar ungversku
þjó'ðai’innar í raunum hennar
undir kúgunarliæl Rússa og lepp-
stjórnai’ þeirra.