Tíminn - 11.09.1957, Qupperneq 4
4
T f MIN N, miðvikudaginn 11. september 195lj
Fyrir nokkru sló þögn á
umhverfi Tjarnarinnar í
Reykjavík. AS vísu heyrist
þar enn í öndum og hettu-
máfum, en hiS glaðvœra
kríuhljóð er þagnað, hún er
öll á bak og burt. Og þannig
er bað í kríuverunum um
land allt. Hún er á brott,
horfin út á sjó, í fyrsta áfang-
ann í suðurflugið mikla, til
vetrardvalar í öðrum heims-
hluta.
Krían er heimsmeistari fugla í
iangflugi. Áætlað er að hún fljúgi
um það bil 34000 kílómetra á ári
.í milli suður- og norðurheimkynn-
anna. Krían þrífst ekki nema þar
sem bjart er. Hún er fugl hinna
ljósu nátta, bæði hér og á suður-
hálfu heims. Á varpstöðvunum
hér og norður um Grænland er
nóttin björt um það bil, er krían
kemur, og á suðurhveli býr hún við
bjartar nætur svipaða tímalengd.
En til þess að finna þessar slóðir,
verður hún að fljúga 17 þúsund
kílómetra vor og haust.
FLUGHRAÐINN hjá kríunni
er furðulega mikill. Lengi var lít-
ið um hátterni hennar vitað, en
nú hafa fuglafræðingar komizt á
snoðir um ýmislegt, með aðstoð
fuglamerkinga og athugana í mörg
um löndum. En merktar kríur eru
enn tiltölulega fáar og merkin,
sem endurheimzt hafa, eru einnig
Krían er horfin af Iandiburt
verpir á norðlægum slóðum ea
til SuSuríshafsins á vetrum -
okkar er heimsmeistarí
lengdarflugi - fer 34000 kíléaetra á
ári heimskautasvæðanna í milli
* . - t.
}
:
n
— ;
Kortið sýnir vegalengdina, sem krr-
an flýgur vor og haust.
fá. Hór í blaðinu var nýlega sagt
frá því, að kría, sem merkt var
við Mývatn, fannst dauðvona í Níg-
eriu í Afriku 19 árum síðar, og
þá á leið norður, frá sumarlönd-
unum á suðurheimskautssvæðinu.
Árið 1955 merkti rússneskur fugla
fræðingur kríuunga á Kandalash-
ka í Síberíu. Það var hinn 5. júní.
Þessi ungi fannst 15. maí árið
eftir í Freemantle í Ástralíu. Þar
í Ástralíu fannst um svipað leyti
kría, sem merkt hafði verið í Norð-
ur-Svíþjóð.
Methafinn í lengdarflugi enn
sem komið er, er grænlenzk kría,
merkt við Diskóflóa í júlí 1951.
í október um haustið var þessi kría
tekin í Durban í Suður-Afríku, og
er vegalengdin 18000 km. Krían
lagði þennan spotta að baki á 3
mánuðum.
FUGLAFRÆÐINGUM hefir
tekizt að gera kort yfir flugleiðir
kríunnar frá nokkrum stöðum á
norðurhveli. Kríur, sem eru upp-
vaxnar í Norður-Kanada og á Græn
landi, halda ekki suður á bóginn
meðfram austurströnd Ameríku,
heldur er talið að þær fari þegar
■4ík'"'
•■* -
* r -j'/
Hún á metið.
austur yfir Atlantshaf, og fljúgi
síðan suður með strönd Afríku.
Fundur kríunnar úr Mývatnssveit
í Nígeríu og kríunnar frá Diskó-
flóa í Durban, styður þessa skoð-
un. Fuglafræðingar segja, að þetta
sé hreint engin tilviljun. Leið krí-
unnar um hafið fer eftir mögu-
leikum til að fá æti. Þær velja
leiðina því þar sem tiltölulega
kaldir hafstraumar eru, en þar er
yfirborðssjórinn ríkur af lífi og
næringarmöguleikum. Reiknað hef
ir verið út, að þegar krían flýgur
af fullum krafti á langflugi, fari
hún a. m. k. 80 kílómetra á klst.
HVERNIG fer nú þessi mikli
íarfugl að því að rata heimshálf-
anna í milli? Hvernig fara farfugl-
arnir að því yfirleitt, að finna
gömlu hreiðurstæðin sín? Hvað
rekur þá upp frá suðlægum lönd-
um snemma á vorin, og beinir för
þeirra til fjarlægra og afskekktra
stranda? Svör við þessum spurn-
ingum liggja ekki fyrir svo að
óyggjandi sé. Fuglarnir búa yfir
leyndarmáli, sem enn er óupplýst.
Þeir eiga sinn „radar“, eðlisávís-
un, sem beinir þeim á réttar braut-
ir, en hvernig? Það er gátan.
Þegar farfuglinn leggur af stað,
er það ekki af reikulu ráði, ekk-
ert hringsól, heldur bein braut í
ákveðna átt. Hann heldur áttum
og stefnu engu síður en flugvél
með nýtízku siglingatækjum.
GERÐAR HAFA verið tilraun-
ir með farfugla — ekki þó kríur
— með því að flytja þá langt út
fyrir venjulegar flugleiðir þeirra.
og sieppa þeim þar. En þeir létu
ekki að sér hæða, komust brátt
á rétta leið. Þeim var gefið deyfi-
lyf, búrunum var snúið í sífellu
á ferðinni, en allt kom fyrir ekki.
Fuglarnir náðu um síðir til á-
fangastaðar, þrátt fyrir alla hrekk-
vísi mannsins. Þeir virðast íærir
um að gera staðarákvörðun með
miklu meiri nákvæmni en maður-
inn, sem ekki hefir fullkomin tæki
til að styðjast við. Ýmsir ætla, að
í heila fuglanna sé innbyggt „gyró
skóp“ er vísi leiðina eftir sólar-
hæð. En þetta er aðeins ágizkun.
Ferðir dýranna — í lofti, legi og
á landi — eru enn leyndardómur,
sem manninum hefir ekki tekizt
til fulls að upplýsa.
KRÍAN ER FARIN, og það
er daufara yfir sjávarströndinni í
dag en var í vor þegar argandi
og iðandi kríugerið vakti mesta
athygli. Nú fara í hönd skamm-
degisdagar hér. En á suðurhveli
heims er vorið að rísa og innan
skamms leikur krían sér um
.bjarta nátt innan um bláhveli og
'op--garísjaka suðuríshafsins.
rosshár
Héraðsfundur Eyjafjarðarprófasts-
dæmis og kirkjuafmæli í Siglufirði
Héraðsfundur Eyjafjarðarpróf-
astsdæmis var að þessu sinni
haldinn í Siglufirði laugardaginn
31. ágúst, og sóttu liann allir
prestar prófastsdæmisins, sem
heima eru, nema einn, og" fjöldi
safnaðarfulltrúa og sóknarnefnda
manna hvaðanæva. Gestur fundar
ins var síra Sigurjón Jónsson frá
Kirkjubæ.
Eftir ávarp og skýrslu prófasts-
ins, síra Sigurðar Stefánssonar,
voru ýmis mál rædd og nokkrar á-
lyktanir gerðar, svo sem um endur
reisn Hólastóls, helgidagshald og
friðun messutímans, nýja starfs-
hætti kirkjunnar og fleira. Stóðu
fjörugar umræður all-lengi, en að
þeim loknum las prestur staðarins,
síra Ragnar Fj. Lárusson, riíning-
arorð og bæn, en prófastur sleit
fundinum. Sungið var á undan og
eftir undir stjórn Kristins Þor-
steinssonar, safnaðarfulltrúa Akur
eyrar. Um kvöldið sátu svo fund-
armenn boð prestsihjónanna, síra
Ragnars og konu hans, frú Herdís-
ar Helgadóttur, á hinu vistlega og
fagra heimili þeirra að Hvanneyri.
25 ára afmæli Siglufjarðarkirkju.
Fundur þessi, sem mun fyrsti
héraðsfundur prófastsdæmisins,
haldinn í Siglufirði, fór fram á
lofti hinar veglegu kirkju, sem nú
hefir hlotið gagngerða endurbðt
og öll verið máluð, utan og innan,
í tilefni af 25 ára afmæli sínu. Var
það og hátíðlega haldið sunnudag-
inn 1. sept. með viðhafnar-guðs-
þjónustu. Mættu þar allir héraðs-
fundarmenn ásamt miklum mann-
fjölda. Prófastur tflutti prédikun
og rakti nokkrar minningar frá
vígsludegi kirkjunnar, 28. ágúst
1932, en sóknarpresturinn og fyrr-
verandi sóknarprestur Siglfirðinga
síra Kristján Róbertsson á Akur-
eyri þjónuðu fyrir altari, og voru
að sjálfsögðu sungnir hátíðasöngv
ar síra Bjarna Þorsteinssonar. —
Hjón voru vígð í messunni.
Kirkjukórinn söng undir stjórn
organistans Páls Erlendssonar.
Síðar um daginn hafði sóknar-
néfndin boð inni fyrir starfsmenn
kirkjunnar, héraðsfundarmenn og
margt bæjarbúa. Stóð það hóf í
Sjómannaheimilinu og stjórnaði
því oddviti sóknarnefndar, Andrés
Háfliðason, kaupmaður. Þar fiutti
sóknarpresturinn snjailt og ítar-
legt erindi um Siglufjarðarkirkju
og ýmsir aðrir tóku tii má!s, svo
sem frú Guðrún Björnsdóttir frá
Kornsá, Baldur Eiríksson forseti
bæjarstjórnar, Jðhann Jóhannsson
skólastjóri, síra Kristián Róburts-
son, síra Fjalar Sigurjónsson í
Hrísey og fleiri.
í samsætinu sem var í senn
virðulegt og mjög skemmtilegt,
ÞAÐ ER TIL nóg af peningum
í iheiminum, og maður þarf aðeins
-að. hafa. augun opin til þess að sjá
hvar möguleikarnir eru á því að
afla beirra.
Eitthvað á þessa leið átti Daw-
ron enski milljónamæringurinn að
hafa sagt fyrir skömmu síðan, þeg
}r blaðamenn áttu viðtal við hann
í tilefni aif því, að hann varð gjaid
þrota.
REYNDAR var það ekki Dawson
5em hér átti að gera að umræðu-
aíni, heidur íslenzkt hrosshár. Eg
’-D'gg að gjaldþrotsástand hafi rikt
t okkar hrossastóðsbúskap á síð-
ustu árum.
Þótt hrossin óumdeilanlega séu
miiljóna verðmæti, þá hafi marg-
ur bóndinn litlar eða engar raun-
verulegar tekjur haft af þeim.
TILEFNI þessara orða er augiýs
ing frá Burstagerðinni Laugavegi
98 Reykjavík, sem að undanförnu
hefir birzt í blöðum og er þess efn-
is að hún vilji kaupa hrosshár.
Auglýsing þessi hlýtur að vekja
atihygli þeirra sem hana lesa og
það því fremur, þegar lausafregnir
herma að þrátt fyrir landsins ca.
35 þúsund ’hross verði að flytja inn
hráefni þ. e. hrosshár, fil þess að
tiltölulega lítið iðnfyrirtæki eins
og Burstagerðin er geti Starfað.
Til þess að fá nán-ari vitneskju um
þessi mál hefi ég rætt við forstöðu
mann Burstagerðarinnar Laugaveg
96, Sigurberg Árnason og endur-
segi hér í aðalatriðum það sem
okkur fór á milli.
AF VÖRUM þeim, sem Bursta-
gerðin vinnur úr hrasshári má
nefna gólfbursta, rykkústa, ýmsa
hreingerningarbursta, skipspensla
veggfóðrunarbursta, margar gerð-
ir vírsnúinna bursta o. fl.
Einnig má úr hrosshári fram-
leiða s. k. gerviburst. Það er t. d.
n-otað í m-álningarkústa.
Burstagerðin ein notar innlent
og erlent hrosshár fyrir ca. 75000
krónur á óri, -þó er þörfum hennar
langt frá því að vera fullnægt Það
stafar af innflutnings og gjaldeyr-
iserfiðleikum hvað útlendu hross-
hári viðkemur og einnig því hvað
lítið framboð er á innlendum m-ark
aði.
ÁSTÆÐAN fyrir innflutningi er
eins og áður er sagt lítið fra-mboð
á góðu hrosshóri, en einnig sú, að
vélakostur er ekki fyrir hendi enn
sem komið er til þess að full-
hreinsa hórið svo að úr því megi
vinna fínustu tegundir af burstum.
Fullvíst má telja að meira hross-
hár megi fá innanlands en iðnaður
inn getur notað í svipinn. Þá þyrfti
vélar sem tilreiddu afganginn og
gerðu hann að samkeppnisfærrx
vöru á erlendum markaði. Full-
hreinsað hrosShár er t. d. þrefalt
verðmeira en óhreinsað. Með vél-
um sem tilreiddu hárið væri út-
flutningsverðmæti þess aukið og
jafnframt skapaðir betri möguleik
ar fyrir nýtingu þess innanlands.
MEÐFERÐ hrosshársins frá
fyrstu hendi skiptir miklu máli.
Geta þarf þess þegar rakað er af
að halda tagl- og faxhári vandlega
aðskildu, því að taglhár er miklu
verðmætara og eftirsóknarvcrðarí
vara. Taglhár má nota ótakmark-
að til -burstaframleiðslu, en fax-
hársnotkun eru nokkur takmörk
sett vegna þess hve fíngert það er.
Við afrakstur þarf að skilja frá
flóka og þau óhreinindi sem kom-
ist verður hjá, en binda lokkana í
snyrtileg búnt.
Góð regla er að raka af afslátt-
arhrossum fyrir slátrun því sára
Idtið verð fæst fyrir hárið þegar
það er látið fylgja húðinni. Einnig
má geta þess að erlendis þykir
sjólfsagt að nýta kúahalahór, enda
er það engu síður verðmæti held-
ur en hrosshár.
Þeim sem aðeins eiga f-á hrosS
þykir e. t. v. ekki ómaksin-s vert
að hirða um hárið, ef það gefur
aðeins fáeinar krónur í aðra hönd.
Gera þeir sér það þá ljóst að meo
tómlæti sínu kasta þeir verðmæÞ
um á glæ, sem annars kæmu ao
gagni fyrir þjóðarheildina.
ÞAÐ VÆRI spor í rétta átt ef
öilu hrosshári væri haldið til haga.
Að sjálfsögðu leysir það ekki öll
vandamál því viðkomandi að gera
hrossarækt að arðvænlegri bú-
grein.
Þetta sem hér um ræðir er þvl
aðeins dæmi um einn þátt í bú*
skap okkar þar sem möguleikarn-
ir eru ekki nýttir nema að nokkru
leyti.
Nú þegar offra-inleiðsla og sölu-
erfiðleikar gera vart við sig á
sumum sviðum framleiðslunnar er
-meiri ástæða en nokkru sinni íyrr
til þess að vera á verði og kanna
fleiri möguleika en þá eina a3
framleiða mjólk og kjöt.
FRAMLEIÐENDURNIR þurfa
jafnan að hafa það í 'huga að þeir
starfa fyrir fjöldann. Það er þvf
skylda þeirra að fyl-gjast með því
hvers fólkið þarfnast og haga störf
um sínum eftir því.
6. september 1957.
Steinþór Runólfsson,
NámskeiS
Sú venjahefir komist á, bæði í
Danmörku og Noregi, að liaida
guðfræðileg námskeið með fyrir-
lestrum, til að ge-fa þjón-andi prest
um kost á að fylgjast með nýjung
Sú venja hefir komizt á, bæði í
skeið verður haldið á vegum
um í vísindagrein sinni. Slíkt nám-
ana 15. til 18. október, og annað
á vegum danska prest-afélagsins í
Kaupmanna-höfn skömmu síðar,
eða 23. til 31. október, að háðum
d-ögum meðtöldum.
Nú hafa bæði prestafélögin sent
Prestafélagi Íslands boð um að
senda íslenzkan prest sem gest á
þessi n-ámskeið. Verður honum séð
minntist formaður sóknarnefndar
síra Ingólfur Þorvaldsson 1 Ólafs-
firði, en hann hefir oft á undan-
f-örnu-m árum haft á hendi erfiða
aukaþjónustu í Siglufirði. Hafði
sóknarnefnd ákveðið að færa síra
Ingólfi minningargjöf frá söfnuð-
inum fyrir gott staíf.
Héraðsfund-armenn úr innanverð
um Eyjaifirði komu til Siglufjarðar
landleiðina í hópferð á laugardag í
hinu fegursta verði, og lögðu af
stað heimleiðis aftur á sunnudags
kvöld.
Rómuðu þeir allir ágæt-ar viðtök
ur Siglfirðinga og þótti sem þessir
dagar mundu seint úr minni líða.
Praep.
fyrir ókeypis fæði og húsnæði,
meðan á námskeiðinu stendur, en
ferðak-ostnað verður hann að
greiða sjálfur.
fslenzkir prestar, sem kynnu að
geta komið því við að sækja nám-
skeiðin, annað eða bæði, eru vin-
samlega beðnir að gera formanni
Prestafélagsins, síra Jakob Jóns-
syni, aðvart sem allra fyrst.
Mannrétíindum svert
ingja betur borgið
WASHINGTON, 9. sept.: — Eis-
enhower forseti undirritaði í dag
ný lög, sem tryggja meðal ann-
ars réttindi þeldökkra manna til
að neita kosningaréttar síns livar
sem er í ríkinu. Eru þetta fyrstu
lög sinnar tegundar í Bandaríkj-
unurn s. I. 80 ár. Eisenhower
beitti sér mjög fyrir lögum þess*
um og þótt nokkuð hafi verið
dregið úr öryggisákvæðum frum-
varpsins í meðferð þingsins, er
hér um mikilvæga réttarbót fyrir
svertingja að ræða og talsverður
sigur fyrir forsetann.