Tíminn - 11.09.1957, Qupperneq 6
6
T í M I N N, miðvikudaghin 11. scptemb®? 1957,
Útgefandi: Framsóknarflokkurlnn.
Rltstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarlnssoa (áb)
Skrifstofur í Edduhúsinu viO Lindargötu
Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304,
(ritstjórn og blaðamenn).
Auglýsingasími 19523, afgreiðslusíml 12323.
PrentsmiSjan EDDA hf.
Sogsvirkjunin og borgarstjórinn
EINS og kunnugt er
standa ríkissjóður og Reykja
víkurbær sameiginlega að
hinni nýju virkjun, sem ný-
lega er byrjað að reisa við
Sogið. Hún mun verða að
hálfu eign rikisins og að
hálfu eign bæjarins, eins og
hinar eldri virkjanir.
Þegar Mbl. skýrir frá fram
kvæmdum við hina nýju
Segsvirkjun, mætti helzt
halda, að það sé borgar-
stjórinn í Reykjavík, er hafi
veg og vanda af henni. Mbl.
birti myndir, þegar samning
ar við verktaka voru und-
irritaðir, og var þeim þannig
háttað, að borgarstjórinn
var fyrirferðarmesta persón
an á þeim. Aftur birti Mbl.
myndír, þegar verkið var
hafið, og þar var það á ný
borgarstjórinn, sem mest lét
á sér bera. Samkvæmt þess-
ari myndagerð Morgunblaðs
ins hvílír hin nýja Sogsvirkj
un fyrst og fremst á hinum
breiöu herðum borgarstjór-
ans.
ÞEGAR staðreyndirnar
eru hinsvegar athugaðar,
kemur það í ljós, að ritstjór
um Mbl. hefur mistekist í
þetta skipti, eins og raun-
ar oftar, að fylgja því heil-
ræðij sem þeir gefa óspart
öðrum, að fara rétt og heiðar-
lega með þær. Staðreyndirn
ar segja nefnilega allt aðra
sögu en myndir Morgunblaðs
ins.
Að sjálfsögðu væri það
eðiilegt, þar sem hér er um
helmingafyirirtæki að ræða,
að Reykjavíkurbær útvegaði
a. m. k. jáfnmikið fé til virkj
unarinnar og ríkissjóður. Það
ætti ekki heldur aö reynast
Reykjavíkurbæ neitt erfitt,
ef fjárhagur hans er jafn-
góður og Mbl. vill vera láta.
Samt er þetta svo, að sjóðir
Reykjavíkurbæjar og láns-
möguleikar reynast alveg
tæmdir, þegar Sogsvirkjunin
er annarsvegar. Reykjavík-
urbær hefur enn ekki lagt
fram einn einasti eyri til
þessarar framkvæmdar og
ekki heldur útvegað einn ein
asta eyri að láni. Allt þaö
fé, sem hefur verið útveg-
að til virkjunarinnar, hef-
ur verið útvegaö af ríkissjóði
eða réttara sagt fjármála-
ráðherra fyrir hönd hans.
Borgarstjórinn hefur þar
hvergi komið nærri.
ÞAÐ verður hinsvegar
ekki sagt, að flokkur borg-
arstjórans hafi ekki komið
nálægt þessu máli. Á þriðja
ár kepptust fulltrúar hans
í ríkisstjórn við það að fá lán
til virkjunarinnar, en án
alls árangurs. Ef svo hefði
haldið áfram, væri lán til
virkjunarinnar ófengið enn
og verkið þá eðlilega ekki
hafið. Sem betur fór, tókst
núv. ríkisstjórn að útvega
hagkvæmt lán til virkjunar-
innar fyrir atbeina fjármála
ráðherra og fleirri góðra
manna. En hvernig studdi
flokkur borgarstjórans þá
lánsútvegun eftir að fulltrú
ar hans voru farnir úr ríkis
stjórninni? Beztu heimildir
um það er að finna í
ameríska íhaldsblaðinu „The
Wall Street Journal." Seint í
aprilmánuði siðastl. eða rétt
áður en ganga átti frá samn
ingunum um Iánið í Wash-
ington, birti þetta blað grein
frá fréttamanni sinum á ís-
landi, þar sem sagt var, að
það myndi mælast illa fyrir
meðal vina Bandaríkjanna á
íslandi, ef íslendingar fengju
lán í Bandaríkjunum. Þessu
til frekari staðfestingar
hafði fréttamaðurinn þau
ummæli eftir einum af leið-
togum Sjálfstæðisflokksins,
að lán til íslands væri sama
og að borga aðgöngumiða
kommúnista að ráðherrastól
unum. í stað þess að mót-
mæla þessu, birti aðalblað
Sjálfstæðisfl., Morgunblaðið,
frásögn hins ameríska blaðs
með bersýnilegri velþóknun
og án nokkurra athugasemd
ar. Með því vildi Morgunbl.
bersýnilega árétta, að um-
mælin væru rétt höfð eftir.
Þannig var lögð áherzla á
að kunngera þessa afstöðu
Sjálfstæðisflokksins bæði í
Bandaríkjunum og á íslandi,
rétt áður en gengiö var frá
samningunum um Sogslánið
í Washington.
Greinilegar gat það ekki
komið í ljós, að forkólfar
Sjálfstæðisfl. gerðu það, sem
þeir gátu til þess að koma
í veg fyrir, að lán fengist til
Sogsvirkjunarinnar. Síðan
átti að kenna stiórninni um,
að virkjunin kæmist ekki
upp, því að hún hefði hvergi
lánstraust.
ÞANNIG hljóða þá stað
reyndimar um boraarstjór-
ann, flokk hans og Sogsvirkj
unina nýju. í svona litlu sam
ræði eru þær við myndirnar,
sem Mbl. hefur verið að birta
og áður var nokkuð vikið að.
Staðreyndirnar sýna, að
borgarstjóranum hefur ekki
tekizt að útvega einn ein-
asta eyrir til Soesvirkjunar-
innar, þótt að réttu lagi eigi
bærinn að útvega það að
hálfu. Staðrevndirnar sýna
ennfremur, að flokkur borg
arstjórans hefur gert sitt
ítrasta til þess að hindra það
að rikið gæti útvegað þetta
fé.
Lokabátturinn i söeu borg
arstjórans og Sogsvirkjunar
innar nýiu er enn eftir: —
Fyrir næstu bæiarstiórnar-
kosninear mun kiósendum í
Reykiavik berast mikil mynd
ski-eytt bók. Þar munu m.a.
verða mvnriir af borearstiór
anum. er svna hann sem aðal
foreönemnann hinnar nviu
virkiunar. Oe kiósenrinr
munu verða áminntir ræki-
leg um bað. að st.qnda fast
um hinn ötnla borearstióra.
er m.a. hafi sannað dugnað
sinn með hví a,ð kom hinni
nýju Sogsvirkjun áleiðis!
ERLENT YFIRLIT:
Aðstoð Rússa við Sýrlendinga
Hún neyíir vesturveldin til aí endurskoða viíhorf sitt til Arabaríkjanna "
SEINUSTU vikur hefir athygli
manna mjög beinst að Sýrlandi og
er ástæðan sú, að ríkisstjórnin þar
hefir samið við stjórn Sovétríkj-
anna um stóraukna efnahags-
lega aðstoð.'Nokkur misseri undan
farin hefir Sýriand fengið talsvert
af hergögnum frá kommúnistaríkj-
unum, en ekki verulega efnahags-
lega aðstoð fyrr en nú. Meðal ým-
issa stjórnmálamanna vestan tjalds
einkum þó í Bandaríkjunum, hefir
þetta vakið þann ugg, að Sýrland
kunni þráðlega að komast undir
rússnesk yfirráð. Stjórn Banda-
ríkjanna hefir því brugðið hart við
og lofað þeim Arabalöndum bæði
vopnum og efnahagslegri hjálp, er
ekki þiggi slíkt af Rússum. Mun
þetta fyrst og fremst gert til þess
að koma í veg fyrir, að fleiri ríki
fylgi dæmi Sýrlands.
ÞEGAR nánar er aðgætf. verður
því ekki neitað, að vesturveldin
eiga sinn þátt í því, hvernig farið
hefir í Sýrlandi og að þau hafa
skapað Rússum tækifæri til að
koma þar inn litla fingrinum. Þar
kemur ekki aðeins afstaðan til
ísrael til greina, en vesturveldin
hafa á ýmsan hátt hjálpað ísrael
til að byggja upp her sin, en neit
að Arabaríkjunum um öll vopn.
Nú þegar Rússar hafa brotið þetta
bann niður keppast Bandaríkin við
að senda vopn til þeirra Arsba-
ríkja, sem þau telja sér hliðholl.
Þessu til viðbótar kemur svo
það, að Bandaríkin hafa verið ó-
fús til að veita efnalega aðstoð
þeiim Arabarikjum, er fylgt hafa
hlutleysisstefnu, nema þau hyrfu
frá henni og gerðust beinir eða
óbeinir aðilar Bagdad-bandalags-
ins. Jafnvel Eisenhoweraðstoðin,
sem var auglýst á síðastliðnum
vetri, var mjög reist á þessum
grundvelli. Þessa aðstöðu hafa
Rússar notað sér og boðið Sýrlend
ingum aðstoð, ón allra pólitískra
skilyrða. Að sjálfsögðu ætla Rúss
ar að vinna sér fylgi þeirra í stað
inn, en eru hins vegar nógu hyggn
ir til þess að gera það ekki að
neinu beinu skilyrði. Von þeirra
er sú, að þetta komi eins og af
sjálfu sér.
•Á ÞESSU stigi er hias vegar
ekki hægt að fullyrða neilt um
það hvort þessar fyrirætlanir
Rússa muni heppnast. Eins og er,
getur Sýrland ekia talist rú-sneskt
ieppríki og þeir, sem nú ráða
mestu í Sýrlandi, ætla iandinu
ekki það hlutskipti. Vegna þeirra
lána, sem Sýrland fær frá Rúss-
um, er eins rangt að kalla Sýrland
rússneskt loppríki, og það er rangt
að kalla eitthvert ríki bandarískt
leppríki af þeirri ástæðu einni, að
það fær lán frá Bandaríkjunum.
Hitt er svo annað mál, hvort auk-
in efnahagsleg samvinna Sýrlands
og Sovétríkjanna, verður til þess
að styrkja svo hin kommúnistísku
öfl í landinu, að þau nái siðar
meir yfirráðum. Það er óttinn við
þetta, er veldur nú ýmsum stjórn-
málamönnum vestan tjalds nokkr-
um áhyggjum.
ÞAÐ ER bandalag vinstri sinn-
aðra þjóðernisflokka, sem nú fer
með stjórnina í Sýrlandi. Forseti
landsins er ihinn 77 ára gamli Shu
kry Kuwatly, sem var einn helzti
1 eið togi stjálfstæðishr eyf ing ar i n n-
ar meðan Frakkar réðu yfir Sýr-
landi, og' síðan fyrsti forseti lands
ins. Hann tflúði land 1950, er
herinn gerði byltingu, en var aftur
kosinn forseti 1955, en ár'ð áður
hafði einræðisstjórn Shishakh, ver
ið steypt úr stóli og þingkosning-
ar látnar fara fram. Eftir þær
kosningar urðu vinstri flokkarnir
og hægri flokkarnir nokkurn veg-
inn jafnsterkir og valt á ýmsu um
stjórnina fyrst á eftir. f júní í
fyrra náðist að lokum sa’mvinna
um þá ríkisstjórn, er nú fer með
völd. Þrír flokkar standa að þeirri
stjórn: Þjóðernisflokkurinn, sem
sem er flolckur Kuwatlys forseta
og Babri Assalis forsætisráðherra,
HOURINI
— er hann hinn „sterki" maður
Sýrlands?
Baat-flokkurinn, sem telur sig
sósíaldemókratískan flokk og er
undir forustu Hourani upplýsinga-
ráðherra og Salar Bitar utanríkis-
ráðherra, og lýðveldisflokkurinn,
sem er undir forustu Khalid al
Azm hermálaráðherra. Kommúnist
ar taka ekki þátt í stjórninni, enda
eiga þeir ekki nema einn mann á
þingi.
ÞÓTT ALLIR stjórnarflokkarn-
ir telji sig vinstri sinnaða, hafa
þeir ekki sameiginlega stefnuskrá,
nema helzt Baathflokkurinn.
Stefna hinna er miklu fremur
hægri sinnuð í innanlands-
málum. Það bindur þessa flokka
hins vegar saman, að þeir eru aJl-
ir mjög þjóðernissinnaðir og mikl
ir andstæðingar ísraels. Þjóðernis
stefnan, sem fyrir þeim vakir, bein
ist að því að sameina Sýrland, Li-
banon, Jórdaniu og helzt írak í
eii sýrlenzkt ríki, sem sé í mjög
nánu stjórnarfarslegu bandalagi
við Egyptaland. Þeir telja vestur-
veldin mjög andvig þessari stefnu
og eru því tortryggnir í garð
þeirra. Rússar látast hins vegar
vera þessari hugmynd hlynntir og
hefir það gert þá vinsælli í Sýr-
landi.
Margt veldur því, að þessi aral)-
iska þjóðernisstefna á mikiö fylgi
í Sýrlandi. Þótt Sýrland sé allstórt
að flatarmáli 72 þús fermílur, er
það fremur fátækt land, þar sem
mikill hluti þess er óbyggilegur
og það ræður ekki ytfir neinurn
teljandi auðlindum. Sameining við
írak og Lihanon myndi styrkja Sýr
land efnalega. Bf umrædd fjögur
ríki yrðu sameinuð, myndu þau
líka verða sterkari í átökunum við
ísrael en á meðan þau eru sundr-
uð. Hið sameinaða ríki myndi haf a
12 milljón ibúa, en Sýi'land hefir
nú 4 milljónir.
FYRST framan af var núverandi
stjórn Sýrlands talin völt í sessi.
Á síðastliðnu vori var jafnvel tal-
ið líklegt, að henni yrði steypt úr
stóli. ,,Hreinsun“ sem nýlega hefir
verið gerð innan hersins, hefír
hins vegar styrkt hana í sessi a.
m. k. að sinni. Það er talið hafa
hjálpað henni veruiega, að hægri
flokkarnir eru mjög sundraðir og
hafa enga atkvæðamikla foringja.
Mikið er nú rætt um, hver sé liinn
„sterki“ maður Sýrlands. Um
nokkurt skeið, hefir Sarraj, yfir-
maður leyniþjónustu hersins, ver-
ið talinn það. Hann er aðeins 32
ára gamall, en er talin slyngur
maður og óvæginn. Nú er það hins
vegar dregið í efa, að hann sé jafn
valdamikill og álitið var, heldur
sé það Hourani, ,-foringi Baalli-
flokksins sem ráði mestu að tjalda
baki. Hann byrja’ði pólitískan feril
sinn langt til hægri, en hefir færst
til vinstri með aldrinum og er
sagður hafa haft nána samvinnu
við kommúnista að undanförnu.
Hann er taiinn hafa ráðið mestu
um það, að eítir hina nýloknu
„hreinsun" innan hersins, var Afif
Bizri gerður að formanni heríor-
ingjaráðsins, en Bizri er talinn
kommúnisti. Þrátt fyrir samstarf
sitt við kommúnista, er Hourani
ekki talinn kommúnisti, heldur
ætli hann sér að nota kommúnista
í valdatafli sinu á sama hátt og
þeir ætli sér að haía gagn a£ iion-
um. Spurningin sé sú, hverir reyn-
ist sleipari i valdataflinu.
ANNARS virðist óttinn við það,
sem er að gerast í Sýrlandi, ekki
stafa nema öðrum þræði af því, að
það leiði til kommúnistiskra yfir-
ráða þar. Stjórnmálamenn vestur-
veldanna óttast ekki síður áhrifin
í öðrum löndum Araba, þar sem
hin arabiska þjóðernisstefna, sem
nú er einkum borin uppi af stjórn
Sýrlands, á sterkt fylgi. Þetta gild-
(Framhald á 8. síðu.)
Islendingsnaf nbótin.
K. P. ritar þessa hugleiðingu:
„Þá höfum við heyrt, hver er
„íslendingurinn 1957“ og séð
myndir af tilstandinu. En má ég
spyrja: Með hvaða rétti tekur
slysavarnadeildin Ingólfur í
Reykjavík sér vald til að ákveða,
hver skuli sæmdur slíku heiti?
Ætli mörgum fleiri en mér þyki
ekki heldur langt seilst, og leik-
araskapur þessi nokkuð úr hófi
fram? Mér er líka nær að halda,
að meirihluti félagsmanna í Ing-
ólfi sé síður en svo stoltur af
þessu uppátæki. Fjársöfnun er
að vísu nauðsynleg, en það er
hægt að ganga of langt í afkára
sliap til að næla í nokkrar krón-
ur, jafnvel fyrir gott málefni. Um
nafnbótina sjálfa vil ég segja það
að mér finnst hún neðan við all
ar hellur. íslendingur módel 1957
er helzt sá, er liggur nýfæddur
í vöggu, og kann engin skil á
skrípalátum samtíðarinnar. —
Hvernig fór mælingin svo fram?
Er „íslendingurinn 1957“ fundinn
með því að skrá brjóst- og lenda
mál? Er andlegt atgervi nokkurt
atriði hjá þessum samnefnara
þjóðarinnar? Frásagnir blaðanna
af sýningunni í Tívoli virðast því
miður staðfesta, að allt hafi ver-
ið auðvirðilegur skrípaleikur, og
til vansæmdar, hvar sem til frétt
ist.“ — Lýkur þar með bréfi K.
P. og er ekki hægt annað en vera
honum sammála í öllum megin-
atriðum.
Umgengrtirt á vegum úti.
FERÐALANGUR sendir eftir-
farandi spistil: „Eg átti nýlega
leið um Kambabrún og staldvaði
við útsýnissfcffuna, sem Ferðafé-
lagið lét setja upp á Kambabrún
til leiðsögu fyrir gesti. Hún bar
nokkur merki sumra gestanna.
Visirinn var brotinn. Látum það
vera. Það má komast af án hans,
Lakara er að sjá, að gestir hafa
lagt á sig erfiði við að krota
nöfn sin og upphafsstafi í kopar-
ínn. Sikifan er öll útspörkuð með
þessum hætti. Þar getur Iika að
líta allmörg bílnúmer úr Reykja
vik. Ferðafólki þessu hefir fund
izt það tiJhlýðilegt og smekklegt
að auglýsa komu sina á þennan
stað með þessum þokkilega
hætti. Það er ósköp hætt við, að
þeir, sem þannig haga sér, séu
sama manntegundin og Iiefir
hættumerkin á þjóðvegunum að
skotspæni, og krota klám og ill-
mæli á veggi salerna á almenn-
ingsstöðum. En varla eru þessir
karlar ætíð einir á ferð á stöð-
um eins og Kambabrún. Gæti
ekki heilbrigt fólk í samfylgd-
inni kennt þeim almennustu
mannasiði?“ —Lýkur þar bað-.
stofuspjalli i dag. —Finnur,