Tíminn - 22.09.1957, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.09.1957, Blaðsíða 6
6 T í MI N N, sunnudaginn 22. september 1957. Útgefandi: Framsóknarflokkurlnn. Bltitjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn ÞórarliuMoc .** Skrifstofur 1 Edduhiisinu við Lindargötu Simar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304, (ritstjórn og blaðamennj. Auglýsingasimi 19523, afgreiðslusiml 12321 Prentsmiðjan EDDA hf. Hákon VII. Noregskonungur FYRRI HLUTI 20. aldar mun í Noregskonungasögum verða nefnt tímabil Hákonar VII. Ungur konungur kom íil ríkis jafnsnemma og það var stofnað með aðskilnaðinum 1905. Meira en hálfri öld síð- ar lýkur starfsdeginum. Tvær heimsstyrjaldir hafa geisað. Ótrúlegar framfarir hafa orð- ið í mannheimi. Norska þjóð- in hefir hlotið sinn skerf af þessari reynslu allri. Hún hefir mátt þola kvöl og neyð af völdum styrjaldar, sem svipti hana frelsi um sinn, og þúsundir norskra manna líf- inu. En þessi þungbæra lífs- reynsla bugaði ekki Norð- menn, heldur stælti þá og jók þeim kraft og þor. Aldrei hefir verið meira unnið að uppbyggingu og framförum en að styrjöldinni lokinni. ÖLL ÞESSI SAGA er ná- tengd lífi og starfi Hákonar konungs. Hann tók við kon- ungdómi þegar þjóðin sjálf hafði sýnt og sannað, að hún treysti honum. Hann var hinn. eini þjóðkjörni konungur samtímans. Sú staðreynd varpar þegar Ijósi á manninn. Hann var því í upphafi hinn æðsti trúnaðarmaður allrar þjóðarinnar. Kjörorð hans um að fórna landinu öllu varð af sjálfu sér kjörorð allra Norðmanna. í blíðu og stríðu var konungur leiðtogi þjóðarinnar, því meira virt- ur og betur skilinn, sem starfið varð lengra og árin og lífsreynslan leiddu mann- kosti hans og mikla hæfileika í ljós. í þrekraunum styrjald- aráranna voru konungurinn og ríkiserfinginn fordæmi fyrir alla þjóðina, og fyrir all- ar þjóðir, sem börðust gegn rangsleitni og kúgun. Þeir voru lýsandi tákn þess vilja frjálsborinna manna, að lúta aldrei ofbeldinu og leggja allt í sölurnar fyrir frelsið. Að lokinni styrjöldinni varð konungur þjóðhetja Norðmanna. Og undir því merki lifði hann c-g starfaði síðustu árin og fékk að njóta þess, að sjá norsku þjóðina hrinda af höndum sér eftir- stöðvum styrjaldaráranna og hefja nýja sókn íil aukinnar farsældar. Hákon VII. skilaði konung- dæmi :í Noregi þannig x hend- ur sonar síns, Ólafs konungs V., að hann hafði með ævi- starfi sínu sýnt og sannað gildi þess íyrir þjóðlífið allt, að eiga sameiningartákn á örlagastundu. Konungur, þing og ríkisstjórn urðu órofa heild; því ástsælli sem kon- ungur varð með þegnum sín- um, því heilbrigðara var lýð- ræði og þingræði í landinu. Þannig féll hið gamla kon- ungsvald eðlilega inn í við- horf nýs ííma. • , HUGUR íslendinga leit- ar þessa daga til Noregs. „Þótt meira en þúsund ár séu liðin síðan vér fórum að „heiman“, eru örlög norsku þjóðarinnar, sorg hennar og gleði, íslendingum hugstæð“. Svo mælti Hennann Jónasson forsætisráðherra í viðtali við norsku fréttastofuna í gær, er andlátsfregnin barst. ís- lendingar minnast hins látna þjóðhöfðingja og hinnar miklu sögu, sem nafni hans er tengd, með mikilli virð- ingu og einlægri vináttu. Þeir óska Ólafi V. konungi og norsku þjóðinni allri gæfu og gengis i því starfi, að halda áfram sókninni til hamingju- ríkari daga undir því merki, er Hákon VII. hóf á loft fyrir meira en hálfri öld. Jean Síbelíns LJÓÐSKÁLDIN slá hörpu þjóðtungunnar, en sú músík er óskiljanleg öðrum en þeim, sem kunna málið. Það hefir því orðið hlutskipti snillinga, sem eru fæddir í litlu þjóðfélagi, að ljóða fyr- ir fámennan hóp, þótt efni sé til að ávarpa mílljónirnar. Ýmis snilldarverk heimsbók- menntanna eru í viðjum lítt kunnra tungumála; þýðing segir efnið sjálft, en til að túlka anda og hugblæ þarf helzt jafnoka höfundarins. Eddukvæði kunna því færri en vert væri, og Kalevalaljóð voru um langan tíma á bak við lás finnskunnar, sem flest um útlendingum gekk erfið- lega að opna. Það var Jean Síbelíus, er fyrst birti heim- inum sýn til fegurðar þjóð- legrar finnskrar menningar með tónsmíðum sínum, sem skráðar eru á alþjóðamáli hinnar sönnu tónlistar. Kale- valatónaljóð hans fóru um löndin löngu á undan ljóða- þýðingunum, en Eddukvæðin bíða enn síns íslenzka Sí- beliusar. ÞEGAR hinn mikli finnski meistari nú er lagztur til hinztu hvíldar, rennur upp fyrir þeim, sem eru börn þessarar aldar að öllu leyti, að nafn hans var skráð í menningarsögu heimsins fyr- ir þeirra minni. Hann samdi sum hin frægustu tónaljóð sín á seinasta áratug fyrri aldar. Finnlandía er frá árinu 1899; fyrsta sinfónían tilheyr- ir öldinni, sem leið. Öll verk hans eru byggð á grunni þjóð legrar finnskrar menningar, en með snilligáfu sinni gerði hann arfleifð Finnanna skilj- LisfahátíSln í Edinborg: Heimsfrægir hljómsveitarstjórar, einleik- arar og eiesöngvarar fiuttu misjöfn verk Edinborg í september. { Unnendur kammerlónlistar ! hafa a3 undanförnu átt þess' kost að hlýða á mjög góða ( kammertóníist hér á Edinborg- I arhátíðinni. Ber þar fyrst að j nefna Holíywood-strengja- kvartettinn sem herir leikið sex seinustu strengjakvartetta Beethovens (þar með talin I Grosse Fuge op. 133). Dietrich Fischer-Dieskau e. maciurmn á hátíðinni - t. v. fremsti iista- Þessir kvartettar eru samdtr eftir sköpun níundu sinfóníunnar, og eru að rnargra dómi beztu verk Beethovens, þótt ekki hafi náð slíkri hylli sem ýmis önnur verk hans. Margir munu telja þá frem- ur óaSger.gilega, en þeir eru engu | að síður stói'kostleg meistaraverk, | árangur af margra ára sleitulausri i vinnu, ásamt meðfæddum hæfileik 1 um. Hollywood-strengjakvartettinn lék þessa kvartetta nokkuð vel, sérstaklega kvartettinn í sís-moll, op 131, óg kvartettinn í F-dúr, þann seinasta, sem Beetboven samdi. Kvartett þessi er að ýmsu leiti frábrugðin hinum. Hann er styttri og alveg klassískur að formi til (fjórir þættir). í seinasta þætt- inum skipist á spurning og svar. Oito Klemperer stjórnar fíiharmónisku hljómsveitinni í London á Edin- hátíðinni. Anna Russel vakti ósvikna kátinu m. a. með skopstælingu sinni á ýmsum óperuhlutverkum. Fyrst er spurt hægt og alvarlega: Muss es sein? og síðar kemur svar ið hratt og ákveðið: Es muss sein. Leikni Ameríkumannanna var allgóð og túlkun þeirra hvergi yfirdrifin né ýkt eins og svo mörg um ágætis listamönnum hættir til að gera. Píanókvartett Pmberts Masters lék tvo piano-kvartetta eftir Brahms í g-moll, op. 25 og c-moll, op. 60. Auk þess heldur þreytandi píano-kvartett eftir tékknesk- ameríska tónskáldið Martinu, og æskuverk eftir William Wálton, samið árið 1916, þegar hann var aðeins sextán ára að aldri. Verk þetta er ósköp tilkomulítið. Þó ber það með sér að William Walton hefir verið samvizkusam- ur nemandi og harðduglegur að semja. Píano-kvartett Roberts Masters lék þessi verk elcki, nema í meðallagi vel. anlega í augum heimsins, og upphóí þar með land sitt og þjóð. Hlutur Síbelíusar í menningar- og írelsisbaráttu Finna, er mikill. Dæmi hans er og verður sönnun um gildi listarinnar fyrir líf þjóðanna og framför. Þegar hann hverf ur af sjónarsviðinu, lifir list hans áfram í vitund fjöldans, og örfar til nýrrar sköpunar. Allur hinn menntaði heimur minnist hins látna finnska meistara, og landsins, sem ól hann. Ágætur fiðluleikari Fiðluleikarinn Szymon Goldberg liefir haldið tvenna tónleika. Hann er í röð fremstu fiðluleikara og á þessum tónleikum naut hann góðr- ar aðstoðar Gerhalds Hengeveld, frábærs píanóleikara. Hæst bar á tónleikum hans sónötu Béla Bar- tóks fyrir einleiksfiðlu. Sónatan er samin í Bandaríkjunum árið 19^3 og er eitt af seinustu verkum Bartóks. Hún er samin fyrir Menu- hin og er eitt af erfiðustu verk- um sinnar tegundar. í sónötunni koma fram allir beztu eiginleikar Bartóks, verkið er dásamlega fall- egt og afburðavel samið. Af Öðrum verkum má ncfna Partitu Bachs nr. 2 fyrir einlciks- fiðlu. Seinasti þáttur hennar cr sem kunnugt er sú fræga Chaconna sem flestir fiðluleikarar spreyta sig á. Einnig var Duo Concertant eftir Stravinsky nokkuð athyglis- vert verk. Szymon Goldberg lék öll þessi verk geysilega vel. Hann hefir mikla leikni og er listamað- ur sem tekur hlutverk sitt mjög alvarlega. Frægir hljómsveifarstjórar Fílharmónin-hljómsveitin hefir haldið þrenna tónleika undir stjórn Otto Klemperes, Rafaels Kubeliks og Eugene Ormandy. Klemperer stjórnaði Das Lied von der Erde eftir Mahler og Anton Dermota og Fischer-Dieskau sungu einsöng í því verki. Verkið er að mörgu leyti fallegt og sérkenni- legt, enda með því skársta sem Mahler samdi. Einsöngvararnir voru báðir góðir. Dermota átti erf- iðan dag, í fyrsta lagi að syngja á móti slíkum manni sem Dieskau er, og í öðru lagi að syngja lög Mahlers. Anton Dermota er fræg- ur fyrir söng sinn í óperum Moz- arts og ekki er hægt að hugsa sér ólíkara en Mozart og Mahler. Á næslu tónleikum, sem voru undir stjórn Kubeliks, var dembt yfir mann öðru verki eftir Mart- inu, sem var öllu lakara en hið fyrra. Þetta var píanókonsert sem Rudolf Firkusny lék Ijómandi vel. Á tónleikunum sem Eugene Qrm- andy stjórnaði voru eingöngu ílutt verk eftir Tschaikowsky. Þetta voru seinustu tónleikarnir sem Dennis Brain lék á, en har.n var fyrsti hornleikari hljómsvcit- arinnar. Nóttina eftir var hann á leið til London í bíl sínum en ók á tré og lézt samstundis. Það er mikill skaði að fráfalli hans. Fischer Dieskau Sennilega munu flestir seint gleyma tónleikum Dietrich Fisch- er-Dieskau. Hann söng að þessu sinni sönglög eftir Schubert. Söng- ur hans er fullkominn, og undir- leikarinn, Gerald Moore, gaf söngv aranum ekkert eftir. Tónleikar þessir voru að mínum dómi þeir beztu á þessari hátíð. Anna Russel hefir vakið mikla hrifningu. Hún skopstælir ýmis fræg verk þ. á m. Niflungahring Wagners, Carmen og fleiri fræg verk. Það er dauður maður sem ekki getur hlegið að henni. A. H. S. Á SKOTSPÓNUM Þcir ku vera að stofna kaupfélag fyrir norðan þar á Sauðárkróki . . forgörvgumenn Jón á Reynistað og Sigurður Sigfússon ... hafa báðir mikla reynslu í fé- lagsmálum Aðalritstjóri Morgunblaðsins er kominn heim úr utanlandsreisu . . .tekinn til starfa á ný. . . . fyrsti sýnilegi árangurinn er alger þögn um útsvars- málið í Morgunblaðinu í gær . . . innbyrðis ástand Sjálfstæðisflokksins er líklegt til að hafa áhrif á túlk- un málsins hér eftir.... Tveir enskir slátrarar ferð- ast í milli sláturhúsanna á þessu hausti . . . þetta er einn liður í starfsemi samvinnumanna við að efla vöru- vöndun og verðmæfi ísienzkra afurða .í vændum er senn ný ljóðabók eftir Guðmu.nd Frímann skáld. . . . Um þtssar mundir fara fram.í Prag árlegir samningar um viðskipti íslands og Tékkóslóvakíu . . . Kjörbúð- irriar sem samvinnufélögin innleiddu hér á landi, ryðja séi æ meira til rúms ... enn eitt kaupfélag undirbýr nú stofnun kjörbúðar . . . þsð er kaupfélagið á ísa- firði . . . Viðkomur stórra farþegaflugvéla á Keflavík- urflugvelli eru færri en ella vegna þess að aðstaða fvrir farþega er ófullnægjandi . . er brýn nauðsyn að endurbæta hana og koma upp „transit"-afgreiðs!u með góðri þjónustu og möguleikum til verziunar fyrir þá, sem aðeins staldra við stutta stund....

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.