Tíminn - 22.09.1957, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.09.1957, Blaðsíða 7
EÍMINN, sunnudaginn 22. september 1957. 7 SKRIKAO OG SKRAFAÐ - Heimur gangnamannsius er æií'S nýr - Þegnskyída cr lög í ríki f jallkéngsins - SláturféS er um 500 þúsund talsins - Kaupféiögm hafa forgöngu um hætta aðstöðú og meiri vöruvöndun - Auk in f jöíbreytni landbúnaðarvaranna er stórmál - Útsvarshneykslið í Reykjavík og útMutun sjö milljónanna - Misrétti bætt oían á Icgleysu - ÁukiS aSkald borgaranna er nauðsynjamál - - - Kaupstaðardrengurinn, sem veriS hefir í sveitinni sumar- langt, sendir þessi boð heim: „Ég kem eftir réttir". Orðin votta, að jafnvel borgarbörn- in vita, að réttirnar eru e. t.) v. skemmtilegasti og skáld- legasti tími ársins. Þá er opið leiksvið gangnanna og fjallskilanna. Þá ríkir eftir- vænting í huga allra. Henni er bazt lýst með þessum orð- um Sigríðar litlu í Tungu: „Æ, þarna er hún Kolla mín blessuð, komin af fjallinu.", Þetta er talað éins og út úr j hjarta okkar allra, sem einhvern j tíman höfum stigið á gras úti í; sveit, jafnvel -þótt aldrei væri' nein fjáreign nema í hugarflugi. Þessi orð hljóma því enn í dag yf- ir réttarvegginn. Allt er nú að vísu orðið sem nýtt, en þó er gleði endunfundanna hin sama og enn í dag hvarflar hugurinn frá réttinni upp til fjallanna og öræfanna. I ríki fjallkóngsins Göngurnar eru að vísu viðast ihvar orðnar leikur einn hjá því, sem áður var. En samt er það svo, að margir hafa hvorki tíma né tækifæri til að g-anga inn í rí-ki hinnar óbyggðu náttúru nema í göngum á haustin. Sauðkindin hef ir í margar aldir dregið lands- menn til fjallanna, og hún gegnir því hlutverki enn í dag. Hún opn- ar þeim nýjan heim, nú á þessu hausti sem endranær, og þessi heimur er ætíð nýr, hversu oft sem hann er kortlagður og upp- lýstur í ferðasögum. Þeir eru að vísu aðeins tiltölu- lega fáir, sem ganga heiðalöndin og fjallabrúnirnar. Flestir sitjum við heima. En í huganum kemur fram sama myndin og Stephan G. bregður upp: „Kvika um einstig Ijósar línur/iíða um skarðið hvítar hjarðir/og við lindir upp um rinda/iðar dreif af björtum reif- um“. Þarna er ríki fjallkóngsins. Þar rikja lög íjallskilaskyldunnar, sem er sú eina þegnskylda, er við þekkjum. Taxtar og uppmælingar samtímans eiga enn ónumið land á skilarétt gangna-foringjanna. Svo sterkur, sjálifstæður og þjó.ðlegur siður eru göngur og réttir enn í dag. Artlurmn af starfinu ávaxtatSur heima Áætlað er nú, að heildarslátrun í landinu verði um eða yfir 500 þúsund fjár. Heiklarkjötþungi mun nema 7500—8000 lestum, og ætla má, að flytja þurfi út um 2500 lestir kjöts í haust og vetur. Þetta eru háar tölur, minna á þá j stónfelldu breytingu, sem orðin er á síðan tókst að sigrast á fjárpest- unum og hefja sauðíjárbúskap að nýju. Jafnhliða fjölgun sauðfjár- jns hefir orðið önnur þróun, sem minni athygli er veitt af öllum ai- jnenningi. Víðs vegar um landið hafa orðið miklar endurbætur á sláturhúsum og frystihúsum. Það eru kaupfélögin og önnur sam- vinnuféfög, sem að þeim fram- kvæmdum standa yfirleitt. í þess- lim mannvirkjum er mikil fjárfest ing. En án hennar væri ekki full- nægjandi aðstaða til að taka á móti sláturfénu í haust. Þessa að- stöðu tryggja menn með samtök- um, með því að ávaxta féð, sem verzlun og framleiðsla skapa, | hei-ma í héruðunum sjálfum. Kaup j félögin hafa tryggt það, þar sem á-! hrifa þeirra gætir verulega, að arð urinn af • starfi fólksins sé kyrr I en ætlað var snemm-a í júlí, þegar bæjarstjórnarmeirihlutinn hunds- aði allar ábendingar minnihluta- flokkanna í bæjarstjórn og ákvað að halda til streitu þeirri áætlun, að taka 7 mill.iónir króna af skatt þegnunum með ólöglegum hætti. I Menn draga kiridur í diika, en sauðkincrin dregur rnenn fram til fjalla heima í héraði og gangi til atvinnu legrar uppbyggingar, en hverfi ekki meö reikulum einstakling- um. Á þessu sviði hafa kaupfélög- in haft ómetanlega þýðingu fyrir margar byggðir, og fyrir þjóðlífið í heild. Fyrir þessa star-fsemi er aðstaða til framleiðslu víða langt- um betri í dag en hugsanlegt væri, ef samvinnu-hrey-fingin heíði ekki fengið að eflast og d-afna með eðli- legum hætti. Þetta er sérstakt um- hugsunarefni í þeirri gerningahríð áróðurs sem miðar að því að tor- velda þessa uppbyggingu með þrengri starfsaðstöðu og ranglátri skattheimtu. Með aukinni þátttöku í atvinnu lífinu hafa kaupfélögin gegnt kalli fólksins, sem fann til örygg- isleysis einkarekstursins. En fyr- ir þessa þátttöku er enn meiri nauðsyn en ella fyrir félögin, að þau fái að njóta eðlilegrar að- stöðu til að fá rekstrarfé og megi jafnan treysta samheldni og ár- vekni félagsmanna sinna. Abendiíigar áhorfanáa Meðal góðra gesta, sem hingað -h-afa komið á þessu sumri, er hinn kunni brezki vísindamaður dr. Hammond, sem m. a. kynnti sér land-búnað þjóðarinnar. Af því, sem hann sagði hér, er minnisstæð ast álit hans á sauðfjárbúskapnum. Hann benti á n-auðsyn þess, að fénu væri ekki fjölgað skipulags- og hugsunarlaust, og minnti á hætt una af o-fbeit og örtröð. Menn hafa ekki lært mikið af sögunni ef þeir láta þessi varnaðarorð sem vind um eyrun þjóta. Dr. Iiammond taldi auðsætt, að athuga yrði gaumgæfilega, hversu margt fc af- réttarlöndin þola, og jafnframt, að beita sauðfé á meira og minna ræktað land heimahaganna. Þetta er ekki nýr boðskapur og er okk- ar eigin sérfræðingar h;rfa oft rætt þessi mál á svipaðan hátt. En það er eins og stunaum þurfi uppörf- un hlutfauss á-horfanda lil að vekja menn til dáða. [IðiJanant og kornrækt Dr. Hamimond drap lika á ann- að viðfangsefni íslenzks landbún- aðar, sem oft hefir verið rætt cn lítið gert fyrir. Hann taldi sjálf- sagt -að hafizt yrði handa um það fyrir alvöru að reyna nautgripa- rækt til kjöl'framleiðslu og útflutn ings hér á landi. Eins og nú er komið sölumöguleikum fyrir mjólk ur- og kjötframleiðslu Íandsmanna, virðist slíkur búskapur hin brýn- asta nauðsyn. Aukin fjölbreytni í | frainleiðslunni er eitt mesta liags munamál iandbúnaðarins. og auk in hagsýni í nýtingu hins rækt- ! aða lands er annað helzta við- fangsefni okkar í náinni framtíð. Það er t. d. alveg vafalaust eitt af framtíðarmálum landbúnaðarins -að efla kornræktina stórlega. Reynsla í öllum hmura veðursælli i héruðum landsins sannar, að korn- j rækt er eins árviss hér og kav- j tc-fiurækt. Þrátt fyrir stórmerki- I legt brautryðjanda'starf Klemenz- ar á SámrstöSum, miðar bægar en skildi að útbreið-a kornræktina og baina athygli bænda að gildi henn ar. Er vafalaust þörf sérstakrar úppörvunar í því eíni, og skipu- legrar sóknar að meiri árangri. i Ctsvarsmálið í Reykjavík j Ekkert mál hefir lengi va-klð > aðra eins athygli í höfuðstaonum j og víða út um byggðir landsins — og útsvarsmálið i Reykjavík, sem 1 á dagskrá var alia síðastliðna viku og er það enn. Málið er að vLu ; engan veginn nýlt. En með aðgerð , um minnihlutaflokkanná í bæjár- stjórn Réykjavíkur eru þáttaskil í ; sambúð bæjarstjórnar og borgara. i Spurningin var þessi: Hversu langt : getur óbilgj-arn meirihluti sveitar- | stjórnar gengið í skattheimtu til I þess að mæta sívaxandi útgjöldum og breiða yfir sukk og óhóflegt bruðl á mörgum sviðum? í útsvars- lögunum er gert ráð fyrir því, að nokkurt aðhaid sé nauðsynlegt í þessu efni, en liin seinni ár hefir fjárþör-f bæjarstjórnarmeirihlut- ans í Reykjavík verið svo rík, þrátt fyrir mestu hækkun útsvars skattsins, sem um getur í þjóðar- sögunni, að forustumenn hæjarins ha-fa gengið á það lagið, að taka -meira en löglegt er. Þessi ráns- ferð í vasa borgarann-a hófst fyrir 4 árum, en var þá með þeirri hóf- semd, að ekki var tekin nema rösk milljón í það sinn. Almenningur lét kyrrt liggja, og þ-á færðu bæj- aryfirvöldin sig upp á skaftið og tóku 2,2 millj. á næsta ári. Þriðja árið komst hin ólöglega skatt- heimta upp í 3,3 milljónir, og er þá svo að sjá, sem borgarstjórnin hafi talið sér alla vegi færa, því að á þessu ári bomst upphæðin í 7 milljónir. En þá sprakk blaðr- an. Síðan hefir útsvarsmálið verið rætt fyrir opnum tjöíd.um meira en nckkurt annað mál, og margt hefir komið fram, sem varpjjr ljósi á stjórnarhætti í bæ, sem veitir sama fólkinu stjórnarumboð ára- tug eftir áratug, þrátt fyrir stór- felldar misfellur í stjórn og rekstri. l Þegar frá líður mun útsvars- | málið e. t. v. verða talið merki- ' legast fýrir það, að það hafi opn- að augu borgarbúa fyrir spilling- unni, sem þróast þegar aðhald kjósendanna í jílfra er of Iítið og of lengi tekst að láta kröfíuga áróðursvé!. sem genguv fyrir pen ingurri, villa sér sýn á raunveru- legum viðfangsefnum. Útsvars- máiið verður efalaust áhrifarík- ara til að kenna mönnum g'rund- vallaratriði um stjórn bæjarmál- j anna en ,.bláa bókin“, sesn íhald- ið gefur út fyrir hverjar bæjar- stjórnarkosningar til að blekkja og hilma yfir. Hafa málin þá ráðizt öðru vísi Diigar lieim enn flokks- legt ofstæki? Það var augljóst mál fyrir mörg- um mánuðum, að útsvarsmálið væri þess eðlis, að það gæti að lok um lent hjá dómstólum landsins til úrskurðar. Á þetta var bent þegar útsvarsskráin var lögð fr-am í júlí- byrjun, en -meirihlutinn, sem er vanur að fara sínu fram, hvað sem hver segir, lét sér nægja hróp og fáryrði Morgunblaðsins að andstæð ingunum, en gerði ekkert til að leiðrétta misferlið. Ábyrgur meiri hluti hefði þá þegar gert ráðstafan ir til þess að fá úrskurð dómstóla um lögmæti útsvarsálagningarinn- ar. í þess stað var notast við gamla lagið. En samkvæmt kenn- ingum Mbl. hefir bæjarstjórn-ar- meirihlutinn aldrei rangt fyrir sér. Honum getur ekki skjátiast. Allt er gott, sem gerir hann. Gagnrýni á stjórn borgarinnar er óþekkt fyr irbæri í „stærsta blaði landsins“. Með þessu hugarfari hélt bæjar- stjórnarmeirihlutinn sínu striki í úts-varsmálinu. Þegar svo úrskurð- ur ráðuneytisins féll á þá lund, að 7 milljónirnar væru ólöglega á lagðar, urðu fyrstu viðbrögð íhalds ins þau, að kenna öðrum um, og kvarta yfir því, að framkværí.dir bæjarins geti e. t. v. tafist ve.gna þess að innheimta útsvara seinki. Jafnframt var hrópað að úrskurð- urinn væri ólöglegur. En lögmæti- álagningarinnar var aldrei sann- reynt þótt m-ánuðirnir liðu, og tækifæri væru til þess. Þegar mál- ið fékk eðlilega afgreiðslu með úr- skurði ráðuneytisins, þorði meiri- hlutinn enn ekki að leita til dóm- stólanna, heldur viðurkenndi brot- ið með því að samþykkja að leggja fra-m útsvarsskrá að nýju, og aug- lýsa nýjan kærufrest. 1 ljósi þess- arar sögu verða fullyrðingar árpð- ursmanna á V-arðarfundi um „lög- brot og ofsókn“ heldur vesældar- legar. Ræður á Varðarfundinum, sem Mbl. hefir birt, sýna það einna helzt, að forustumenn Sjálfstæðis-. flokksins þykjast mega bjóða Varð arfélögum allt. Fullyrðing-ar þeirra á fundinum og skrif Mbl. og Vísis eru ekkert nema móðgun við heil- brigða skynsemi. En því er enn treyst, að flokkslegt ofstæki hafi lokað heilbrigðri sýn. Öíhlutun 7 milljónanna Með úrskurðinum um ólögmæti álagningar bæjarstjórnarmeiri- hlutans lauk fyrsl-a þætti útsvars- málsins. En jafnskjótt hófst ann- ar þáttur, sem upplýsir e. t. v. enn- þá betur en hinn fyrri, hvernig spillingin grefur um sig í skjóli langvinnra valda, mikilla fjárráða og ónógs aðhalds af hálfu almenn- ings. Þeg-ar átökin um útsvarsmál- ið hörðnuðu, mun borgarstjórninni hafa verið það ljóst, að hún mundi- e. t. v. verða dæmd til að lækka álagningu sína um 7 milljónir. í augum hennar jafngilli þetta því, að hún hefði á hendinni að veita einhverjum hópi borgaranna þenrt an afslátt á þeim útsvörum, sem þegar höfðu verið tilkynnt. Þegar i úrskurðurinn urn ólögmæti hinnar fyrri útsvarsskrár hafði verið birt- ur, hafði borgarstjórnin því til- tæka aðra útsvarsskrá og lagði fram, um leið og hún auglýsti hinn nýja kærufrest. Síðan er upplýst, hvernig hin nýja útsvarsskrá er lil komin. llúu er gamla útsvarsskrá- in eftir að nokkrum hluta gjald- (Framhald á 8. sxðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.