Tíminn - 22.09.1957, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.09.1957, Blaðsíða 8
8 T í MI N N, sunnudaginn 22. september 1957. Kirkjan telur vanhelgun hvíldardags- ins vera orðiS mikið alvörumál Héraðsfundur Kjalarnesprófastsdæmis í Vest- mannaeyium gertSi harðorða ályktun í málinu Vestmannaeyjum í sept. — HéraSsfundur Kjalarnespró- fastsdæmis 1957 var haldið í Vestmannaeyjum dagana 14. —15. september. Fyrirhugað hafði verið að fljúga til Eyja að morgni laugardags og ljúka fundinum þann dag, en flug- veður brást svo að fundarmenn lögðu leið sína um Þorláks- höfn og komu þaðan með vélbát að kvöldi laugardagsins. Síðar um kvöldið hófst þó hér- aðsfundurinn og stóð fram undir miðnætti, en var síðan haldið á- fram að kvöldi sunnudags og lauk honum kl. 1 eftir miðnætti. í Landakirkju Fundurinn var haldinn í frá- bærlega vistlegu og vel búnu fund arherbergi í hinni nýju íurnbygg- ingu Landakirkju, sem nú er að verða fullgerð. Mjög hefir verið til þessarar byggingar vandað og verður hún kirkjunni til mikillar prýði og gagns. Af þeim, sem sækja áttu þennan fund, vantaði tvo presta og einn safnaðarfulltrúa, sem ekki gátu komið vegna veikinda. Við íundar- setningu voru, auk fastra fundar- manna allir sóknarnefndarmenn Ofanleitissóknar. Prófasturinn, sr. Garðar Þorsteinsson, Hafnarfirði, setti héraðsfundinn og stjórnaði honum. Sr. Halldór Kolbeins bauð fundarmenn velkomna til þessa fyrsta héraðsfundar, sem haldinn er í Vestmannaeyjum og ílutti þeim kveðju og árnaðaróskir í bundnu máli. Mörg mál voru rædd á fundinum og báru umræður vott Skrlfað og skrafað (Framhald af 7. síðu). endanna hafði verið úthlutað af- slætti á útsvörunum, sem nemur samtals um 7 milljónum króna, en hinn hlutinn, og meirihlutinn, býr enn við gömlu útsvarsseðl- ara, sem heimta 3,7% hærri upp hæð af hverjum manni, en lög- legt er. Þetta er lærdómsrík starfsað- ferð. Hún þýðir í rauninni það, að misrétti er bætt ofan á lögleysu og rangsleitni. Ekkert sem gerzt þefir í stjórn bæjarmála um langa hríð sýnir betur,'hversu gjörsam- lega tillitslaust íhaldið er orðið í krafti meirihlutavaldsins. Það tel- ur að sér leyfist allt. Hlutverk i±K)rgaranna er í þess augum aðeins hð þjóna undir klíkuna, sem ræð- ur, borga og þegja. Skuggalegt upplit Sjö bæjarfulltrúar hafa látið bóka kröftug mótmæli gegn þess- um vinnubrögðum í fundargerðar- bók bæjarstjórnarinnar. Þar kem- ur fram sú skoðun, að líklegast sé að þessi álagningarmáti bæjar- stjórnarmeirihlutans yrði dæmdur ólöglegur af dómstólum landsins, væri eftir því leitað. Þannig er enn teflt á tæpasta vað um eðli- lega fjáröflun í bæjarsjóð, á sama tíma og uppi eru ásakanir á hend- ur öðrum fyrir að tefja innheimtu og framkvæmdir. Frá almennu sjónarmiði er samt ógeðfelldust sú mynd af stjórnarháttum í borg- inni, er brugðið var upp í bréfi frá skattborgara, sem birt var hér í blaðinu fyrir helgina. Það er myndin af íhaldsforustunni I Rvík með útsvarsseðlabunkann fyrir framan sig, önnum kafin við að gera einhverjum hópi skattþegn- anna þann greiða, nokkrum mán- uðum fyrir kosningar, að strika út einhvern hluta útsvarsins og reyna þar með að slá tvær flugur í einu höggi: Fá þakklæti fyrir greiða- somina og koma heildarupphæð út- svaranna inn fyrir löglegan ramma. En utangátta stendur meiriihluti borgaranna með sína gömlu út- svarsseðla, með liærri upphæð en löglegt ber að taka af þeim. Þeir mega eiga fáryrði Morgunblaðsins og hróp strandkapteinsins og skattakóngsins á Varðarfundinum, en réttláta lækkun fá þeir ekki. Þetta er upplitið á íhaldinu í út- svarsmálinu nú síðast. Og hefir sjaldan verið skuggalegra. um samstilltan vilja til að vinna kirkju og kristni sem mest gagn. Tvær ályktanir voru gerðar og allar samþykktar með öllum at- kvæðum fundarmanna. Ályktan- irnar voru þessar: Vanhelgun hvíldardaganna Héraðsfundur Kjalarnesprófasts dæmis haldinn í Vestmannaeyjum 14.—15. sept. 1957 telur vanhelg- un hvíldardagsins vera orðna svo geigvænlega að kirkjan megi ekki lengur við una, þar sem þess er jafnvel að engu gætt að friða þann tíma, sem almenn guðsþjónusta fer fram á hverjum stað, fyrir hverskonar vinnu, íþróttakappleikj um, kvikmyndasýningum og öðru sem dregur hugi manna frá helgi- haldi hvíldardagsins. Fundurinn skorar því á alla, sem kirkju og kristindómi unna, að vakna til með vitundar um ábyrgð sína í þessu efni og til að vinna markvisst og ákveðið að kristinn skilningur á boðorðinu: „Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan" aukist og verði í fullum heiðri hafður. ICrisfiiiboð Fundurinn harmar hve lítið ís- lenzka kirkjan hefir til þessa sinnt kristniboði meðal heiðinna þjóða og hvetur eindregið til þess að kirkja íslands helgi pálmasunnu- dag framvegis kristniboðinu og að sá dagur verði fjáröflunardagur til stuðnings því kristniboði, sem Samband ísl. kristniboðsfélaga hef ir þegar hafið, og að bæn fyrir kristniboðinu verði tekin inn í bæn eftir prédikun. Af öðrum málum, sem rædd voru má nefna: Lög um kirkju- þing, skipun biskupsembætta og Hið ísl. biblíufélag og útgáfu bibl íunnar hér heima. Ágæfar mótfökur Vestmannaeyinga Sunnudagsmorguninn kl. 10 messaði sr. Björn Jónsson, Kefla- vík, á sjúkrahúsinu og kl. 10,30 messaði sr. Guðmundur Guðmunds son, Útskálum. Sr. Bjarni Sigurðs- son, Mosfelli, hafði barnaguðsþjón ustu í kirkjunni kl. 11. Kl. 2 e.h. var svo almenn guðsþjónusta í kirkjunni og var þá hvert sæti skip að kirkjugestum. Prófasturinn sr. Garðar Þor- steinsson prédikaði, en fyrir altari þjónuðu þeir sr. Björn Jónsson og sr. Guðmundur Guðmundsson fyrir prédikun, en prófasturinn eftir prédikun. Um kvöldið kl. 8,30 flutti sr. Björn Jónsson Keflavík erindi í kirkjunni um kirkju og trúarlíf í Þýzkalandi. Mjög rómuðu aðkomumenn gest- risni Vestmannaeyinga og rausn- arskap. Sóknarnefnd hafði útveg- að þeim náttstað og fengið hús K.F.U.M. og K. til afnota fyrir mötuneyti, sem nokkrar konur úr K.F.U.K. önnuðust af frábærum myndarskap og prýði. Kvenfélag Landakirkju bauð fundramönnum tvisvar til kaffi- drykkju, en auk þess bauð það einnig kirkjukórnum og öðrum starfsmönnum kirkjunnar. Ferð um Heimaey Veður var hið fegursta og nutu aðkomumenn, sem flestir voru ókunnugir í Eyjum, því sér- staklega vel ferðar, sem farin var í bílum um Heimaey. Voru þeir stórhrifnir af hrikalegri fegurð fjalla og sjávarhamra, víðáttu- miklu gróðurlendi og margskon- ar mannvirkjum, sem þeim voru sýnd. Heim fóru aðkomumenn með flugvél að morgni mánudags 16. sept. Þessi fjölmenni hópur ágætra Lífið í kringum okkur (Framhald af 5. síðu.) vöðvastrengur liggur frá bak- hluta innýflapokans og fær festu á litlum bletti á innra borði snigilhússins. Þetta er dráttarvöðvinn, sem hjálpar dýr inu til að loka sig inni í húsi sínu, þegar það verður fyrir ónæði, eða þegar þörf krefur á annan hátt, og setur þá dýr- ið í skyndi hurð fyrir dyrnar. Hurðin er kringluleit plata (lok) úr kalkkenndu eða horn- kenndu efni, sem fest er á líf- færapokann, skammt við fót- inn, en ekki á sjálfa ílina eins og virðist vera í fljótu bragði séð. Sumar kuðungategundir hafa ekkert lok. Sumar samlokutegundir verða að gera sér að góðu að sitja fastar á einhverjum stein inum í botninum og veröa að taka möglunarlaust við þeim mat, sem sjávarguðinum þókn- ast að láta þeim í té. Þannig fer hin mikla móðir vor nátt- úra líka með hrúðurkarlinn, sem húkir sýnkt og heilagt á fjörusteinunum. En hann er annarrar ættar, og látum við hann því „sigla sinn sjó“. Samlokurnar og pípuskeljarn ar eru höfuðlaus dýr, en hafa samt munn, sem er þó bæði kjálkalaus, tannlaus og tungu- laus, en umhverfis hann eru 4 þreifarar, sem hjálpa dýrinu til þess að afla sér fæðu, sem er annað hvort smásæir þörung ar eða eðja, mynduð úr rotn- uðum jurta- og dýraleifum. Á hinn bóginn hafa kuðungarnir höfuð og í munninum svokall- aða þjalartungu, sem er sett fjölmörgum, agnarsmáum tönn um, jafnvel svo þúsundum skipt ir. Kuðungar eru því harðari af sér, er til fæðuöflunar kemur en samlokur, enda eru margar tegundir kuðunganna kjötætur og miskunnarlausar í þeim efn um gagnvart sínum eigin frænd um. ÖNDUN þessara dýra fer fram með tálknum. Skilningar vitin eru fremur ófullkomin, einkum hjá samlokunum, þó hafa sumar tegundir samlokna augu á möttulfaldinum. Aftur á móti hafa kuðungarnir augu á 2 stilkum, er standa fram úr höfðinu eða upp úr því. Margir þekkja þjóðtrúna um brekku- snigilinn. Sá sem var svo hepp- inn að ná í hornin á honum, gat óskað sér hvers sem hann vildi. En snigillinn var alltaf fljótari að draga inn hornin, því þau voru ekkert annað en augnastilkarnir. Flest sælindýr eru einkynja, fæða egg og taka lirfurnar myndbreytingum. Sumar lirf- urnar klekjast svífandi og ber- ast þá- oft langt með straumn- um og vindi, aðrar festa sig strax og þær koma úr egginu • (hall-loka). Ingimar Óskarsson. ESSO hyggst setja upp birgðastöð í Færeyjum Færeyska Dagblaðið segir frá því 6. sept. s. 1. að olíufélagið Esso hafi í hyggju að setja upp mikla birgðastöð fyrir skip frá öll um þjóðum, sem þurfi að taka olíu í Færeyjum. Blaðið segir, að af þessu muni leiða, að olíuverð í Færeyjum lækki töluvert. Hefir blaðið snúið sér til verzlunarstjóra Esso í Fær- eyjum, Esmar Fuglö og hefir hann staðfest, að samningar fari nú fram milli Esso og landstjórnarinnar um byggingu slíkrar birgðastöðv- ar. Verzlunarstjórinn segir einnig að um nokkra verðlækkun á olí- um muni verða að ræða í Færéyj- um við þessa framkvæmd. gesta setti virðulegan og ánægju- legan svip á 'Vestmannaeyjabæ og munu hvorir íveggja, heimamenn og gestir minnast þessa undur- fagra sunnudags með þakklátum fögnuði. Áttræður: DavíS Þorsteinssou, Arabjargarlæk Davíð á Arnbjargarlæk, svo er hann ætíð nefndur, er 80 ára í dag. Hann er fæddur á Arnbjarg- arlæk 22. sept. 1877, sonur Þor- steins Davíðssonar bónda þar og hreppstjóra og konu hans Guðrún- ar Guðmundsdóttur. Það fór snemrna orð af Davíð á Arnbjargarlæk sem efnisrnanni, greindum í bezta lagi, allmiklum íþróttamanni, glímumanni og sund manni. Snemma fór og orð af því, að Davíð væri mikill fjáraflamað- ur. Ungur að árum keypti hann jörðjfla.Spóamýri. Það er lítil jörð og liggur skammt frá Arnbjargar- læk. Á Spóamýri stofnaði Davíð fjárbú, byggði fjárhús yfir 200 fjár og heyhlöðu og sléttaði túnið. Réði hann fólk til verka á Spóg- mýri en sjálfur vann hann að búi föður síns heima á Arnbjargar- læk. Harðindavorið 1906 keypti Davíð Þorgautsstaði í Hvítársíðu af föður bróður sinum Ólafi, sem þá flutt- ist að Hvítárvöllum. Afi Davíðs bjó á Þorgautsstöðum og mó vel vera að Davíð hafi liugsað sér jörð ina til ábúðar síðar. I-Iann byggði hálfa jörðina og samdi við bónd- ann um hirðingu á 200 kindum, en réði fólk til heyvinnustarfa á sumr in. Nolckru síðar keypti Davíð jörð ina Svartagil í Norðurárdalsihreppi. Byggði hann þá jörð að einhverju leyti en mun hafa haft þar um 200 kindur á fóðrum. Eftir að Davíð tók við búi og jörð á Arnbjargar- læk, bjó hann samtímis eða hafði meiri eða minni búskap á þremur jörðum auk Arnbjargarlæks, og mun þá hafa haft á fóðrum fle-t um 900 kindur og á fjalli um 1500 fjár, þegar lömb eru talin með. Auk fjárbúsins átti Davíð margt hrossa. Auk þess sem sagt er hér að framan, keypti Davíð Guðna- bakka í Stafholtstungum og Veiði- læk í Þverábhlíð. Mun hann hafa haft einhver not þessara jarða, enda þó hann byggði þær öðrum. Davíð átti sem fyrr segir, margt sauðfjár og vænt. Hann hafði oft góða fjármenn og stundum ágæta, hann hafði og sjálfur gott vit á kindum. Davíð lagði mikla áherzlu á notkun beitarinnar út í æsar, og lærðist fljótt að nota síldarmjöl til fóðurs handa sauðfé með beit. Hann sléttaði og bætti túnið á Spóamýri sem fyrr segir svo og túnið á Arnbjargarlæk, en það var mjög effitt til ræktunar, vegna þess hvað það var grýtt. Ekki réð- ist Davíð í stórfellda ræktun utan túns en þó nokkra. Hann húsaði jörð sína, Arnbjargarlæk, mjög myndarlega, bæði að heyhlöðum og fénaðarhúsum og byggði mjög myndarlegt íbúðarhús. Ekki verður sagt að mikil á- nægja hafi rílct í sveitarféiögunum utan heimasveitar Davíðs yfir bú- skap hans þar, en aldrei mun það þó ha-fa aflað honum óvildar. Nú hefir Davíð selt allar jarðir sínar nema Veiðilæk. Syni sínum Arn- bjarnarlæk og Spóamýri, sem nú er orðin sem ein jörð og tengda- syni Svartagil, báðar jarðirnar með mjög hagstæðu verði. Davíð hefir lagt gjörfa hönd á fleira en búskapinn og fjóröflun. Mesta og merkasta starf hans er félagsmálastarfsemi hans. Davíð hefir átt meiri og minni þátt í öll- um félagssamtökum bænda í hér- aðinu og verið með fyrstu frum- kvöðlum um mörg þeirra. Nefni ég þar til fyrst og fremst samvinnu- félögin: Sláturfélag Suðurlands og síðar Sláturfélag Borgfirðinga svo og Kaupfélag Borgfirðinga og Mjólkursamlag. Davíð tók virkan þátt í stofnun allra þessara félags- samtaka. Var í stjórn Sláturfélags Borgfirðinga frá stofnun þess, þar til það var sameinað Kaupfélaginu. Einnig í stjórn Kaupfélagsins og formaður þess í mörg ár. Endur- skoðandi var hann reikninga Kaup félagsins þar til hann tók sæti í stjórn þess. Davíö hefir tekið mik- inn þátt í búnaðarfélagsskapnum, bæði heima í sveit sinni svo og í stofnun búnaðarsambandsins á sín um tíma og jafnan verið endurskoð andi reikninga sambandsins og er svo enn. Davíð átti mikinn þátt í stofnun h.f. Skallagríms. Félagið var stofnað til þess að annast sjó- samgöngur á milli Borgarness og Reykjavíkur og fleiri hafna sunn- an lands. Félagið keypti í fyrstu e.s. Suðurland, en seldi það fljót- lega og lét smíða m.s. Laxfoss til ferðanna á milli Borgarness og Reykjavíkur og nú síðast Akra- borg. Var Davíð í stjórn h.f. Skalla gríms frá stofnun félagsins þar til fyrir tveim árum. Það mun ekki ofsagt að Davíð á Arnbjargarlæk hafi verið meira og minna riðinn við öll félags- og framfaramál hérað).ins um síðastl. 50 ár. Hann hefir átt sæti í sýslu- nefnd frá 1914 og verið þar sterk- ur og mikilsmetinn aðili að mörg- am málum. Endurskoðandi sýslu- og hrepp',.reikninganna fram á síð asta ár, endurskoðandi reikninga Sparisjóðs Mýrasýslu og reikninga Andakíl'-.árvirkjunarinnar, átti sæti í skólanefnd Reyk’noltsskóla o.fl. o.fl. Auk þess sem að frarnan grein ir um félagsmálastörf Davíðs, hef- ir hann gegnt öllum opinberum störfum fyrir sveit sína, Þverár- hlíð. Verið oddviti síðan 1912 og þá jafnframt oddviti upprekstrar- félags Þverárréttar, sýslunefndar- maður síðan 1914 sem fyrr segir, hreppstjóri síðan 1922 og gegnir öllum þessum störfum eiinþá. Þegar ég tala um félagsmála- störf Davíðs á Arnbjargarlæk, íala ég um þau af þekkingu og reynslu. Það hefir atvikast svo, að leiðir okkar hafa legið samar. í marghátt uðu félagsstarfi, meðal annars ver- ið saman í sýslunefnd í 40 ár. Da- víð er óvenjulega vel greindur mað ur og fljótur að átta sig á málum og aö finna hvað er aðalatriði hvers máls. Ðavíð er samvinnu- þýður og sanngjarn. í dag, á þess- um merku límamótum í lífi hans, þegar hann hefir náð þessum á- fanga að íylla áttunda tuginn, þakka ég honum fyrir langt sam- starf og óvenjulega gott, og óska að hann megi sem lengst halda sínum miklu sálar og líkamskröft- um til starfs fyrir sjálfan sig og aðra. Davíð er kvæntur Guðrúnu Erlendsdóttur frá Sturlureykjum. Glæsilegri myndarkonu og hús- móður. Börn þeirra eru: Guðrún hús- freyja á Grund í Skorradal. Missti hún mann sinn, Pétur Bjarnason fyrir mörgum árum. Andrea, hús- freyja í Norðtungu, gift Magnúsi Kristjánssyni og Aðalsteinn bóndi á Arnbjargarlæk, kvæntur Bryn- hildi Eyjólfsdóttur, ljósmóður. Sverrir Gíslason. 4. síðan (Framhald af 4. siðui. hætti að annast um hana. Hún var með öðrum orðum óvelkomin og þar eð hún var mjög óttaslegin vegna sjúkleika föður síns, varð hún strax utan við sig og talaði þá mikið um dauðann. Angistin og kvíðinn jókst í enn ríkara mæli, þegar fjölskyldan heimsótti íeðg- inin á sjúkrahúsið, og síðar vitn- aðist, að ættingjarnir höfðu þá end urtekið það, að dauðinn væri henni fyrir bezlu. Allar tilraunir til að bjarga stúlkunni reyndust árangurslausar. Hún brotnaði sam- an í annarlegu hitaástandi og tærð ist upp. Hsiiafrumurnar breyfast Kunnáttumenn í líffærafræði hafa nú sýnt fram á, að það er ekkert dularfullt eða yfirnáttúr- legt við það, að menn deyi af ótta, vegna formælinga eða vegna eigin fullvissu um að dauðinn sé í nánd. Smásjármyndir af heilanum sýna hvernig heilafrumurnar þorna upp og missa orkuhleðslu sína undir slíkum kringumstæðum. Einnig sýna myndirnar holur, sem mynd- ast í frumunum og eru þær tald- ar stafa af árangurslausum til- raunu.m líkamans til að framleiða vökvastýrandi liormóna, sem eiga að viðhalda vökvahlutföllum lík- amans. Útskýringin á þessum fyr- irbrigðum, sem áður voru talin dularfull er því fullkomlega eðli- leg frá líffærafræðilegu sjónar- miði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.