Tíminn - 20.10.1957, Qupperneq 2

Tíminn - 20.10.1957, Qupperneq 2
2 TÍMINN, sunnudaginn 20. október 1957« GóS framleiðsla byggist á gagn- kvæmu trúnaðartrausti verka- manna og atvinnurekenda Harold Atkins, fulltrúi í brezka sendiráðinu í Helsinki, flutti fyrirlestur í Tjarnarbíó í gaer um verkalýíssamtök í nútímaþjótSíélagi Hér í bæ er staddur Harold Atkins, atvinnumálafulltrúi í brezka sendiráðinu í Helsinki, en starfssvið hans nær einnig yfir ísland. Flutti hann fyrirlestur í gær í Tjarnarbíó um verkalýðssamtök í nútímaþjcðfélagi og sýndi kvikmynd um skipulagningu verkalýðsfélaga. Að því loknu bauðst hann til að svara fyrirspurnum en engin barst, ,og má af því marka, að áheyrendum hafi þótt ræða hans ýtarleg og tæmandi. ins. Við hverja verksmiðju vœri starfandi starfsmannafélag, er væri aðili að verkalýðsfélagi, en þau mynduðu með sér sambönd og þanriig koll af kolli, unz komið væri alheimssamband. Því fylgdi |aukin ábyrgð hverju einstöku fé- lagi. Hann sagði, að þrír aðilar stæðu að iðnaði allra landa, ríkis- stjórn viðkomandi Iarids, atvinnu- rekendur og verkaménn og því væri nauðsynlegt að samvinna og gagnkvæmt traust ríkti milli þess- ara aðila. Atkins er fimmtugur að aldri, fæddur í Hull og hefir starfað lengi á vegum verkalýðssamtak- anna sem eftirlitsmaður með launa kjörum verkamanna. Hann hefir veitt forstöðu stórri ráðningarstofu í Nottingham og starfað sem verka lýðsmáTáfulltrúi við sendirá Breta í Mexíkó og Helsinki. Sameináðir stöndum vér. í gær ræddi Atkins nokkuð um vándamál þau, er verkalýðssamtök- in ættu við að stríða. Hann sagði, að samtökin væru grundvölluð á gömlu orðtæki: Sameinaðir stönd- um vér, en sundraðir föllum vér. Hlutverk samtakanna væri að gæta hagsmuna og velferðar verkalýðs- Framboð og eftirspurn. Harold Átkins lagði áherzlu á, að hver verkamaður væri þegn síns ríkis og hefði sörnu réttindi og skvldur og hver annar borgari. Hann kvaðst ekki mundu ræða hina stjórnmálalegu hlið verkalýðs- samtakanna heldur útskýra skipu- lagningu þeirra og starfsemi. Verkamaðurinn selur vinnu sína á markaði iðnaðarins, en þar þyrfti margs að gæta, því að markaður- inn væri undirorpinn stöðugum breytingum, er stöfuðu af mis- jafnri eftirspurn óg 'framboði' á vinnuafli. ínú bæri nauðsyn til að tryggja jöfnuð á því sviði. Þá ræddi Atikins nokkuð um hug tökin framleiðslu og framleiðni. j Frarrrleiðsla væri einfalt mál, sem ! byggðist á því að auka vélakost j og vinnuafl. Én framleiðni væri öllu flóknara og erfiðara viðfangs. Framleiðni væri sá háttur, að fá I meiri afköst fyrir lægri gjöld. Þetta væri ekki einber kenning, heldur vísindi. Og þar kæmi fyrst til kasta verkalýðssamtakanna. Framleiðni byggðist á góðum sam- skiptum atvinnurekenda og verka- manna, kunnáttu og þjálfun vinnu j lýðsins og samvinnuhug og sam- k-omulagsvilja heggja aðila. •Með þjáifun verkamanr.s væri ekki einungis átt við að kenna honum að vinna verk sitt sem bezt, heldur gera honum fyllilega grein fyrir að verkið, sem hann vinnur, er aðeins einn liður í heild, á því verki, sem hann vinnur veltur verk næsta manns og þannig koll af kolli. Ef einn skerst úr leik, er öll framleið'slan hindruð. Þá sagði hann, að verkstjórar og eftirlits- menn vrðu einnig að taka tillit til persónu verkamannsins, en ekki eingöngu kunnáttu hans. 9 ar kcmiS f/rir bessu stóra likani af jörðinni á torgi í Moskvu, svo að fólk geti fylgst með ferðum gerv mánans. Eins og að likum loefur eru það margir sem nema sfaðar og horfa á þeffa með undrun og aðdáur Fréttir frá landsbyggð .11 Mikil hrútasýning aiistan Iands EGILSSTÖÐUM í gær. — Á.morg un á að halda héj? á Egilsstöðum mikla hrútasýningu, og er það héraðssýnirig. Verða sýndir hrútar af öllu svæðinu frá Vopnafirði súður til Lónsheiðar. Slátran er hffett hér á Egilsstöðum af þeim sökum, að sýning þessi verður hald' in í sláturhúsinu. ES. Fékk 20 kg. meftalvigt dilka Dýrafirði 14. okt. Heyfengur hér eftir þetta góð sumar, er bæði mikill og góður. Garðauppskera einnig. Slátrun er nýlega lokið og var slátrað um 3000 fjár á Þingeyri og að Núpi. Ifæsta meðalvigt átti Kristján Þór oddsson bóndi í Alviðru 20 kg. og einnig þyngsta dilkskrokk 28 kg. Dilkar voru með vænsta móti og flokkuðust betur en áður. Gimbrar í fjárskiptum voru væn ar. Hér er ennþá unnið að vegagerð og jarðvinnslu með jarðýtum, og hefir tíðin verið góð í haust og jörð ekki farin ag blotna að ráði. Nokkuð er um húsahyggingar, en mannfæð mikil, enda eru marg ir sem að heiman komast í virkj unarvirinu í Arnarfirði. Róðrar hafa legið niðri síðan í byrjun sláturstíðar. Nýlega er lokið við brúarbygg ingu á Gerðhamraá, 7 m. löng og er það steinsteypt brú. JD Vænt fé austan lands EGILSSTÖÐUM í gær. — Slátur- tíðinni er nú að ljúka. Sýnt er að fé verður með vænsta móti hér um slóðir. Mun meðalþungi dilka verða um 15,5 kg. eða um 1 kg. meira en í fyrra. Vænsta dilka- skrokk, sem nokkru sinni hefur verið lagður inn hér svo vitað sé, átti Einar Hólm, Eyjaseli. Var það hrútlamb og vóg 30 kg. Lamb- ið var boriö hálfan mánuð af sumri en mun hafa gengið nokkuð á ræktuðu landi í sumar. Tekið er sérstaklega til þess, hve fé af Jökuldal er vænt í haust. Eru þar nokkrir bændur, sem höfðu um eða yfir 18 kg. meðalvigt. ES. Dágóí rjúpnaveitSi fyrstu dagana Akureyri: Dágóð rjúpnaveiði hefir verið fyrstu dagana, sem veiði er heimil, einkum í Þingeyj- arsslu. Frétzt liefir um menn, sem fengið hafa 80 rjúpur á dag á Reykjaheiði; nokkur veiði er í Að- aldalshrauni, á Fljótsheiði og í Bárðardal. Snjólaust er með öllu ó íáglendi. Járnristar séttar á EgilsstalSafliigvöH EGILSSTGÐUM í gær. — Þessa dagana er unnið að því að leggja járnristar á báða enda flugvallar- ins hér. Er þetta gert til þess að hægt sé að nota völlinn fyri-r' Viscount-millilandavélarnar, sem varla þola malarvelli. ES. Selurinn unir sér vií Ekkjuvatn EGILSSTÖÐUM í gær. — Hringa- staðakauptúni er enn við Ekkju- nórinn, fóstursonur okkar í Egils vatn, en þangað var hann fkittur fyrir nokkru. Virðist hann una sér vel þar og hafa náð í æti, því | að hann vill helzt ekki krásir þær, j sem honum eru færðar úr byggö. I _ ES. | Útigangshrútar koma af fjalli Akureyri: Á réltum í Öngulstaða hreppi komu fram tveir lirútar, 'scm gengið hafa úti síoan í fyrra, og voru báðir vænir. Hafa þeir gcngið á Mjaðmárdal upp frá Munkaþverá. Éigendur eru Tryggvi Jónatansson á Litla-Hamri og Hall- 'dór Slgurgeirsson á Öngulstöðum. í sandkassanum. Umferíarslys (Framhald af 1. síðuj. laus og var þegar fluttur í slysa varðstofuna og síðar í Landsspít alann, þar sem hann lá enn rænu laus síðdegis í gær, og töldu lækn ar hann í mikilli Iífshættu. Var á leið ti! vinnu? Kristján Guðrnundsson var hátt á sextugsaldri, og þar sem vitnis burður hans sjálfs er ekki fyrir hendi, er ekki með vissu vitað hvar hann hefir gengið á veginum eða á hvaða leið hann var. En hann var starfsmaður í Rúgbrauðs gerðinni og vann á næturvakt. Þyk ir því líklegt, að hann hafi verið á leið til vinnu sinnar. Bifreiðastjórinn var alls gáður og bifreið hans í lagi. Hér hefir orðið enn eitt hörmulegt slys, sem virðist eiga rætur að rekja til óað gætni. Bifreið hefir ranglega stillt Ijós, sem blinda, og blindaður bíl stjóri ekur áfram, þótt hann sjái ekki til vegarins. Sunnudagaskólinn í húsi UMFR við Holtaveg tekur til starfa í dag kl. 10,30 árdegis. Nýútskrifaðar hjúkrunarkonur Nýlega hafa útskrifast þessar hjúkrunarkonur frá Hjúkrunar- kvennaskóla íslands: Anna Guðrún Jónsdóttir, skrið- insenni, Strandasýslu._ Ása Breið- fjörð Ásbergsdóttir, ísafirði. Ást- hildur Þórðardóttir, Hólmavík. Bergljót Líndai, Reykjavík. Gréta Halldórs, Akureyri. Guðfinna Páls dóttir, Skagaströnd, Guðrún Hu’.da Guðmundsdóttir, Karlsá, Dalvík. Guðrún Karlsdóttir, Borgarnesi. Gunnheiður Magnúsdóttir, Fagur- hlíð, Landbroti. Ingibjörg Árna- dóttir, Kópavogi. Jónína Kristín Þorsteinsdóttir, Reykjavík. Jósef- ína Magnúsdóttir Grjót'árþorpi við Akureyri. Kristín BaldVina Óla- dóttir, Siglufirði. María Guð- mundsdóttir Akureyri. Sesselja Þorhjörg Gunnarsdóttir, Gestsstöð um, Norðurárdal. Soffía Gróa Jens dóttir, Akureyri, Steinunn Dóró- thea Ólafsdóttir, Stykkishólmi. AUSLÝSIÐ f TÍMANUM KVIKMYNDIR Fórn hjúkrunarkonunnar Frönsk-mexíkönsk kvikmynd. — Leikstjóri: Ives Allégret. Aðalhlut verk: Michele Morgan, Gerard Philipe. Myndin e rtekin í mexi könsku þorpi við Mexíkófióa. — Sýningárstaður: Stjörnubíó. Farþegi í rútubíl, kominn frá Frakk- landi til skemmtireisu í Mexíkó, ásamt konu sinni (Morgan), veik- ist skyndilega meS miklum upp- sölum og deyr drottni sínum í afskekktu þorpi og fátæklegu, sem hefir það einna heizt sér tii ógætis, að þar hefir fransirur Iæknir lagzt í drykkjuskap (Philipe) vegni konumissis. Eit' liótel er á staönum og fylgir þvi vínstúka, en eigandi hótelsins, sér á augabragði, að honum muni ætlað af forsjóninni að hugga ekkjuna. Sjúkiíómur mannsins sem dó, var einhvers konar bráðapest og fylg ir einangrun þorpsins í kjölfarið. Fólk fer nú að veikjast í hrönn- um, jafnt gleðikonur, börn og burðarkarlar, en héraðsiæknir, sem hefir verið þarna á ferð. lok ast inni ásamt l>ráðapestinni og fólkinu og má hafa sig allan við. Hann hefir samt, til að komast hjá sýkingu, látið sprauta sig og einnig ekkjuna. Læknirinn í ekkjustandinu heldur áfram að vera fullur nokkuð fram eftir myndinni, en undir lokin finnur hann sit evangelium utan brenni vínsins og veldur því þessi að- komna kona og pestin. Minna mátti það ekki vera. Mynd þessi er prýðielga tekin á köfl um. Þó hefði mátt gera meira að Jjví að sýna smáatriði, eins og þeg ar héraðslæknirinn er kominn upp á þak rútubílsins til að fletta upp sjúkdómi mannsins í bók, sem hann hefir geymt í tösku sinni. Annað, sem er gott undir- spil í myndinni, eru aðvífandi páskar, en þeim virðist tekið þarna með samskonar álátum og sprengingum og gamlárskvöldi hjá okkur. Jafnframt er ofboðs legur geðsjúkur hlátur leikinr af hljómplötu við öll möguleg tæki- færi. Innan um þetta allt kemst ekkjan að því, að liún hefir aldrei elskað mann sinn og er það ekki nýtt í veraldarsögunni og tæplega mjög frumlegt. Hún hafði verið hjúkrunarkona á einhverjum stríðsárum og fengið hann sem særðan liðþjálfa til meðferðar; síðan ruglað saman hjúkrunar- skyldu sinni og rómantík starfs- ins og því, sem hún hélt að væri sönn ást á manni sínum. ÞaS að hún getur ekki grátið yfir honum dauðum, kemur henni til skilnings á þessum tilfinninga- ruglingi, en jafnframt fær hún ofurást á fyllibyttunni ,skólausri og hálfruglaðri. Kemur manni í hug, að enn sé hjúkrunarkona í henni á ferðinni og er því ekki svarað til neinnar hlítar i mynd- inni. Fyllibyttan er um margt vel leikin. Samt virðist slag mannsins benda frekar til þess, að hann hafi fengið vont höfuðhögg en einum of mikið af brennivíni og er það út af fyrir sig nokkur galli, að minnsta kosti þegar myndin er sýnd á norðurhveli jarðar, þar sem svo að segja hvert mannsbanr veit allt um limaburði drukkinna mnna. BoSskapur er enginn í þessari mynd, enda lausn hennar hæpin. Aftur á móti sýnir hún vel ýmsa smá- lega hluti í lífi einstaklinga, bæöi vonda og góða. í trúuðum lönd- um kann að vera að sorgarleysi ekkjunnar þyki einna eftirtekí-ir verðast og er kannski hugsað sem bakbein myndarinnar, en ut an kaþólsku býst ég ekki við að slíkt valdi neinni velgju meðal á- horfenda. |. g. Þ.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.