Tíminn - 20.10.1957, Síða 4

Tíminn - 20.10.1957, Síða 4
4 TÍMINN, sunmidaginn 20. október 1951, Yngsti fjallgöngnmaðnriim úr lei angri Hunts á Everest segir frá • Reipið herti snögglega að — félagar í hrapandi snjoskriðu - Fréit- in berst til Lundúna - Jane Mansfield talar við Dani ■WEHIMB Reipið um mittið á mér herti snögglega að. Bak viS mig féllu tveir félagar í hrap- andi snjóskriðu og hurfu þrjú hundruð fetum neðan við skaraða ísbrún, Og ég vissi, að eftir nokkrar sekúnd ur mundi reipið, sem tengdi okkur saman, draga mig niður til þeirra. Þa3 var óþægilegasta stundin, sem ég hafði lifað, þessi fjögur ár á liáfjöllum, stundin sem gaf til kynna, að þessu ævintýri væri lokið. Æfintýrið hófst á fremur hvers- dagslegan hátt — við póstkassa í Englandi. Það var þar, sem ég stakk inn bréfinu til mannsins, sem var í þann veginn að leiða hóp brezkra fjallgöngumanna upp á hæsta tind veraldar. í fangbrögðum við tindana Mánuði síðar stóð ég augliti til auglitis við þennan mann, John Hunt, og endurtók tilmæli mín um þátttöku í fyrirhuguðum leið- angri til Mount Everest. Löngu eftir samtalið komst ég að raun um, að Hunt hafði myndað sér þetta álit á mér: George Brand, hár, renglulegur námsmaður, sá yngsti í hópnum. Tuttugu og þriggja ára. Of ungur til að ganga á Everest. Dugnaðurinn, sem sýndi í Alpafjöllum, var eigi að síður frábær, og þar sýndi hann eigin- leika, sem ég bjóst aðeins við að finna í fari eldri manna. Hann hafði nýlega lokið prófi í Cam- bridge og var formaður fjalla- mannafélags háskólans“. Eg veit ekkert um þessa „eigin- leika“, en ég var svo heppinn að hafa tekið þátt í mörgum fjalla- leiðöngrum heima og í Ölpunum. Það var í háskólanum, sem ég komst í snertingu við fjallgöngur og íþróttir. Ég varði sumarfríun- um til þess að klifra á fjöll. Skotsilfur til að komast til Alp- anna reitti ég saman við vinnu. Ég vann sex vikur á búgarði, ég byggði jarðgöng, ég var fús til að ■gera hvað sem var til að öngla saman fé og komast á fjöll. Það var árið 1952, þegar John Hunt var valinn til að stjórna Everestleiðangrinum, að ég var loks reiðubúinn. Ég hafði þjálfað líkamann og hertst í fangbrögðum við tindana. Sigurgleðin Sagan um gönguna á Everest er nú öllum kunn. Ég var loftskeyta maður leiðangursins og sá um að úthluta matarskammti félaganna. Ein af þeim fáu reynslustundum á fjallinu, sem ég vildi gleyma, er dvöl okkar í undirhlíðunum í 17.900 feta hæð. Jörðin var gróð- urlaus, en lyktin, sem gaus upp úr sverðinum, var þvínær óþol- andi. Við komumst aldrei að raun um, hvað orsakaði þessa herfilegu lykt, en vorum því fegnastir að yfirgefa staðinn og halda upp á Vesturöxlina, þaðan sem Edmund Hillary og Sherpa Tenzing klifu á tindinn. Á leiðinni niður af fjallinu, skömmu eftir að sigurfréttin barst í útvarpið, stiilti ég viðtæki okkar á All-India-Radio. Síðari frétta- tilkynningin hljóðaði á þessa leið: „Gleðifréttirnar um að brezkum leiðangursmönnum hafi tekizt að klífa Everest, bárust til Lundúna í gærkvöldi". Það varð löng þögn. Við litum hver á annan og vissum varla hvort við áttum að hlægja eða gráta. Það var sagt frá því í útvarpinu, að sigurgangan hefði verið gerð heyrinkunn í London. Við héldum veizlu — langt fram Leggur áherzlu á andann fremur en efniS, Jane Mansfield í Kaupmannahöfn. á nótt, og morguninn eftir rann það upp fyrir mér, að ég hafði drukkið full mikið af rommi. Jane Mansfield hefir verið í Kaupmannahöfn og leyft dönskum að skoða sig í krók og kring. Þeim fannst mikið fi! um það, sem þeir sáu, að því blöðin herma. Þegar þeir fengu málið, spurðu þeir hana um Eistina. — Ég tek hana alvariega, sagði Jane, en ég er of ung (24) til að mér sé trúað fyrir hinum stóru hlutverkum í heims- iistinni. Hún á sér óskahlutverk, en þau fær maður ekki næstu 20 árin, sagði hún. Þá sneru þeir við blað- inu og fóru að tala um Marilyn Monroe. Þar var hún betur að sér. — Skyldi hún vera afbrýðissöm út í inig? Mér er annars vel viö Mari- lyn. Jörðin ætti að rúma okkur báðar. Um nýju pokalínuna í kjólunum frá Dior: — Sönn kona getur sýnt þokka sinn, þótt hún sé íklædd tjaldi. — Þegar danskir nefndu, að það mundi ekki vel séð af að- dáendum hennar, að hún sveipaði þokkalegan vöxt sinn tjaldi, sagði hún: — Ég hugsa mest um hin innri verðmæti, minna um hin ytri. En áhorfendur héldu því fram, að enn sem koinið væri hún þekkt- ari fyrir það, sem augað sér, en fyrir það, sem andinn inngefur. I Til þessa hefir hún hlotið þessa drottningartiíla: Miss Negligé, Mies Goldmine, The girl who has everything. Nú er him búin að Ifá sér spánnýjan mann, hvorki ! meira né minna en sjálfan fegurð- arkónginn 1956. Mr. Universe sjálf- an, en hann er ungverskur og heit- ir Miekey Harcitay, 6 fet og 3 tommur, 213 pund — uhm. Þáttur kirkjunnar Áhyggjur — efnishyggja SJALDAN hefir efnishyggjan, dýrkun efnisins, náð eins föst- um tökum á fjöldanum eins og nú á 20. öldinni. Vísindi og tækni eru í einu og öllu guðir hins upplýsta nú- tímamanns, en samt er manns- sálin alltaf söm við sig, og henni verður úrlausn þeirra naumast nóg, þegar örlögin á- kveða þungar byrðar og skugg- arnir þéttast um fætur. Og þótt undarlegt megi virð- ast verður útkoman sú, að á- hyggjurnar verða þeim mun i þyngri, ótti, kvíði og örvæni : þeim mun ægilegri byrðar, sem | efnithyggjan nær sterkari tök- |! um á mannssálinni. HIN FORNA líking „Einvarð hinn alsæla“, verður því raun- sannari og átakanlegri, sem mennírnir þykjast sjálfir ráða ineira um hamingju sína og lieillir. Einvarður var ríkt ungmenni, sem naut í ríkum mæli allra heimsins lystisemda, án þess að skeyta nokkru um annarra hag né hugsa um neitt annað en gleði og skemmtan líðandi stundar sjálfum sér til unaðar. Um'hverfis hann var stór hópur vina og aðdáenda, aðstoðar- manna og þjóna. En skyndilega veiktist hann af ólæknandi sjúk dómi. Einmana og yfirgefinn verður hann að hverfa yfir landamærin til ókunna lands- ins. Angist og örvæni fylla huga hans. Einveran verður honum hin sárasta kvöl. á bæn hans. Þeir telja hann | brjálaðan og ganga á braut —Jjj allir. Nei, einn var þó eftir, auður | hans í sjóði miklum, sem geymd | ur var í kistu einni. Auðurinn; hafði alltaf verið hans bezti j vinur og veitt honum allt ann- j að, sem óskir hans stefndu að. j Hann biður að færa sér sjóðinn. j Og er það var gjört, hrökk j kistulokið upp. Og úr hinni i voldugu hirzlu rís vera ein; ógnarleg hjúpuð gulum bjarma. j Hún er alþakin dýrmætu gull-j stássi, hringum, hálsfestum, j armböndum og eyrnalokkum.! Hún beygir sig niður í kistuna j og eys úr henni peningum, gim ! steinum og perlum, svo ærandi! glamur fyllir eyru hans-. Samt j er kæruleysisglottið um varir ó- j freskjunnar ægilegast af öllu, andlit og svipur kalt og tilllts- laust. Þar er enga miskunn að finna, þegar hann fellur fram og segir: „Frelsa þú mig, fylgdu mér inn í landið óþekkta“. ÓFRESKJAN glottir aðeins enn ; skelfilegar en fyrri. Týnir síð- j an saman gripi sína og hveríur j með þeim í kistuna um leið og I hún hvæstr: „Allir, sem treysta j mér, munu fyrr eða síðar ij verða einir í myrkrinu fyrir ut- j an. Ekki fylgi ég þér feti j lengra“. Og ófreskjan hlærj djöfullegum hlátri, en Einvarð-j ur finnur blóðið frjósa í æðum j sér, einmana og yfirgefinn finn i ur hann angist myrkursins gagn j taka sál sína. Skyldu augu hans hafa opn-! : HANN GJORIR vmum sinum ast fyrir honum> s0ni yar ljós |j boð og grátbiður þa einn eftxr }ieimsjns? annan að fylgja sér yfir þrösk- uld dauðans. En enginn hlustar Áreiíus Níelssou. gj| Mikil starfsemi ÞjóSdansaíélags ’ Reykjavíkur í vetur Starfsémi Þjóðdansafél. Reykja- víkur hófst miðvikudaginn 16. okt. í Skátaheimilinu við Snorrabraut. Kennsla verður með svipuðum hætti og undanfarin ár og verður kennt í 11 flokkum barna og full- orðinna. Kennslugjöldum er mjög í hóf stillt og grundvallast það á hinni miklu þátttöku. Kennsla í barnaflokkum mun Fjallamenn fara yfir gljúfur í kláfferj verða á miðvikudögum og verður kennt í 5 flokkum. Áherzla er lögð á að kenna ýmis undirstöðuatriði dansa. Jafnframt eru kenndir fjöl breyttir barnadansar, gömlu dans- arnir og í framhaldsflokkum, og eldri flokk byrjenda eru kenndir víkivakar og erlendir þjóðdansar. Aðsókn í barnaflokkanna hefur ver ið mjög mikil, svo að færri hafa komizt að en þess hafa óskað. Að- sókn drengja hefur farið vaxandi og má geta þess að í tveim flokk- um voru jafn margir drengir og stúlkur s.l. ár. Foreldrum skal bent á að rétt er að draga ekki skráningu barna, þar sem takmarka verður fjöld- i ann í hvern flokk. I Kennari yngstu barnanna (byrj- ; enda) verður frú Matthildur Guð- ■ mundsdótir kennari, en Svavar Guðmundsson kennari mun ann- ast kennslu í öðrum barnaflokk- um. Stefnt verður að sameigin- legri sýningu fyrir foreldra barn anna næsta vor, en vegna þrengsla var ekki hægt að koma við slíkri sýningu s.I. vor. Unglingaflokkur (piltar og stúlk ur) verður í Edduhúsinu á mið- vikudagskvöldum. Sýningarflokk- ur félagsins verður einnig á mið- vikudagskvöldum á sama stað. Nokkur breyting verður á starf semi fullorðinsflokka. Byrjenda- flokkur í þjóðdönsum verður á mið vikudagskvöldum í Edduhúsinu. : Ilinir vinsælu flokkar í gömlu dönsunum svo og framhaldsflokk ur í þjóðdönsum verða í Skáta- heimilinu á sunnudagskvöldum. Kennt verður í þriggja vikna nám 1 skeiðum og er öllum heimil þátt- taka. Einu sinni í mánuði verður skemmtikvöld fyrir alla flokka fullorðinna og gesti. Auk þeirra kennara, sem önn- (Frarnhald á 8. síðu).

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.