Tíminn - 20.10.1957, Page 7

Tíminn - 20.10.1957, Page 7
BTÍMXNN, sunnudaginn 20. október 1957. 7 — SKRIhAÐ og skrafað — Fjáriagaomræðurnar endurspegla ástandið - í fjárlagaræðunni fékk þjóðin stórfróðlegt yfirlit um þjóðarbúskapinn - Ganga þarf skipulega um dyr framfaranna - Svik Sjálfstæðisforingj- anna gagnvart fjárfestingareftirlitinu - Erlent fjármagn, draumur og veruleiki - Skipting framkvæmda milli landshluta - Rök þéttbýlis og rök þjóðfélagsins alls Fyrsta umræða um fjár- lögin fór fram á miSviku- dagskvöldið, og síðan hafa efnahagsmálin einkum verið á dagskri í blöðunum. í aug- um þeirra, sem gera sér far um aS kynna sér málin öp afla sér sem beztrar vit- neskju, er fjárlagaræða Ey- steins Jónssonar fjármála- ráðherra, sá grundvöllur, sem þessar umræður eiga aS fara fram á. I Ráðherrann flutti þingi og þjóð mjög ítaríegt yíirlit um þróun rík- isbúskaparins og efnahagsmálanna síðustu árm og gerði rækilega grein fyrir þ\d ástandi, sem fjár- lagafrumvarpið sjálft enditrspegl- ar. En það gerir ráð fyrir veru- legum greiSsluhalla, tekur með öðrum orðum fullt tillit til stað- reynda en gerir ekki tilraun til að fela þær eða dylja. Gerí fjárlagafrum- varps8«s Það er eftirtektarvert, að stjórn- arandstaðan hefir gert harða hríð að fjármálaráðherra fyrir gerð fjárlagafrumvarpsins. Hún segir, að hann og ríkisstjórnin í heild hefði1 átt að hafa í frumvarpinu áætlanir um ráð'stafanir til að mæta erfifflcikum atvinnuvega og ríkisbúskapar af voldum afla- brests og hækkandi ríkisútgjalda. Þessar áætlanir hefðu ráðherrarnir átt að gera án samráðs við þing- flokkana, og hafa máiin tilbúin í einni skúffu strax þingsetningar- daginn. Þessar árásir sýna hvernig forustulið Sjálfstæðisflokksins hugsar sér að stjórna beri landinu. Ráðherrarnir eiga að ákveða fram- kvæmd málanna, en þingið aðeins að koana saman til að setja stimp- ilinn á það, sem þegar er ákveðið að framkvæma. Þegar andstæðing- ar viðhafa lýðræðisleg vinnubrögð, ljósta íhaldsforingjarnir upp um eigið hugarfar. Sú starfsaðferð, sem ríkisstjórnin viðhafði, er auð- vitað sú eina, sem til mála kemur. Ef óvæntir erfiðleikar steðja að, er varða allan þjóðarbúskapinn, er það hlutverk þings og stjórnar að greiða fram úr vandanum og marka þá stefnu, sem fylgt skal. Það verk- efni liggur nú fyrir Alþingi. Stat&reyndir efnahags- Iífsins 1 fjárlagafrumvarpinu og eins í fjárlagai-æðunni er lögð áherzla á að skýra þjóðinni frá staðreyndum efnahagslífsins og án þess að draga fjöður yfir neitt. Það er staðreynd, að ríkistekjurnar hafa brugðizt og veldur því gjaldeyrisskortur, sem stafar af aflabresti og ýmisum öðr- um ástæðum. Sú aukning fram- leiðslunnar, sem var forsenda þess, að fjárlög yfirstandandi árs fengju staðizt, hefir ekki orðið að veru- leika, þrátt fyrir öflugan stuðn- ing við sjávarútveginn og aukna þátttöku i veiðunum. í fjárlaga- írumvarpinu er rökrétt ályktun dregin af þessum staðreyndum, og tekjuáætlun ríkisins fyrir 1958 sniðinn stakkur eftir vexti. Það er sérstakur kapíluli þessarar sögu, að Sjálfstæðisflokkurinn taldi tekjuáætlunina í gildandi fjárlög- um of lága, og flutti tillögur um hækkun á s. 1. vetri. Kemst eng- inn íhaldsflokkur á vesturlöndum í hálfkvisti við íhaldið hér í lýð- skrumstilburðum og ábyrgðarleysi. SELí-OöS — þar hefir samvinna bændanna oj ieiðsaga öfulia forusfumanna skapað mynd- arlegan bæ, nokkurt mófvægi gegn ásókn þé tbýlisins. Þar hafa bændur nú með höndum sfórframkvæmdir, þar sem er bygging hins n/ja mjóíkurbús. Slíkar miðsföðvar til mót- vægis þarf að efla í hverjum landsfjórðungi. Myndin er tekin úr lofti og sér yfir bæinn og nágrennið. — Ljósm.: Sn. Sn. Skemmdarverkin í fjár- festingarmálunum í fjárlagaræðunni er það rakið með tölum, hver hefir verið þróun in í fjárfestingunni hér á landi og í nágrannalöndunum síðústu árin. Kemur þá i Ijós, að hér varð stór- felld breyting á eftir að slakna tók á fjárfestingareftirlitinu 1953, og kom þar 1955, að stærri hluta þjóðarteknanna var varið til fjár- festingar hér en í nokkru öðru nálægu landi. Þarna er ein rót verðbólguspennunnar í bjóðlífinu undanfarin ár. Sú tilslökun, sem gerð var og átti einkum að ná til íbúðarhúsnæðis, varð til þess, að braskararnir gengu á lagið mcð tilst\Tk og að fordæmi Sjálfstæðis- flokksins, grófu undan hömlunum og svikust aftan að þeim, unz ailt fór úr böndunum 1955, eins og tölurnar sýna nú. í þessu skemmd- arstarfi var Morgunblaðshöllin ■eins og viti, sem lýsti bröskurun- um. Þar var bætt hæð ofan á hæð í trássi við settar reglur, og for- ingjar Sjálfstæðisflokksins hædd- ust beinlínis að ríkisvaldinu, sem þeir voru þó gæzlumenn fyrir, með því að skrá á teikningar að þeir væru að innrétta íbúðarhúsnæði fyrir smælingjana í höllinni. Eru j þetta einhver lierfilegustu svik við jþjóðfélagið, sem um getur í seinni jtíma stjórnniálasögu. Með þessum ' aðgerðum og í skjóli við slagorð um „frelsi“ tókst bröskurunum að I grafa undan þeirri jafnvægisstefnu •í efnahagsmálum, sem hófst 1950 og sæmilega leit út mcð 1953. Þeir ' voru þar að vísu ckki einir a'ð verlci, en þeir voru stórvirkastir, enda höfðu þeir aðstöðu til að naga ræturnar innan frá. At gaaga sktpuíega um dy.r framíaranna Það liggur nú Ijóst fyrir, að fjár- fesíingarkapphlaupið er einn versti þröskuldur á vegi heilbrigðra fram fara. Það geta ekki allir ruðst tii dyranna í einu, þjóðfélagið megn- ar ekki að byggja yfir alla í einu; menn þurfa að læra að ganga skipu Iega um dyr framfaranna, sagði fjármálaráðherra í fjárlagaræð- unni, er hann ræddi þessi mál, og það er hverju orði sannara. Þann- ig kemur fjármagnið og vinnuaflið aö heztum notum, þannig er fyrir- byggt að sóknin til framfara og framkvæmda snúi verðbólguskrúf- unni í leiðinni, til tjóns fyrir alla. En einmitt þetta hefir verið að gerazt í þjóðfélaginu undanfarin ár. Samt hafa menn almcnnt ekki áttað sig á þessu, ef marka má þá kröfupólitik í fjárfestingarmálum, sem enn er rekin gagnvart ríkis- valdinu. Á árinu 1955 var slegið hér met í fjárfestingu. Þá komust eínahagsmál þjóðfélagsins ]íka í þann hnút, sem ekki hoi'ir tekizt að greiða úr nema að takmörkuðu leyti enn fdag. Á s. 1. ári mun fjár- festing enn hafa verið meiri hér en annars staðar, þótt hún næði ekki hámarkinu 1955, og vafalaust of mikil. Enda hefir sigið á sömu hli'ðina á dýrtíðarmálunum, eiris og fjárlagafrumvarpið ber Ijóslega með sér, þar sem fjárfram'cg til að halda niðri dýrtíð í almennu vöru- verði hafa stóraukizt. Eitt af þeim málum, sem aðkallandi er að taka fastari tökum í þjóðlífinu í dag en gert er er einmitt fjárfestingarmál in, beinlinis til þess að fyrirbyggja að þrengslin i dyrunum torveldi sóknina að hinum sönnu framför- um. Erlent fjármagn — draunmr og veruleiki Stundum heyrist rætt um það sem hinn auðveldasta hlut, að fá erlent ijármagn inn í landið, bein- hart lánsfé til að standa undir ýmsu því sem okkur langar til að framkvæma, og fjármagn, sem er- lendir aðilar teldu hagkvæmt að leggja í framleiðslufyrirtæki hér. í fjárlagaræðunni drap Eysteinn Jónsson ítarlega á lánsfjármálið, og benti á, hve það er háskalegt, að byggja framfarastefnu á ímynd uðurn lánsmöguleikuin. Sannleikur inn er, að það er mjög þröngt á lánsfjármarkaði í öllum löndum. Það hefir tekizt að fá nokkur lí.n til aðkallandi framkvæmda hér síð an þessi ríkisstjórn tók við, en hvergi nærri það, sem óskað hcfir verið eftir, og þannig er reynsla margra þjóða. Fjármálaráðherra Indlands hefir nýlega ferðast um tvær heimsálfur í leit að lánsfé og sneri heim nú fyrir nokkrum dög- um án þess að hafa nokkur ákveð- in loforð meðferðis. Það dugar ekki annaö en menn temji sér sæmilegt raunsæi í þessu efni. Um erlent fjármagn til stórfram- kvæmda hcr, er þa'ð að segja, að auk þess sem landsmenn hafa enn alls ekki gert upp við sig viðhorf til þeirra mála, hafa þeir heldur ekki skapað hér fjárhagsgrundvöll og efnahagskerfi, sem laðar útlent fjármagn að. Hér eru nú tveir at- vinnuvegir lögboðnir, að kalla má, og ríkið ábyrgist afkomu þeirra, en öðrum er þar ekkert ætlað. Með aukinni dýrtíð, vaxandi niður- greiðslum annars vegar, og uppbót um hins vegar, á nýsköpun í at- vinnurekstri og iðnaði sífellt örð- ugra uppdráttar. Slikt er stór- hættulegt því að það seinkar fram förunum, stöðvar þær e. t. v. alveg á sumum sviðum. En ekkert er þó hættulegra fyrir þjóðfélag en að missa ferðina, komast í kyrrstöðu og glata þeirri uppörvun, sem eðli- leg bjartsýni veitir. Það er ekki hollt fyrir atvinnulíf neinnar þjóð ar, að framtíðin sé í augum manna a. m. k. eins mikið tengd horfum um uppbætur og nýtt ábyrgðar- verð og hagsýnum rekstri, vöru- vöndun og rösklegum vinnubrögð- um á erlendum markaði. Á þass- um vettvangi eru dýrtíðarmálin ó- beint til tjóns og þrákelknin að við urkenna ekki raunverulegt verð- mæti gjaldmiðilsins því hættulegri sem hún þrætir fyrir stærra mis- ræmi. Að þessu athuguðu, er ljóst, að þaö innanlandsástand, sem tor- veldur mjög aðstöðu til að fá hæfi- lega mikið erlent fjármagn til að stairda undir heilbrigðri hagnýt- ingu auðlinda, ásamt með fjár- magni sem þjóðin sjálf sparar, er þegar til lengdar lætur íhaldssamt en ekki framsækið ásland, neikvætt en ekki jákvætt. Sú skýring að hér megi leysa þennan vanda með því að taka stórlán erlendis, en halda öllum búskap heima í gamla horf- inu, er blekking. Eitt af því, sem fjárlagaræðan skýrði rækilega fyr- ir mönnum, er einmitt þctta atriði. Fjárfesting á ýmsum landssvæðum í fjárlagaræðunni er upplýst,.a5 nærfellt % af þjóðartekjunum á árúnum 1955 og 1956 hafa gengið til fjárfestingar. Hins vegár múnu ekki Iiggja fyrir tölulegaf skyrsí ur um það, hvernig fjárfestingin ikiptist milli landshluta. En þeirra er mikil þörf. Ekki væri ósennilégt ið á daginn kæmi að þar stæði Faxaflóasvæðið alveg í sérflokki, einkum Reykjavík, sem gleypir að kalla má alla fólksfjölgunina í lancl inu. Nú heyrist sú skýring á ]i>ví, að þar með sé sannað, hversu borg arstjórnin í Reykjavík sé ágæt. Kommúnistar sönnuðu líka með gervitunglinu, að kommúnistískt þjóðskipulag væri bezt í heimi. Nærtækari skýring en áróður Reykjavíkuríhaldsins er sú, sem kom fram í grein eftir franska hagfræðinginn André Phiiip, er vitnað var í hér í blaðinu nú í vikunni. Hann benti á, að það væri herfilegur misskilningur, misræmi í efnáhagsþróun í milli landshluta, skapað með pólitískum aðgerðum, leiðréttist af sjálfu sér með frjálsum straum fjármagns- ins. Peningarnir leita þanga'ð sem þeir eru fyrir, án tillits til þess, hvernig þeir hafa safnast saman. Því meira sem þéttbýlið er og sam þjöppun fjármagnsins, því öflugri verður segullinn. Þar kemur að lokum, að hægt er að halda því fram út frá þrengsta rekstrar- og .aðstöðusjónarmiði, að svo til hvaða fyrirtæki sem er og hvaða ný iðn grein sem er, -sé bezt sett innan þess hrings þéttbýlisins, sem búið er að skapa. Aðstaðan er þá aðal atriðið, náttúrleg gæði algert auka atriði. í grein hins franska hag- fræðings, sem vissulega var ekki skrifuð með okkar aðstæður í huga er því haldið fram, að slík rök séu ekki einhlít þegar velja skal fyr irtækjum stað, þjóðfélagsleg rök á breiðari grundvelli verði að koma til skjalanna. Og þá verði á stundum að beina fjármagninu í burt frá þéttbýlinu með beinum stjórnarfarslegum aðgerðum. í þessari skoðun felst sjónarmið, sem mikil ástæða er til að gefa gætur hér á landi. Við erum komnir hættulega langt á þeirri braut, að þykjast „sanna“ með þéssum hætti, að nýbygging atvinrtuvega ætti ætið að vera í mesta þétt- býlinu. En málið er ekki svona einfalt. Þjóðfélagið í heild, nýting lands- ins í heild, krefst fleiri röksemda. Það má aldrei gleymast. • I Landið allt en ekki a<$eins hluti þess Þegar fjárfestingareftirlit hefur verið sett hér á landi hefir það verið látið ná jafnt til þéttbýlis ins og dreifbýlisins í orði kveðnu, þótt e. t. v. hafi ekki verið haldið fast við bókstaíinn í öllum grein- um í framkvæmd. Þó munu svik- semi við fyrirmæli ríkisvaldsins í þessum greinum úti um byggðir landsins hafa verið fátíð. Hins vegar stóðu valdamiklir aðilar að slíkum svikum í Reykjavík og er MorgunblaðshöIJin stórfelldasta dæmið um það. 'En þessar reglur settar í nafni jafnréttis, eru mjög vafasamar. í fyrsta lagi er ekkert jafnrctti um aðstöðu til fjármagns litvegunar til framkvæmda. Þar situr þéttbýlið yfir stærri hlut í öllum greinum, með allt sitt banka | vald og alla þá miklu aðstöðu, sem ' stjórnaraðsetrið veitir. 1 öðru lagi taka slíkar reglur ekki tillit til þcss lögmáls, sem André Philip (Framhald á 8. síðu.)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.