Tíminn - 23.10.1957, Blaðsíða 1
Sfmar TÍMANS erui
f »* .
Ritstjórn og skrlfstofur
1 83 00
■faSamenn efttr kl. Iti
18301 — 18302 — 18303 — 18304
Innl i blaðinu:
Búskapurinn íyrr og nú, bls. B.
Greinar um uppreisninga í U»g-
verjalandi, bls. 6 og 7.
41. árgangur.
Reykjavík, íniðvikudaginn 23. október 1957.
237. blað.
Stjórnarkreppa
skollin á í Svíþjóð
NTB—STOKKHÓLMI, 22. okt. —
Tage Erlander íorsætisráðherra
Svía gekk á konungsfund í dag og
skýrði konungi frá stjórnmálaá-
standinu í landinu, eftir að kosn-
ingar fóru fram um fyrirkomulag
ellitrygginga. Er talið fullvíst, að
Bændaflokkurinn, sem nú tekur
þátt í ríkisstjórn með jafnaðar-
mönnum, hyggist hverfa úr ríkis-
stjórnlnni. Hlýtur stjórnin þá að
segja af sér, þar eð jafnaðarmenn
hafa ekkí einir meirihluta á þingi.
Er talið, að þá muni ganga í þófi,
og foringjum stjórnarandstöðunn-
ar boðið að reyna stjórnarmynd-
un, en þeim ekki reynast það
unnt. Muni þá jafnaðármönnum
falið að mynda minnihlutastjórn,
sem sitja muni um skeið.
Sýrfandsmálið rætt
NTB—NEW YOKK, 22. okt. —
AHsherjarþingið ræðir í kvöld
ástandið í löndunum fyrir botni
Miðjarðarhafs og þá einkum með
tilliti til kæru Sýrlendinga á
hendur Tyrkjum um liðsamdrátt
og. yfirvofandi árás á Tyrkland.
Menztes forsætisráðherra Ástrai-
íu segist hafa sent fulltrúa Ástral
íu hjá S. I>. tillögur um lausn
allra deilumála þar eystra. Nær
Þetta ekki aðeins til átakanna um
Sýrland, heldur einnig deilur
ísraels við nágranna sína, flótta-
mannavandamálið og sitthvað
fleira. Saiid konungur Arabfu
spgist halda áfram tilraunum sín-
um tií' sátta milli Sýrlands og
Tyrklands, þrátt fyrir það, að
Sýrlendingar hafa hafnað hans
góSa boði þar að lútandi.
Elísabet drottning
komin heim aftur
NTB—LUNDÚNUM, 22. okt. Elísa-
bet Bretadrottning og Philip her-
togi, maður hennar, komu til
Lundúna í dag eftir 10 daga dvöl
í Kanada og Bandaríkjunum. Elísa
bet drottningarmóðir og Anna litla
prinsessa, voru. fyrst til að bjóða
drottningu og mann hennar vel-
komin. Macmillan, forsætisráð-
herra, og fleiri ráðherrar, voru
einnig mættir á flugvellinum til
þess að bjóða þau velkomin.
Ekki hægt að rífa niður tollakerfi ríkisins
til bjargar slæmum fjárhag Reykjavikurbæjar
Frá umræðum á
Álþingí í gær
FjármálarátJherra bendir
á atí ríkisstjórnin hafi hotS-
izt til aí leysa bæjarsjóft
frá skuldbindingum vegna
kaupa á gufubornum.
Mynd þessi er af Hveragerði og er tekin úr iofti. Hveragerði er einn af þeim stöðum, þar sem ný tækni getur
aukið stórlega möguleika fjölþættari notkun jarðhitans.
Efni úr erindum Balchens offursta
orðið forsíðufrétt í heimsbiöðunum
Frá fréttaritara Tímans í Khöfn.
Blaðið Berlingske Tidende skýrir svo frá í dag, að Bernt
Balcken, offursti, sem er sérfræðingur í öllu er lýtur að
flugmálum heimskautalandanna, hafi ritað grein í Nevv York
Herald Tribune og lagt eindregið til að settar verði upp
bækistöðvar af Bandaríkjamönnum á Grænlandi fyrir flug-
skeyti.
Balchen ofursti var sem kunn-
ugt er staddur hér á landi fyrir
nokkrum dögum í boði íslenzk-
ameríska félagsins og liélt þá tvö
erindi um heimskaulaflug og ann-
aö þar að lútandi. Mun menn einn-
ig reba minni til þess að þar
Góðar horfur á, að Mollet takist að
mynda ríkisstjórn í Frakklandi
Hann og Pinay reyna a$ ná samkomulagi
NTB--París, 22. okt. — Nú þykir líklega horfa um
lausn stjórnarkreppunnar í Frakklandi, eftir að Guy Mollet
foringi jafnaðarmanna hefir loks fallizt á að mynda stjórn.
Er að heyra á fréttariturum, sem Coty forseta hafi tekizt
að brýna þá Mollet og Pinay svo á þeim hörmulegu vand-
ræðum, sem að landinu steðji, að þeir muni jafna ágrein-
ing sinn og taka höndum saman um að mynda ríkisstjórn,
þá 24. í Frakklandi frá stríðslokum.
Hafa fréttaritarar þetta eftir
þeim, sem bezt þekkja til um
gang málsins seinasta sólarhring,
og segja að ef þetta reynist rétt,
sé ekki ósennilegt að Mollet geti
komið fyrir fulltrúadeildina þegar
á föstudag með ráðherralista sinn
upp á vasann.
Ber mikiff á milli.
Ef þétta reynist rétt, að þeir
Pinay og Mollet komi sér saman
um grundvöll til stjórnarsamstarfs
má það til tíðinda teljast, þar eð
mjög mikið ber á milli um sjónar
mið þeirra tveggja flokka, sem
þeir eru formenn fyrir. Piney,
sem reyndi stjórnarmyndun á dög
unum, er foringi óháðs hægri
sinnaðs flokks í fulltrúadeildinni.
Það voru einmitt jafnaðarmenn,
sem sviptu hann möguleikum til
stjórnarmyndunar, er þeir sáu
hvaða ráðum hann hugðist beita
til að rétta fjárhag landsins og
verðgildi frankans. En ef til vill
hefir Coty forseta tekizt að fá
þá til smastarfs á þeim grundvelli
að annars sé beinn voði fýrir dyr-
um.
sctti hann fram svipaðar skoðanir
og fram koma í grein hans í Her-
iald Tribune og nú virðast orðnar
uppsláttarefni lijá blöðum víða um
heim.
Svo að ná niegi til Sovét-
ríkjanna.
| í umræddri grein í Herald Trib-
une leggur Balchen til að bæki-
stöðvar séu settar upp af Banda-
ríkjamönnum á Grænlandi fyrir
flugskeyti, svo að unnt sé þaðan
að ná til sem flestra staða í Sov-
étríkjunum með meðallangdræg-
um flugskeytum og skapa þannig
gagnvopn gegn hinum langdrægu
skeytum, sem Rússar eru nú taldir
ráða yfir.
Ileiinskaiitalöndin mikilvæg
í styrjöld.
í grein sinni telur Balchen, að
heimskautalöndin muni verða
mjög mikilvæg, ef koma skyldi til
Tvímenningskeppni
T.B.K.
Eftir fjórar umferðir í Tvímenn-
ingskeppni T.B.K., er röðin á tiu
efstu pörunum þessi: 1. Iljalti—
Július 1059. 2. Svavar—Karl 986.
3. Sölvi—Þórður 960. 4. Zophan.—
j Lárus 957. 5. Guðm.—Georg 927.
i 6. Benóný—Ásmundur 922. 7.
Ragnar—Haraldur 918. 8. Aðalst.
—Klemens 907. 9. Dóra—Ingólfur
905. 10. Reynir—Tryggvi 904.
Fimmta og síðasta umferð verð
ur spiluð fimmtudaginn 24. þ. m.
Bernt Balchen ofursti.
þriðju heimsstyrjaldarinnar. Sé þá
líklegt að þaðan muni fyrstu á-
rásirnar gerðar. Kallar hann Norð-
, ur-íshafið Miðjarðarhaf vorra tíma.
jHann telur víst, að Sovétríkin muni
i baga byg'gingu flugskeytastöðva
! sinna þannig, að þaðan sé greitt
að ná til alls meginlands Norð-
ur-Ameríku og því hyggja þessar
stöðvar annað hvort vestast eða
, austast á íshafsströnd Sovétríkj-
anna. Lýkur Balchen grein sinni
með því að segja, að hagsmunir
Bandaríkjanna krefjist þess að und
j inn só bráður bugur að byggingu
stöðva fyrir flugskeyti á heims-
| skautssvæðinu.
Þýðing íslands minni en áður.
1 í erindi sinu hér hélt Balchen
| ]iví fram, að hernaðarlegt mikil-
I vægi íslands væri nú minna cn
áður vegna hinna langdrægu flug-
Skeyta, sem komin væru til sög-
unnar. Mikílvægustu stöðvarnar
hlytu framvegis að liggja norðan
við ísland. Lagði liann einkum á-
herzlu á Grænland í þessu sam-
bandi. Aðils.
Nokkrar umræður urðu um
djúpborinn á fundi efri deildar
Alþingis í gær. Var þá til um-
ræðu tillaga, sem boi'in hefir ver
ið fram á Alþingi um að fella nið-
ur aðflutningsgjöld af bornum.
En Reykjavíkurbær er í hinum
mestu fjárhagskröggum og getur
ekki staðið við skuldbindingar
sínar varðandi kaupin. Eysteinn
Jónsson, fjármálaráðherra, benti
á það, við umræðurnar á þing-
fundi í gær, að fjarri lagi er að
hægt sé að koma bæjarfélaginu
til hjálpar í fjárhagsvandræðum
með því að rífa niður tollakerfi
landsins og aðflutningsgjölð, sem
standa undir útflutningsfram-
Ieiðslunni. En bæjarfélaginu er
gefinn kostur á að losna frá
skuldbindingum.
Bæjarsjóður í fjárkröggum
Gunnar Thoroddsen borgarstjóri
fylgdi frumvarpinu úr hlaði með
stuttri ræðu, en annar meðflutn-
ingsmaður hans, Alfreð Gíslason,
sagðist hafa gerzt flutningsmaður
tillögunnar vegna þess að fjárhag-
ur bæjarsjóðs í Reykjavík væri nú
mjög bágborinn og færði allýtar-
leg rök að þvi að stjórn bæjarins
væri nú svo komið, að ástæða væri
til að óttast um fjárhag bæjar-
sjóðs.
Eysteinn Jónsson, fjármálaráð-
herra, sagði, að ákveðið hefði ver-
ið að kaupa þennan bor 1956 og
þá hefði verið veitt fé á fjárlögum
til kaupanna. Síðar um árið hefði
Reykjavikurbær svo gerzt aðili að
kaupunum. Ríkið lagði svo aftur á
síðustu fjárlögum fé til borkaup-
anna. Var talin mikil þörf á því að
kaupa slíkan stórvirkan hor til
rannsókna og djúpborana, einkum
á guíusvæðunum.
Ekki hægt að fella niður
aðflutningsgjöld
Fjármálaráðherra sagði, að rík-
isstjórnin hefði ekki getað orðið
við óskum bæjaryfirvalda um að
fella niður aðflutningsgjöld af
bornum, en hins vegar hefði hún
gert það, sem í hennar valdi stóð,
til að koma til ínóts við bæjar-
sjóð í þessuni þrengingum með
því að bjóðast til að taka að sér
boikaupin að öllu leyti og leysa
bæinn þannig undan þeirn skuld-
bindingum, sem bærinn á í erí-
iðleikum með að standa við.
Færði fjármálaráðherra að því
glögg rök, hversu fráleitt það væri
að fara inn á iþá braut nú, að fella
niður aðflutningsgjöld af bornum.
Þá væri ekki síður réttlætanlegt
að fella niður slík gjöld af fjöl-
mörgum öðrum nauðsynjatækjum,
sem til landsins eru flutt og inn-
heimt aðflutningsgjöld af samkv.
lögum. ÆSkilegt væri að ekki
þyrfti að innheimta aðflutnings-
gjöldin, en engu að síður er það ó-
hjákvæmilegt, eins og málum er
(Framhald á 2. síðu).