Tíminn - 25.10.1957, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.10.1957, Blaðsíða 4
TÍMINN, föstudaginn 25. október 1957« :Hún heitir Bat Yosef Hell- erman, þýzkur gyðingur, al- in upp í ísrael. Leiðir hennar lágu hingað til lands með manni hennar, Guðmundi Guðmundssyni, Ferró. Hún er listmálari eins og Guð- mundur og hefir málað mik- ið síðan hún kom hingað til lands. Sérstaklega hafa and- lifsmyndir hennar vakið at- hygli fyrir að vera mjög sér- stakar. Undirritaður átti erindi til lista- konunnar fyrir nokkru, í því skyni að fá h3na til að mála mvnd af drengnum sínum, og taka samtal það, sem hér fer á eftir. Ferró þekkti ég frá gamalli tíð, og með það sem skálkaskjól, barði ég að dyrum. —■' Nei, Guðmundur er ekki heima- núna, en viltu ekki gjöra svo vel og koma inn. í dyrunum stóð svarthærð, brúneygð, hörunds dökk og brosandi ung kona, sem mælti þessi íslenzku orð án nokk urra sérstakra erfiðleika, þótt heyra maetti erlendan hreim í mál rómi hennar. — Takk fyrir, kærlega, þú ert kona hans, er það ekki? — Jú, ég er það. — Ég kem nú eiginlega til að hitta þig, mig langar til að fá málaða mynd af stráknum mínum. Þarna kom ég beint að efninu, og hitti á bezta umræðuefnið, sem ég hefði getað valið. Frúin er ein- iægur aðdáandi íslenzku barnanna, og við höfum svo mikið að tala um eftir þetta, að henni fannst enskan betri til að geta talað hrað- ara. Annars leggur hún sig fram til að læra íslenzkuna. Að góðum íslenzkum hætti, bauð hún mér upp á kaffi, sem ég þáði með þökk um. Yfir kaffinu ræddum við svo á tvíS og dreif um hana sjálfa, málaralistina, kaffibrauðið, ís- lenzku börnin og þau ísraelsku, biblíuna, handritin, ísland óg ísrael. — Finnst þér ekki salatið gott? Ég bý það til úr skyri, það er.svo góður matur. — Ágætt, Ert þú fædd í ísraeU HUN YRKIR I LITUM Samtal við ísraelsku listak >nuna Bat Yosef Hellerman — Nei, í Þýzkalandi, en fluttist til ísrael eins árs. Afi minn og OT.ma voru frá Lettlandi, en lang aftur í ættum er mikið af spönsku blóði. Viltu ekki annars meirs kaffi? — Takk fyrir. Segðu mér frá námsferli þír.um og starfi. — Ég ólst upp í Tel-Aviv og gekk þar í gagnfræðaskóla og list- skóla fyrir kennara í barnaskólum. 10 ára gömul hóf ég nám í málara list í listaskóla, sem er eign verkf lýðsfélaganna, og stundaði þar nám í 8 ar. Þar vorum við aðallega látin mála andlitsmyndir fyrstu ár- in, meðan við vorum börn. En síð- aii fékk maður að spreyta sig i ýmsum öðrum viðfangsefnum, þeg ar aldur var orðinn nógur. Innflytjendabúðir og herþjónusta — Þegar ég hafði lokið námi 18 ára gömul, bauð ég mig fram til starfs í innflytjendabúðum. Ég var þar eitt ár, og það var hörmulegt ástand þar, fátækt og þrengsli. Síð- an var ég kölluð í herinn næstu tvö árin. Sökum náms míns, var ég sett í deild, sem vann að undir- búningi og framkvæmd ýmisskon- ar sýninga fyrir herinn, bæði á vopnum, uppdráttum, og þesshátt- ar. Seinna árið var ég einkaritari hjá hershöfðingja. — Hvernig féll þér herþjónust- an? — Það er ekki spurt um slíkt, skyldan býður okkur þetta heima. ;— Hvað tók svo við að lokinni herþjónustu? — Þá tók ég mig til og sýndi nokkur af verkum mínum í lista- og menntamálaráðuneytinu. Þeir tóku mér hið bezta og veittu mér námsstyrk í París í eitt ár. Styrk- urinn var svo framlengdur um tvö ár. Námið stundaði ég i National Academy Art. Aðalkennarí minn var nrófessor ^T->-honne. 1 iokin Bat Yosef Hetlerman. ;ýndi ég verk mín í París og það vem mér áskotnaðist fyrir sýning- una notaði ég til að fara til Ítalíu. Meðan á Frakklandsdvölinni stóð, fór ég víða um Evrópu. Ég veifaði bílum og fékk mér ætíð ókeypis far. Þannig ferðaðist ég einnig fyrst um ítaliu og hafnaði að lok- um í Florence. Þar stundaði ég svo nám. Pólarnir mætast — Já, ég hitti Guðmund fyrst þar. Það var rétt hjá. þér. Nei, ég /erö að viðurkenna það, að ég hafði aldrei heyrt íslands getið. Þegar hann sagðist vera frá ís- landi, þá hélt ég að hann meinti írland. Annars fannst mér hann líkastur Skota. Strax og ég sá hann, varð ég þess vör, að hann hefði mjög m'kla hæfiíeika. Hann var fvrsti ungi iistan aðu" im. soin — Hefir þú farið víða um land- ið? — Já, og það sem ég hef séð, finnst mér óviðjafnanlega fagurt. Landslagið er hrikalegt og lit- brigðaríkt, og kallar hástöfum á mann. — Hvað segir þú um íslenzku listmálarana? — Mér finnst t.d. að þeir ungu séu ekki nógu íslenzkir í verkum sínum. Þeir hanga of mikið í er- lendum, gömlum ismum. Því sækja þeir ekki meiri innblást- ur í landið og söguna. Þá vantar hörðu, íslenzku skerpuna og lit- brigðin. Kjarval er stórkostlegur málari, þjóðlegur málari. — Við stöndum ekki á gömlum merg, hvað þetta snertir. Hér er fátt um gömul verk, og skqía. — Þeir eiga að sækja námið í sjálfa sig, náttúruna og söguna. Það er þeirra að tengja fólkið enn fastari böndum við þetta tvennt. ísland má ekki glata tengslunum við fortíð sína og gamla menningu. Vitur maður sagði: Þjóð er hópur fólks, sem hefir sömu tungu, menn ingu og land. Þú getur glatað land inu og varðveitt tunguna og menn inguna, en glatir þú menningunni, glatar þú tungu og landi. Sigurður Nordal sagði við mig niður í ítaiíu, að þjóðir okkar ættu báð- ar merkilegar bókmenntir. Sögurn- ar og biblíuna. Það er rétt, og í þessar bækur hafa þjóðir okkar sótt um aldaraðir þrótt sinn og kjark. — Hefur þú samband við ætt- land þitt héðan? — Ég sendi oft kort og bréf heim. Annars verð ég ætíð að leita lengi áður en ég finn kort, sem hægt er að senda. Ljósmyndararn- ir reyna alltaf að hafa tré og skóg á öllum landlagsmyndum, þótt hér sé ekkert um skóg. Þeir eiga að mynda landið eins og það er. Landið er enn fegurra sökum þess að hér er lítið um skóg. — Löngunin er ætíð mest eftir því, sem okkur vanhagar um. Það er kannske skýringin á þessu með kortin. Enn hefi ég ekkert séð af verkum þínum, nema eina stúlku- mynd. Aðhyllist þú natúralism- i ann? — Nei, hann tilheyrir ekki okk- ar dögum. í dag gildir hin per- í sónulega list, ihugmyndalist, list tilfinninganna. — Gæti ekki margt heyrt þar undir, t.d. ameríski slettuisminn? — Æi nei, það er eiginlega til- viljunarlist. Litunum er slett á strigann einhvernveginn. Það er hreyfingin, sem skapar verkið, en þó er það nú svo, að einstaka þeirra er persónulegur. — Jæja, ég botna ekkert í öll- um þessum ismum. Segðu mér heldur hvernig þú myndir mál» Esjuna. — Esjan er sérstök í sinni rö8, hún er svo litbrigðarik. Ég myndi mála litina í henni. r* — En formið? ** — Það kemur í gegnum litina, Heldur sýningu í Tel-Aviv ^ — Hvað hyggst þú taka fyrif hendur að sýningu lokinni hér? — Ég skrepp heim í nóvember. Mér heíur verið boðið að halda þar sýningu í The Muncipial' Museum. Það verður gaman að koma heim og hitta fólkið mitt. Ég hlakka til að sjá sum af gömlu verkunum mínum, sem eru { ísrael. — Eru verk þín ekki víða urd heim? — Jú, þau eru það. Mér finnst alltaf erfitt að verða að selja burt það, sem ég hefi skapað. Fái ég tækifæri til, leita ég verkin ætí5 uppi, éf ég kem á þær slóðir, senji þau eru. Mér finnst þau vera eina og börnin mín. — Eigið þið Guðmundur börn? — Ekki ennþá. Málverkin verða að koma í þeirra stað f.vrst um sinn. Annars finnst þér það ef til vill ótrúlegt, en hvert málverk á sínar „fæðingar<hríðir“. Þau valda manni oft miklum sársauk3. Og þegar ég læt þau af hendi, þá er ég að láta burtu hluta af sjálfrl mér. — Vel á minnst, það var þetta með drengina mína. Heldurðu ekki að þú málir fyrir mig mynd« ina af þeim? — Sannast sagna veit ég ekkl hvernig ég á að komast yfir allar myndapantanir, sem ég hefi feng« ið, en ég má þó til með að gera þetta fyrir þig. — Hvernig stendur á öllum þes3 um pöntunum, hefir þú auglýst? — Nei, nei, fólkið grefur þetta einhvern veginn upp og kemur svo rakleitt til mín og biður mig þes3 arar sömu bónar og þú: Viltu ekki mála mynd af barninu mínu, kon« unni minni eða manni? Og börnitt t.d. eru alveg ómótstæðileg, cg get helzt engum neitað hér á íslandi. fOg þannig reyndist það líka hvað myndina af drengjunutn snerti. Hún gat ekki neitað mér um að mála þá. Þegar ég kvaddi og hafði drukkið nægju mína af kaffi og borðað með því brauð, með skyrsalati, lifrapylsu, blóð* mör og rúllupylsu, fannst mér senf kveddi ég íslending, en ekki konu, komna alla leið frá ísrael. Hún hefir tileinkað sér hætti okkar i einu og öllu, og er full aðdáunar á landi og þjóð. Mér gafst tæki- færi til að sjá sum verka hennar, áður en ég hélt leiðar minnar. Þatt eru iitrík og minntu mig á logandi hraunfláka, sum þeirra. Mér fannst, sem hún hefði ort þar Ijóð í litum og sagði það við hana. — Já, sagði 'hún, — kannske eru þetta ljóð. Ég orti mikið þegar ég var barn. Örlygur. Fyrirmyndin og málverkið ég hitti á ferð minni, er að mín- um dómi var ríkulega gæddur hæfi leikum. Kynni min af honum hafa þroskað mig mjög mikið á sviði listarinnar. Þeðar við giftum okk- ur, sögðu ítölsku blöðin, að pólarn- ir hefðu raaétzt. — Hélztu sýningar í Ítalíu? — Tvær, aðra í Mílanó, hina í Róm. — Ætlar þú að sýna hér heima? — Ég opna sýningu í Sýningar- skálanum 6. þ.m. — Ilvað sýnir þú þar? s — Aðallega olíumálverk, sem ég her flest málað hér á íslandi. — Hvernig líkar þér að mála hér? — ÁgætlegaJ þegar ekki er dimmt yfir. Nær þrjátíu og fimm þúsund fjár slátrað hjá Kf. Skagfirðinga í haust Me'ðaljiungi reyndist vera 14,6 kg Sauðárkróki í gær. — Slátrun fjár í sláturhúsi Kaupfé- lags Skagfirðinga er nú lokið. Slátrað var nær þrjátíu og fimm þúsund dilkum. Fjáreign Sauðárkróksbúa hefir aukizt töluven og til marks um það er, að um þúsund þeirra dilka, sem slátrað var, fóru tV heimanotkunar é Sauðárkróki. Slátrunin hófst 16. september og lauk henni 18. október síðastl. Slátrað var alls 34.700 dilkum. Meðalþungi reyndist vera 14,6 kg. Þyngsti dilkur frá Svartárdal. Hæsta meðalþunga höfðu dilkar Jóns Stefánssonar frá Gauksstöð- um á Skaga, 18,2 kg., en hann lagði inn 105 dilka. Þyngsta dilk- inn átti Ragr.ar Ófeigsson, Svartár dal og vóg hann 25,5 kg. Meðal- vigt þeirra 150 dilka, sem hann lagði inn, nam 17,08 kg. Vaxandi sauðfjáreign bæjarbúa. Margir Sauðárkróksbúar eiga nú töluverí af kindum og i'er fjár- eign þeirra vaxandi. Til innleggs af því fé sem slátrað var, komu 33.644 dilkar, en mismuninn, rúmlega þúsund dilka, áttu fjár- eigendur á Sauðárkróki. Auk þess voru lagðir inn dilkar frá fjár- eigendum á staðnum. Hrossaslátrun, Á hverju hausti er slátrað tölu verðu af hrossum, þótt heldur hafi dregið úr þeirri slátrun síðan fjáreign manna jókst upp úr fjár* skiptunum. Hrossaslátrun stendur nú yfir og verður fram yfir mánað< armót. G.ó«

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.