Tíminn - 25.10.1957, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.10.1957, Blaðsíða 2
Ávarp á degi Samemuðu þjóðanna Forseti íslands flutti eftirfarandi ávarp ti! þjóSarinnar í gærkvöldi G'óðir Islendingar! Þetta síðasta starfsár Hinna Sarn einuðu þjóða hefir leitt tvennt skýr.t í ljós. Fyrst það, hve mátt- vana samtökin eru, þegar við þá er að eiga, sem engin tillit taka, og hitt annað hve mikils Hinar Sameinuðu þjóðir geta mátt sín, þegar skiiyrðin eru hagstæö. Það eru góð skilyrði, þegar hinar ein- stöku þjóðir sýna félagslyndi og á- hyrgðartilfinningu gagnvart .sam- tökunum og tilgangi þeirra, en ill, þegar synjað er um allt samstarf. Þetta var raunar alltaf vitað, og liggur í augum uppi. En bæði Sú- ez- og Ungverjalandsmál hafa vaid ið meiri umræðum en áður um tak mörkuð áhrif og völd Hinna Sam- einuðú þjóða, og ýmist vaxandi vorileysi eða kröfum um úrbætur. Það tvennt hefir skeð, sem vert er að rifja upp fyrir almenningi á þessum minnisdegi, það fyrst, að neitunarvald Öryggisráðsins hefir verið takmarkað, og hitt annað að stofnað var gæzlulið Hinna Sam- einuðu þjóða. í Öryggisráði getur einn aðili stöðvað öll afskipti og íhlutun, hvað sem við liggur. En nú geta' tvéir þriðju hlutar at- kvæða á Allsherjanþinginu ráðið úrslitum í hverju máli, án tillits til hins gamla neitunarvalds. f sambandi við Súezdeiluna var og stofnað, í fyrsta sinn, gæzlulið tíu þjóða til meðalgöngu á ófriðar- sv^ðinu. Það lið var að vísu fá- mennt, og hefði hver ófriðaraðili sem var, -getað rutt því úr vegi. En svo fór þó ekki, því á bak við var ósýnilegt afl Hinna Sameinuðu þjóða, almenningsálitið í alþjóða- málum. Gæzluliðið var stofnað vegna þessara sérstöku átaka einna saman, en vaxandi kröfur eru á dagskrá um öflugra og varanlegt gæzlulið, sem Hinar Sameinuðu þjóðir stýri til tryggingar og örygg is heimsfriði. Það er þó of snemmt að gera sér vonir um öfluga al- þjóðalögreglu, eins og fyrirhugað var við stofnun Hinna Sameinuðu þjóða, en öllum er það Ijóst, að friður og réttvísi þarf bakhjarl, ekki síður í milliríkjaskiptum en innanlandsmálum. Það er mála sannast, að Hinar Sameinuðu þjóðir fullnægja ekki hinum ítrustu óskum né framtíðar- vonum um öryggi og frið. Það er bezt að gera sér engar tálvonir. Friðsamlegri stjórnmálaviðureign inhanlands er stundum lýst svo, að hún sé barátta fyrir því, að ná svo góðum árangri sem framast er mögulegt. Þessi skiígreining á ekki síður við í alþjóðastjórnmál- um. Miririkyninu virðist það áskap- að, að það, sem að fæst og er frek- ast kleift, nær sjaldan eða aldrei hirini hæstu hugsjón. Hinar Sam- eiriuðu þjóðir ná ekki lengra. en sem svarar þeim samtakamætti, sem þær stýra á hverjum tíma. Það stekkur enginn langt yfir hæð sína. Við sitt eigið aft, hafa hinar Sameinuðu þjóðir ekki öðru að bæta, en því alþjóðaáliti, sem þeim tekst að skapa í hverju máli. Alþjóðaálit skapar alltaf nokkuð aðhald. Og þegar litið er ú þessa hlið í starfsemi hinna Sameinuðu þjóða á síðasta starfsári, þá er sízt um afturför að ræða. Allur almenn ingur þráir frið og farsæld, og starfsemi Hinna Sameinuðu þjóða er tákn og traust þess hugarfars. Ég mun ekki rekja starfsemi Hinna Sameinuðu þjóða í þessu stutta ávarpi. En barna'hjálp, flóttamannafyrirgreiðsla, tækniað- stoð, matvælastofnunin og margt fleira, eru dæmi þeirrar viðleitni, sem heimurinn má ekki án vera, og nú fyrst er sýnd á alheimsmæli- kvarða. Hver veit hve langt verður komist um lausn hinna stærstu al- þjóðavandamála á þessum vett- vangi, ef haldið er áfram í ein- beittri trú á mikla möguleika. Ör- yggi’ óttans á þessari atómöid hrekkur ekki til frambúðar. Gagn- kvæmgr gkilningur og traust, sam hjáip og umhyggja þarf að útrýma óttanum og styrjaldarhættunni. MgjíJ. vaxandi samúi ®g samstarfi á aiþjóðavettvangi mun heiti „Hinna Sameinuðu Þjóða“ að lok- um reynast sannnefni. —- En a!lt getur brugðist til beggja vona. Framtíðin veltur á hugarfari og stefnu þeirra, sem forustuna hafa. Hinar Sameinuðu þjóðir eru hin víðtækustu alþjóðasamtök, sem til hefir verið stofnað. Enn eru þau ung .að aldri. Vér megum ekki vera mjög bráðlát. Allt er lengi að vaxa, sem-lengi á að standa. Fram- tíðarmöguleikarnir éru miklir, og gifta mannkynsins í veði. Yfir | þessum degi blakta allir fánar ' hinna einstöku sameir.uðu þjóða — og bera við himin líkt og frið-. arbogi. Vér óskum Hinum Sameinuðu þjóðum allra heílla, og gefi Guð góðri viðleitni sigur! FríverzlunarmáliíS i (Framhald af 1. síðu). eiginlega markaðar gæti valdíð þeim verulegum erfiðleikum, þar sem samkeppnisaðstaða þeirra á mörkuðum innan sexveldasvæðis- ins myndi rýrna stórum í saman- buröi við þjóðir innan svæðisins. Þannig óttuðust Bretar ójafna sam keppni við Þjóðverja um sölu á iðnaðarvörum á sexveldasvæðinu. Danir óttast samkeppni Hollend- inga og Frakka á landbúnaðar- vörumarkaðinum í Vestur-Þýzka landi, og íslendingar hafa m.a. ástæðu til að óttast samkeppni Frakka og Þjóðverja á saltfisk- markaðir.um í Ítalíu, og þannig mætti lengi telja. Jafnframt hef- ur sú skoðun þráfaldlega komið j fram, að með sexveldasamningn- um myndi skapast alvarlegur klofningur meðal þeirra þjóða, sem eru þátttakendur í Efnahags- samvinnustofnun Evrópu. AfstaSa Breta til frí- verzlunarmálsins Xil þess að ráða bót á þessum vanda, en jafnfranit stíga stórt skref í átt til hagkvæmari við- skipta innan Evrópu, báru Bretar fyrir tæpu ári frain tillögu um stofnun svonefnds fríverzlunar- svæðis í Evrópu og skyldi það ná til allra þjóða innan Evrópusam- vinnustofnunarinnar, þar á meðal sexveldanna. Innan þessa svo- nefnda fríverzlunarsvæðis skyldi smám saman eða á 12—15 árum afnema höft á viðskiptum og tolla á innflutningi, en hvert ríki fyrir ] sig skyldi geta ráðið tollum sín- um gagnvart öðrum þjóðum. Frí- j verzlunarsvæðið er eingöngu hugs að sem áframhald þeirrar sam- vinnu í efnahagsmálum, sem Efna- hagssamvinnustofnunin hefur gengizt fyrir, en alls okki sem skref i átt til stjórnmálasambands eða jafnvel sameiginingar, eins og segja má um sexveldasamninginn, enda hafa hinar hlutlausu þjóðir Evrópu, Sviss, Svíþjóð og Austur j ríki, allar lýst yfir stuðningi sín-' um við liugmyndina um fríverzl unarsvæðið. Undanfarna mánuði hafa farið fram víðtækar athuganir á því, hvernig framkvæma mætti slíka fríverzlun. Þrjú vandamál hafa þar verið efst á baugi. í fyrsta lagi, hvernig samræma mætti friverzl- unarsvæðiú hinum sameiginlega markaði. í öðru lagi til hvaða vörutegunda fríverzlunin skuli taka, og í þriðja lagi, hvernig , leysa mætti vanda þeirra þjóða, ] sem skemmst eru á veg komnar j í efnahagsmálum. I Fundurinn í París Á ráðherrafundi þeim, sem hald inn var í París í s.l. viku, var einkum rætt um fyrstu tvö atrið- in, enda er ljóst, að þau ráða úr- slitum um það, hvort samningar geta tekizt um stofnun fríverzl- unarsvæðisins. Að því er það snert ir, hvort sexveldin séu reiðubúin til að fella hinn sameiginlega mark að inn, í friverzluHarsvapðið, voru I gefnar yfirlýsing'ar á fundiriuml þess efnis, að gera verður ráð fyrir, að svo geti orðið. Hitt vanda málið, til hvaða vörutegunda frí- verzlunin skuli taka, varðar okkur ísleridinga miklu meira. Eins og' kunnugt er hafa Bretar lagt á það höfuðáherzlu hingað til, að frí- veizlunin taki ekki til landbúnaðar afurða og fiskafurða, en hins veg- ar skiptir það aðrar þjóðir höfuð niáli. að liún taki til þeirra í ein- hverju formi. Á Parísarfuhdinum gáfu Bretar yfirlýsingar, sem fólu í sér mjög verulegar tilslakanir i þessum efnum. Ekki veröur þó fullkomlega skýrt hvernig Bretar hugsa sér þessar tilslakanir, fyrr en kemur að samningaborðiiiu, tn fundurinn samþykkti að fela sérstakri ráðherranefnd að annast þær samningaviðræður, undir for- sæti brezka ráðherrans, Mr. Mandlong. Afstaða íslands Það sem gerist í þessum málum kann að verða örlagaríkt fyrir ís- lendinga, sem eiga afkomu sína undir útflutningi fremur en flest- ar aðrar Evrópuþjóöir. Aukin við skipti og greiðir markaðir fyrir afurðir erlendis er íslendingum lifsnauðsyn, og í því getur falizt hætta, að vera utan við samtök, þar sem helztu keppinautar okkar eru þátttakendur. Hins vegar er hér við mörg vandamál að etja. Sérstaklega hlýtur afstaða íslands að mótast af því, hvort, eða ,að hversu miklu leyti fríverzlunin tekur til fiskafurða eða ekki. Þá skiptir það og meginmáli liver áhrif fríverzlunin hel'ði á afkomu atvinnuveganna, og hvort hægt er að fá fjármagn til þess að byggja upp nýjar framleiðslu- greinar og styrkja þær, sem fyrir eru* Eg gerði á fundinum grem fyrir hagsmunamálum íslendjnga varð- andi viðskipti þeirra við lönd hins fyrirhugaða fríverzlunarsvæðis, þeim vonum, sem við það geta verið tengdar, og þeim vanda, sem því getur fylgt. Að sjálfsögðu geta íslendingar ekki mótað endanlega afstöðu sína fyrr en frumvarp að fríverzlunarsamningi milli aðildar ríkja Efnahagssamvmnustofnunar innar liggur fyrir. En ríMsstjórnm mun fylgjast nákvæmlega með öllu, sem í þessu mikilsverða máli gerist. Skattar (Framhald af 1. síðu). á sköttum hjóna, en þær breyt- ingar yrði að undirbúa vandlegar en gert er í frumvarpinu, þannig að breytingin gagnist þeim, sem helzt þurfa þess með. Jóhann Hafstein sagði að ú- stæðulaust væri að vera með þessa villukenningu um hálaunamenn, eins og hann orðaði það, og sagði að enginn yrði stórgróðamaður á íslandi af þeim launum, sem hann yrði að telja fram til skatts. Magnús Jónsson sagði að engu máli skipti í þessu sambandi-hvort um væri að ræða háar eða lágar tékjur. Tekjur koma óskiptar til útsvarsáiagningar eftir sem áSur Gísli Guðmundsson benti á þá staðreynd, að þau gjöld, sem fólk finnur helst fyrir, eru ekki skatt- arnir, lieldur útsvörin og ekki væri gert rá'ð fyrir neinni lækk- un, eða breytingu á þeim í sam- bandi við umrætt frumvarp um sérsköttun hjóna. . Sagðist Gísli vilja vekja at- liygli á því, að sainkvæmt frum- varpinu lækka ekki skattskyldar tekjur framteJjenda. Tekjurnar kænni því eftir sem áður óskipt- ar til útsvarsálágningar, Ef að á að Iækka gjöld hjóua, á líka að gera það við útsvarsáalgning- una. Um það myndi meira muna en skattana. Gísli Guðmundsson gat þess að lokum, að þéssi rnál um skatta á tekjur hjóna, myndi vera til athugunur á vegum ríkisstjþrnar- innar, eins og fram hefði komið TÍMINN, föstudagiun 25. október 195?, »íttOk.u -i,’ Jl ASalfundur Framsóknarfélags Hafn* arfjarðar verðnr n.k. sunnudag Aðalfundur Framsóknarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn í Góðtemplarahúsinu næstkomandi sunnudag og hefst hann klukkan 4 síðdegis. Auk venjulegra að- alfundarstarfa verður rætt um bæjarstjórnarkosning- arnar. Framsóknarmenn eru hvattir til að mæta á fundinum. Hver verkfallsaldan af annarri lamar franskt atvinnu- og efnahagslif NTB—París, 24. okt. — í annað sinn á 10 dögum mun franskt atvinnulíf verða lamað á morgun af völdum víð- tækra allsherjarverkfalla, sem grípa beint og óbeint inn í allt athafnalíf landsmanna. Að þessu sinni eru það flest allir starfsmenn við samgöngutæki Frakklands, sem gera sólarhrings allsherjarverkfall, svo og starfsmenn pósts og síma og útvarpsstarfsmenn um allt landið. Er verkfallið til þess að mótmæla vaxandi dýrtíð og krefjast hærri launa. í verkfalli þessu taka og þátt einstakir starfihópar 1 mörgum atvinnugreinum. Má því segja að allt atvinnulíf landsins verði lam- að. Gífurlegt þjóðartap. Verkfall rafmagnsstarfsnian,na og starfsmanna við gas- og orku- ver í fyrri viiku leiddi einnig af sér stórfellda stöðvun og er talið, að tapið af völdum þess verkfalls hafi numið 2 þús. millj. ísl. kr. Allt samgöngukerfi Parísar mun stöðvast að mestu, jafnvel sumir leiguhílstjóirar ætla ekki að hreyfa bíla sína. Búizt er við, að sama sagan gerist í flestum horgum Frakk Tanner gengur ilSa stjórnarmyndun NTB— HELSINGI, 24. okt. — í dag tilkynnti finnski Bænda- flokkurinn, að' hann myndi ekki taka þátt í ríkisstjórn undir for- sæti Vainö Tanners, núverandi formanns finnska jafnaðarmanna, en honum hefir forsetinn falið að reyna stjórnarmyndun. Ekki er þó enn með öllu vonlaust, að Tanner takist enn að koma saman stjórn. Landhelgin (Framhald af 12. síðu). ísiendingar verða sjálfir að virða landhelgina Páll sagði, að nú væri löngu úr- elt þau sjónarmið, sem togaraeig- endur hefðu einu sinni haft gagn- vart landlhelginni, er spurt var: Hvar eiga togararnir okkar þá að fi'ska? Um langt skeið hefðu ís- lenzkir menn haft það að tféþúfu, að vísa erlendum veiðiskipum í landhelgina, þegar lítil hætta væri á varðskipum. IVIeð því að setja ný ákvæði, eins og í frumvarpinu i'elast, taldi flutningsniaður að sýnt væri svart á hvítu Iiversu alvar- leguin augum íslendingar líta sjálfir á landheigisbrot, með því að taka úr umferð þá skipstjóra, sem staðnir eru að veiðum í land- heigi. Það væri sami háttur og liafður væri, þegar hættulegir ökumenn væru teknir úr umferð. hjá fjármálaráðherra í sambandi við fjárlagaumræðurnar á dögun- um. Vi8 þessa þingfrétt má bæta þeim upplýsingum a8 fjármálaráðherra skipaði á liSnu vori nefnd sem vinn- ur nú að því að athuga hvern ig bezt og réttlátast verður fyrir komið skattlagningu á hjón. Sagoi fjármálaráðherra í fjárlagaræðunni að hreyta þyrfti gildandi ákvæðum í þessu efni og koma á nýjum reglum varðandi skattlagn- ingu á tekjur hjóna. lands. Póstafgreiðsla mun tefjast og truflast, svo og símaþjónusta. í fyrstu var ætlað, að útvarps- starfsmenn myndu vinna, en síðar tilkynntu þeir verkfall og verður því aðeins útvarpað stuttum frétta tilkynningum á morgun. Fer Hammarskjöld til Sýrlands? NTB—NEW YORK, 24. okt. — Flugufregnir lcomust á kreik um það í gærkvöldi, að Vesturveldin hyggðust bera fram tillögu á alls- herjarþinginu, þess efnis, að Dag Hammarskjöld framkvæmdastjóri S.þ. verði sendur til nálægari aust urlanda til þess að athuga klögu- málin, sem undanfarið hafa geng- ið milli Sýrlendinga og Tyrkja. Þó hefir sýrlenzki fulltrúinn á þing- inu, látið í ljós efa um, að slík heimsókn yrði til nokkurs gagns. Sænska stjórnin biðst lausnar NTB—STOKKHÓLMI, 24. okt. — Svo sem búizt hefir verið við undanfarna daga, baðst Tage Erl- ander forsætisráðherra Svía lausn ar í dag fyrir ráðuneyti sitt. — Orsökin er sú, að Bændaflokkur- . inn hefir ákveðið að hætta stuðn- ingi við ríkisstjórnina. Þótt kon- ungur muni fyrir siðasakir leita tii annarra flokká um stjórnar- myndun, er vitað mál, að borgava flokkarnir geta ekki myndað meiri hlutastjórn, og mun því svo fara, að Erlander fær að nýju tilboð , um að mynda stjórn. Verður það hrein stjórn jafnaðarmanna, en. minnihlutastjórn. Hversu lengi hún situr, er að sjálfsögðu óvíst. . Crosby giftir sig í annað sinn NTB—Las Vegas, 24. okt. — Bing Crosby sá frægi maður af söng sínum og leik í kvikmynd urn og sjónvarpi hefir gift sig í annað sinn. Kona hans lézt fyrir fimm árum. Crosby kvæntist að þessu sinni 23 ára gamalli kvik myndastjörnu Cathy Grant. Hann er 53 ára að aldri. Sími kominn í Grímsey Frá fréttaritara Tímans GRIMSEY í gær: — Lokið er nú við að leggja síma á alla bæi hér í Grímsey. Hófst símalagningin síð- astliðinn laugardag og lauk í gær um hádegið. Sími er nú í tóíf hús- um í Grímsey. Fy.rirhugað er að koma á talbrú milli eyjar og lands, en það verður ekki hægt fyrr en rafstöð hefir verið sett upp hár. Almenn ánægja er með símann og þykja íuikil þægindi að honutn. — G. J.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.