Tíminn - 30.10.1957, Qupperneq 5
TÍMINN, miðvikudaginn 30. október 1957.
5
Héraðsýningin á Egilsstöðum merkur
viðburður í búnaðarsögu Áusturlands
/VtA
Á hératSssýningunni voru sýndir 93 beztu
hrútarnir aí svætSimi írá VopnafirtJi sutSur
í Álftafjörð
Tíðindamaður Tímans hefir nýlega náð tali af dr. Hall-
dóri Pálssvni, en hann hefir undanfarið feroazt um Þing-
eyjasýslur, Múlasýslur og A-Skaftafellssýslu og hafði um-
sjón með hrútasýningum á þessum svæðum.
laun fyrir þá og ver'ður nánar
iSkýrt frá því síðar.
Dagskrá sýningarinnar
Sýningin fór þannig fram: Fyrra
sýningardaginn, þann 19. ltomu
Jirúíarnir á sýningarstaðinn árla
dags og dómneínd vann að dómum
og rö'ðun, án þess þó að nokkur
úrslit væru kveðín uþp. Þá voru
mættir flestir eigendur hrútanna
og allmargt annarra manna.
Hrútarnir voru al'lir bundnir í
röð og hrútar úr hverjum hreppi
látnir standa saman, þar sem auð-
velt var fyrir sýningargesti að
,ganga um og skoða þá. Sunnudag-
inn 20. sem var aðalsýningardag-
urinn, lauk dómnefnd störfum
-sínum fyrir hádegi. Kl. 1 síðdegis
var sýningin opnuð formlega fyrir
almenning, með ræðu Þorsteins
Jónssonar, kaupfélagsstjóra, for-
manns búnaðarsambandsins, í for-
föllum Páls Hermannssonar fyrrv.
,alþingismanns. Þá flutti búnaðar-
málastjóri, Steingrímur Steinþói-s-
son, ræðu. í henni þakkaði hann
Austfirðingum fyrir hið myndar
lega átak, er þeir hefðu gert með
sýningu þessari, er sýndi í senn
'mikinn áhuga og félagsþroska.
Ennfremur ræddi hann um sauð-
fjárræktina og gildi hennar fyrir
ííslenzkan landbúnað fyrr og nú
\og dáðist mjög að, hve glæsilegar
kindur Austfirðingar ættu á sýn-
ingunni. Gat hann þess, að hann
,hefði sjálfur ætíð haft mesta á-
nægju af sauðfé allra búfjárteg-
unda og ætti margar og ánægju-
legar endurmiuningar frá fjár-
',m'annsstarfi sínu á yngri árum.
i Að lokinni ræðu búnaðarmála-
stjóra tók Páll Sigurbjörnsson hér-
Búnaðarsamband Austurlands
efndi til héraðssýningar á hrútum
á öllu héraðssambandssvæðinu
dagana 19. og 20. október s.l., en
þá höfðu hinar venjulegu hrúta-
sýningar í einstökum hreppum á
sambandssvæðinu farið frarn.
Þetta er í fyrsta sinn, sem slík
héraðssýning er haldin samkvæmt
ákvæðum húfjárræktarlaga, þar
scm verðlaun eru veitt fyrir sýnda
gripi, er ríkissjóður greiðir að %
hlutum, en % hluti er greiddur
af félagssamtökum heima fyrir, að
þessu sinni af búnaðarsambandinu
sjálfu.
Að vísu hafa áður verið haldn-
ar héraðssýningar á hrútum, einu
sinni í S-Þingeyjarsýslu og tvisv-
ar á Snæfellsnesi, á vegum við-
komandi búnðaarsambands, án
þess að verðlaun væru þar greidd.
Mikil þáfffaka
í sýningunni
Sýning þessi fór ágætlega fram;
hún var vel undirbúin af hálfu
búnaðarsambandsins og bændur á
búnaðarsambandssvæðinu sýndu
frábæran áhuga með því að senda
á sýninguna yfir torfæra fjallvegi
þvínær alla þá hrúta, sem þeim
var gefinn kostur á að sýna, frá
Vopnafirði suður í Álftafjörð.
Vel skipulögð sýning
Sýningunni var hagað þannig, að
Úr hverjum hreppi kom ákveðin
tala hrúta, er miðaðist við fjár-
fjölda sveitarinnar, þ. e. 1 hrútur
fyrir hverja 1100 kindur framtald
ar.
Alls voru sýndir 93 hrútar úr
18 hrepptim. Á hreppasýningum
var ákveðið af dómnefnd livaða
hrútar mættu koma á hrútasýn-
jnguna, og voru það að sjálfsögðu
beztu hrútarnir úr hverjum hreppi
og höfðu allir hlotið I. verðlaun
á hreppasýningum.
í dómnefnd voru dr. Halldór
Pálsson, sauðfjárræktarráðunaut-
ur og héraðsráðunautarnir Bjarni
Arason og Leifur Jóhannesson.
Verðlaunaveifingar
Verðlaunaveitingum var liagað
þannig, að hrútunum var skipt í
þrjá flokka eftir gæðum. Þeir
beztu, 22 að tölu, hlutu heiöurs-
verðlaun, og þeir næstbeztu, 32
falsins, hlutu I. verðlaun A, og
þeir 39, er þá voru eftir, lilutu
I. verðiaun B.
Fyrir heiðursverðlaun voru
greiddar kr. 200, I. verðlaun A
kr. 100, I. verðlaun B kr. 75.
Þá var einnig veitt heiðursskjal
fyrir 3 beztu hrúta sýningarinnar,
en þeir voru: Sá bezti, Norðri 4
velra, eign Sigurðar Lárussonar á
Gilsá í Breiðdal, keyptur lamb
frá Holti í Þistilfirði. Næstbeztur
Var Fífill, 4 vetra, eign Gunnars
Guðlaugssonar, Hnaukum í Geit-
hellnahreppi, keyptur lamb frá
Hofi í sömu sveit. Sá þriðji va
Valur, 1 vetra, eign Páls Guð-
jnundssonar, Gilsárstekk í Breið-
idal, keyptur lamb frá Jóhanni
Björnssyni, Eiríksstöðum á Jök-
uld'aL
Síðar verður gerð nánari grein
fyrir úrslitum dóma á sýningunni,
og birt skrá um hrúta þá, er
sýndir voru og getið uppruna
þeirra og eigenda.
Þá voru veitt I., II. og III.
verðlaun kr. 1000, kr. 500 og kr.
250 til þeirra hreppa, er sýndu
fceztu hrútana. í þeirri keppni var
Breiðdalur hlutskarpastur, annar
-Hjaltastaðaþinghá og þriðji Hlíð-
arhreppur.
Ennfremur voru sýndir nokkrir
eystrahópar af ám og veitt verð-
aðsráðunautur til máls, og ræddi
um búnaðarhagi á Austurlandi.
Gat hann um það átak, sem gert
hefði verið í jarðrækt á Austur-
landi, og þær framfarir, sem
henni eru samfara í betra búfé,
betri fóðrun og meiri afurðum.
Að því búnu tók Halldór Pálsson
til máls og gerði grein fyrir úr-
,sliíum dóma. Leiddir voru fram
beztu hrútarnir í hverjum aldurs-
flokki og beztu hrútar sýningarinn
■ar. Þá lýsti hann nokkrum orð-
iitm þeim miklu framförum á
ihrútastofni á búnaðarsambands-
svæðinu síðustu 20 árin, en Hall-
dór fór fyrst um Austurland liaust
jð 1937.
Eftir ?.ð dómum hafði verið lýst,
flutti Sveinn Jónsson, bóndi á Eg-
ilsstöðum Iokaræðuna, þar sem
hann þak'kaði öllum, er hlut áttu
að rýningunni.
Á meðan á ræðuhöldum stóð,
var til glöggvunar fyrir sýningar-
gesti hengt upp spjald hjá hverj-
um hrút, er sýndi nafn hans, ætt
og eiganda, ásamt þunga og mál-
um og hvaða viourkenningu hrút-
urinn hlaut.
Fjölmenni mikið var á sýning-
unni og gafst bændum og öðrum
áhugamönnum þar tækifæri til
þess að sjá beztu hrútana á Bún-
aðarsambandssvæðinu. Hrútarnir
voru yfirleitt framúrskarandi
ursverðlaun hlutu, voru metfé að
glæsilegir, og allir þeir, sem heið
gerð og vænleika.
f lok sýningarinnar voru sýnd
dilkaföll og lýsti Halldór Pálsson
fyrir áhorfendum áhrifum vaxtar
lags á kjötgæðin, með að bera sam
an jafnþung föll, er voru af liá-
jfættum og grófbyggðum dilkum
j.annars vegar og lágfættum, liold-
þéttum lömbum hins vegar.
j Stefán Aðalsteinsson, ullarsér-
i fræSingur Atvinnudeildar háskól-
j ans tók ullarsýnishorn af öllum
, hrútum á héraðssýningunni og er
\gert ráð fyrir, að niðurslöður
þeirra rannsókna verði birtar í
Búnaðarritinu.
Héraðssýningu þessa má telja
einn merkasta viðburð í búnaðar-
sögu Austurlands.
SkáldiS á Þrömog bóodinná Hesti
FIngYÖÍkrmn fundinn
HÉR í BLAÐINU hefir lítil-
lega verið rætt um „tillögur
skipulagsnefndar Varðar", fé-
lags liinna þroskaðri Heimdell-
inga. Nú hafa borizt itarlegri
fregnir af hi-nu stórmerka
starfi skipulagsnefndarinnar. í
Mbl. birtust á fimmtudag allar
tillögurnar, alls 8 talsins. Allar
tillögurnar hinar merkustu,
enda segir í leiðara Mbl. m. a.:
Vörður hefir nú haldið tvo
fundi um framtíð Reykjavíkur.
Þar hafa komið frain margar
nýjai' racldir sem sýna, að um
mál þessi er liugsað af áhuga
og vilja til að gera bæjarfélag-
inu gagn.
1. liður í „tillögunum er vís-
að var til bæjarstjórnarflokks
Sjálfstæðismanna“ er svohljóð-
andi: f skipulagi Reykjavíkur
verði Miðbænum skapaðir eðli-
legir möguleikar til útþenslu í
framtíðinni, þar sem nú er
flugvöllurinn.
MIKIL ER fundvísi hinna vísu
manna. Þeir hafa fundið autt
landsvæði, sem engir liafa vit-
að lun, en sem öllu á að bjarga.
Hlið himinsins hafa opnast,
framtíðar útþenslu miðbæjar-
ins er borgið. „VERÐI“ sé lof
og dýrð. Svo undarlega brsgð-
ur þó við, að allir virðast ekki
á einu máli um snilld þeirra í-
haldsbræðra. í AlþýðublaðTnu í
gær segir t. d.: Sjálfstæðisflokk
urinn er um þessar niundir í
óða önn að reisa Pof.emkintjöld
til að reyna að telja Reykvík-
ingum trú um, að þeim sé eiii-
staklega vel stjórnað. Og enn-
fremur: Það er engu líkara en
Sjálfstæðisflokkurinn sé búinn
að fá sting í hjarlað fyrst hann
gælir svo við annan eins brjóst- j
mylking sinn og Varðarfélagið. j
Hvernig stendur á slíkum skrif'
um, að maður nefni nú ekki
klausu eins og þessa, sem einn-i
ig var í sama blaði: „Reykja-j
vík þenzt út um alla mela og
hóla. Hún er komin inn fyrir
Elliðaár og teygist í allar áttir.
En á sama tíma eru timburhús,
sem komin eru að falli, látin
kúra áratug efíir áratug' á beztu
lóðunuin í miðbænum og ná-
grenni lians“. Og að lokum:
„Sjálfstæðisflokkurinn hefir
ekki einu sinni áorkað því að
koma „hjarta bæjarins“ al-
mennilega fyrir í því brjóstholi,
sem heitir Reykjavík".
JA, ÞAÐ ER rétt, að Hugvall-
arsvæðið er enn ónotað, hvað
byggingar snertir. Enn hefir
engum húsum verið hent þar
niður af handahófi, eins og alls
staðar annars staðar í Reykja-
vík. En er það að þakka „hin-
um áhugasömu og velviljuðu“
Varðarfélögum? Nei, síður en
svo. Hvert mannsbarn veit sem
er, að þetta landsvæði er enn
varðveitt fyrir aðrar sakir. Það
var slyrjöldin síðasta, sem tók
fram fyrir hendur íhaldsins.
Herinn erlendi kom sér þarna
upp flugvelli, annars væri á-
standið þar suður frá annað en
nú er .. Ráðsmennska íhalds-
ins hefir einkennst af fumi og
handahófskenndum tiLburðum.
„Þannig mun líka verða haldið
áfram, meðan Sjálfstæðisnienn
liafa stjórn bæjarins í sínum
höndum“, eins og Bjarni segir
í Mbl.-leiðaranum.
Á SÍÐAST’LIÐNUM vetri kom út
bók, sem telja verður heimildarrit
um vestfirzka m'enningarsögu um
síðustu aldamót, þar sem er Skáld
iö á Þröm eftir Gunnar M. Magn-;
úss, ævisaga Magnúsar Hjaltason-j
ar. Það er ástæða til að athuga
þetta rit dálítið á þeim grundvelli.
ÞAÐ ER EKKI ætlunin að skrifa
hér ritdóm um Sbáldið á Þröm, en
bókin er skrifuð eftir dagbókum
Magnúsar Hjaltasonar, en þær eru
orðnar þjóðfrægar vegna þess, að
Halldór Kiljan Laxness skrifaði
skáldsögu sína um Ólaf Ljósvíking
eftir þeim. Aðrar heimildir hafa
lítt verið kannaðar en frásögn
Magnúsar rakin í blindni.
Það er mdn skoðun að Magnús
Iljaltason hafi viljað segja satt og
rétt írá í dagbókum sínum. Hins
vegar er það augljóst að lionum
hefir verið næsta ríkt í huga eigið,
gæfuleysi og mótlæti og basl hans |
og mæða hefir stundum valdið
honum ærinni beiskju. Hitt skalj
ekki eltast við hér, sem sagt er umj
einstaka nienn, en oft verður sú,
mynd, sem af þeim er gefin, allt
annað en rétt. En það er nú einu
sinni svo með okkur flest, að hægt
er að tilgreina orð og atvik, sem
sýna okkur miklu verri en við
raunar erum yfirleitt. Éf mcnn'
vilja draga fram hið lakasta en
þegja um hið betra, verður mynd-
in ekki rétt, jafnvel þó að engu
sé logið. Hið betra er undandreg-
ið, sagan verður hálfsögð, mynd-
in afskræmd.
EKKI VERÐUR nú úr því skorið,
hvað hefði getað orðið úr Magnúsi
Hjaltasyni og rækt hefði verið
lögð við 'hneigð hans til ritstarfa
og bókmennta. Þó er ekki hægt að
loka augunum fyrir því, að skáld
var hann ekki, þó að honum væri
létt um að yrkja og listaskrifari.
Hagmælskuna fór hann þannig
með samkvæmt eigin sögn, að
hann virðist hafa verið reiðubúinn
til að yrkja lof eða last eftir pönt-
un, e£ hann var beðinn. Slíkt er
ekki til þess fallið að ofla mönn-
um virðingar. Enda þótt sitthvað
megi segja um ístöðuleysi og henti
semi manna hér vestra eins og
víðar, mun það þó ekki ofmælt að
tryggð og staðfesta, sjálfstæð lífs-
skoðun og vakandi dómgreind séu
eiginleikar, sem menn meta og
virða.
í sambandi við fjármál sveitar-
sjoða um síðustu aldamót er vanda
lítið að finna dæmi, sem okkur
virðast í fljótú bragði bera vitni
um smásálarskap og jafnvel nirf-
ilshátt. Þau eru svo ólík okkar
tímúm. Hitt er þó skylt að muna,
að allur þorri þeirra manna, sem
Voru sjálfbjarga og greiddu til
sveitar, gátu það vegna mikillar
iðjusemi og sparsemi. Afkoma
manna byggðist á þessum eigin-
leikum, vegna þeirra gat þjóðin
rétt úr sér. Og auðvitað varð að
gæla sömu ráðdeildar um meðferð
almannafjár í sveilum.
UM MAGNÚS Hjaltason er svo
það að segja, að hann var frá unga
aldri andlega veiklaður. Það er eft
irtektarvert, að Davíð Seheving
Thorsteinsson hressir af honum
lasleikann með þ\d að láta hann
ganga að vinnu meö fólkinu og
vera í ferðalögum með sér. Lækn-
irinn hefir talið sjúkleikann and-
legan eða þsð sem almennt var
nefnt imyndunarveiki. Menn
máttu illa við þvi að dekra við
slíkt á þeim tímum. Sveitungi
Magnúsar og jafnaldri sagði löngu
síðar, þegar sonur hans leitaði til
læknis vegna þrauta í baki: „Það
hefir margur orðið að vinna fyrir
sér þó að hann fyndi til í baki“.
Menn voru almennt harðir við
sjálfa sig. Annað dugði ekki. Og
þá voru nienn lika stundum nokk-
uð harðir við aðra.
TÆPLEGA MUN hægt að segja
að við séum nú svo víðsýnir, mild
ir og umburðarlyndir gagnvart
þeim, sem hafa aðrar skoðanir en
við eða binda bagga sina ekki
sömu linútum, að okkur sæmi að
fyllast vandlætingu gagnvart
þessu fólki, þótt spart væri haldið
á fé og ætlast til nokkurrar sjálfs-
afneitunar þegar um þurfamenn
var að ræða.
Gunnar M. Magnúss á geðþekk-
ar minningar um Magnús Hjalta-
son. Hann hefir fundið til þess, að
ýmsir höfðu takmarkaðan skiln-
ing á því, sem jákvætt var í fari
Magnúsar og mátu það lítils og
honum hefir runnið eymd hans og
auðnuleysi til rifja. Hann hefir því
skiljanlega langað til að veita
Magnúsi nokkra úppreisn og varpa
Ijóma á hann ef hægt væri með
bók sinni. Þetta er allt virðingar-
vert og samboðið góðum dreng. En
samt er það svo margt, sem kem-
ur í hugann i sambandi við þessa
sögu alla, og ýmist er undan dreg
ið eða jafnvel hálffaliö, að illt er
um það að þegja. Hér var það ætl-
unin að fylla frásögnina með því
að minna á eitthvað af því tagi.
EINN ÞEIRRA manna, sem getið
er í sögu Magnúsar hét Guðmund-
ur Bjarnason og bjó síðast á Hssti
í Önundarfirði. Á unglingsárum
er hann sagður hafa haft orð á ein
liverju, sem Magnús skrifaði í bréf
til Ástríðar, sem var á Hóli hinum
innra í Önundarfirði. Er sagt,_ að
Guðmundur hafi stolizt í bréf Ást-
ríðar. Hins getur söguritari ekki,
að Áslríður þessi var móðir Guð-
mundar og þar sem þau voru sam-
an á heimiíi verður næsta líklegt,
að hún hafi sýnt honum bréfið.
Síðar er þess getið að Magnús
réri hjá fornianni, sem Guðmund-
ur 'hét, og er sagður hafa verið
„svívirðilegur hrotti". Hins er
hvergi getið í sögunni, að það sé
sami Guðmundur, og vel trúlegt,
að sögumaður gangi þess dulinn
að svo var. Annar maður, litlu
yngri en þeir Magnús og Guð-
mundur, reri tvær vertíair hjá
Guðmundi og segist ekki hafa
þekkt hann að öðru en góðu. Þau
orð eru mjög í samræmi við þann
vitnisburð, sem aðrir gefa Guð-
mundi.
ÞAÐ MUN sízt ofmælt að Guð-
mundur Bjarnason hafi engu sið-
ur verið skáld en Magnús Hjalta-
son. Mcr er það í barnsminni að
mér fundust umræðuefni hans
með nokkuð öðrum hætti en al-
mennast var, þegar hann kom á
heimili foreldra minna. Hann átti
það til að íara að tala um þau
lífssannindi, sem spegluðust í
gömlum þjóðsögum og ýmislegt
um önnur skáldleg fræði. Þar hef-
ir hugur hans eflaust oft dvalið
og átt sér yndisstundir. En þetta
var venjulegur bóndi, sem átti 11
börn og kom þeim öllum á legg.
Þau eru öll atgjörvisfólk og verð-
ur löngum erfitt að meta uppeld-
isstarf þeirra heimila, sem skila
slíkum systkinahóp.
íslenzkar bókmenntir og skáld-
skapur segja víða frá mönnum,
sem er lineigð til bókmennta,
skáldskapar og ritstarfa borin í
blóðið þó að misjöfn verði upp-
skera og eftirtekja. Stephan G.
sagði, að það væri annars „auma
mæðan að hafa fæðst með mörg-
um kenjum snillinganna, ef mað-
ur á aldrei að bera hamingju til
að bæta fyrir þá með einhverju
afreksverki eins og þeir“. En það
mætti líka skrifa sögu af þeim,
sem fæddir voru bókelskir og
skaldhneigðir, létu það þó aldrei
aftra sér frá því að gegna þegn-
skyldu lífsins en áttu sér au3 og
fegurð í skáldheimi og nutu þar
yndis og hvíldar á strjálum og
stopulum næðisstundum.
IIÉR SKAL EKKI efnt til neins
mannjafnaðar og sízt af nokkurri
dómsýki. Það er ekki heppilegt að
allir séu eins. Um örlagaþræði
manna er það að segja, að atvik
rekja þá ýmislega. Einum verður
það lil góðs sem öðrum verður til
falls og ógæfu og fer stundum
(Framhald á 8. *íðu.)