Tíminn - 30.10.1957, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.10.1957, Blaðsíða 7
IÍMI&JN, miðvikudaginn 30. október I9S7. 2 Tannlækningar eru mikilsverður þáttur í heiisugæzlu fólks Rætt við stjórn TannlæknaféSagsins s tií- efni 30 ára afmælis þess um þessar mundir Tannlíeknafélag íslands er þrítugt um þessar mundir. Eru þá einiiig liðin um 50 ár síðan fyrsti Iærði tannlæknirinn setti upp tannlækningastofu í Reykjavík. Var það Brynjúlfur Björnsson, sem jafnframt varð fyrsti formaður Tannlækna- félagsins. Stjórn félagsins átti viðræðufund með blaðamönn- um á laugardaginn, þar sem rædd var starfscmi félagsins og störf tanr.lækna yfirleitt. yrðingar um það, hvernig verjast megi tannskemmdum og virðist margt koma þar til greina, jafn- vel erfðir og skilyrði til sýkla- gróðnrs í munni einstaklingsins, Hins vegar þykir fullsannað að sætindi öll auka mjög líkurnar fyrir tannskemmdum, cn einfald- ur og grófur náttúrumatur helzta vörnin, ásamt góðri hirðingu [ tanna, einkanlega eftir máltíðir, þegar hreinsaðar eru burt matar- leyfar, sem valda sýklagróðrinum. Koivetnin mynda sýrurnar, sem vaida tannskemmdunum, eða eru veigamikill þáttur í því að leiða til tannskemmda og verkja. Það er algengur misskilningur fólks, segja tannlæknarnir, að ekki sé tímabært að leita tann- Iæknis fyrr en tannverkurinn er farinn að láta til sín taka. Góð regla er að fara til tannlæknis tvisvar á ári, enda þótt menn hafi ekki orðið varir við tannverk. Væri þá hægt að bjarga mörg- um tönnum og forða fólki frá óþægindiun og kvölum, þegar tannverkurinn kemur. Stofíléndur Tannlæknafélags ís- áður er nefndur, þau Thyra Lofts- lands, sem stofnað var 30. okt. 1927, voru, auk Brynjúlfs, sem son og Hallur L. Hallsson. Hafa þau Thyra og Hallur verið gerðir heiðursfélagar, en þriðji stofnand- inn er látinn. Löggjöf um tannlækrungu kom 1930 Eitt af fyrstu verkefnum félags iins var að vinna að því að fá löggjöf tim tannlækningar hér á landi, og su löggjöf kom árið 1930. Starfsemi félagsins hefir alla jafn- en veriö mikil. Kaupir það bækur og tímarlt um sérgreinina til sam- eiginlegra afnota fyrir félags- menn. Félagið hefir ennfremur oft íengio faingað erlenda sérfræð inga ,sem haldið hafa fýrirlestra og kynnt nýjungar. Lengi frarnan af árum voru tannlæknar fáir starfandi hér á landi, en nú munu þeir vera um 45; í Reykjavík, 36 og 9 úti á landi. Stjórn félagsins skipa nú: Rafn Jónsson formaður, Skúli Hansen, Jóhann Finnsson, Geir Tómasson og Pálmi Möller. Áj laugardaginn kemur minnist fé- lagið afmælisins með hófi í Tjarnarkaffi. Lengi var lítið um tanniækningar Á viðræðufundinum á Iaugar- daginn bar margt á góma um starfseini tannlækna hér og þá breytingu, sem almennt er orðin á umhyggju fólks fyrir því ao hafa þriflegar og heilbrigðar tenn ur. Á fyrstu árum tannlækninga hér þótti mönnum það ekki sér- lega mikill ljóður á ráði sínu að ganga með svartar og illa hirt.ar tennur og vöknuðu aldrei til hugs unar um aðgerðir varðandi tann- hirðingu, fyrr en tannverktir var farinn að segja svo til sín að til selunnar var ekki lengur búið. Meðan tannlækninga naut ekki almennt við, var oftast gripið til þeiirrar hálfgerðu hrossalækning ar að rífa tennurnar, sem tann- verkurinn stafaði af, burtu, jafn- vel þó þær annars væru lítið skemmdar. Tannvíðgerðir voru líka dýrar hér eins og crlendis fyn- á ár- um, mfðað við kaupgetu almenn ings og almenn Iaun. Nú hafa taimlæknar látið fara fram at- hugun á því, að kostnaður við tannviðgerðir og störf tann- lækna er lægri hér á Iandi en víðast hvar annars staðar í lönd- um, en þá kemur það aftnr á móti, að nijög víða taka sjúkra- samlög verulegan þátt í tanu- lækningum, enda eru tann- skemmdir meðal algengustu sjúk dóma. Hér hafa sjúkrasamlög ckki tekið neinn þátt í tann- lækningum. Reynt að koma í veg fyrir tannskemmdir Á undanförnum árum hefir orð- ið mikil breyting á tannlækning- um, einkum eru viðgerður og lækn ingarnar nú orðnar mun sársauka minni, en áður var. Viða um lönd hefir tann- skemmdunum verið gefinn mik- ill gaumur, og lagt í mikinn kostnað af hálfu hins opinbera til að f.vrirbyggja tannskennndir, eða öHu heldur að reyna það. Þannig er víða flúrefni blandað í neyzluvatn og þykir það gefast vel sem vörn við tannskemmd- um. Annars er ákaflega erfitt að koma fram með ákveðnar fuU- Stofnað Austfirð- ingafél. Suðurnesja Sunnudaginn 27. október var Austfirðingafélag Suðurnesja stofnað í Keflavík og er lögheim- ili þess þar. Þrátt fyrir leiðin- legt veður mættu fjörutíu og tveir Austfirðingar á stofnfundinum. — Gengið var frá lögum fyrir félagið og stjórn kjörin, en hana skipa: Georg Helgason, formaður; Frið- jón Þorieifsson, gjaldkeri; Hilm- ar Jónsson, ritari; Guðný Ásberg og Jóna Guðlaugsdóttir meðstjórn endur. Varamenn í stjórn: Skúli Sighvatsson og Guðrún Ármanns- dóttir. Tilgangur félagsins er fyrst og fremst sá, að halda uppi göml- um og nýjum kynnum meðal þeirra félagsmanna, sem ílutzt hafa á félagssvæðið. Þessum til- gangi hyggst félagið ná með fundarhöldum, skemmtiferðum, fræðandi erindum og sérstakri hátíð ár hvert. Þróun áfengismálanna í Svíþjóð eftir breytinguna Elfíiaunfjegar tíðir gestir í kjallara íögregl- URfiar eftir útborgunardag Forstjóri sæn-Vn nínnaisQirika sölunnar Harry Almeby, sagði ný lega í ræðu, sem hann flutti í Karlstad, að stöðnun væri nú kom in í áfengisneyzluna þar í Jandi. Fyrsta árið eftir að áfengis- skömmtunin hefði verið afnumin, það var 1. okt. 1955, hefði neyzlan auki um 33 af hundraði. Eftir verðhækkunina í fyrra haust, varð reyndin sú, að neyzlan fór minnk andi, þanig að aukningin hefir numið 16— 17%, og staðið þann icf ■*ö* Almeby forstjóri benti sérstak lega áþað, að tekjuaukning manna á árinu hefði ekki orðið til þess að auka áfengisneyzluna, eins og varð árið áður, þegar um þriðj ungur tekjuaukningarinnar — eða rúmlega 250 milljónir s. kr. var varið til áfengiskaupa. Fyrir árið 1954 drukku Svíar 1 I. veikra vína á móti hverjum 4 1. sterkra drykkja. Eftir afnárn skömmtunarinnar, nam þetta 1 I. á móti 4,5 I. sterkra drykkja. En á, þessu ári hefir vínneyzla aulc izt mjög. Þannig, að nú eru hlut föllin 1 I. vín á móti 7 1. brenndra drykkja. En á þessu ári hefir vín neyzlan aukist mjög. Þannig að nú eru hlutfollin 1 1. vín á móíi 3 1. brendra drykkja. Hins vegar bennti ræðumaður á þá staðreynd að þrátt fyrir þessa breytingu hefði ölæðisglæpum þó ekki fæklc , að til samræmis við minnkandi ; neyzlu hiiina sterku drykkja. 1 í framhaldi af þessu, segir svo Nils Ryden lögreglufulltrúi í Stokk hólnii í viðtali við Stockholm Tidn ingen, að engin batamerki væri hægt að sjá í sambandi við ástand ið í þessum málum. „Fastagest um“ lögreglunnar hefði eklci fækk að, síður en svo. Aðstaðan til þess að hlinna að eða veita ölium þeim, sídrekkendum eða öðnim, sem hættulegir eru sjálfum sér eða umhverfi sínu í ölæði, þá hjúkrun sem nauðsynleg er, væri alls ófull nægjandi. Einhver versti dagur í sambandi við drykkjuskapinn er 15. hvers mánaðar bætti lögreglufulltrúinn við, en þá er ellilaunþegum greidd ur styrkur sinn., Og segja má ao þann dag allt frá því fyrir hádegi og til kl. 11 að kvöldi sé látlaus straumur í „kjallara“ Iögreglunn ar af drukknum mönnum. Það sé engu bet.ra en á laugardagskvöld tim. (Áfgengisv. n. Reykjavíkur). Leikvellir barna JAFNFRAMT hinni öll út- víkkun bæjarins, hefir skapast mikið vandamál, sem verður að leysa þegar í stað. Það er þörf- in á fleiri og fullkomnari barna leikvöllum og barnaheimilum. í nýútkominni bók sem heitir Reikningar Reykjavíkurkaup- stað 1956 stendur skrifað að það ár hafi 38 leikvellir verið starfræktir fyrir 1 milljón og 374 þús. kr. það árið. Tala þessi gefur lítið til kynna um það hve margir séu í því ásigkomu lagi að leikvellir geti heitið. Viðhald minstu vallanna hef- ir ýerið innan við 1000 kr. og má á því sjá hve vel hefir verið búið að því hverfimi, en um upptalningu þeirra skal eklci Var þetfa kennt á bændaráðstefnunni Afurðasölulögin voru sett fyrir forgöngu Framsóknar- manna 1934, og á þeirri skip an hvfldi framförin í land- - búnaSmum og skipulag af- urðasölunnar allt til ársins 1947, er lögin um fram- leiosSuráð voru sett, og Stétt arsamband bænda var full- mótað. Afurðasölulögin voru stórmál á sinni tíð og hafa orðið land- búnaðinum til Ómetanlegs gagns. Þau voru sett þrátt fyrir fullkom- inn fjandskap Sjálfstæðisflokksins, sem hamaðist gegn þeim, rægði Framsóknarmenn fyrir forust- una, og espaði til mjólkurverk- fallsins fræga. Var þetta kennt á bænda- ráðstefnu Sjálfstæðisflokks- ins á dögunum? Þetta mál vantaði aigerlega í afreka- skrá Ólafs Thors, er hann las yfir ungum bændum fyr- ir helgina. Eða kannske gömul Morgunblöð hafi verið við hendina á ráðstefn unni, t. d. Mbl. 18. ágúst 1934: „Með þessum bráðabirgðalöguni (afurðasölulögunum) er þrengt mjög tilfinnanlega að kaupinanna stéttinni . . .“ Eða Morgunblaðið 23. ágúst sama ár: „Ekki væri ó- líklegt að þessi kjötsölulög yrðu óvinsæl hér í næstu sýsluiu við lteykjavík, vegna þeirrar ásælni, sem þeim er sérstaklega sýnd með þeim. Það á meira að segja leggja toll á kjötið og spilla með því fyrir þeim markaðinum . . . Og alit þetta er þeim ætlað að þola fyrír bændur í öðrum lands hlutum . . .“ Eða Mbl. 20. sept: „Komi mjólkurlög rauðu stjórnar innar í framkvæmd, hlýtur af- leiðingin að verða sú, að mjólkur framleiðsla bæjarbúa verður lögð í rúst'*. í marz 1935 hófst. svo mjólkur verkfall Sjálfstæðisflokksins: „Framvegis verða daglega birt ar uppskriftir af alls konar spóna mat, sem liúsmæður geta notað meðan þær ekki kaupa mjólk“ Morgunblaðið 2 marz 1935. Var ekkert urn þetta rætt á bændaráðstefn- unni? hirt, þar sem fólkið mun kann ast við þá án aðstoðar. Nokkur rækt virðist þó lögð við einstaka völl t. d. Vestur- völl, Rauðarárstíg, Hólmgarð og Grettisgötu, en þá er hættan á að börn úr fjarlægari hverfum freistist til að sækja slíka velli og eru t. d. þá oft hætt komin. í umferðinni af þeim sökum. Ber því að vinna að þvi sem skjótast að hálfkaraðir leikvell ir verði fullgerðir og um fram allt afgirtir. Jafnframt verði nýjum leikvöllum bætt við í þau hverfi sem fjölmennust eru. Fjölga þarf leiktækjum barna að mun og má þar nefna í því sambandi eftirlíkingar af þeim tækjum er þetta uppvax- andi fólk kemur til með að stax-fa með er á fullorðinsár kemur, svo sem skip, bíla, flug vélar o. fl. RÓLAN og saltið eru að sjálf sögðu góð leiktæki en þau gefa litt tilefni til auðgunar ímynd- unaraflsins. Eftirlit þarf að auka með tækjum vallanna og bæta samstundis úr ef minnsta tilefni er til, svo sem slit á köðl um og brestir í tré eða járni til að forða slysum. Gæzla á börnum er mikið atriði og ber að stuðla að því að sem flestar húsmæður í bænum geti örugg ar stundað starf sitt innan heim ilisins eða skroppið í verzlanir á rneðan börnin eru á leikvöll- unum án þess að eiga á hættu að þau komist út af gæzlu lausum völlum og verði hinni ört vaxandi umferð að bráð. Við skulum öll standa saman í þessu máli ,því sá skaði er kynni að orsakast af fyrir- hyggjuleysi í máli sem þessu, verður okkur aldrei bættur. Á víðavangi Ef þeir hefðu mátt ráða í Framsóknarblaðinu í Vest- mannaeyjum er rætt um fjár- lagaræðuna og málflutning stjórnarandstöðunnar við það tækifæri. í ræðu Magnúsar Jóns- sonar, er talaði af hálfu íhalds- ins, kom fram óánægja yfir því. að stjóruin skyldi ekki upp á sitt eindæmi álcveða allar að- gerðir í efnahagsmálunum og lxafa frumvarpið um þær tiltæk- ar þegar þing kom saman. Um þetta viðhorf segir Framsóknar- blaðið: „Það er á ræðu lians alvog auðsætt, hve illa lýðræði féíl- ur í géð þeirra sjálfstaiðis- manna, þeiin geðjast alls ekki að því, að ráðið sé fram úr vandamálum þjóðarinnar á lýðx-æðislegan hátt og Alþingi og atvinnustéttunum sé leyft að hafa þar hönd í bagga. Hefðu þeir mátt ráða, þá Iiefðu þeir vafalaust komið fram með sýndarfrumvarp og Iátið þingmenn sína samþykkja það í snatri og látið síðan kilfu ráða kasti, það hafa svo oft verið þeirra vinnubrög'ð“. Praga sig út úr ábyrgð Framsóknarblaðið minnir á eftirfarandi ummæli íhaldsþing- mannsins: „f ræðu sinni segir Magnús Jónsson m.a.: Eðli málsins samkvæmt, hlýtur ríkisstjórn in að Iiafa forgöngu um að brúa það mikla bil, sem er miUi tekna og gjalda í frum* varpinu. Núverandi stjórnar- flokkar hafa Iýst Sjálfstæðis- flokkinn ósamstarfshæfan um Iausn efnahagsvandamálanna og þannig útilokað allt sam- starf við flokk, sem taldi um síðustu kosningar innan sinna vébanda yfir 42% þjóðarinnar. Af þeim sökum verííur einnig ríkisstjói’nin ein að bera a'la ábyrgð á úrræðum í efnahags málum þjóðarinnar meðan hún fer með völd ‘. Um þetta viðliorf — að draga sig út úr ábyrgð — segir blaðið: „Enginn mun nú efa, að ríkisstjórnin xiiun hafa for- göngu í efnahagsmálum þjóð- arinnar rneða nliún fer með völd. En þessi orð Magnúsar lýsa einmitt hinni óábyrgu og neikvæðu stjórnarandstöðu sjálfstæðisinanna betur en nokkuð annað. Hann fettir sig og brettir og segir að þeir hafi 42% þjóðarinnar á bak við sig, en i sömu setningu segir liann, að þeir vilji ekkert með vanda- mál þjóðarinnar hafa að gcra, af því að þeir fá ekki að vera í stjórn. Sjálfstæðisflokkurinu skilur ekki, að ábyrg sljómar- andstaða getur haft jákvæð á- hrif á stjórnarfarið í lýðræðis- Iöndum“. Úrræðaleysið í blaði Alþýðuflokksins á A.kui’ eyri er dregin fram skýr mýnd af stefnuleysi Sjálfstæðisflokks- ins. Blaðið segir: „Sj álfstæðisfloklcurinn liefi r deilt hlífðarlaust á núverandi rikisstjórn, frá því að hún.tók við völdurn. Allar hennar gerð- ir í efnahagsmálum liafa að dómi Sjálfstæðisforystuiiiiai’ verið óhæfar. Þegar stjórnarandstaðan hef ir hins vegar verið þýfguð um það, liver úrræði liúu mundi hafa, ef liún tæki við yi(Ida- taunumum, Iiefir hún cngu Svar að. Má heuni þó vera Ijóst, að sú gagnrýni er veik, seni ékki bendir jafnframt á úrbÓUiii'ið að eigin dómi. Við nýafstaðnar útvarpsnm- ræðui’ uni fjárlagafrumvarpið 1958 kom bið sama fram .Iijá Sjálfsiæðinu; gagnrýni eða öllu heldur fordæming- á efnahags- úrræSum ríkisstjórnarinnar, eu engkr ábendingar um, hvað það vildi gera. Þetta getur í rauninni ékki táknað nerna eitt: að Sjálfstæð ið kunni engin önnur úrræði“.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.