Tíminn - 30.10.1957, Síða 6

Tíminn - 30.10.1957, Síða 6
5 T í M I N N, miðvikudagiim 30. október •'T95t. Útgefandl: Framsóknarflokkurlnn Rltstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinsaon (áb). Skrifstofur í Edduhúsimi við Lindargötu. Símar: 18300, 18301. 18302, 18303, 18304 (ritstjórn og Maðamenn) Auglýsingasíml 19528. Afgreiðslusíml 1232S Prentsmiðjan Edda hf. Staðreyndir um útlent lánsfé í ÞJÓÐVILJANUM er skýrt frá umræðum á ný- liðnum Dagsbrúnarfundi um efnahags- og kaupgjalds- mál, og kemur fram, að rætt hefir verið um að leysa láns- fjárskort til íbúðarhúsnæðis meö erlendum lántökum.—• Er svo að sjá, sem enginn hiutur hafi verið talinn auð- veídari en fá erlent lánsfé til óarðbærra framkvæmda héc, hafi það nánast veriö „mistök“ af rikisstj órninni aö leggja ekki út á slíka braut. Þetta er furðulega ó- raunsætt áróöurstal. Fjár- málaráðherra hefur nýlega gert þjóðinni glögga grein fyrir því, hvernig aðstaðan er á útlendum lánsf j ármark- aði. Þar liggur málið skýrt fyrir. Sýnist ástæða til að rif-Ja það upp, fyrst til eru menn, sem eru haldnir þeim ofsjónum, að útlendingar muni leysa okkur úr heima- gerðri fjárþröng með óarð- bærum lánveitingum. Ráð- herrann sagði m.a.: „SUMIR tala eins og hægt sé fyrir þjóð, eins og ísiendinga, að fá að láni er- lenðis fjármagn eins og hún vili. En ég held, aö mönnum hljóti að veröa ljósara og ljósara, hvernig ástatt er í þessum efnum. Sannieikur- inn er sá, að í flestöllum löndum eru gífurlegar verk- legar framkvæmdir, eins konar fjárfestingarkapp- hlaup. Þetta fjárfestingarkapp- hlaup hefir í för með sér verðbólgu í flestum löndum, en verðbólguþróunin veldur því, að minna safnast fyrir af fjármagni, sem getur orö- ið til útlána heimafyrir og út úr löndunum. Fram- kvæmdirnar vaxa, lánsfjár- framhoð minnkai’. Aðeins ör- fá lönd skera sig úr í þessu efni, og allir beina þá þang- að ferð sinni, til þess að fá lán. Það er því stórkostleg- ur lánsfjárskortur ríkjandi í heiminum, og mjög erfitt að fá lán, eða nærri ókleift á frjálsum peningamarkaði, og útlánamálunum er yfir- leitt orðið stjórnað af opin- berum aðilum og alþjóða- stofnunum, sem til þess hafa veriö settar á J-ót. Það er m.a. til marks um, hvernig ástatt er í þessum efnum, að aðalbankastjóri þjóðbankans danska, sagði í vor sem leið, samkvæmt fréttum í ríkis- útvarpinu hér 12. maí s. 1., að t>að væri ekki sérstakt fyrir Dani að þeir gætu ekki fengið lán á frjálsum mark- aði erlendis, það gæti varla nokkur þjóð lengur. Eru þó fjármál Dana í framúrskar- andi góðu og öruggu horfi. Því fer þess vegna víðs fjarri, að lánsfé erlendis liggi á lausu. TIL DÆMIS er þannig ástatt um okkur, að við höf- um ekki fengið lán í Alþjóða bankanum í nokkur ár. Sum part hefur það stafað af deilu við bankann út af sementsverksmiðjunni, sem hann neitaði um lán til, en við lögðum í samt. Sumpart af því, að Alþjóðabankinn er mjög tregur til að lána þeim löndum, sem búa við ofþenslu vegna mikillar f jár- festingar. Og loks af því, að Alþjóðabankinn hefir sett sér þá reglu, að lána aldrei nema fyrir erlendum kostn- aði við framkvæmdirnar. •— Lánaþörf okkar til þeirra fyrirtækja, sem við erum að leita að lánum til erlendis, nær hins vegar miklu lengra, eins og bezt sést á þvi, að við erum að taka lán erlendis í innlendan kostnað við Sogsvirkj unina, sementsverk smiðjuna og að nokkru leyti raforkuáætlun dreifbýlisins. Ég vil ekki halda þvl fram, að þaö þurfi að vera óheil- brigt að taka lán erlendis að einhverju leyti fyrir inn- lendum kostnaði við einstak ar framkvæmdir, en það er þá a.m.k. áríðandi að þess sé gætt, að þar sé raunveru- lega um framkvæmdir að ræða, sem auka þjóðartekj- umar og standi því hrein- lega undir þeim erlendu lán- um, sem til þeirra eru tekin. Annars gætum við vaknað upp við vondan draum, þeg- ar að skuldadögum kæmi, og komizt að raun um ,að óvið- ráðanlega stór hluti af gjald- eyristekjunum væri orðinn bundinn í vexti og afborgan- ir. ÉG HELD að það sé nauðsynlegt fyrir menn að gera sér grein fyrir því, að það eru takmörk fyrir því, hvað þjóð eins og ís- lendingar geta byggt mikið á erlendu lánsfé. Hin mesta nauösyn væri að erlent fjármagn kæmi inn í landið einnig eftir öðrum leiðum en lánaleið- inni, enda væri um það eðli legar reglur settar. En slíkt verður tæpast nema stefnu- breyting verði í efnahags- málum okkar og fram- Ieiðslumájum frá því, sem verið hefir nú um nærfellt 20 ár. Þá er full ástæða til þess að horfast í augu við, að það verður að fara varlegar í þaö en. gert hefir verið stundum, að kasta sér út í framkvæmdir, sem kosta hundruð milljóna kr., án þess að hafa gert sér grein fyrir því, hvernig fjár skuli aflað til þeirra. Sé of langt gengið í þessu efni, þá getur það stórum veikt aðstöðu þjóðarinnar í baráttu henn ar fyrir því að standa á eig- in fótum fjárhagslega. Það er eðlilegt aö taka er- lent lán til aðrbærra fram- kvæmda að vissu marki. Jafnframt vil ég leggja á það höfuðaherzlu, að fram- farir hér megi ekki verða of háðar því, að erlent láns- fé sé fyrir hendi“. ERLENT YFIRLIT: Er Tító hræddur við títóismann? Ymsar skýringar á auknu fylgi hans vií Sovétblökkina New York, 26. oki. Viðurkenning Júgóslavíu á stjórn Austur-Þýzkalands hefir mjög ýtt undir þann orðróm, að Tító sé í þann veginn að gerast aftur fylgi- sveinn valdhafanna í Moskvu. Einkum hefir þetta þó orðið vatn á myllu þeirra, sem alltaf hafa tortryggt Tító, og því verið mótfallnir því, að Bandaríkin veittu honum eins mikla hjálp og þau hafa raunverulega gert. Því cr vissulega ekki að neita, að verulegar breytmgar hafa orðið á utanríkisstofnu Títós að undan- förnu og benda þœr flestar til þess, að hann sé að hverfa frá þeirri hlutleysisstefnu, er hann fylgdl um skeið, en sé í staðinn að gerast fylgismaður rússnesku utanríkissteftiunnar. Þannig hefir hann að undanfömu fylgt Rússum nokkumveginn í Ungverjalands- málinu, í afvopnunarmálunum, í málum Arabarikjanna o. s. frv. í Moskvu er Ií‘ka orðin mikil breyting á vi'ðhorfinu til Títós. Seinustu ár Stalíns var hann stimplaður sem mesti fjandmaður Sovétríkjanna og kommúnismans. Nú er hann hafður þar í meiri há- vegum en nokkur annar erlendur leiðtogi koinmúnista, Mao Tse Tung jafnvel ekki undanskilinn. MARGT ER að sjálfsögðu rætt um orsakir þess, að Tító hef- ir svo mjög lagzt á sveif méð Sovétríkjunum að undanförnu og raun ber vitni. Af þeim, sem eru hliðhollir Tító, er venjulegasta skýringin sú, að Titó telji nauðsyniegt að treysta Kmstjoff í sessi, því að áframhaldandi völd hans séu bczta tryggingin fyrir því, að ekki verði horfið aftur til stalinismans í Sov- étríkjunum. Álit Títós sé það, að Krustjoff vilji veigamiklar breyt- ingar á stjómarháttum Sovétríkj- j anna, er muni hafa í för með sér frjálsari stjómarhætti inn á við og friðsamlegri stefnu út á við. Krustjoff sé hins vegar enn ekki svo fastur í sessi, að hann geti breytt eftir þessum fyrirætlunum sínum, nema að takmörkuðu leyti. Ein helzta hættan, sem vofi yfir honum, sé sú, að mótstaðan gegn Rússum aukist í leppríkjunum og það verði vatn é myllu Stalínista. Af þessum ástæðum vilji Tító ekki ýta undir mótspyrauna í Ieppríkj- unum að sinni, heldur miklu frem ur stuðla að jafnvægi þar. Þetta telji hann sig m. a. geta gert með því að hallast meira á sveif með Rússum í utanríkismálunum en hann hafi gert áður. Þá segja fylgismenn Títós, að með því að taka upp nánari sam- vinnu við Rússa í alþjóðamálum, geti hann haft meiri áhrif á stefnu þeirra varðandi leppríkin. Þeir, sem eru andvígir Tító, gera lítið úr þessum skýringum. Þeir segja, að Tító hafi alltaf í hjarta sínu verið kommúnisti og því sé eðlilegt, að hann hverfi fyrr eða síðar heim til föðurhúsanna. LOKS ER SVO þriðja skýr- ingin, sem ýmsir óháðari blaða- menn halda fram. Hún er sú, að Tító sé raunverulega orðinn smeyk ur við Títóismann og vilji því hamla gegn honum. Röksemda- leiðsla þeirra, sem þessu halda fram, er í höfuðatriðum þessi: Eftir áreksturinn við Stalín, átti Tító um tvo kosti að velja. Annar kosturinn. var sá að beygja sig fyrir Stalin og eiga það á hættu að farast í einhverri „hreins uninni“ eins og aðrir þeir, sem höfðu sýnt Stalín mótþróa. Hinn kosturinn var sá að rísa gegn Stalín. Þann kostinn valdi Tító og tók upp merki Títóismans eða hins þjóðlega kommúnisma. Áður hafði Moskvukommúnisminn verið allsráðandi, þ. e. að allir sannir komniúnistar yrðu að hlýða fyrir- TITO mælum frá Moskvu. Samkvæmt Títóismanum var það ekki nauð- synlegt. Valdhöfunum í Moskvu var mjög illa við Títóismann og gerðu sitt ítrasta til að steypa Tító úr stóli. Það tókst hins vegar ekki og átti efnahagsleg aðstoð Bandaríkjanna við Júgóslavíu mikinn þátt í þvi, en hún nemur nú orðið 1,4 milij- arð dollara. TÍTÓISMINN hefir sennilega meira en nokkuð annað ýtt undir mótspyrnuna gegn Rússum í lepp- ríkjunum og þannig veikt mjög heimsveidi þeirra. Bandaríkin þurfa því ekki að sjá eftir aðstoð- inni við Tító, jafnvel þótt hann snerist til fylgis við Riissa nú. Sigursæld Títóismans hefir hins vegar haft sínar skuggahliðar fyrir Tító sjálfan. Mótspyrnuhreyfingin í leppríkjunum, sem var grund- völluð á Títóismanum, hefir ekki aðeins beinzt gegn yfirráðum Rússa þar, heldur jafnvel öllu fremur gegn hinu andlega og póli tíska ófrelsi. Með því hefir liún byrjað að ógna Tító sjálfum, þar sem hann er einræðisherra og frelsi litiu eða engu meira í Júgó- slavíu en í öðrum löndum komm- únismans. Ef slík frelsishreyfing héldi áfram að eflast í leppríkj- unum, gæti hún fyrr en varði einn ig náð til Júgóslavíu og orðið stjórn kommúnista þar hættuleg. Athyglisvert er, að Tltó studdi í fyrstu uppreisnarhreyfinguna í Ungverjalandi eða á meðan hún beindist aðallega gegn yfirráðum Rússa. Eftir að hreyfingin setti pólitískt frelsi á stefnuskrá sína, breyttist hinsvegar afStaða Títós og síðan hefir hann nokkurn veg- inn fylgt Rússum í Ungverjatands- málinu. Ótt.i Titós við frelsishreyfingar í kommúnistalöndunum er sagður enn meiri eftir að Djilas skrifaði bók sína um hina nýju rfirstétt í kommúnistalöndunum. Síðan er hann sagður miklu meira á varð- bergi en áður gegn liverskonar gagnrýni og frelsishreyfingum. Ein afleiðing þessa er sú, að Tító telji rétt að hafa sem nán- asta samvinnu við Rússa til þess að ýta ekki undir frelsishreyfing- ar í lepprikjunum, er síðar gætu beinzt gegn honum og hiniú komm únistísku stjórn Júgóslavíu. Tító óttist m. ö. o. að hann sé búinn að missa taumlialdið á Títðisman- um og þetta afkvæmi 'hans geti orðið til að tortíma honiim sjálf- um, nema hann hjálpi Krustjoff til þess að hamla gegn áhrifum þess. ÞESS VIRÐAST sjást merki á þingi sameinuðu þjóðanna, að áhrif Júgóslava hafa minnkað á sviði alþjóðamáia síðan Tító hvarf frá hlutleysisstefnunni og snerist meira á sveif með Rússum aftur. Áður var verulega tekið eftir því, sem fulltrúar JúgtVsIava lögðu til mála, þvi að þeir sögðu þá oft ýmislegt, sem aðrir sögðu ekki. Nú er þetta breytt, því að nrenn telja sig vita nokkurn veginn fyrirfram, hvað fulltrúar Júgó- slava hafa fram að færa. Þrátt fyrir þetta, væri samt rangt að segja, að Iitið sé orðið á Júgóslaviu sem rússneskt lepp- ríki, líkt og t. d. Ungverjaland og Pólland. Tító getur enn farið sínu fram, eins og honum þókn- ast. Hann er ekki talinn fylgja Rússum að málum vegna þess, að hann sé titneyddur að fara eftir fj’rirskipunum þeirra. Hann er (Framhald á 8 síðu > Stórl borinn. G. GR. SKRIFAR á þessa leið: „Það vatoti athygli mína er ég heyrði frá því sagt, að fram væri komin á Alþingi tillaga um að skora á ríkisstjórnina að fella niður aðflutningsgjýld af gufu- bor, sem Reykjavíkurbær og rík- ið hugðust eiga saman. Um mál þetta hafa orðið nokkrar orð- ræður og blaðaskrif. Þótt mál þetta sé lítið merki- Iegt í sjálfu sér, kemur þó fram í því eitt atriði, sem er táknrænt fyrir okkar samtið, sem er hömlulaus ásókn á rfkið eða rík- iskassann, og jafnframt virðing- arleysi fyrir þeim regium, sem Alþingi er annað veifið að burð- ast við að byggja upp. Alþingis- mennirnir sjálfir virðast sannar- lega ekki vera nein undantekn- ing frá reglunni". Grautarhugsunin. ENN SEGIR: „Allir, sem til þekkja, vita, að hlutverk Út,- ílutningssjóðs þjónar sama til- gangi og gengislækkun, en var af vissum ásfcæðum látin koma í hennar stað. Beiðni um að niður falli aðflufcningsgjöld af nefndum - gufubor, jafngildir, undir þess- um 'kringumstæðum, að vilja fá borinn greiddan með öðru og lægra gengi, en því, sem skráð er og gildir um tilsvarandi vör- ur, og að ríkissjóður greiði mis- muninn. Vafalítið er fjöldi vöru- tegunda í sama flokki og bor þessi, sem með jafnmiklum rök- um mætti gera um sömu kröfur. Bak víð þingsályktunartillögu þessa skín í frámunalega graut- arlega hugsun um eðli málsins og fulikomiff kæruleysi um það þótt rifið sé niður með annarri hendinni, sem byggt er upp með hinni, og bczt gæti ég trúað að þetta yrði samþykkt. — G. Gr.“ Stendur meff kfukkunni. FÆR KLUKKAN aldrei að vera í friði? spyr bréfritairi, sem kveðst vilja „verja klukkuna”. Hverjum er gagn að hringlinu með klukkuna liaust og vor? í mínu ungdæmi fóru menn fyrr á fætur þegar með þurfti, en eng- um datt i-hug að róta við klukk- unni. Þessi apaskapur var tekinn upp i fyrira stríðinu ef ég man rétt. Flestir, sem það gérðú, háfa víst hætt því fyrir löngu nema við íslendingar. Það væri fram- för að láta mi klukkuna í fnði eft.irleiðis“. Svo mörg eru þau orð. MLsskilningur er að íslend- ingar séu eittiivert viðundiir vegna þess að þeir koma við klukkuna tvisvar á ári. Það gera flestar þjóðir. Sumartími gildir í mörgum nágrannalöndum. Marg- ir hafa horn í síðu þess fyrir- komulags en er það ekki svo, að þeir óánægðu kveðji sér liljóðs, en þeir ánægðu þegi? Þannig gengur það oft. Eg er fyrir mitt leyti harðánægður með breytihg- aríiár, feUi mig vel við þær, finnst dagurinn notast mér het- ur. En misjafn er smekkurinn. — Frosti.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.