Tíminn - 30.10.1957, Qupperneq 8

Tíminn - 30.10.1957, Qupperneq 8
B TÍMINN, miðvikuðagiim 30. október 1951 Sjötugur: Guðmundur Gilsson, Hjarðardal Hann er fæddur og alinn upp á Mosvöllum í Bjarnardal í Önund- arfirSi, stundaði sjómennsku á yngri árum en gerðist síðan bóndi. Þetta er næsta algengur og hvers- dagslegur æviferill alþýðumanns og ekki kryddaður neinum sérstök um ævintýrum. En hittir þú Guð- mund Gilsson í góðu tómi kann hann frá mörgu að segja. Hann lýsir ekki sjálfum sér sem neinni hetju eða afreksmanni, því að mað urinn er yfirlætislaus. En hann er grandvar og traustur í frásögn og hefir góða greind á rökum hverr ár sögu. Það mun hafa verið litlu eftir 1860 að Gunnhildur Sigurðardótt- ir, ekkja Bjarna Nikulássonar, flutti með börnum sínum frá Víf- ilsmýrum að Mosvöllum og fékk ábúð á hálflendu þar. Var Gils son ur hennar einkum fyrir búi með henni og tók síðan við búi eftir hana. Árið 1878 kvæntist Gils Guð mundínu Jónsdóttur og var Guð- mundur yngstur fjögurra barna þeirra, sem á legg komust, fædd- ur 29. október 1887. Nú má það kallast viðburður ef maður fer á göngu yfir heiði milli fjarða. Þegar akvegir eru ekki færir sæta menn skipaferðum, sem eru nokkuð tíðar. En þetta horfði öðru vísi við á bernskuár- um Guðmundar Gilssonar. Þá fóru margir vestan úr fjörðum norður að Djúpi og oftast gangandi að vetrinum. Útræði var þá mikið við Djúp og menn komu víðs veg- ar að til róðra. Auk fastra ver- manna, sem oft voru á ferð marg- ir saman, skruppu menn stundum úr Dýrafirði til að fara nokkra róðra. í stærri verstöðvum var oft ast hægt að fá skiprúm í stað þeirra, sem forfallaðir voru róður og róður. Þar voru stundum ver- menn, sem hvergi réðu sig fasta en gengu milli formanna eftir því sem á stóð og liðs var þörf. Þeir voru kallaðir skipaskækjur. Ferðamenn, sem komu að vest- an og fóru norður yfir Breiðadals- heiði, komu oft við á Mosvöllum. Þeir, sem komu lengra að en úr Dýrafirði, gistu oft á bæjunum í Bjarnardalnum en á Mosvöllum spurðu flestir eftir „vöðunum", því að leirurnar innst í Önundar- firði voru löngum beztar kunnug- um. En misjöfn voru veður og færð og oft kröggur í vetrarferð- um. Ein er sú bernskuminning Guðmundar Gilssonar að fjórir hestar ferðamanna voru hýstir í bæjargöngunum illviðrisnótt að hausti, þegar fullt var orðið ann- ars staðar. Öðru sinni komu tveir næturgestir milli hátíðanna en fé- lagar þeirra 3 höfðu beðist gisting ar á næsta bæ. Þeir urðu allir veð urtepptir, en á öðrum degi komu þó hinir þrír að Mosvöllum að vitja félaga sinna. Þá Voru fimm gestir næstu nófct. Þessir menn sneru svo vestur aftur þegar veðr- ið batnaði. Þeir treystu sér ekki yfir Breiðadalsheiði í þeirri ófærð sem þá var komin. Skíði máttu heita óþekkt á þess um árum en einstöku menn áttu þrúgur. Stundum gekk allt vel. Kannske hafði heimilisfaðir úr Dýrafirði farið nokkra róðra við Djúp beggja megin við áramótin og fengið úttekt í kaupstað út á hlut- inn. Þá var það ánægður maður, sem fetaði heimleiðis með 60—80 punda bagga á baki, en það þótti þá ekki nema mannsverk að bera milli fjarða: Hitt voru ekki nema heljarmenni eins og Guðmundur Jústsson, sem lögðu 100 pund á bakið og höfðu ögn í fyrir, en hann hélt á þeirri byrði í einum áfanga frá ísafirði og í Botn í Dýrafirði. Það tók því ekki að setj ast og taka af sér baggann, þó að hann kæmi við á bæ og íengi að drekka. Hins vegar var gott að styðja lófunum á 'hnén meðan mjólkin var sótt. Það leið strax úr manni við það. En venjulegum mönnum var nóg dagleið í skamm- deginu frá ísafirði í Önundarfjörð með 70 pund á baki. Og þá var oft gist á Mosvöllum. Þar var greiða- semi við ferðamenn sjálfsögð. Einhvern tíma nokkru fyrir alda mótin kom frænka mín ein að Mosvöllum. Hún þurfti að komast yfir vöðin en haustflæði og myrk- ur fór í hönd. Gils léði henni Guð- mund son sinn til leiðsögu. Djúpt var orðið og taldi hún að dreng- urinn hefði sundriðið til baka en ekki brást henni leiðsagan, enda mun Guðmundur lítt hafa villst af réttri leið, þó að stundum væri á ferð í dimmu, bæði á sjó og landi. Þegar Gils hitti hana næst spurði hann eftir ferðinni en hún lét vel yfir og taldi sig hafa haft öruggan leiðsögumann. Þá sagði Gils: „Drengurinn sagði, að hefðu vöknað hófarnir". Guðmundur Gilsson fór til róðra vorið sem hann fermdist. Þá var hann háseti Rósinkrans Rósin- kranssonar í Tröð og eins næsta vor. Allir karlmenn fóru þá að sjó á vorin og útþrá og stórhugur ungra manna beindist mjög í þá átt. En síðan réðist Guðmundur á skútu og var það á hverju sumri 1904—1911. Skipstjórar hans voru þeir Kjartan Rósinkransson á Fiat eyri, Kristján Jóhannesson í Hjarð ardal og Páll Rósinkransson á Kirkjubóli. Veturinn 1911—1912 nam Guð- mundur sjómannafræði í Stýri- mannaskólanum í Reykjavík og tók skipstjórapróf um vorið. Eftir það var hann skipstjóri á þilskip- um frá F’.ateyri og Þingeyri á ár- unum 1913—1920. Guðmundur Gilsson kvæntist 1914 Sigríði Hagalínsdóttur í Hjarðardal. Var heimili þeirra síð- an í Innri-Hjarðardal unz Sigríður lézt árið 1947. Þau eignuðust 10 börn, sem öll komust til fullorð- insára og eru 9 þeirra ó lífi. Guð- mundur keypti Innri-Hjarðardal og hóf þar búskap 1919. Af þessu er ljóst, að Guðmund- ur Gilsson er þrautreyndur sjó- maður og skútumaður auk þess, sem hann hefir alla tíð fylgzt með búskaparsögu sveitarinnar. Hitt sést ekki af því, sem hér hefir ver- ið talið, hvern þátt Guðmundur Gilsson hefir átt í félagslífi og fé- lagsmálum Önfirðinga. Vel gæti hann sagt frá fyrstu árum ung- mennafélaganna í Önundarfirði og þeirri vakningu, er þeim fylgdi. Saga Kaupfélags Önfirðinga er honum vel kunn, því að þar hefir hann jafnan verið félagsmaður frá stofnun 1917, eins og hann hefir hvarvetna verið liðsmaður félags- legrar menningar sveitunga sinna. Þess er áður getið, að skíði tíðkuðust ekki í Önundarfirði í bernsku Guðmundar. Unglingum þóttu það stórmerki ef þeir sáu ferðamann ganga á skíðum. Þó flutti í sveitina einn maður, sem átti skíði, nokkru áður en minni Guðmundar nær til. Fósturbróðir hans, röskum 10 árum eldri, smíð- aði sér skíði eftir þeim og lærði vel með að fara. Siðasta tug ald- arinnar var norsk hvalveiðistöð í firðinum. Þar sáu Önfirðingar skíði hjá Norðmönnum. Með þeim fluttust inn nokkur skiði. Til dæm is gaf Hans Ellefsen hvalveiðimað- ur öllum fermingarbörnum í firð- inum skíði eitt árið. Systir Guð- mundar Gilssonar fékk ein þeirra og notaði hann þau skíði mikið. . Á fyrstu árum Ungmennafélags Önfirðinga var áhugi og kapp í skíðaiðkun og háð skíðamót og jafnvel skiðakeppni. Menn hlóðu axlarháan pall til að stökkva af. Raunar voru sbíðin hálflaus á fót- unum,þvíað ekki var kostur ann- arra bindinga en þeirra,sem menn gerðu sér sjálfir en það var tá- band og ól aftur fyrir hælinn, spennt með hringju. Guðmundur Gilsson var snjallastur skíðamað- ur. Þegar hann er spurður hvað langt þeir hafi stokkið, segist hann ekki muna en halda að þeir hafi einhvern tíma mælt 15 álnir. Gjörðabók félagsins segir hins veg ar að hann hafi stokkið 19 álnir. Guðmundur er ýkjulaus maður. Gamlar fundargerðir, sem Guð- mundur Gilsson skrifaði, bera honum vitni um samvizkusama ná- kvæmni og glöggan skilning á að- alatriðum. Sjómennskan fórst Guðmundi vel. Hann var sjálfur góður fiski- maður og ágætur sjómaður. Hjá honum fór saman dirfska og gætni, glögg eftirtekt, góður skiln ingur og örugg hönd. Hann var farsæll skipstjóri. Guðmundur var hvarvetna á- gætur verkmaður. Hann var vef- ari góður, ágætur veggjahleðslu- maður meðan slíkt var stundað og í fremstu röð fjallamanna. Gætni, öryggi og áræði fylgdi hon um hvar sem hann fór. Ekki var hann talinn sérstakur kraftamað- ur, en hann var gæddur andlegu þreki og æðruleysi flestum frem- ur. Um búskap Guðmundar má getá þess, að Innri-Hjarðardalur gaf af sér um 200 hesta hcyskap þegar hann keypti jörðina og var taðan ekki helmingur þess. Hin síðustu ár hafa heyjast þar talsvert á sjö unda hundrað hesta, allt taða, og þó verið skilin eftir á túninu nokk ur há til kúabeitar. Iley hafa allt- af verið nóg í Innri-Hjarðardal á hverju sem hefir gengið. Guðmundur Gilsson var hrepps- nefndarmaður í rúmlega 20 ár og hefir verið í stjórn kaupfélags ná- lægt 30 árum. Auk þess hefir hann lengi verið í skattanefnd og setið í ýmsum nefndum öðrum. Hann er enginn hávaðamaður eða málskrafsmaður á fundum, en oft hefir hann átt góðan hlut að lausn mála og verið tillögugóður. í nefndum er hann traustur starfs- maður. Ég hefi verið svo gæfusamur að kynnast mörgu góðu fólki en ó- víða hefi ég vitað skemmtilegra heimili en í Innri-Hjarðardal. Guð mundur Gilsson er mjög vel gerð- ur maður. Hann er flestum mönn- um stilltari og verður af fáu upp- næmur, er þó skapmaður, fastur og tryggur í lund. Sigríður kona hans var slík ágætismanneskja, að mér kemur hún jafnan í hug er góðrar konu er getið og er það trú mín að þau hjón hafi aldrei mæl.t styggðaryrði við fólk sitt. Hún var svo góðgjörn, að hún færði allt til betri vegar og virti til vorkunnar. Má það teljast mik- ið happ hverri sveit að eiga slík heimili vegna greiðasemi, alúðar og hvers konar áhrifa. Nú er Guðmundur Gilsson hætt- ur búskap en Hagalín sonur hans tekinn við búi með konu sinni, Þórdísi Guðmundsdóttur. Það er mikið ánægjuefni að heimilið held ur sínum góðu einkennum, þó að skipti um kynslóð og fólk. Slíkt er vitanlega öllum sem til þekkja til ánægju en auðvitað því meir, sem þeir hafa verið nákomnari. En það hygg ég að sé mesta gæfa Guð- mundar Gilssonar að sjá heimili barna sinna líkjast heimilinu í Innri-Hjarðardal eins og það var. Mest er líka vert um þann ávöxt- inn af löngu og farsælu starfi. — H. Kr. ■ BsasTiifiðKifiiiisiiiilVI siiuí IíuíríhíN iHiiimNiiftim • AUGLÍSIÐ I TIMANUM •MTflHlMMMlniIiNMiNMB ítalir bjóða íslend- AÐ VESTAN ... ingi skólastyrk Ríkisstjórn Ítalíu hefur ákveðið að veita íslendingi styrk til náms á Ítalíu skólaárið 1957—1958. — Nemur styrkurinn 400 þúsund lír- um, og greiðist hann með jöfnum greiiðslum á átta mánuðum. Auk þess fær styrkþegi greiddar 10 þúsund lírur 1 ferðastyrk, og ef um skólagjöld er að ræða, mun styrkveitandi endurgreiða þau. Umsækjendur verða að hafa lokið stúdentsprófi eða prófi frá listaskóla. Umsóknir um styrkinn sendist menntamálaráðuneytinu fyrir 22. nóvember næstkomandi. í umsókn skal tilgreina námsferil umsækjanda, svo og hvaða nám hann hyggst stunda á Ítalíu og við hvaða menntastofnun. Enn- fremur fylgi afrit af próskírtein- um, svo og heilbrigðisvottorð og tvær myndir af umsækjanda. (Frá menntamálaráðuneytinu). 19. mót aíþjóða Rauða krossins í New Dehíi NEW DEHLI, 28. okt. — Saman eru komnir í New Dehli 400 full- trúar á vegum alþjóða Rauða krossins, sem heldur þar 19. al- þjóðamót sitt. Alls eru fulltrúar frá 83 ríkjum. Forseti Indlands setti ráðstefnuna og síðan flutti Nehrú forsætisráðherra ávarp. Hann skoraði á samtökin að taka virka og öfluga afstöðu gegn styrj öldum og hörmungum þeim, sem nútíma hernaði fylgja. Þeir tímar væri liðnir, er menn létu sér nægja að bíða eftir því að styrjöld brytist út og reyndu þá að bæta bölið eftir því sem unnt var. Nú yrði að koma í veg fyrir að styrj- öld hæfist og á þeim vettvangi ætti Rauði krossinn að hefja öfi- uga sókn. Flutningar aukast hjá Loftleiðum í síðastliðnum septembermánuði fluttu Loftleiðir rúmlega 3 þús- und farþega, 15 tonn af vörum og 2,5 tonn af pósti, en það er tals- verð aukning miðað við september mánuð í fyrra. Fyrstu 9 mánuði þessa árs hafa Loftleiðir flutt 20,577 farþega, en á sama tíma í fyrra var farþega- talan ekki nema 17,432 og er því aukning 18%. Vöruflutningar hafa aukizt um 9% og póstur um 35%. Á þessu tímabili í fyrra var meðaltal skipaðra sæta í flugvél- um félagsins 58,8%, en meðaltal fyrstu 9 mánuði ársins er nú 63,8%. Miðað við niðurstöðutölur annarra flugfélaga, sem halda^ uppi ferðum landa í milli, eru þessar tölur mjög hagstæðar. Hin nýja vetraráætlun félags- ins hófst 15. október og er gert ráð fyrir að engin breyting verði á henni fyrr en í næstkomandi maímánuði, en þá vcrður ferðun- um fjölgað á ný. HeiIbrigtSismál (Framhald af 4. síðu). vita að þær eru tilgangslausar, og hafa við engin rök að styðjast, enda varað við þeim af læknastétt inni í heild, þó að einstaka maður innan hennar telji sig vita betur en allir meðbræður hans saman- lagt. ÞAÐ GETUR verið okkur öll um okkur dýrmætt leiðarljós að gera sér grein fyrir því að um sannar nýjungar í læknavisindum er aldrei að ræða. Fyrst þarf að sanna þær, en áður en það má takast, eru þær á allra vitorði, og er því ekki lengur um nýjungar að ræða. (Framhald af 5. síðu.) meira eftir giftu og láni en hinu, sem sjálfrátt sýnist. En tvímæla- laust er það gæfulegast fyrir okk- ur að skilja á hvaða grundvelli hagsæld og menning íslenzkrar þjóðar er byggð. BÓNDINN Á IíESTI var einn þeirra manna, sem þar eiga hlut og um margt sannur fulltrúi þeirra, sem réttu íslenzka þjóð úr kút. Vera má, að meiri menntun hefði gert bókmenntasmekk hans þroskaðri, eins og Magnúsar Hjaltasonar. En hann unni bók- menntum og naut þeirra, félags- lyndur maður og góður þegn og liðsmaður í menningarfélögum sveitar sinnar. Einu sinni kvað hann þegar honum þótti deyfð í félagslífi: Deyfðin bugar létta lund, letin veldur pínu, enginn nennir nú á fund né að skrifa línu. Þpssi maður bjó búi sínu við mikla ómegð, fylgdist með í þeirri framför, sem varð í búnaði, ias skáldskap og naut hans án allrar beizkju eða öfundar í þeirra garð, sem meira gátu gefið sig að slík- um verkefnum. Á heimili hans var lagður traustur grundvöllur að ævilangri farsæld ellefu barna. SLÍKUM heimilum og slíku fólki eigum við margt að þakka. Þar er mikil saga, sem er samboðin góðu skáldi að segja því, að hún er -bæði merk og fögur, sannfróð um gengna fcíð, hvetjandi til nýrra dáða, göfgandi, því að hún glæðir trú á menn og þjóð. — II. Kr. Erlent yfírlit (Framh. af 6. síðu.) talinn gera það vegna þess, að hann álíti það nauðsynlegt Stjórn sinni að ýta ekki undir frelsis- hreyfingar í leppríkjunum, er síð- ar gætu orðið henni hættulegar. Spurningin er hins vegar sú, hvort áhrif Títóismans minnka hér eftir nokkuð við það, þótt Tító sjálfur reyni að draga úr þeim. Títóisminn hefir hjálpað til að vekja frelsisöldu í leppríkj- unurn. Það verður kannske hægt að halda henni í skefjum um stund, en ekki til langframa. í BANDARÍKJUNUM er nú mjög rætt um það, hvort rétt sé að halda áfram að veita Tító efna hagslega aðstoð áfram. Stjórnin segist hafa tekið það mál til sér- stakrar athugunar. Sennilega fer endanlegt álit hennar nokkuð eftir því, hvort hún telur Tító alveg genginn Rússum á hönd eða ekki. Ýmsir álífca, að óhyggilegt sé að svipta Tító allri aðstoð, því að það niuni gera Júgóslavíu að algeru fylgiríki Rússa, en meðan Tító hafi viss tengsli við vestur veldin, geti Rússar aldrei treyst fullkomlega á hann og ef til vill eigi hann enn eftir að reynast þeim óþægilegur, ef hann telji sér það hagkvæmt. í einstaka blöðum kemur fram sú skoðun, að viðbrögð Adenau- ers við viðurkenningu Júgóslaviu á stjórn Austur-Þýzbalands, kunni að reynast Tító holl aðvörun. Tító vilji ekki fá á sig þann stimp- il, að hann sé orðinn alger undir- lægja Krustjoffs, enda geti það reynzt honum hætfcu’legt heima fyrir. Hann muni því brátt gera .eitfchvað til þess að hreinsa -sig af þessum áburði. Það gæti styrkt þessa skoðun, að fulltrúi Júgó- slavíu lagði fram í gær í stjórn- málanefnd allsherjarþíngs S.Þ. til- lögu í afvopnunarmálinu, sem að ýmsu leyti gengur meira til móts við sjónarmið vesturveldanna en ,gert er í tillögum þeim, sem Rúss ar hafa lagt fram. í grundvallar- atriðum er þó tillaga Júgóslava nær tillögum Rússa en vesturveld- anna. Tító mun því þurfa að gera meira, ef hann ætlar uð sanna ,að hann fylgi enn óháðri stefnu, en sé ekki að dragast inn í sovét- blökkina. Þ.í>. E.P.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.