Tíminn - 01.11.1957, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.11.1957, Blaðsíða 4
4 Þessi mynd var tekin á fiugvellinum í Hamborg í sukiii’, er landsiið Frakklands í knaitspyrnu lagííi upp i Is- landsferðina. Knattspyrnumennirnir eru þarna að ganga um borð í Guiifaxa. élar komu og fóru Rætt vi(S Rirgi Þorgiísson, fulitnía Flugfélags íslands í Hamborg Fátt er íslendingi erlendis vel- konmara, en að hitta óvænt landa, sérstaklega er hann hefir dvalið um hriÖL með fjarlægum þjóðum. Þannig fór líka fyrir mér, er ég óvænt hitti Birgi Þorgilsson úti í Hamborg fyrir tveim og hálfu ári en þá var hann þangað kom- inn til þess að stofna og starf- rækja skrifstofu fyrir Flugfélag íslands, sem þá, litlu síðar, hóf þangað áætlunarflug. Þá, ekki sið- ur en r.ú, voru mikil húsnseðis- vandræði í Hamborg og Birgir hafði í mörgu að sr.úast með að út- vega húsnæði. Þetta og margt fl. frá þeim dögunr rifjaðist upp fyr- ir mér, er við Birgir sátum fyrir skömmu á skrifstofa Icelandair í Flamborg, eins og flugfélagið heit- ir nú erlendis, og ræddum um Flugfélag íslands að fornu og uýju. Tíu ár í þjóiuistu F. f. — Það eru rúmlega tíu ár síð'- an ég hóf starf hjá Flugfélagi ís- lands, segir Birgir, og þú sérð hvað raunverúlega er lar.gt síðan, því að þá rak félagið utanlands- flug með leigufiugvélum frá Scottish Airlines. Ég starfaði í Lækjargötu 4 ásamt Sigurði Matt- híassyni og við önnuðumst far- miðasölu og alla afgreiðslu þar. Leiguflugvélarnar voru af Lib- erator gerð og það þótti alltaf við- burður þegar flugvél kom og fór. Var búinn að vera þarna nokkra mánuði, þegar Gullfaxi kom til landstns 8. júlí og' þá jókst starf- ið heilmikið hjá okkur. — Hvenær fórstu svo utan í þjónustu Flugfélagsins? — Það var fyrst í ársbyrjun 1930. Hafði fram að þeim tíma starfað í Lækjargötu 4, þegar mér svo var falið að fara til Kaup- mar.nahafnar og setja þar á stofn skrifstofu, og annast afgreiðslu fyr ir flugfélagið. Það voru mikil hús- næðisvandræði á meginlandinu um þetla leyti og Kaupmanna- höfn fór ekki yarhluta af því. Eg tók það ráð að setja upp bráðabirgðaskrifstofu í hótelher- bergi á Hótel Cosmopolite, og haíði svo nxesta herbergi við það til íbúðar. Þarna var svo skrifstof an í einn mánuð, en þá var ég svo heppinn að fá tvö herbergi í Shellhúsinu fyrir skrifstofuna. Konunglega Hollenska fiugfélagið K.L.M., hafði þetta húsnæði á leiru, en þurfti ekki á því að halda þá um hrið. Fjórtán mámiðir í Höfn. — Hvernig var starfinu háttað til að byrja með? — Gullíaxi hélt uppi ferðum og farþegatalan smájókst, Fyrst í stað kom það sjaldan fyrir að sím) inn hringdi og maður var feginn ef bankað var á hurðina, en eftir' því sem á leið varð meira að' gera og það var ánægjulegt að sjá starfið verða umfangsmeira. Eftir að hafa verið í Höfn í fjór- tán mánuði, kom nafni minn, Birg- ir Þórhallsson þangað og tók við sem fulltrúi Flugfélags íslands í Kaupmannahöfn. Ég fór þá aftur heim til Reykja- víkur og tók við farmiðasölunni í Lækjargötu 4, en Sigurður Matt- híasson flutti sína skrifstofu út á flugvöll. Um þetta leyti opnaði Ungfrú llse Dassau, sem unnið hefir á skrifstofu lceiandair í Hamborg síðan í október 1955. Flug-félag íslands skrifstofu á Keflavfkurflugvelli og þar starfaði ég um tíma. | Snemma árs 1955 kom ég svo I hingað til Hamborgar og það var þá, sem við hittumst. | — Og húsnæðisvandræði voru j hér mikil? — Maður gekk mann frá manni í leit að húsnæði en alls staðar j sama svarið., Seinna fékk ég þó á- i drátt um húsnæði. Ég þóttist hafa gert hingað góða ferð og fór til I Glasgow, þar sem flug hingað átti ekki að hefjast fyrr en 15. júní. í Glasgow var einnig verið að undir- búa s.tofnun skrifstofu, sem Hilm- ar Pálsson veitti forstöðu. Við unnum þarna að undirbúningi opn unarinnar, sem varð mj'ög skemmtileg. Þá hafði enginn Sky- masterflugvél lent á Renfrew flug vellinum við Glasgow. Gullfaxi átti að koma fyrstu áætlunarferð- ina að heiman og lenda á Renfrew, en Sólfaxi var að koma úr leigu- j flugi og var í London. Við hringd- 1 um í Þorstein Jónsson flugstjóra, ! sem var með Sólfaxa, og báðum hann að lenda á Renfrew flugvelli í heimleið. Gáfum honum síðan I upp tímann og þetta tókst: Gull- | faxi lenti á fyrirfram ákveðnum tíma og Sólfaxi strax á eftir. Þú liefðir átt að sjá upglitið á Skotun- um, þegar tvær Skyjna.-:tcríJugvél- ar frá FJugfélaginu leuta þarna og óku samtíniis upp að flugslöðv- arbyggingunni! TÍMINN, föstudaginn 1, nóvember 1951» Bœkur oc) höfunbcir Tolf bækur á tólf árum Þorsteinn M. Jónsson, fyrrv. skólastjóri, skrifar um skáldkonuna Guðrúnu frá Lundi Árið 1946 gaf ísafoldarprent- smiðja út I. bindi af skáldsögunni Dalalíf, eftir Guðrúnu frá Lundi. Þessi kona var þá flestum lands- mönnum ókunn. En flestum eða öllum, er lásu þetta fyrsta bindi Dalalífs, þótti sagan skemmtileg, og biðu meþ eftirvæntingu eftir framhaldi hennar. En Dalalif varð fimm binda saga. Slðasta bindi liennar kom út haustið 1951. Á hverju ári, frá því að útgáfa þess hófst, kom út eitt bindi af því, nema árið 1950. Dalalíf er lengsta skáldsaga, sem frumsamin heíur verið á íslenzka tungu, 2189 bls., í stóru broti, og miklu leturmagni á hverri síðu. Á þeim árum, sem skáldsagan Dalalíf kom út, var hún lesin af fleiri mönnum en nokkur önnur skáldsaga, er þá kom á íslenzkan bókamarkað. Árið 1950, þegar hlé varð á útgáfu Dalalífs, kom út skáldsagan Afdalabarn, eftir Guð- rúnu frá Lundi. Á árunum 1952 —’54 sendi hún frá sér skáldsög- una Tengdadóttirin, sem kom út i þrem bindum, alls 1009 bls. — Árið 1955 gaf Leiftur út skáld- sögu Guðrúnar, Þ^r sem brimaldan brotnar, og 1956 framhald henn- ar, Rönun er sú taug. Og nú fyrir fáum dögum hefur Leiftur sent út skáldsögu eftir Guðrúnu, er hún nefnir Ölduföll — Tólf bindi á tólf árum, samtals 4408 bls., meira keypt og lesin en nokkrar aðrar íslenzkrar bækur, er út hafa koni ið á þessum árum, að undanskild- um tveim ljóðabókum eftir Daví5 Stefánsson. Guðrún frá Lundi var 59 ára að aldri þegar fyrsta bók hennar kom út. Hún hafði verið sveita- kona,. en var þá flutt til Sauðár- króks. Mér er sagt, að hún hafi aldrei gengið í slcóla, aldrei ferð- ast fil útlanda, sjaldan ferðast út fyrir takmörk heimahéraðs síns, og muni lítið læs á erlend tungu- mál. Hún hefur alla ævi verið efna lítil. En hún hefur haft glögga sýn á það fólk, sem hún hefur kynnst um dagana, og líf þess. Hún hefur haft næma heyrn á tal þess, slúður, heimskuhjal, gaman- mál og gleðilæti, þjáningarstunur þess í sorgum og bágindum, karl- mannleg tilsvör þess og drengileg- an málflutning. Og hún hefur skil- ið flest það fólk, því að í sambandi við orð þess og gerðir hefur húni skynjað hulda hugarheima þess. Hún dáir menn og konur með sterka skaphöfn, en veit þó, að f eðli allra manna eru einhverjir veikir þættir. Henni er það ljóst, að mennirnir eru hvorki guðir né djöflar. Fólk, sem slúðrar og fer með ódrengilegar getsakir og ó- sannindi, á samt eitthvað gott f innsta eðli sínu. Um eina slíka sögupersónu sína segir hún í síð- ustu skáldsögu sinni: „Samt var l'Frsmhnld S R ■’fðu.) Fyrsta ferðin til Hamborgar. Eftir þessa skemmtilegu byrjun í Glasgow fór ég til Hamborgar því að hér beið mikið starf. Flug- félag íslands hafði, eins og ég sagði áðan, aldrei haft áætlunar- ferðir hingað og nú þurfti að komast í samband við alls konar menn. og þá ekki sízt ferðaskrif- stofufólk. Fyrsta áætlunarferðin hingað var svo farin 15. júní 1955 og frá þeim tíma hefir farþegunum farið sífjölgandi og vöruflutningar með flugvélunum einnig. Sem dæmi má nefna að í september í ár fóru 241 farþegi héðan með vélum fé- lagsins en í september í fyrra voru þeir aðeins 150 og þótti þá gott. Hér er oft erilsamt, sérstaklega yfir sumarmánuðina. Þá eru hing- að þrjár ferðir í viku og í mörgu að snúast. Húsnæðismálið er nú að leysast, því að í þessum mánuði flytjum við starfsemi okkar í nýtt húsnæði hér við hliðina. — Hér í flugstöðvarbygging- unni eru mörg flugfélög til húsa. Hvernig er samkomulagið? — Samkomulagið er eins og bezt verður á kosið, þótt samkeppnin sé talsvert hörð. Þrátt fyrir það, eru allir reiðubúnir til þess að rétta hjálparhönd ef með þarf og þannig vona ég að það haldist. Rétt í þessu kemur ung stúlka inn; það er ungfrú Ilse Dassau, sem unnið hefir hjá Icelandair í Hamborg síðan í nóvember 1955 og tók þá við af Þorvaldi Jóns- syni, sem unnið hafði þar um sumarið. Ferðamannagjaldeyrir mundi Ieysa vandann Talið berst að ferðalögum til ís lands og hve Þjóðverjum og fleiri útlendingum vaxi í augum kostn- aður við dvöl á íslandi. — Hverja reru algengustu spurningar ferðamanna um ísland. — Næst því að fá upplýsingar um ferðakostnað kemur sú spurn- ing t'hvað fáist fyri rt.d. eitt sterl- ings.pund eða mark. Því næst hvað dvöl á hóteli og fæði kosti og eftir að þær upplýsingar hafa verið látnar í té, er mesti áhuginn fyrir Islandsferð oftast úr sögunni. All- ir sem til þekkja vita að hægt er að selja erlendan gjaldeyri heima á svörtum markaði, en getur ma8 ur gert svo lítið úr þjóð sinni a3 upplvsa slíka hluti? Það sem okkur vantar, er að koma á fót ferðamannagjaldeyri. Hugsaðu bér live mikið það mundi auka ferðaniannasl'aunl til landsins ef hægt væri að benda á þá staðreynd að slíkt væri fyrir hendi heima á Fróni. Við heima á fslandi ættum að geta haft verulegar tekjur af ferða mönnum, ekki einungis Flugfélag fslands, sem nú býður farþegun* um fyrsta fiokks þjónustu á leið- unum, heldur einnig veitinga* menn og þjóðarbúið allt sem þar mundi fá langþráðar gjaldeyris* tekjur. ^ Flughafen Hamburg. Þótt flugvöllurinn í Hamborg sé ekki sá stærsli þar í landi, er hann þó víðáttumikill og umferð um hann gífurleg. T. d. segir Birgir mér, að í iúlí- mánuði í sumar hafi flugiélar lent þar 2400 sinnum og að flug- farþegar hafi verið yfir sjötlu þús und. Flugstöðvarhyggingin er þeg ar orðin of lítil og er nú nýlokið smíði viðbótarbyggingar. Þá eru margar hyggingar á flugvellinum, t. d. er þar nýlokið við smíði flug- skýlis, sem er það stærsta I Evr- ópu og eru þó flugskýlin á Kefla- víkurflugvelli talin með. Er við komum aftur upp á skrifstofu Ice- landair, eftir að hafa skoðað það markverðasta hér í námunda við flugstöðina, hringir síminn og ung frú Dassau skilur hvorki upp né niður í því, sem sagt er í hinn enda .línunnar, enda er einungis töluð íslenzka og hana skilur ung- frúin ekki til fullnustu. En það stendur ekki lengi: Birgir kemur hér til skjalanna og er upphringj- andi hefir tjáð honum hin herfi- legustu vandræði sín og Birgir setið röskan klukkutíma við að leysa þau, skilst mér fyrst til fullnustu, hve margþætt starf full trúa Flugfélags fslands á erlendrL grund er, og að þeir skuli vera jafn vinsælir af flugfarþegum og raun ber vitni, — á því þarf eng- an að furða. Puer. .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.