Tíminn - 01.11.1957, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.11.1957, Blaðsíða 6
5 T í MIN N, íostiidaginn 1. nóvember 1957. 1 Útgefandl: Framsóknarflokkurlnn Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórartnsson (áb). Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu. Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304 (ritstjórn og blaðamenn) Auglýsingasími 19523. Afgreiðslusíml 1232S Prentsmiðjan Edda hf. Samskoi fyrir borgarstjérnina BÆJARSJÓÐUR Reykja- víkur hefir á li'önum árum dregiö tugi milljóna króna út úr rekstri hitaveitunnar í Reykjavík, og sett í óskyld- ar framkvæmdir éða gert að eyðslueyri. Þegar jarðbor- arnir í bæjarlandinu sýna góö'an árangur og heit lind rennur við bæjardyr í einu borgarhverfinu, er fjárhag- ur hitaveitu og bæjarsjóðs með þeim ósköpum, að borg- ararnir sjálfir verða að snara út hálfri milljón króna til að hrinda hitaveitulagning- unni af stað. Þetta er furðu- lega saga og lýsandi dæmi um stjórnina á höfuðborg- inni, Hún var rakin hér í blaðinu núna í vikunni, og í gær reynir Mbl. að koma skjólstæðingum sínum í bæj- arstjórninni til aðstoðar. Þó það nó væri. Hvenær hefir Mbl. viðurkennt, að gagn- rýni á stjórn bæjarins væri réttmæt? Áróðurinn urn á- gæti bæjarstjórnaríhaldsins er svo gengdarlaus og heimskulegur, að ekki er einu sinni gert ráð fyrir þeirri staðrejmd, að það er mann- legt að mönnum yfirsjáist. Ekki einu sinni það er viður- kennt af Morgunblaðinu. Ó- myndarslcapurinn og ráðleys iö í framkvæmdamálum bæj arins er svo á hinn bóginn túlkað sem sérstakt ágæti. ÞEGAR búið er að vefja blekkingalopann utan af frásögn Mbl., kemur auðvit- að í ijós, að frásögn Tímans af aðdraganda hitaveitu- framkvæmda í Höíðahverfi er sönn og rétt. Viðbárur Mbl. um ímyndaða and- spyrnu Framsóknarmanna, eru blátt áfram hlægilegar. Reykjavíkurbær naut allrar þeirrar fyrirgreiðslu ríkis- valdsins í þessu máli, sem eðlileg var, enda sézt það blátt áfram af ummælum þeim, er Mbl hefir eftir borg arritara. En saga þessa hneyksíismáls er í stuttu máli þessi: Áhugamenn í bæjarhverfinu vöktu upp málið og vildu að hafizt yrði handa um framkvæmdir. En íhaldið taldi öll tormerki á þvi, bar við fjárskorti. Örl- aöi þá hvergi á öllum mill- jónunum, sem hitaveitan er búin að leggja fram í eyðslu- hít borgarstj órnarinnar. í málarekstri þeim, sem varð út af kröfum íbúanna, upp- lýstist, að borgarstjórnin. þóttist þurfa hálfa milljón króna í handbæru fé til að hefja framkvæmdir. Borg- ararnir skutu þá þegar þeirri upphæð saman og lögðu á borðið. Þá var undankomu- leið íhaldsins lokað, og verk- ið varð að hefjast. í kjölfar- ið kom svo skrumfrásögn í Morgunblaðinu, með venju legri stássmynd. HITAVEITA Reykjavíkur er merkilegt fyrirtæki. Mikil tækifæri eru til að efla hana og auka, og hafa þau lengi veriö ljós. En meginþrösk- uldurinn á vegi framkvæmda hefir jafnan verið hin gengd arlausa fjárþörf bæjarstjórn armeirihlutans. í stað þess að nota álitlegan ágóöa hita- veitunnar til að efla hana og stækka, hefir hann flotið irm í daglegan rekstur og sér nú lítinn stað. Þegar svo óvænt atvik, eins og uppspretta úr borholu, ber að höndum, eru framkvæmdir háðar sam- skotafé borgaranna, því að hitaveitusjóður fyrirfinnst þá enginn. Með þessu ráðs- lagi hefir íhaldið raunveru- lega svipt þúsundir höfuð- staðarbúa aðstöðu til að fá hitaveitu, og þjóðarbúska.p- urinn í heild hefir ekki feng- ið að njóta þeirrar aðstöðu, sem hin heita orkulind gat veitt. Bæjarstjórnarmeiri- hlutinn og ráðsmenn borgar innar geta ekki skotið sér undan harðri og réttmætri gagnrýni fyrir dæmalausan ómyndarskap í hitaveitu- málunum. Saga Höfðahverf- isveitunnar er enn ein stað- festing á þvi. Hin stóru verkefni komandi ára f BLAÐINU í gær var rætt um eitt hinna stóru verkefna komandi ára: Hag- nýtingu auölinda landsins, efnavinnslu og orkunotkun. Ungir menn starfa nú að vísindalegum rannsóknum á mörgum sviðum. Athugan- irnar vlð Mývatn er þar að- eins einn þáttur, en gott dæmi um það, sem í vændum er. í framhaldi af jarðhita- rannsóknunum undir Náma fjalli finnst hin furðulega kisilnáma á botni Mývatns. Þá er hægt að tengja saman hagnýtingu hennar, vinnslu verðmætra efna úr brenni- steinsgufunni og fulla gagn- semi af orku hitans og guf- unnar, sem líður út í geim- inn í dag án nokkurra tengsla við líf þjóðarinnar og afkomu. Þannig skilar menntun og dugnaður ungra manna þjóðfélaginu ríku- legri uppskeru. í dag er hér aðeins um að ræða niður- stöður fýrstu athugana, mik- ið rannsóknarstarf er eftir og öll framkvæmdin er enn á stigi hugarflugsins. En það sem unga menn dreymir í dag, er áður en varir orðið framkvæmdamál kynslóðar- 'innar, og ný verkefni risa jafnótt við sjóndeildarhrúig. Þannig er framþróunin 1 frjálsu þjóðfélagi, sem veit- ir þegnum sínum tækifæri til að nota hæfileika og ímyndunarafl. ATVINNUVEGIR lands- manna eiga i dag við mikla erfiðleika að etja, og þjóðar búskapurinn geldur þess, að þeir eru einhæfir og fábreyti legir. Allt, sem miðar að auk- inni f jölbreytni og traust- Rússar standa á bak við gerningahríð áróðursins gegn Tyrkjum í Sýrlandi Atburðir síðustu vikna virðast fylliiega staðfesta þá skoðun þeirra sem halda því fram, að Rússar hafi vitandi vits og með-vilja komið á viðsjám milli Tyrkja og Sýr- lendinga. Það eru liðnar þrjár vikur frá því að at- hygli manna beindist frá því sem var að gerast í stjórn- málum Sýrlendinga sjálfra og Ijóst var að átökin voru í rauninni milli Tyrkja og Sýrlendinga. Rússar áttu meginþátt í því að þungamiðja viðburðanna færðist þannig til. Það voru yfirlýsingar og hótanir Krústjovs við vestræna 'Stjórnmálamenn og fréttamenn, sem opnuðu augu manna fyrst og fremst fyrir þeirri hættulegu kreppu sem fólst í ásökunum Sýr lendinga á hendur Tyrkja um 6triðsundirbúning. „Upplýsingar" Krústjovs Krústjov kvaðst hafa pottþcttar sannanir máli sínu til stuðnings. Tilboí Sauds konungs um að miðla málum svipti raunverulega blekkingagrímunni af málinu Khrústjoff raer undir Þá var unnt að skýra málið á þeirri forsendu að Krústjov hefði skjátlazt þótt hann tryði því ein- læglega að hótanir hans hefðu við rök að styðjast og hægt að afsaka hann með því að hann hefði feng- ið villandi upplýsingar eða túlk- að uppiýsingar sínar ranglega. I En atburðir síðustu viku gera að engu þá skýringu á hamagangi Krústjovs. Allt sem nú hefir gerzt styrkir þá skoðun að höfuð- áhugamál Rússa hefir verið að blása að glæðunum, koma á ó- friði á þessu svæði og brjóta á bak aftur hvcrja heiðvirða tilraun til að koma á friði. Þannig haga menn sér ekki ef friðarhjal þeirra er af einlægni sprottið. Flutningur egypzkrar hersveitar til Sýrlands og staðsetning henn- ar nærri landamærum Tyrklands var bein og frekleg ögrun við Tyrki. Slík aðgerð hefir lítið gildi frá hernaðarlegu sjónarmiði en hefir því meira áróðurslegt gildi. Slíkt virtist einnig augljóst vitni lega er undirbyggt, eílir undirstöður efnalmgskerfis- ins. Ekkert er vænlegra á þeim vettvangi en hagnýting jarðhitans og vatrisaflsins og stóriðnaður í tengslum við þær náttúrulindir. Þeir ungu menn, sem nú eru í fararbroddi í vísindalegum rannsóknum á auðiindum landsins og hafsins, eru merkisberar nýrra tíma í at- vinnu- og menningarlífi landsins. Þjóðin væntir mik- ils af þeim, og þeir eiga skil- ið stuðnlng hennar. um þá trú Egypta að ekki mundi koma til átaka milli Tyrkja og Sýrlendinga. Undirbúin kreppa Þjóðir beggja landa virðast aldrei hafa haít neinar áhyggjur af því að styrjöld mundi leiða af hinni itndirbúnu kreppu né held- ur. talið sig græða á því. Þetta á jafnvel við um íbúa Aleppo sem yrðu óumflýjanlega fyrsta skot- mark Tyrkja. Hvað viðvíkur rík- isstjórnum landanna hefir engin tckið málunum með eins óbifan- legri ró og tyrkneska stjórnin. Tyrkir virðast iiaía haft mun meiri áhuga á hinum nýafstöðnu þingkosningum. En hvað sem því líður hafa Rússar álitið allar yfirlýsingar Tjn'kja og B-andaríkjamanna um af ekki sé um stríðsundirbúning að ræða, vera blekkingar einar og einungis haldið fram til að dylja hinn sanna tilgang þeirra. Frá Mos'kvu og Damaskus berast dag- lega langar runur af hótunum og ásökunum svo jaðrar við hitasótt- aræði. Hvorki Krústjov né leið- togar Sýrlands hafa lagt fram neitt til sönnunar þessum ásökun- um. Sönnunargagnið sem Krúst- jov kveðst hafa í höndunum hefir enn ekki verið lagt fram. En það sem sviptir blekkingar- hulunni af báðum þjóðum, Sovét- ríkjunum og Sýrlandi eru við- brögð þeirra við málamiðluartil- lögu Sauds konungs og tilraunum Sameinuðu þjóðanna að korna ó sáttum. Hvort sem um var að ræða ósvikinn misskilning eður ei á Damaskus-ráðstefnunni vegna tilboðs Sauds konungs um að ræða málin við stjórnir Sýrlands og Tyrklands, þá blífur sú stað- rcynd að Tyrkir tóku þessu tilboði — sendisveit þeirra hefir þegar byrjað á umræðum við Saud — en Sýrlendingar sátu heima, og höfnuðu boðinu. Menderes — Tyrkir taka öllu meö ró. Ásakanir í stað viðræðna Allt bendir til þess að Sýrlend- ingar hafi hafnað vegna skipun- ar frá Moskvu. Á þingi Samein- uðu þjóðanna hefir öll viðleitni Rússa og Sýrlendinga beinst að því að básúna út u-m allar jarðir ásakanir sínar á hendur Banda- ríkjaniönnum og Tyrkjum en hafa ekki leitazt við að kryfja málin til mergjar og þannig draga úr hinni alþjóðlegu spennu. Til dæmis var það með semingi að þeir félhist á að ræða málin við Saud konung eins og þingið lagði til fyrir skemmstu. Og Sýr- lendingar hafa nú að engu gert viöleitni SaiKÍs með því að biðja hann að taka aftur máiamiðlunar- tillögu sina, eins og málamiðlun væri ruddaskapur og ókurteisi. Engin tilraun hefir verið gerð til þess áð réttlæta þetta boð. Þó er ein hlið á afistöðu Tyrkja tFrarahald á 8. síöu). Bók Mykles stöövuð. Þetta bréf barst blaðinu í gær: ÞAU tíðindi hafa gerzt að útgáfa bókar hefir verið heft ó íslandi. áður en hún hefir verið komin út. Löreglustjóri hefir brugðið skjótt við neyðarópi Kristjáns AI bertssonar menningarfulltrúa fs- lands í París og lagt bann við því að bókin sé prentuð hér. Vaía- laust fylgja þeir ágætu menn landslögum og vafalaust gengur þeim ekkert ncma gott til með gerðum sínum. Þeir vilja vernda æskulýðinn gegn spillandi áhrif- um og koma í veg fyrir sorablett á menningunni. Þeir hafa for- dæmi fyrir sér frá nágrannalönd- um okkar og ættu því að vera alls óhræddir. Þeir þurfa ekki að þvo hendur sínar af neinu ill- verki þótt þeir hafi orðið að grípa til óyndisúrræða sem nálg- ast gerræði. Þeir geta sofið ró- legir í þeirri góðu trú, að þeir hafi unnið iandi sínu g.agn og gert íslenzkri menningu greiða. æskulýðurinn verður áfram hreinn og óspilltur. En það er önnur tegund bók- mennta, sem daglangt og árlangt streymir gegnum prentvélar og er dreift um gervallt iandið, rif- ið út og lesið upp til agna af unglingum og æskuíólki. Þar á ég við sorpritin frægu, sem óá- reitt iifa og dafna án þess að reynt sé að sporna við útgáfu þeirra. Nauðganir, morð, glæpir, saurlifnaður og ruddamennska lita síður þessara tímarita. Þjóðlnni skammtað lesefni. ÉG HEF HELDUR haft horn í síðu þeirra postuia, sem risið hafa upp á afturlappirnar og vilj að banna þessi rit. Ég er einn í þeirra hópi, sem burðast með þá kenningu, að prentfrelsi eigi að ríkja, þjóðin verði bara að sjá fyrir sér sjálf og læra að veija og haína. Að öörum kosti geti hún ekki taíist menaingarþjóð, það sé ekki hægt að skammta henni Tesefni eins og fæðu í ung barn. Þess vegna hefi ég látið ó- átalið þótt háar öldur sorprita liafi risið og fært ó kaf bóklegan smekk margra æskumanna Ég •hef fylgt yfirvöldunum þar að máli, sem ekki hafa viljað reisa rönd við ósómanum. Ég taldi að þeim gengi gott til, þeir vildu láta þjóðina hafa frelsi til að á- kveða sjálí, hvort hún skyldi heita menningarþjóð. En nú kemur berlega í ljós, að mér heiir skjátlast. Yfirvöldin sjá ástæðu til að banna bók iVIvk- les og heiir hún þó öneitanlega bókmenntalegt gildi fram yfir sorpritin islenzku. Nú vilja þeir ákveða sjátfir hvað þjóðin á að lesa. Þó hafa merkir prófessor- ar og bókmenntamenn erlendis iýst þvi yfir, að bók Mykles sé að mörgu lej-ti bókmenntalegt af rek. Yfirvöldin hér álíta hana skaðlega. En sorpritin? Hefir það þá bara stafað af leti, kærule.vsi og sinnuleysi, að yfirvöldin hafa ekki ennþá bannað sorpritin? Þau eru þó að því leyti sknð- legri bók Mykles, að þau hafa ekkert bókmenntalegt gildi. Skað semi þeirra er því tvöföld, þau eru siðspillandi í fyrsta lagi og þar að auki spilla þau bók- menntasmekk æskunnar. Bók Mykles hefir þó bókmenntagildi, þótt hún gaeiti haft siðspillandi afleiðingar. En það væri gamau að fá úr þvi skorið hjá yfirvöld- unum, hvað veldur því, að hinura ýmsu tegundum „bókmennta" er svo mismunaði.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.