Tíminn - 06.11.1957, Side 5
í í MIN N, miðvikudaginn 6. nóvember 1957.
3
Stefán Rafn
Orðið er frjálst
Mokkur orð um bðkaskrá Gunnars Hall
Hin mikla skrá yfir einkabóka-
safn Gunnars Hall var gefin ut
rétt fyrir síðustu áramót, hún er
prentuð á Akureyri og er að ytri
frágangi vel til hennar vandað.
Ritdóm um hana hefi ég ekki séð.
Bókaskráin er sniðin eftir bóka-
skrám Fiske safnsins við Cornell
University Library. Ca-talogue of
The Icelandic Collection, brot er
hið sama og prentuð er hún tví-
dálka sem þær.
En svo likar sem þær eru að
formi eru þær ólíkar að innri gerð,
enda vinnubrögð gagnstæð, þar
sem bókaskrár Fiske safns við Cor
nell, — stærsta íslenzka bókasafns
erlendis — eru vísindalegar, enda
samdar af hinum góðkunna bók-
fræðingi og fræðimanni Halldóri
prófessor Hermannssyni (frá Velli
á Rangárvöllum). En bókaskrá
Gunnars Hall er alþýðleg útgáfa,
tekin saman af áhugasömum bóka-
safnara, en því miður helzt til litl-
um bókfráeðingi.
Undirritaður hefir ekki keypt
eintak af bókaskrá Gunnars Hall,
langar þó til að eignast hana, en
þar sem bið getur orðið á því fékk
ég að láni eintak Landsbókasafns
siðastl. Höfuðdag, 29. ágúst, og
hefi ég nokkur undanfarin kvöld
verið að kynna mér hana til fróð-
leiks og ánægjuauka. En það er
svo með vitlausa bókaskrá að hún
er verri en engin, og þar sem ég
hefi fengist við söfnun bóka og
rita í tvo áratugi, leiðrétti ég jafn
óðum og ég las nokkrar missagnir
og aflaganir, en um prentvillur er
það að segja að svo virðist sem
prófarkalestur hafi farið í handa-
skolum, enda má heita að villur
séu á hverri blaðsíðu bókarinnar,
ég ætla því ekki að leiðrétta þær
sérstaklega það væri efni í heila
þók. Hér verður stiklað á stóru
og ekki farið í lúsaleit.
Bókaskrá Gunnars Hall er í
stóru fjögra blaða broti, prentuð
eins og fyrr segir tvídálka, blað-
síðutal 520. Skráin skiftist í aðal-
skrá og auk þess níu sérskrár fyr-!
ir eftirtalda bókafíokka: Blöð og
tímarit, þar meðtalið Sögusafn
hlaða. Leikrit. Riddara- og forn-J
aldarsögur. Rímur. Þjóðsögur og
ævintýri. Ævisögur og minninga-
rit. Erfiljóð. Erfiljóð og minningar
iguðsþjónustur. Grafskriftir. Virð-
ist að skaðlausu að þrír síðartöldu
flokkarnir hefðu mátt steypast
saman í eitt. En það sem sérstaka
athygli vekur með flokkun bók-
anna er að sérskrá yfir Ijóðmæli
vantar ,en það er einn stærsti
flokkur prentaðra rita á íslenzka
tungu.
Annað er þó öllu verra og það
er hve bækurnar eru vitiaust
flokkaðar, tökum sem dæmi þjóð-
sögur og ævintýri. Undir þeim
flokki eru m. a. bækur Jóhanns
Bárðarsonar: Áraskip og Brim-
gnýr. Hornstrendingabók Þórleifs
Bjarnasonar. Gullkistan endur-
minningar Árna Gíslasonar, Ferða
mannsóður, sem er Ijóðmæli.
Frumsamið smásagnakver eftir
Einar Guðmundsson, sem heitir:
Fljúgðu, fljúgðu klæði nafnið að
láni úr Galdra-Lofti og kann það
að hafa ruglað Gunnar Halí í rím
inu. Hins vegar er honum vorkunn
þótt liann léti glepjast til að telja
Hornstrandaþjóðsagnir, — sem er
að vísu undirtitill bókarinnar. —
útgefið 1933 (prentvilla í skránni
1953), en hið rétta er að það á að
flokka þær undir Skáldsögur, ég
þekki persónulega manninn, sem
samdi þaér sér og öðrum til gam-
ans. En erfitt er að fyrirgefa bóka
manni sem G. Hall að hann skuli
telja bók Ólafs Davíðssonar:
„Galdur og galdramál á íslandi“,
til þjóðsagna. Sú bók er sagnfræði
rit og heyrir ekki til þjóðsögum.
Broslegt er að sjá bókmennta-
sögu Poéstions: Islándisehe Dicht,
er der Neuzeit. Leipzig 18971
(prentvilla í skránni, Wien) j
flokkaða undir Ævisögur og minn-
ingarrit, það er rétt eins og Spegil
Páll hefði þar um vélt, enda er
bókaskrá Gunnars Hall á köflum
hreinn spegil-matur, en nóg um
það.
Sá háttur er á bóka.skrá G. Hall
að telja bækurnar upp eftir út-
gáfuári þeirra en ekki stafrófsröð
og fer vel á því í skrá sem er al-
þýðleg útgáfa. En þegar um íleiri
en eina bók höfundar er að ræða
frá sama ári ræður hendíng vali
hvor þeirra er fyrr talin, þannig
er fýrsta bók Gunars Gunnarsson-
ar önnur í röðinni í bókaskrá G.
Hall samkvæmt persónulegum upp
lýsingum skáldsins.
Gunnar Hall
— samcii merka bókaskrá.
En það sem er einn helzti ó-
kostur við umrædda bókaskrá er
það að hana skortir að mestu bók-
fræðilegar upplýsingar einstakra
rita og hafa því ungir og óreyndir
bókasafnarar lítil not hennar hvað
þ'að snertir, en sem heimildarrit
er ekki hægt að nota skrána nema
með varúð, en fyrrnefndar bóka-
skrár Fiske við Cornell eru nú
með öllu ófáanlegar, og fyrsta
bindi þeirra í geipiverði á forn-
bókasölumarkaði allt að þúsund
krónum.
Á bls. 25 í bókaskrá G. Hall er
getið um Skólaskýrslur Bessa-
staðaskóla Viðey 1841—47! (svo)
og Boðsrit Bessastaðaskóla Viðey
1845—46! (svo). Þetta er slæm
kórvilla að því leyti að prentstað-
urinn er rangur. Þessi rit eru
prentuð í Reykjavík en ekki í Við-
ey. Engin bók var prentuð í Við-
ey eftir mitt sumar 1844, þá var
Viðeyjarprentsmiðja flutt til Rvík-
ur og prentun hafin, og hefir mér
talist svo til að fyrsta bók sem
prentuð er í Reykjavík sé Stafrófs
kver eftir Pétur Guðjónsson, —
inn merka söngmálafrömuð sinnar
samtíðar, — en það er ekki til í
bókaskrá G. Hall. Sama vitleysg
með Viðeyjarprentsmiðju kemur
fyrir á fléiri stöðum í bókaskrá G.
Hall.
Á bls. 23 segir m. a.: Biblía
(Grútar) Kph. 1813. Þetta er
smekkleysa. Rétt hefði verið að
gefa skýringu neðanmáls, — inn-
an hornklofa, — þannig [Almennt
var þessi útgáfa kölluð „Grútar-
biblía“ e. t. c.] Þar við hefði svo
niátt bæta að þessi útgáfa biblí-
unnar er í sannleika önnur útgáfa
af Waysen — Húss biblíu. Kbh.
1747. En umrædda bibíiuútgáfu
frá 1813 kom Henderson með til
landsins, þá er hann stofnaði
Biblíufélagið íslenzka sem deild
úr því brezka árið 1815. Heimild
m. a. Henderson: Iceland; or íhe
journal of a residence in Iceland,
during the years 1814 and 1815
etc. Vol. I-II. Edinburgh, 1818.
Á bls. 31 lesum vér m. a.:
Blómsturkarfan 2. útgáfa þýdd af
Ól. Þorgeirsdóttur Wpeg 1912.
Þetta er ekki rétt heldur er þessi
önnur útgáfa í sömu þýðingu og
sú fyrsta, semsé frú Sigríðar Ein-
arsdóttur (frá Brekkubæ) þeirrar
sömu og Gröndal orti til „Tólf
álna langt og tirætt kvæði“, fyrir
rúmri hálfri öld. Sigríður var
kona Eiríks Magnússonar meist-
ara í Cambridge; en þessi Ól. Þor
geirsdóttir er hugarfóstur Gunnars
Hall.
Eg ætla að gera undantekningu
og leiðrétta ártalið á Winnipeg út
gáfunni á kvæðum Hannesar S.
Blöndal, bls. 32 í skránni. Wpeg.
1901. (prentvilla í skránrii 1891)
því viðkunr.anlegra er að Gurinar
Hall fari rétt nieð ártalið á ritum
fóstra síns.
Á bls. 37 segir m. a. Bunyan,
John: Krossgangan. 2. útgáfa.
Rvík 1865. Slæiri missögn það, því
það sem G. Hall nefnir aðra út-
gáfu á íslenzku af The Pilgrim’s
Progress er aðeins síðari hluti bók
arinnar ,fýrri hluti kom út árið
1864, þýðing bókarinnar er eftir
sjera Odd V. Gíslason, og hefir sú
þýðing aldrei verið gefin út aftur.
Sama vitleysa endurtekin á bls.
60. Hins vegar kom út ný þýðing
á sömu bók eftir Eirík Magnússon
í Cambridge, titill hennar er: För
Pílagrímsins. London 1876.
Á bls. 60 í dálkinum um Konráð
Gíslason eru taldar upp sérstak-
lega þær ísléhdingasögur sem
Konráð sá um útgáfu á, en Njálu
útgáfu Konráðs, Kph. 1875, þó að
engu getið. Aftur á móti er hún
talin á bls. 140 ásamt fleiri Njálu
útgáfum, en Konráðs engu getið
að heldur. Má vera að því valdi að
útgáfan er nafnlaus, en þetta er
texta útgáfa, sem Konráð sá um og
við hann er kennd.'
Á bls. 75 er pési Hagalíns ,,um
sagnaskáldskap“ talinn útgefinn í
Reykjavík, og auk þess sérprent-
aður úr Alþýðublaðinu. Hvort
tveggja er rangt, pésinn er útgef-
inn á Seyðisfirði, og birtist ekki í
Alþýðublaðinu. En þess hefði
mátt geta að á honum er einungis
káputitill.
Á bls. 181 er Instrux fyrir
Hreppstjórnarmenn. Leirárgörði-
um 1810, talið meðal verka Magn-
úsar Stephensen, það er ekki rétt
þótt vitað sé að M. St. átti sinn
þátt í samningu þess heldur átti
að flokka það undir Tilskipana-
safn. (Laws and Ordinances).
Á bls. 183 þar sem getur Snorra
Eddu í útgáfu Sveinbjarnar Egils
sonar og ritgjörðar tilheyrandi
Stefán Rafn,
sem skrifar þessa grein.
Sn. Eddu og hvort tveggja sagt
yera Boðsrit Bessastaðaskóla fyrir
Haldið hreyflinum heitum við
YÍnnsk aS vetrinum!
ÞEGAR HAUST- og vetrar-
kuldarnir koma, er fleira sem
forðast þarf en að frjósi á drátt-
arvélinni. Það verður að gæta þess
að kæling hreyfilsins verði ekki
of ör og það verður að hafa hemil
á kælingunni með því að þekja
kælikassann að framan. Ef hreyf-
illinn kólnar of ört, slitna bull-
urnar mjög og auk þess eyðir
hreyfillinn meira eldsneyti. Rann-
sóknir hafa sýnt að hreyfitlinn
brennir meiru og slitnar fljótar
þegar dráttarvélarhreyfillinn vinn
ur of kaldur eða kólnar of mikið.
Það er almenn skoðun, að kæli-
vatnið megi ekki hitna of mikið.
Þetta er þó mjög rangt og líklega
tilkomið vegna þess að menn bera
saman vatnshitann og hita hreyf-
ilsins að utan, en miða ekki við
hitann innan í hreyflinum. Þegar
hreyfillinn er í gangi, er hitinn í
strokkunum milli 400—600° á C,
og umhverfis strokkveggina er
kælivatnið, svo að í lilutfalli við
þennan hita er jafnvel suðumark
vatns, 100° á C, lágur hiti.
ÞAÐ SKIPTIR miklu máli
fyrir vinnslu og endingu hreyfils-
ins, að kælivatninu sé haldið eins
heitu og unnt er af þeim ástæð-
um, er nú skal greina: Við brun-
ann á eldsneytinu í hreyfilsstrokk-
unurn myndast vatnsgufa og kol-
efna- og brennisteinssambönd. Ef
strokkveggnum er haldið mjög
kældum, þéttist vatnsgufan, og
myndar með kolefninu kolsýru og
með brennisteininum brennisteins-
sýru. Nokkuð af þessum sýrum
rennur niður I sveifarhús og bland
ast smurolíunni og sumt sezt á
strokkveggina og tærir þá. Þetta
ehfir auðvitað skaðleg áhrif á
hreyfilinn.
Hin mikla skrá yfir einkabóka-
Það hefir verið leitt í Ijós með
fjölda tilrauna, að slit í strokkn-
um jókst mikið, þegar ekið var
með mjög kældum hreyflum. Hiti
kælivatns upp að 75 °C reyndist
skaðlegur. Þegar kælivatnshiti er
yfir"80°C slitnar hreyfillinn lítið.
Eftirfarandi niðurstöður fengust
cftir 60 klst. reynslutíma með
dráttarvél.
S S
Ö E
■ií
JO
í>»
o
:o
’3 S
3 3
Ci _> li M Slit á þ strökks >» '2 Q O C G -g '5 V 5 S - $
5 0,2 14,5 26,0
45 0,05 13,5 27,0
75 0,03 12,0 28,5
85 0,0013 11,0 29,0
100 0,0008 10,5 29,5
Þessar tilraunir sýna, að strokk-
slit er um 40 sinnum meira við
|45°C kælivatnshita en við 85 °C
kælivatnshita og jafnvel við 75°C
hita er slitið 23 sinnum meix-a en
!við 85°C.
! Tilraunirnar sýna einnig, að mað
ur fær miklu betri eldsneytisnýt-
ingu við háan kælivatnshita, vegna
þess að bruninn verður örari við
háan hita í strokknum.
ÞESS VEGNA á að fylgjast
vel með kælivatnshitanum á kæli-
vatnshitamælinum og stilla hitann
eftir'því með hjálp kælikassa-
grindar cða hylja kælinn með
poka cða öðru.
Gin- og klaufaveiki geisar nú í Engl.
Gin- og klaufaveiki geisar í Engl
Gin- og klaufaveiki kostaði Eng-
land tugmilljónir króna 1956. Veik
in herjar þar nú og verður Bret-
um dýr einnig í ár. Nýlega varð
veikinnar vart á 11 bæjum á einni
viku, þar sem hún hafði ekki verið
áður og liggja bæir þessir langt
hver frá öðrum. Orðið hefir að
slátra hundruðum nautgripa. Sjúfc
dóniur þessi herjar sem kunnugt
er í mörgum öðrum löndum Evr-
ópu og minnir okkur sífellt á
það, að við megum ekki sofa á
verðinum um heilbrigði búfjár
okkar.
j árin 1848—1849, á að vera Boðs-
jrit Latínuskólans fyrir tilgreind
■ ár. Skólimi fluttist frá Bessastöð
um til Reykjavíkur árið 1846.
j Á bls. 188, er Páli Sveinssyni
| (bókaútgefanda í Kph.) ranglega
eignuð útgáía „Nokkurra Gaman-
kvæða „eítir ýmis átjándu aldar
skáld. En sá er safnaði þeim, bjó
til prentunar og kostaði útgáfu
! þeirra í Kaupm.h. 1832, cr ekki
í nefndur, en hann hét nú reyndar
Þórarinn!
| Lesendum finnst sennilega nóg
t komið af svona góðgæti, ég skal
| aðeins nefna eitt dæmi af nokkr-
| um, hversu Gunnar Ilall ruglar
saman höfundum. Á bls. 103 er
Guðmundur Jónsson höfundur rits
ins: Draumvitranir og sögur. Rvík
1936, sagður einnig höfundur að
litlu Ijóðakveri sem heitir: Kveðl-
ingar, Rvík 1937. Þetta er al-
rangt, höfundur kveðlingskversins
var Guðmundur Jónsson er um
langt skeið var dyravörður i Lands
bankanum, og eldra fólk kannast
við. Kverio var útgeíið í 50 eintök
um, þó er þess eigi gétið, í útgáfu
þess.
Þá er hér dærni (svo að ég
lialdi áfram með dyraverði Lands-
bankans) um það að Gunnar Hall
tyískiptir höfundi söínu rita. Á
bls. T17.er Kristján Sigurður Krist
jánsson hlutaður í tvennt. Annað
sáms konar dæmi getur að líta á
bls. 65, þar er Eyjólfur Guðmunds
son höfundur ljóðakversins Fjól-
an. Eyrarbakka 1913 (prentvilla í
skránni 1919) gerður að tveimur
og hefði þó Gunnar Hall ekki
þurft annað en lesa formálann fyr
ir ljóðakverinu til að sjá að sami
E. G. er höfundur ritsins: Um æð-
árvarp. Kph. 1877. Sú; ritgerð birt
ist fyrst í fjórða árgángi Andvara
og hlaut höfundur að launum auk-
nefnið „Varp-Eyjólfur“. Eyjólfur
þessi mun hafa verið sonur Guð-
mundar Ketilssonar frá Illugastöð
um á Vatnsnesi, og því bróðurson
ur Natans Ketilssonar. Eyjólfur|
gerðist . mormóni og fluttist til1
Spanish Fork, Utah, í Bandaríkjun'
um og er hann úr sögunni. Þá kem j
ur hér spánýtt dæmi þess efnis
að tveimur höfundum er eignað
sama ritið, á bls. 43 er Jochum
Eggertsson (Skuggi) sagður höf-1
undur að nafnlausu flugriti er heit
ir: Viðskipta- og ástalífið í síld-'
inni. Rvík 1939, en á bls. 193 er
Jósep Thorlacíus tilgreindur höf-
undur þess, og er það hið rétta.
Bókaskrá Gunnars Hall getur
um fæðingarár og dánardag höf-
unda ritanna, þó ekki nærri allra, j
og er auðséð að fylgt hefir verið
Fiske skránum, en þær eru áreið-
anlegar. En þegar þeim sleppir er
lítið mark takandi á slíku; til dæm
is er Sigvaldi Jónsson, (Skagfirð-
ingur) bls. 108 sagður dáinn Srið
1883, en hið rétta er 13. janúar
1879. En ljóðmæii Sigvalda út-
gefin í Rvík 1881, eru ekki til í
Fiske safninu samkv. skrám þess,
og Sigvalda þar að engu getið.
Þá er það villandi að Gunnar
Hall getur ekki ávallt um fjölrit-
rðar útgáfur (sem í réttu lagi eiga
að flokkast undir handrit). Dæmi:
Á bl?. 21 lesum vér: Bachmann. E.
Fimmtíu hi'inghendur. Rvík 1936.
Brot er ekki tilgreint, — fremur
eri á öðrum ritum í bókaskrá G.
Hall, — blaðsíðutal ekki heidur,
sem þó er luittur hans í umræddri
bókaskrá, enda er það í þessu til-
félli óþarft, því bókin hefir ekki
verið gefin út. Að vísu lát höfurid
urinn Eiriar sál. Bachmann fjöl-
rita örfá eintök af fyrrnefndu
kveri til að gefa kunningjum sín-
um, en prentað var það ekki.
Eitt af mörgu sem Gunnar Hall
hefir unnið sér til frægðar með
bókastorá sinni er sparðatíningur úr
dönskum blöðum (úrklippur), um
íslenzk efni, einkum stjórnmál, og
er sá samtíningur sagður úr eigu
Knúts Berlín, þótt þess sé eigi get
ið i formála fyrir bókaskránni. —
Þessum dönsku blaðúrklippum er
dreift um alla skrána til mikillar
óprýði, auk þess sem slíkt i þar
ekki heima, heldur í sérprertaðri
skrá. Það er vafasamur heiður fyr
ir íslendinga að prýða sig með
donskum fjöðrum frá Knúh Berl-
in, og eins fyrir því þótt hann
væri prófessor við Hafnarháskóia.
Knútur þessi var í alla staði óvin-
veittur íslendingum og þeirra mál
efnum, svo sem rit hans sýna. en
nóg um það.
Um tilvitnanir G. Hall í ævi-
(Framhald á 8. siðnu)