Tíminn - 06.11.1957, Side 8
B
T í M I N N, miðvikudaginn 6. nóvember 1957,
Dánarminning
Haraldur Asmundsson
í Austurgörðum
Haraldur Ásmundsson fyrrv.
bóndi í Austurgörðum í Keldu-
'hverfi lézt á sjúkrahúsinu í Húsa
vík 6. sept. s. 1. 84 ára gamall og
var jarðsunginn í Garðskirkju 10
s. m. að viðstöddu fjölmenni Keld
hverfinga og nærsveitarmanna.
Haraldur var fæddur á Einars
stöðum í Núpssveit 11. júlí 1873.
Foreldrar hans voru hjónin Krist
jana Jósefsdóttir og Ásmundur
Guttormsson, bæði af þingeysk-
um ættum. Voru þau hjónin meðal
þeirra, sem fluttust til Vesturheims
seint á öldinni sem leið í von um
betra gengi þar en hér, enda mun
fjárhagur þeirra hafa verið þröng
ur. Þangað fluttust og börn þeirra
fimm. Var Haraldur þá á níunda
ári, er foreldrar hans fluttust vest
ur. Varð hann þá eftir eins síns
liðs, meðal vandalausra. En
sveinn sá reyndist giftudrjúgur og
varð langlífur í landi feðra sinna.
Átti fyrst heima í Leirhöfn á
Sléttu, hjá merkishjónunum Krist
jáni Þorgrímssyni og Helgu Sæm-
undsdóttur, er þar bjuggu, og
komst þar til þroska. Var eftir það
vinnumaður á Hóli á Sléttu í nokk
ur ár og síðan á Grjótnesi í sömu
sveit.
Þegar hér var komið sögu, var
Haraldur 25 ára gamall og hinn
vaskasti maður, en um það leyti
urðu þáttaskil í ævi hans. Hann
fluttist þá af Sléttunni vestur í
Kelduhverfi, að Austurgörðum, og
kvæntist Sigríði dóttur Sigfúsar
bónda þar Guðmundssonar (voru
þeir frændur eyfirzkir) og konu
hans Matthildar Torfadóttur Gott
skálkssonar. Hófu þau ungu hjón
in þá búskap í Austurgörðum, og
áttu þar bæði heima trl æviloka.
En konu sína missti Haraldur eft
ir rúml. 30 ára sambúð, árið 1929.
Af Sigríði hafði ég lítil kynni, en
tjáð er mér, að hún hafi verið hag
sýn dugnaðarkona og greind vel
svo sem hún átti kyn til. Þau
hjónin eignuðust átta börn, sem
öll komust til fullorðinsára, en
auk þess ólust upp í Austurgörð
um tveir fóstursynir. Fjögur
þeirra Austurgarðasystkina eru nú
látin og fóstursynir báðir, en fjög
ur eru á lífi: Björn, kennari í
Reykjaskóla (áður bóndi í Aust
urgörðum), Jóhanna húsfreyja í
Vogum, Þórarinn bóndi í Laufási
og Björg húsfreyja á Mýri í Bárðar
dal. Vogar og Laufás eru nýbýli í
Kelduhverfi. Kristjana lifði lengst
þeirra systkina, sem látin eru, stóð
fyrir búi bróður síns í Laufási og
gekk börnum hans í móðurstað, er
kona hans lézt frá þeim ungum.
Hin þrjú, Hildur, Svafa og Eiður
létuzt í blóma lífsins, sömuleiðis
fóstursynirnir tveir.
Af því sem nú hefir verið sagt
um stærð fjölskyldunnar í Austur
görðum má ráða, sem rétt er, að
Haraldur hafi ekki mátt slá slöku
við á búskaparárum sínum. Hann
var og alla tíð hinn mesti atorku
og iðjumaður og dró hvergi af sér
við að sjá heimili sínu og búi far
borða. Varð hann og maður vel
bjargálna, keypti ábúðarjörð sína
árið 1916, bætti hana og byggði,
en síðar héldu synir hans þvi verki
áfram m. a. með þeim árangrr að
nú eru þar tvö fullbyggð býli, sem
áður var eitt. Á æskuárum sínum
á Sléttu, hafði Haraldur vanizt
veiðiskap, og varð að því mikil
björg í búi hans, en tómstundir
færri. Ekki unni hann sér hvíldar
eftir að hann hafði komið upp
börnum sínum og látið jörðina í
hendur sonum sínum heldur vann
þá einnig eftir því sem kraftar
leyfðu. Var þá lengst með Birni
syni sínum á heimili hans og
tengdadóttur sinnar, Þorbjargar
Þórarinsdóttur. Hann var hinn
mesti þrekmaður alla ævi sérlega
heilsuhraustur og gekk að útivinnu
allt þangað til á s. 1. vetri, að
hann tók að kenna sjúkleika þess,
er honum varð að aldurtila. Var
honum ljúft að aðstoða vandamenn
sína í starfi, enda naut hann hjá
þeim ástúðar og umhyggju. Fyrir
einum áratug eða svo tók honum
mjög að daprast sjón, og lá við að
úr því yrði blinda, en með læknis
hjálp gafst honum sjónin á ný, svo
viðhlítandi var. Var homim að því
mikill hugarléttir, enda hefði sjón
leysið orðið honum þungbært, slík
ur áhuga og starfsmaður sem hann
var, þótt stilltur væri.
Ég á frá kynnum mínum við
Harald í Austurgörðum, um rúm
lega aldarfjórðungs skéið, margs
góðs að minnast, sem hér verður
ekki rakið. Hann var maður vel
vitiborinn, lífseynslan mikil og
fullu verði keypt, lundin hlý, vin-
áttan traust, maður starfsins og
maður minninganna í gleði og sorg
Hann átti síðari hluta ævinnar
mörg þung spor til kirkju sinnar.
En stundum vitjaði hann líka
þeirra staða í gamla túninu í Aust
urgörðum, þar sem fyrir noldcrum
áratugum voru börn að leik, með
an himinninn var heiður og blár.
Honum var annt um börn þessara
barna og naut þess að verða þeim
að liði. Jörðin hans og sveitin
voru honum kærar. Þar vildi hann
bera beinin. Þar er hans líka og
mun verða að góðu getið. G.G.
1200 kr. arður
BISKUPSTUNGUM. — Á síðast-
liðnu vori var ein ær þrílembd
hjá Ingvari Indriðasyni, bónda í
Arnarholti hér í sveit, og er það
út af fyrir sig ekki í frásögur
færandi. Ær þessi gekk í túni
að eigin vild í sumar, en var
þó oft utan túns, einkum seinni-
hluta sumarsins. Lömbin voru öll
hrútar og var lógað í haust og
var fallþungi þeirra 16, 17 og 18,5
kg., eða samtals 1,5 kg. Mun láta
nærri að ærin skili tólf hundruð
krónum í ársarð þegar uilin er
meðtalin.
Þ S.
Hópferð Norður-
landabúa hingað
að sumri
Stjórn Norræna félagsins í
Reykjavík boðaði til fundar með
fulltrúum frá deildum Norræna
félagsins í þjóðleikhúskjallaran-
um, þriðjudaginn 29. okt. s.l. —
Fundinn sátu fulltrúar frá: Hvera
gerði, Keflavík, ísafirði, Sauðár-
króki, Siglufirði, Húsavík og Vest
mannaeyjum. Rætt var um skipu-
lagsmál og kjörinn þriggja manna
nefnd til að gera tillögur í málinu
og undirbúa það frekar undir
næsta fulltrúafund. Einnig var
rætt um vinabæjastarfsemina og
í því sambandi um væntanlega
hópferð til íslands frá Norðurlönd
um næsta sumar, en sú ferð mun
samtímis verða vinabæjaferð.
Athafnasamt kven-
félag í Grímsey
GRÍMSEY. — Hið unga kvenfé-
lag hér I Grímsey, Baugurinn,
lætur mjög mikið til sín taka í
öllu félags- og skemmtanalífi eyj-
arbúa. Félagið hefur staðið fyrir
öllum dansleikjum og öðrum
skemmtunum í sumar, og nú fyrir
skemmstu hélt það hlutaveltu og
dansleik á eftir. Þá er ákveðið að
kvenfélagskonur sjái um hina ár-
legu „Fiske-hátíð“, sem haldin er
til að minnast hins mikla velgjörð-
armanns Grímseyinga, Willards
Fiske, en liann gaf á sínum tíma
tólf þúsund dollara til menningar
starfsemi á eynni. Segja má að
kvenfélagið hafi nú tekið forust-
una í öllu félags og skemmtana-
lífi eyjabúa. Hyggst það verja á-
góðanum af skemmtunum til .bygg
ingar félagsheimilis, en bygging
þess er mjög aðkallandi, þar sem
ekkert samkomuhús er hér, nema
gamla skólahúsið, sem er bæði
lítið og mjög lélegt. Fprmaður
kvenfélagsins er Ingibjörg Jóns-
dóttir, Grenivík.
Bókaskrá Gunnars Hall
(Framhald af 5. síðu).
minningar í Andvara og fleiri
tímaritum er það að segja að slíkt
er ný grein af bókfræði, og þekk-
ist hvergi og er óviðeigandi ncma
í sérprentaðri skrá. Og upptalning
hans á ævisöguþáttum erlendra I
manna i Almanaki Þjóðvinafélags I
ins er næsta brosleg, mér finnst
ég þekkja forskriftina og hefi
grun um undan hvers rifjum hún
er runnin.
f bókaskrá G. Hall er það algengt
að sömu ritum sé lýst í tveimur
bókaflokkum, og er það auðveld
leið til að fá langt blaðsíðutal á
bókaskrá. Dæmi: Á bls. 235 er Al-
manaki Jóns Ólafssonar lýst undir
flokkinum: Blöð og tímarit, og á
bls. 350 undir flokkinum: Ævi-
sögur og minningarit, vegna þess
að þar er að finna greinar um
Darwin og Stuart Mill. Ekki fer þó
Hall rétt með útgáfustað Alman-
aksins, telur hann á báðum stöð-
um það vera útgefið á Eskifirði,
1885. En það er útgefið í Reykja-
vík 1884 (fyrir árið 1885). Á Eski
firði var prentsmiðjan sem þar
hafði verið í eigu Jóns Ólafssonar
lögð niður tveim árum áður en al-
manak J. Ól. kom út. Það kom
ekki meira út af því en þetta eina
ár.
Eg hefi lesið bókaskrá Gunnars
Hall aðeins einu sinni, en ég er
viss um að ég á eftir að fletta
upp í henni ótal sinnum, mér til
gamans, — og gagns, — því þrátt
fyrir allt eru kostir hennar nokkr-
ir. Mestan feng tel ég að sér-
skránni yfir blöð og tímarit, enda
hefir Gunnar Hall notið þar að-
stoðar sérfræðings í söfnun blaða-
og tímarita, Helga Tryggvasonar
bókbindara, sem ég þekki pcrsó.iu
lega og tel áreiðanlegan.
Eg ætla að leiðrétta aðeins eina
missögn í sérskránni yfir blöð og |
tímarit. Á bls. 257 þar sem lýst er
blaðinu ísland, sem Þorsteinn
Gíslason gaf út á árunum 1897—
99, segir svo orðrétt: „Blaðið kom
aldrei með titilblaði". Þetta er
ekki rétt, nema að því leyti að
tiltilblað var ekki prentað á þriðja
og síðasta árgang þess, en tveir
fyrstu áragangar þess eru með tit
ilblaði samkvæmt eintaki Lands-
bókasafnsins.
Bókaskrá Gunnars Hall er því
miður hroðvirknislega samin, en
samning slíkrar skrár er vanda-
verk sem fáum er hent, og ber
því að taka alvarlega. Vegna þess
er ég óánægður að ég ætlast til
meira af Gunnari Hall í bóklegum
fræðum heldur en einhverjum N.
N. sem ekki þekkir í sundur Guð-
brandar-biblíu og Basil fursta.
Þetta er orðið lengra mál en
heiti þessarar greinar ber með sér.
Að endingu vildi ég segja
tel að Gunnar Hall hafi með bóka
söfnun sinni unnið ómetanlegt
björgunarstarf. Og ennfremur tel
ég að íslenzka þjóðin hafi ekki
efni á því að missa slíkt búkasafn
út úr landinu. í því er margt fá-
gætra bóka og rita sem aðcins eru
til í örfáum complett eintökum, •—■
og sumt er þar sem ekki er til á
Landsbókasafni íslands.
•Reykjavík — október 1957.
Norrænir sérfræíingar
í þjónustu S. Þ.
Sænski hagiræðingurinn K. G.
Brolin, sem er aðstoðarforstjóri
hagdeildar menntamálaráðuneytis-
ins sænska, er staddur í Teheran
um þessar mundir, þar sem hann
vinnur að því að skipuleggja skóla
hagskýrslur landsins. Það er
UNESCO — Mennta-, vísinda- og
menningarstofnun Sameinuðu þjóð
anna, sem gekkst fyrir að Brolin
var ráðinn til þessa starfs.
Norskur efnafræðikennari, K. A.
Risan frá Kristiansand hefir verið
ráðinn til að fara til Ceylon til
þess að leggja á ráð um efnafræði
og stærðfræðikennslu í æðri skól-
um þar í landi.-
Risan er einnig á vegum UNE-
SCO.
Öperan frá Wiesbaden
(Framhald af 6. síðu).
álfum á hátíðarsýningarnar í Hess-
neska Ríkisleikhúsinu. Þessar há-
tíðarsýningar liafa síðan 1950 haft
á sér alþjóðlegan svip, likt og
hinir elztu þýzku ^ óperunhátíðai’-
leikir í Bayreuth. Á undánförnum
árum haía komið til ^ Wiesbaden
óperusöngflokkar frá Ítalíu, Aust-
urríki, Frakklandi, Svíþjóð, Eng-
landi, Belgíu, Júgóslavíu og Sviss,
heimsfrægir ballett-flokkar og leik
arar frá frægustu leikhúsum
Þýzkalands.
Bersöglissögur
(Framhald af 4. síðu).
nema þrisvar sinnum um dagana.
Hann giftist fyrst 1935 franskri
ieikkonu, Lili Damitu, og eiga þau
15 ára gamlan son. Árið 1943 gift-
i;t hann Noru Eddington og eign-
uðust þau tvær dætur. Núverandi
konu sinni, Pat Wymore, giftist
Ihann 1950, þegar hann var 41
árs, en hún 24 ára. Þau eiga eina
dótfcur, en dætur Noru og Flynns
dvelja einnig á heimili þeirra;
Hjónaband Pals og Flynns er sagt
allgott, og segist hann ekki hyggja
á Gkilnað framar.
Átta minjónir doffara hafa
farið í súgirm
Það er haft eftir Flynn, að hann
sé búinn að hafa samtals 8 millj.
dollara í tekjur um dagana, en
samt eru skuldir hans nú taldar
meiri en cignir. Hann virðist hafa
verið sérlega laginn á það að
fara illa með fé. Því, sem hann
hefir ekki eytt, hefir hann tapað
í misheppnuðu braski. Scinústu
missirin hefir hann haft betri reið-
I ur á fjármunum sínum en áður.
' Hann segist ákveðinn í því að
greiða allar skuldir sínar.
Þótt Flynn sé orðinn 48 ára,
benda allar líkur til að hann eigi
eftir að leika lengi enn. Sjónv'arps-
leikir, sem hann sér um, eru mjög
eftirsóttir, og sem kvikmyndaleik-
ari virðist hann nú standa á há-
tindi frægðar sinnar. Hneykslis-
sögurnar, sem ganga um hann,
munu ekki heldur gera myndir
hans minna eftirsóttar, heldur að-
eins auka rómantíkina um hann.
Reynslan hefir sýnt, að skáldum
og leikurum leyfist iðulega það,
og eru jafnvel lofaðir fyrir það,
sem aðrir eru bannfærðir fyrir.
G.J.
©
nf'l*
/
mcmnwu mfaAs
PERLU
þvottaduft f
Stefán Rafn.
Vegna jarðarfarar
JÖRGENS I. HANSEN
verður aðalskrifstofan lokuð frá hádegi í dag. Urrsboðin
í Reykjavík og Hafnarfirði hafa lokað frá hádegi tii
kl, 4.
Happdrætti Háskóla Islands
að ég j