Tíminn - 06.11.1957, Qupperneq 6
B
TÍMINN, miðvikudaginn 6. nóvember 1957,
t
Útgefandl: Framsóknarflokkurlnn
Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinaeaa (JU»>
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötn.
Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304
(ritstjórn og blaðamenn)
Auglýsingasimi 19523. Afgreiðslusími 123SS !
Prentsmiðjan Edda hf.
Undir tungli og sverði
RAUÐU MÁNARNIR, sem
þjóta um himinhvolfið, eru
nú orðnir tveir, og hefir hinn
síðarnefndi farþega innan-
borð's, ónefndan hund, sem
er þegar orðinn mesti ferða-
langur veraldarsögunnar. Er
sú för þegar líkari ævin-
týri en veruleika. Atburðirn-
ir, sem gerðust austan við
tungi og sunnan við sól eru
allt í einu stignir fram úr
blöðum ævintýrabókanna. —
Lifandi vera þeysir á furðu-
legum farkosti umhverfis
sjálfa jörðina, leggur að baki
höf og álfur á nokkrum mín
útum. Þarna hafa rússnesk
vísindi unnið stórfelldan sig-
ur, sem jafnast á við beizlun
kjarnorkunnar. Er vissulega
ekki að undra, þótt hugar-
flug manns fari nú víða vegu
og nýlr tímar á grundvelli
nýrrar tækni, séu efst á
baugi i öllum upplýsfcum
löndum. En yfir öllum þess-
um afrekum grúfir eigi að
síður skuggi ósamlyndis, tor
tryggni og úlfúöar í milli
þjóðanna. Hinn vísindalegi
sigur vekur því ekki óblandna
ánægju, heldur líka ugg og
ótta. Hann verður, eins og
ástatt er, til þess að örva enn
vígbúnaðarkapphlaupið. —
Hafa sjálfir sigurvegararnir
í keppninni um að komast
út í himingeiminn, jafnframt
staðfest það, með því að
segja sig úr afvopnunarsam
tökum Sameinuðu þjóðanna,
jafnskjótt og það er orðið
öllum heiminum ljóst, að
þeir hafa forskot í mikii-
vægri vísindagrein.
ÞAÐ ER ÞETTA viðhorf,
sem varpar skugga í slóð
„Sputniks“. Það er viðhorf
fólksins „sem hugsar í for-
múlum“ og stefnir að því að
þröngva þjóðskipulagi komm
únismans upp á heiminn,
sem vekur ugg í brjóstum
frjálsra manna. Það er þetta
yfirlæti* er hafnar samstarfi
innan alþjóðasarntakanna,
sem eykur tortryggni. Blóði
drifin kúgunarsaga kommún
ismans í 40 ár er stórkost-
leg viðvörun, þrátt fyrir stór
afrek á sviði eldflaugagerð-
ar og annarra tæknilegra
visinda, sem reist eru að
nokkru á þjáningum kynslóð
arinnar, er ekki hefir fengið
að njóta verka sinna í hfs-
þægindum né almennu frelsi.
Rétttrúaðir kommúnistar
vilja nú varpa öllum slíkum
syndum á bak við rauða
mánann og kalla að hann
hafi sannað „yfirburði þjóð-
skipulagsins“, en einstakir
atburðir sögunnar séu aðeins
„vaxtarverkir hins nýja þjóð
félags“, eins og Brynjólfur
Bjarnason gerir í Réttar-
greininni. En jafnvel timgl
á fleygiferð eyðilegguv ekki
dómgreind þeirra, sem eru
nokkurn veginn heilskyggnír.
Einn þeirra snerist þannig
við réttlínunni, er hún birt-
ist. „Sem sé: hin linnulausu
morð og gagnmorð í Sovét-
ríkjunum voru vaxtarverk-
ir. Þetta eru pólitískar út-
skýringar, sem segja sex.
Réttarmorð á Rajk hefur þá
væntanjega einnig verið
vaxtarverkur. Dæmið sýnir
ljóslega, hve háskalega þeim
mönnum getur farið, sem
hugsa í formúlum". (Bjarni
Benediktsson frá Hofteigi í
seinasta hefti Birtingsj. —
En það er einmitt kúgun
þjóðanna í nafni formúlu og
kredduvísinda, sem ógnar
friði og sannri framför í
mannheimi í dag. í sömu
Birtings-grein er vel lýst því
þjóðskipulagi, sem „formúl-
an“ leiðir til. Þar segir m.a.
á þessa leið: „ . . . Röðin er
þessi: fyrst kúgun, síðan upp
reisn gegn kúguninní, því-
næst tugthús og morð fyrir
að rísa upp gegn kúguninni,
Nei, — það stjórnarfar, sem
nú ríkir í Ungverjalandi, til
komið eins og lýst hefir ver-
ið, hefur engin skilyrði til að
umbæta sjálft sig. Ungverj-
ar eru undirokuð þjóð í kúg-
uðu landi; járnbentur hæll-
inn stendur þeim á hálsi.
Þetta sjá allir nema þeir,
sem af einhverjum rökurn
hafa glatað ímyndunarafli
sínu, þeirri gáfu, sem þarf
til að skynja líðan annarra
manna . . . hvort sem þeir
lifa undir sól eöa sverði . . .“
JÁ, OG HVORT sem
þeir lifa undir tungli eða
sverði. Þeir sem undir sverðs
egginni búa mega fátr. segja,
en hinir, sem undir gerfi-
tunglinu búa, byggja mörg
frjáls lönd og álfur. og þeirra
er að halda vöku sinni og
skynjun, og trú á frelsi og
lýðræði. Án frelsis verður
engin menning, þótt einbeit-
ing hugvits og fjármagns
kunni að valda tælcnilegum
afrekum.
Ferðafrelsi og persónuleg smekkvísi
ORÐASKIPTI urðu á
Alþingi í gær, út aí' Rúss-
landsferðum íslenzkra
manna á byltingarafmælinu.
Einhverjir talsmenn Sjálf-
stæðisflokksins vildu láta
það heita svo, sem Hannibal
Valdimarsson og Einar Ol-
geirsson væru þar fulltrúar
ríkisstjórnar og Alþingis, og
létu móðan mása um þau
efni í sama dúr og Morgun-
blaðið. Þetta er auðvitað
fjarstæða. Hvorki Alþingi né
ríkisstjórn hafa gert út
neina fulltrúa í afmælis-
veizlu þessa. Báðir þessir
menn fara í umboði annarra
stofnana og sem privat-
menn, og án afskipta opin-
berra aðila hér. Vitaskuld er
fráleitt, að ríkisstjórn eða
Alþingi geti lagt haft á ferða
frelsi manna. Slíkt hefir ekki
verið tíðkað hér og verður
vonandi seint. Orðaskak í-
haldsmanna um þetta efni
er því út í hött. Hitt er svo
RÍKisleiKhusi'ð í Wiesbaden.
Óperan frá Wiesbaden frumsýnir
,,€osi fan tutte“ hér á laugardag
Fjórar sýningar í ÞjótJIeikhúsinu
Á laugardaginn fer fram frumsýning á óperunni „Cosi
fan tutte“ eftir Mozart í Þjóðleikhúsinu. Hingað kemur 16
manna flokkur frá ríkisóperunni í Wiesbaden, þar á meðal
6 einsöngvarar sem allir eru kunnir í heimalandi sínu. Flokk
urinn mun dvelja hér eina viku.
Þj óðleikhússt j .skýrði blaðamönn
um frá þessu í fyrradag á blaða-
mannafundi, þar sem einnig voru
viðstaddir Arthur Apelt, aðalhljóm
sveitarstjóri Wiesbaden-óperunnar,
og sendiherra Þýzkalands, Hirsch-
feld.
Merkur menningarviðburður
Sendiráð Þýzkalands hér hefur
veitt mikla aðstoð við að koma því
í kring, að af heimsókn þessari
gæti orðið. Er það að sjálfsögðu
ánægjulegur og merkur tónlistar
viðburður, að ópera frá ,hinu mikla
tónlistarlandi kemur hingað og
flytur óperu eftir eitt af merk-
ustu og dáðustu tónskáldum Þýzka
lands.
Leikhús fyrir íifandi list
Dr. Friedrich Schramm, fram-
kvæmdastjóri Wiesbaden-óperunn-
ar hefir ritað nokkur kynningar-
orð í tilefni af heimsókn óperu-
flokksins tii íslands:
„Wiesbaden er ein af þeim fáu
borgum í Þýzkalandi, sem enn á
gamalt, fagurt, óskemmt leikhús,
■sem er eitt af hinum fáu stúku-
húsum, sem varðveitzt hafa í sam-
bandslýðveldinu. Það var upphaf-
lega byggt sem hirðleikhús árið
1892, eins og það lítur út í dag.
Ríkisleikhúsið í Wiesbaden fékk
árið 1950 til sinna nota lítið hús
með 300 sælum. í því eru sýndir
sjónleikir. Þessar byggingar bera
það með isér, að þær eru ætlaðar
fyrir söngleiiíi og sjónleiki, þess-
ar tvær tegundir lekilistar, sem
frá fornu fari hafa átt hylli að
fagna í Wiesbaden. En hér má
ekki láta staðar numið, því að
byggja þarf leikhús eftir kröfum
nútímans. Þeir, sem heimsækja
baðstaði Wiesbaden, vilja jafn-
framt því að njóta skemmtunar í
hátíðahverfi leikhússins, leita tíma
bærra sanninda, er alls staðar hafa
gildi.
Leikhús fyrir lifandi list, gam-
ansama og alvarlega, skáldlega og
heimspekiiega, kemur mönnum í
kynni við þá strauma í andlegu
lífi, sem nútimamaðurinn vill
þekkja, og þetta er gert á þann
hátt, að hann verður ánægður,
bæði hvað snertir efni og flutn-
ing. Þetta er það, sem við vilj-
um bjóða leikhúsgestum í báðum
leikhúsum borgarinnar, hvort sem
hann er gestur eða heimamaður
í borginni milli fijótanna Taunus
og Rínar. „Alþjóðlegu hátíðarleik-
sýningarnar í maí“ fullnægja
þessu svo sem bezt má verða. Lista
menn og gestir koma árlega víðs-
vegar úr Evrópu og öðrum heims-
fFramhald á 8 síðu),
Aðalliljómsveitar&tjóri óperunn-
ar í Wiesbaden, Arthur Apelt,
sem er mjög þekktur hljómsveitar
stjóri í Þýzkalandi, kom I gær-
kvöldi til þess að æfa músikina
með hljómsveitinni. Óperustjórinn
dr. F. Schramm; ásamt einsöngv-
urum og öðru starfsfólki, kemur
á fimmtudagskvöld, og verður
fyrstá sýningin, sem verður há-
! tíðasýning, á laugardagskvöld, önn
ur sýning verður á sunnudag,
þriðja á þriðjudag og sú fjórða
á miðvikudag. Einsöngvararnir í
| óperunni eru þekktir söngvarar í
| heimalandi sínu, og eru það Mari-
anne Dorka, er syngur Fiordiligi,
Lois Tomann, er syngur Dorabella,
Ileinz Friedrich, er syngur Gugli-
elmo liðsforingja, Reinhold Bart-
el, er syngur Ferrando liðsfor-
ingja, Trude Kortegast, er syngur
I Despina og Peter Lagger/er syng-
■ ur Don Alfonso.
Þjóðleikhúskórinn syngur einnig
i í óperunni og hefir dr. Urbancic
|æ£t hann.
sjálfsagt, að menn hafa
misjafnar skoðanir á þeirri
smekkvísi, sem birtist í þessu
ferðalagi. Þetta eru menn,
sem gegna hér mikilvægum
trúnaðarstörfum; aðeins ár
er liðið frá þj óðbyltingunni í
Ungverjalandi; fyrir liggja
nú margvíslegar upplýsingar
um „vaxtarverkina“ í komm-
únistísku þjóðfélagi, og er
nokkrum lýst hér að ofan.
Að öllu ‘samanlögðu hefði
verið sæmst, að utanstefnur
hefðu engar orðið að þessu
sinni.
Misgert viS Óðin.
ÞÓRDUR Valdimarsson skrifar:
„A sunnudaginn var lét brezkur
fræðimaður frá Oxford Ijós sitt
skína í Ríkisútvarpinu. Ilann
hafði þann boðskap að flytja að
æðstt guð forfeðra vorra hafi ver
ið í litlum metum á fslandi og
lítið sem ekkert dýrkaður eins
og sjá mætti af því að það fyrir
fyndist ekkert fólk í íslendinga-
sögum, sem hefði verið nefnt eft
ir Óðni.
Satt að segja rak ég upp stór
augu við að heyra þetta því
ég hafði staðið í þeirri trú að
Auðunsheitin sem nóg er af í
íslendingasögum væru dregin af,
nafni Óðins.
Eg man ekki betur en að sjálf- ■
ur Snorri Sturluson, sem mark
ætti að vera á takandi þegar
hann talar um trú forfeðra
vorra engu síður en hinum
brezka fræðimanni, segi á 8.
blaðsíðu í Heimskringu sinni:
Eftir Óðins nafni var kallað Auð-
un og hétu menn svo sonu sína.'“
Algeng heiti alla fið.
„AUDUNN og Auður hafa löng-
um verði algeng og vinsæl nöfn
á íslandi og lcoma iðulega fyrir i
ísiendingasögum. Mér virðist það
því ámóta fjarstæða að halda því ’
fram að skortur Óðins og Wod
ins heita í fornbókmenntum
tákni vantrú fornmanna á Óðni
og óvild í hans garð og halda því
fram að guðirnir Trór og Beideg
hafi ekki notið vinsælda og ver
ið mikið blótaðir á ásatrúartíma-
bilinu vegna þess að nöfn þeirra
fyrrifinnast ekki á sögupersón-
um íslendingasagna. I sinni upp
haflegu mynd fóru Trór, Beldeg
og Woden illa í munni Norður-
landabita eins og von var þegar
þess er gætt að þau voru erlend.
Þess vegna breyttu Norðurlanda
búar þeim og kölluðu Trór, Þór
Beldeg (eða Gældæg) Baldur og
Woden-nafnið reyndu þeir að
iaga tii með því að sleppa w-inu
framan af þvi, breyta d í ð, og að
lokum mynduðu þeir Auðunn úr
því, til að gera það sem hljóm-
fegurst, og gáfu það nafn börn-
um sínum þegar þeir vildu
kenna þau víð Óðin eða Woden'
eins og Snorri bendir á í Heims
kringlu."
Fleiri nöfn sömu ættar.
„EG VÆRI ekki hissa á því þótt
fleiri íslenzk mannanöfn mætti
rekja til Óðins t. d. nafnið Odd
ur. (Woden, w-ið hverfur fram-
an af stoíninum svo eftir verður
od sem tekur á sig r-endingu
samfara tvöföldum d-sins). Eg
skal ekki fuilyrða um hvort
mannsnafnið Oddr sé þannig ttl-
komið. Það útheimtir ýtarlegri
rannsóknir en ég hefi gert að
ganga úr skugga um það, og heyr
ir undir málfræðinga að skera
úr um það, en hitt virðist mér
augijóst að Auðunnarnöfn í ís-
lendingasögum eru komin aí' Óð-
insheiti enda höfum við orð ekki
ómerkilegri manns en Snorrá
Sturlusonar fyrir því að svo sé‘‘.
Lýkur þar bréfi og baðstoíu-
spjalli í dag.