Tíminn - 15.11.1957, Síða 6
6
T í IVIIN N, föstudaginn 15. nóvembw 1957.
IÚtgefandi: Framsóknarflokkurlnn
Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinsson (4b).
Skrifstofur í Edduhúsinu viS Lindargötu.
Símar: 18300. 18301, 18302, 18303, 18304
(ritstjórn og blaðamenn)
Auglýsingasími 19523. Afgreiðslusími 12323
Prentsmiðjan Edda hf.
Horft niðnr í poka
SUNNLENZKUR bóndi
vakti á sér sérstaka at-
hygli í vikunni, í grein hér
í biaðinu, á samþykktum
þeim, sem geröar voru á
„bændaráðstefnu Sjálfstæö-
isflokksins“. Ábending hans
er athyglisverð og lærdóms-
rík, þótt hún fjalli aðeins
um einn lið þessara ályktana.
Þar kom glöggt í ljós, að í
landbúnaðarmálum eru það
álög á foringjum Sjálfstæð-
isflokksins aö útsýni þeirra
er eins og þeir horfi ofan í
poka; til lofts virðast þeir
ekki sjá, hin stóru verkefni
framtiðarinnar liða fram hjá
þeim og þeir verða þeirra
ekki varir. Þetta er auðvitað
ekki nema eðlilegt. Hvern-
ig á klíka braskara í höfuö-
staðnum að geta mótað
nokkra stefnu í landbúnaðar
málum? Þau eru þeim auð-
vitað framandi. Og það sýnir
sig, að þótt einstaka maður,
sem starfar við landbúnað,
gangi á vit foringjanna, sitji
jafnvel við háborð á ráð-
stefnu, verður útkoman æ
hin sama. Það þarf meiri
karla en Árna Eylands og
Guðmund á Hvanneyri til að
gera peningakónga íhalds-
ins að búnaðarfrömuðum.
í GREIN bónda þess, sem
áður er til vitnað, er rætt
um þá samþykkt þessarar
„ráðstefnu", aö landbúnaðar
framleiðslan skuli aðeins
byggja á innlendum mark-
aði í framtíðinni, og aukning
hennar skuli vera „eftir því
sem markaður fyrir búsaf-
uröir fara vaxandi með
aúknum mannfjölda". eins
og segir í samþykktum fund-
arins. Þetta eru pokasjónar-
miö íhaldsins. Þúsundir
bænda um land allt hafa
annað útsýni. Á það var
minnt í hressilegu Viðtali
er Tíminn átti nýlega við
Jón bónda Þorbergsson á
Laxamýri. Framtíðarstefnan
er auðvitað miklu víðari og
stærri en poki íhaldsins, hún
er miklar framfarir í sveit-
um og örugg afkoma á grund
velli mikils útflutnings land
búnaðarafurða. Samkvæmt
pokasjónarmiðinu á aö draga
úr ræktun, draga úr fjölgun
bústofns miðað við það, sem
verið hefir undanfarin ár.
Öiiu er samkvæmt þessari
kenningu, stefnt aftur á bak,
framtíðin geymir ekki þá
upplyftingu og bjartsýni,
sem örvar til starfa, og sigr-
ast á stundarerfiðleikum.
En þetta er boðskapur i-
haldsins. Svo talar fólk, sem
lítið veit hvemig unga fólk-
ið í sveitunum hugsar í dag.
Þetta er úrtölustefna, þetta
er búnaöarráðs- og búnaðar
málasjóösstefnan gamla
endurfædd.
EN ÞAÐ var fleira í þess-
um samþykktum en pokínn.
Þar er til dæmis talað um
„sexmanna-nefndarlögin frá
1943“. Lög með þessu nafni
eru engin til að hafa aldrei
verið. Það er talað um að
efla „framleiðslufélög
bænda“. Þeir, sem muna við
brögö íhaldsins er afurða-
sölulögin — undirstaða af-
urðasölunnar — voru sett,
skilja það mæta vel, að í-
haldið vill kljúfa kaupfé-
lögin og annan samvinnu-
félagsskap. Það var ekki tal-
að um að efla framleiðslu-
félagsskap bænda um það
leyti sem mjólkurverkfallið
var háð í Reykjavík. Enn er
skrifað, að stefnt skuli að
því að leggja vegi um sveit-
ir „þar sem framleiðsla er
stunduð, og gerðir þjóðveg-
ir“. í hvaða sveit er enginn
framleiðsla stundúð? Þessi
samþykkt er orðúð á flokks-
skrifstofu Sjálfstæðisflokks-
ins, en ekki af neinum, sem
landbúnaö stunda. Og svona
mætti lengi telja dæmin.
í SAMÞYKKTUM þessa
fundar í Reykjavík, örlaði
hvergi á skynsamlegu ný-
mæli: Ráðstefnan hófst við
eintómt lýðskrum og blekk-
ingar formanns Sjálfstæðis-
flokksins, og henni lauk með
þessum furöulegu samþykkt-
um. Hún hefir. að því leyti
gegnt nokkru hlutverki í
þjóðlífinu, og hún opinber-
ar enn í dag hvað forustulið
Sjálfstæðisflokksins ber lít-
ið skyn á landbúnaðarmál.
Dimmur poki eiginhagsmun-
anna byrgir sýn til stórra
mála. Hinn nýi tími I tækni-
og framförum rennur fram-
hjá fólki, sem ekkert hefur
lært síðan lögin um búnaðar
ráð voru sett.
Nýir útsvarsseðlar frá ihaldinu
ÍHALDIÐ í Reykjavík
héftr enn lag á því að minna
á útsvarsmál sín, og hefði
þó þögúin sæmt bezt, enda
er lítt um þau rætt í Morg-
unblaöinu, og Gunnar hefir
fengið sína ádrepu hjá for-
ingjum flokksins. En þessa
dagana fær fólk, sem dvelur
hér í bænum en á lögheimili
annars staðar kveðju borg-
arstjóra og tilmæli um að
greiða nokkrar þúsundir í út-
s^/ar, samkvæmt „aukaniður-
jöfnun.“
Er það útsvar yfirleitt rif
lega áætlað og ekki stuðst
við nein framtöl, heldur að-
eins skráðar tölur af handa
hófi á útsvarsseðlana. A0
vísu mun það venja, að
leggja þannig á fólk, sem
dvalið hefir i bænum og unn
ið hér svo lengi, að telja beri,
að það hefði átt að skrá sig
á manntal í Reykjavík og
telja sér þar lögheimili.
En í þetta sinn mun geng
ið miklu lengra í þessum efn
um en venja er, og munu
koma þar til fjárþörf bæj-
arins, sem knýr bæjaryfir
völd til þess óyndisúrræðis
Fimmtán ára fórna enn krafist af rússnesk-
m almenningi á altari fjnngai
Uppskeran af byltingunni hverfur enn sjónum
{jeirri kynslóíf, sem hefir fórnað henni beztu
árum ævinnar
Afmælið er liðið, drunur þotanna og skriðdrekanna eru
þagnaðar, gestirnir eru á heimleið. Hvað merkti það allt
saman? Um það verður rætt næstu mánuðina. Hvernig er
útlitið fyrir þá, sem nú ættu að vera uppskera úr akri bylt-
ingarinnar, rússneskan almenning? Um það er e. t. v. sann-
leikskorn að finna í ræðu Krústjoffs í tilefni hátíðarinnar.
Um þann boðskap er rætt í grein er Harry Schwartz,- einn
helzti Rússlandsmálasérfræðingur stórblaðsins New York
Times. Honum farast orð m. a. á þessa leið:
Krútsjov virðist hafa samið
nýja fimnitán ára áætlun þar sem
þungbærra fóma er krafizt af
rússneskum almenningi á altari
þungaiðnaðarins í því skyni að
Ráðstjórnarríkin geti keppt við
USA á því sviði. Markið sem leið-
togar Ráðstjórnarríkjanna ætla
sér skilyrðislaust að ná árið 1972
er það hæsta sem hingað til hefir
þckkzt í sögu Rússa. Þar er gert
ráð fyrir stóraukinni framleiðslu
á stáli og rafmagni. Samt sem
áður gerir áætlunin ráð fyrir
minni hlutfallsaukningu á árunum
1958—72 en raunverulega átti sér
stað á eftirstriðsárunum 1946—
56.
Ef marki þessu verður náð má
gera ráð fyrir meiri framleiðslu
í Ráðstjórnarríkjunum árið 1972
en átti sér stað s.I. ár í USA. En
aukning og vöxtur sem búizt er
við að verði á næstu ánun í fram-
Ieiðslu og iðnaðannálum USA,
mun þó tryggja þeim forustuna
enn um sinn.
AukiS álag á þungaiðnaðinn
Áætlunin sem Rússar hafa kennt
við árið 1972 hefir í för með sér
stóraukið álag á þungaiðnaðinn
Áætluð framleiðsla neyzluvarn-
ings ber með sér að almenn vel-
megun í Ráðstjórnarríkjunum
mun ekki aukast í hlutfalli við
framleiðslu hergagna og framfarir
á sviði þungaiðnaðar.
Hvort Rússum mun takast að ná
settu marki veltur á ýmsum hlut
um sem margir liverjir standa
ekki á valdi leiðtoganna.
Það sýnir bezt hvað áætlanir
Rússa á sviði iðnaðar eru fallvalt-
ar og ötryggar að þeir gáfust upp
við hina stórhuga Fimm ára á-
ætlun áranna 1956—60 en tóku í
þess stað upp Sjö ára áætlun fyrir
árin 1959—65. Ljóst er af heim-
ildum að Rússar tóku þessa á-
kvörðun þar eð þeir sáu fram á
að Fimm ára áætlunin 'mundi
renna út í sandinn.
Mörk og mið Krústjovs eru mikl-
um mun stórkostlegri og risavaxn-
ari en áður um getur í sögu Ráð-
stjórnarríkjanna og Bandaríkjanna
eins og sést bezt af eftirfarandi
skýrslu:
Stál — Rússar ætla sér að fram-
leiða 100.000.000—120.000.000 tonn
af kolum fyrir árið 1972, en það
er u. þ. b. sama og framleiðsla
Bandaríkjanna síðasta ár, sem var
105.000.000 tonn. Framleiðsla Ráð-
stjórnarríkjanna síðasta ár var
48.600.000.
Hrájárn — Rússar ætla að fram-
Ieiða 75.000.000—85.000.000 tonn
og er það mun meira en fram-
leiðsla USA s.l. ár, sem var 68.900.
að seilast eins langt og nokk
ur kostur er.
Nú á þetta fólk að kæra af
sér útsvörin og í trausti þess
að það verði ekki öllum hand
hægt að ná fullum rétti með
þeim hætti , ákveður íhaldið
þessi útsvör svo há sem það
þorir i von um að ná inn
nokkru hærri upphæð en
nokkurt réttlæti mælir með.
Er þá lagt á alla, sem íhald
ið kann nöfnum að nefna,
jafnt skólafólk, sem aðeins
dvelur hér vetrarlangt en
vinnur fyrir tekjum sínum
annars staðar, sem aðra.
000 tonn. Framleiðsla Rússa s.l.
ár var 35.800.000.
Kol — Rússar ætla að framleiða
fyrir árið 1972 650.000.000 til 750.
000.000 tonn og mundi það verða
mun meira en framleiðsla USA
s.l. ár sem var 576.000.000. Kola-
frámleiðsla hefir minnkað í USA
vegna vaxandi framleiðslu olíu og
jarðgass. Þar að auki er hitamagn
rúsone=kra kola míklu minna en
leiðsla Rússa s.l. ár var 83.800.000
íonn.
Steinsteypa — Rússar ætla að
framleiða 90.000.000—110.000.000
| kúbiktonn, en það er um það hil
helmingi meira en framieiðsla
USA á s.l. ári og fjórum sinnum
meira en framleiðsla Rússa á
sama ári.
Skýrslur Krústjovs um þrenns
konar nevzluvarning — sykur,
vefnaðarvörit og skóleður — sýna
að framíéiðsla n-eyzluvarriings
verður látin sitja á hakanum fyrir
þungaiðnaðinum.
i Ljóslegast má sjá, að Rússar
! leggja minni áherzlu á almenna
velmegun en hergagnaframleiðslu
og sést það bezt á því að Ráð-
stjórnamkin munu að fimmtán
árum liðnum geta séð 50.000.000
til 60.000.000 fleira fólki en nú
fyrir klæðum, fæði og húsnæði.
Krústjov fer fram á að fram-
leiðsia sykurs verði orðin 10.000.
000 tonn árið 1972 en það er um
það bil þrisvar sinnum meira en
1 650.000.000 metrar af vefn-
KRUSJEFF
bandarískra kola. Framleiösla
Rússa á kolum s.l. ár v.ar 429.000.
000 tonn.
Rafmagn — Rússar ætla sér þar
að ná markmiði sem er mun meira
en framleiðsla USA s.l. ár. Fram-
leiðsla USA á þessu sviði hefir
verið í stöðugum vexti frá því í
stríðslok og mun fara langt fram
úr því sem Rússar ætla sér 1972.
Olía — Rússar ætla sér að fram-
leiða 350.000.000 til 400.000.000 en
það lætur nærri framleiðslu USA
á s.I. ári sem var 354.000.000 tonn.
Horfurnar á olíuframleiðslu í USA
eru afar slæmar vegna þess að sí-
fellt revnist örðugra að finna nýj-
ar olíirlindir í landinu. Fram-
MAO
aðarvöru eða tvisvar sinnurn
meira en 1955; og 700.000.000 pör
af leðurskóm, en það er tvisvar
sinnum meira en framleiðsian
1955.
Vamarvopn gegn
f jarstýrðum skeytum
London—NTB 13. nóv.: Duncan
Sandys, iandvarnarráðhena
Breta, sagði í London í dag, að Bret
ar ynnu að því í náinni samvinnu
við Bandaríkjamenn að smíða öfl
ug varnarvopn gegn fjarstýrðum
flugskeytum.
„Margt er nú happdrættið í henni
Reykjavík og mætti ætla að bæj-
arbúar hefðu allir lifibrauð sitt
af happdrættum, anað hvort með
því að reka þau eða vinna í þeim.
En svo er náttúrlega mikill meiri
hluti sem verður að láta sér
nygja að sólunda tíköllunum án
þess að iá nokkuð í aðra hönd
■ en segja má að þeir séu einnig
vel ánægðir þótt t.íkall og tíkall
hafi fokið, það hefir þó aitént
farið í gott málefni og munar
þar að auki ekki um það Eitt
happdrætti tekur þó öðrum fram
að glæsibrag, það er happdrætti
SUF. Vinningarnir eru einstak-
lega höfðinglegir, falegur og
góður bíll sem marga langar til
að eignast, þó komin sé geim-
ferðaölct. Og þá ekki síst hring-
ferð kringum hnöttin okkar, ekki
með himinskautum eins og hund
arnir seru farnir að ferðast, heíd-
ur á jörðu niðri, á sjó og landi
og þeim sem þann vinning hlýt-
ur gefst kostur að sjá marga
fagra staði um víða veröid. Þessu
fe"ðalagi hefir verið lýst með
skáldlegum orðum í happdræltis-
greinaflokki í Tímanum undan-
farið, greinar þessar hafa valqð
mikla eftirtekt og umtal manna
og eiga mestan þátt í því að lés-
endur ailir bíða þe&s með ó-
þreyju að dregið verði og verða
þeim degi fegnastir."
Gömul kona.