Tíminn - 15.11.1957, Síða 7
TÍMIN'N, föstudaginn 15. nóvember 1957.
7
Hvernig færi ef enginn vildi stunda sjo en eftir
sjötíu ára strit á skipum langar mig ekki þangað
ÞaS var komið fram á
haust er ég gekk suður
Strandgötuna í Hafnarfirði
aleiðis að Gesthúsum, húsi
Einars Ólafssonar. í vor höfð
um við setið saman lengi
dags uppi á loftinu og tekið
t nefið á milli þess sem hann
sagði mér sitthvað frá ung-
dómsárum sínum. Hann byrj
aði ungur að stunda sjó og
varð stýrimaður á skútu.
Við vorum komnir þar í frá-
sögninni að Einar hélt skipi
sínu heilu og höldnu inn á
Hafnarfjörð í sama mund og
kútter Ingvar var að farast
við Viðey. |
Þetta var árið 1906 og Einar
hafði gefið mér ádrátt ttm að
seinna mundi hann kannske segja
mér fleira frá sinni viðburðaríku
ævi. í vor hafði Einar haft á orði
að set.ja bátinn sinn á ílot í sum-
ar og gera út á grásleppu. En
sumariS leið og báturinn stóð á
þurru. Einar gekk oft niðureftir
og hugaði að bátunum, sem komu
að landi, en sumarið var ekki
aflasumar hvað grásleppu- og
rauðmagaveiðar snerti og afli
þeirra var oftast rýr.
— Mér þykir verstur fjandinn
að það skuli vanta kaflann um
Suðurnesin í þessa bók, sagði Ein-
ar og fletti Skútuöldinni hans Gils
Guðmundssonar. Einar er mikill
bökamaður. Á margar bækur um
sjómennsku og heldur mikiff upp
á Skútuöldina hans Gils, sem hon-
um finnst hafa tekizt mjög vel,
að öðru leyti en að kaflann um
Suðurnesin vantar.
— Vai'stu lengi á skútum eftir
þennan túr isem við töluðum um
í vor?
— Já, blessaður vertu. Eg var
á Morgnnstjörnunni þetta úthald.
Það var þá um vorið á Morgun-
stjörnunni að 'Sigurjón sonur minn
fór fyrst til sjós. Hann var þá níu
ára, held ég. Linnti ekki látum að
fá að fara með einn túr. Við feng-
iun strekking í Bugtinni á útleið-
inni og hann varð fjandi sjóveik-
ur. Við vorum að bug’sa itm að
fara með hann í land aftur.
Það var allt annað en auðvelt
að vera með barn með sér á skútu.
Lítill tími til að líta eftir honurn
og ekki fljótlegt að fara til hafn-
ar, þó eitthvað yrði að. Það varð
allt annað og auðveldara eftir aö
vélar komu til sögunnar. Jæja,
þetta slampaðist nú einhvernveg-
inn og Sigurjón hresstist fljót-
lega. Hefir líklega aldrei fundið
til sjóveiki síðan.
Það var í mér útþrá, en. . . .
— Hvort mig h'afi langað í sigl-
ingar? Jú, ’blessaður vertu, það
var í mér útþrá en einhvernveg-
inn fór það svo að ég hélt mig
hér við landið. Oft varð mér þó
hugsað ti'l þess þegar ég var ung-
lingur.
Þegar ég var eitthvað 17 eða 18
ára var ég <eitt úthald á kútter
Lilju, með Þorsteini Egilssyni
SpiaíSað við Eiear ÓSafsson í Gestlinsum í Hafnarfirði
skipstjóra. Þar var þá líka Bjarg-
mundur heitinn Sigurðsson, ættað-
ur úr Mosfellssveit að mig minnir.
Tveir langsiglingamenn voru líka
þar mn borð. Þeir Sveinbjörn Eg-
ilsson, sem búinn var að sigla um
ílest heimsins höf og Jens Jafets-
son, isem búinn var að vera í sigl-
ingum í tuttugu og fimm ár.
jMargt bar á góma á frívöktunum
og ég, unglingurinn hlustaði hug-
faniginn á frásagnir þeirra, en þær
voru 'samt stundiun hrottalegar.
Einkum sögurnar sftm Jens sagði,
en hann hafði verið á skútum frá
Marsdal i Danmörku um tíma.
Ein sagan sem Jens sagði okk-
ur var þannig, að einn sinni voru
þeir að gera að seglum á þilfar-
inu, er einn hásetinn, sem var
meiddur í hendi fór inn í eld-
hús til þess að binda um meiðsl-
in. Þegar skipstjórinn sá hann
fara frá vinnunni varð hann óður
af vonzku og fór inn á eftir hon-
um með melspíru og barði háset-
ann svo hann handleggsbrotnaði.
Mannauminginn rak upp sársauka-
óp en við bað trvlltist skipstjóri og
sá varð endirinn að hann drap
hásetann. Síðan lét hann setja
líkið, sem var hroðalega útleikið, í
poka og kasta því fyrir borð.
En þegar æðið rann af honum
varð hann hræddur og lét alla
um borð sverja að þegja yfir ó-
dæðisverkinu. Þegar skútan kom
til Danmerkur nokkru siðar rauf
Jens eiðinn og sagði frá hvernig
lát hásetans bar að. Fékk skip-
stjóri makleg gjöld illmennsku
sinnar. Margar ljótar sögiu' sögðu
þcir, þó þessi yrði mér minnis-
stæðust.
Ég leit mikið upp til Sveinbjarn-
ar Egilssonar. Fannst hann alltof
mikill maður til þess að standa og
Einar Ciafsson meö Skútuöldina.
draga þorsk eins og ég og aðrir
álíka, en hann var ágætur og
hlífði sér hvergi.
Einu sinni er við sigldum út
frá Hafnarfirði höfðu þeir Svein-
björn og Bjargmundur fengið sér
á brúsa og voru góð'glaðir. Við vor-
um all'ir á vakt stýrimanns og þeir
sögðu mér að vera uppi en sátu
sjálfir niðri í lúkar hjá brúsan-
um. Veður var gott og öll segl
uppi. Þegar vði komum hérna út
á fjörðinn þurfti að taka toppsegl-
ið niður og stýrimaðurinn sagði
mér að fíra því. Þetta tókst eilt-
hvao óhönduglega hjá mér svo
scglið lagðist á falinn. Jæja, ég
réði nú ekkert við þetta eins og
komið var og kallaði niður í lúk-
arinn eftir hjálp. Sveinbjörn var
fljótur til. Fór upp bg Iagfærði
þetta á augabragði. Hann kunni
handtbkin við segl, karlinn sá.
Svorta voru samgörtgur
við útíörtd í þá daga
Kunningi minn sem ég var með
á skútu komst á flutningaskip sem
statt var hér í Hafnarfirði og fór
með því eina ferð til Danmerkur.
Þeir fóru til þess að sækja salt.
Þeir voru fimm á, enda var þetta
lítið skip. Ferðin út gekk vel og
þeir lestuðu saltið. Fengu leiði á
heimleiðinni og komu í Eyrar-
bakkabugt á lensi. En í stað þess
að fara Hullið og koma svo til
Hafnarfjarðar daginn eftir lét skip-
stjórinn leggja yfir og sigldi beiti-
vind suður í haf. Svo kom hann
á vestann og þarna voru þeir að
, velkjast og komu eftir fjórtán daga
I undir Ritinn. Eftir það konmst
þeir tii ísafjarðar og voru þar um
jólin. Lögðu upp eftir jól og kom-
ust .suður í Bugt. Þá hvessti á aust-
an og skipstjóri lét lensa vestur í
haf. Eftir tuttugu daga koniu þeir
til Patreksfjarðar og þaðan kom-
ust þeir svo loksins klakklaust
hingað til Hafnarl'jarðar með salt-
ið, sem állir hér voru orðnir vissir
um að aldrei kæmi. Svona var nú
í siglingunum í þá daga.
Á togurum
Eftir að Engléiidingar og seinna
Þjóðveriar hóflt tos'æ'ðar hér við
skipstjórinn kom upp, sögðu Eng-
lendingarnir honum hvað þeii*
væru búnir að vaka lengi og oft-
ast lét hann þá allan mannskap-
inn fara í koju. Það var þannig á
á ensku togurunum, að mannskap-
urinn mátti 'fara niður eftir viss-
an ííma.
Þessu næst var ég á Ými með
Sigurjóni Mýrdal. Hann var mik-
ill prýðismaður. Sigurjón söhúi',
minn hafði verið með honum ct
var um þetta leyti búinn að lærá:'
og ætlaði að verða fiskilóðs 'fijá
Buchles, sem lagði upp liérna . í
Svendborg. Það var um svipacSi
leyti og vökulögin tóku gildi. Vat’,'
á Ými fjórar vertíðir. Því. næst
á Ráninni með Guðmundi
jónssyni. Litlu seinna varð Siguh-
jón skipstjóri á Surprice og þ'á
fór ég til hans. Við fylltum skipið
á átta til tíu dögum á Halanum.
Við fengum lifrarhlut, hásetarnit'
og það voru raunverulega fyrstu
peningarnir sem ég fékk handa.á
milli.
Eftir að Sigurjó.n tók við Garð-
ari, fór ég þangað. Var ó honum
fram undir síðari heimsstyrjöld.
Ég lenti því ekki í þeim miklu
peningum sem þá öfluðust.
Um það leyti var orðin mikil
vinna hérna á bryggjunni og ég
var orðinn þreyttur á sjódráslinu
og vökum dag og nótt. Nei, þaö
átti orðið betur við mig að vinnai
hér í landi og svo fengust vinntt-
launin horguð út. Áður þurfti mafe-
ur oft að bíða svo vikttrn skipri'
eftir fimmtíu eða sextíu króna’
vinnulaunum.
Breyftir tímar
Þegar ég var unglingur stund-
tiðii a'llir sem vettlingi gátu valdið
sjó. Þeir sem við sjóinn bjuggtt
stunduðu hann allt órið og vetr-
arvertíð komu ungir ntenn úr
sveitunum til sjóróðra.
• •• ;;
' -V ' ' ,
Kútter Surprice frá HafnarfirSi.
Frá Hafnarfirði fyrir aldamótin. Hér liggur Strandgatan nú.
land, kom hugur í útgerðarmenn
hér um kaup á slíkum skipttm.
Margir vildu á togarana, er þeir
komu cn ég vildi heldur halda
mig á skútunum: Var skútukarl
hvort eð var.
Tvö árin fyrir fyrri heimsstyrj-
öld lögðu tveir þýzkir togarar upp
afla hér í Hafnarfirði. Einar Þor-
gilsson útgerðarmaður sá um afl-
ann og lagði þeim til mat og
annað. Ég var einn tíu Hafnfirð-
inga .sem réðust ó þessi skip, sem
voru lítil miðað við togara nú til
j dags, en aðbúð var betri en á
skútunum. Ég var með Þjóðverj-
um í tvö ár, eða þangað til stríðið
brauzt út. Skipstjórinn sem ég var
með bauð mér að koma með sér
til Þýzkalands, en ég afþakkaði
það vegna stríðsins. Hann sagði
að það tæki nú ckki la.ngan tíma.
Yrði búið eftir viku cða hálfan
mánuð. Þeir voru bjartsýnir í byrj-
un þess stríðs ekki siður en í
seinni heimsstyrjöldinni, Þjóðverj-
arnir. Togararnir fóru til Þýzka-
lands en ég varð eftir í Hafnar-
firði.
Um tíma var ég á enskum tog-
ara. Magnús Kærnestecl var þar
fiskilóðs. Þeir skiptust itm að vera
uppi, hann og skipstjórinn. Magn-
ús var mikill áhugamaður og lét
Imannskapinn vaka. Þegar enski
— Hvort aðrir en þeir sem
stunda sió frá bernsku verði góðir
sjómenn? Með unglingnum skap-
ast þúá til þess að sinna vissu
stai'fi. Ef hann fær tækifæri tií
vex hann upp í því og þar kemur
manndómur hans síðar fram. ÁS-
ur þurftu unglirigarnir að vintia
að framleiðslunni. Oft heldur langv
an vinnudag að vísu, cn það má
nokkuð á milli vera: Nú fara un'g-
lingarnir í skóla og þurfa ekkert
líkamlegt erfiði á sig að leggja.
Þurfa ekki að hlaupa fyrir kirid;
eða stokka upp línu. Þeir fá ekki'-
tækifæri til þess að reyna kraft-
ana við lífræn störf. Áður var
það þrá unglinganna að komast út
á kænuhornið eða svala athafnaþrá
sinni við sveitastörf. Þetta vildu
þeir gera og urðu meiri menn qf.
Nú eru allir stúclentar og til einslc-
is nýtir. Hræddur er ég um fram-
tíð íslenzku þjóðarinnar ef svo
heldur áfram sem nú horfir. En
þetta er ekki æskunni að kenná,
heldur þeim sem þessum málum
ráða í þjóðfélaginu.
„Vökurnar fóru bölvanlena
me5 mann"
— Nei, ég hefi ckki verið
mikið veikur um dagana. Samt ein-
(Framhald á 8. síðu.)
\