Tíminn - 15.11.1957, Síða 8
8
T í MIN N, föstudaginn 15. nóvember 1957.
Greinarflokkur Páls Zóphóníassonar
(Fiamhald af 5. síðu).
ið er að fækka hrossunum, hætta
að hafa þau bara fyrir augnayndi,
eins og hlýtur að vera með margt
af þeim nú. Akrahreppur er enn
hrossaflesti hreppur sýslunnar,
þar eru 22.5 hross á meðalbýlinu
og hefir fjölgað síðan 1920, en það
er í sárafáum hreppum í landinu,
■ sem slík öfugþróun hefir átt sér
stað. Nokkrir bændur í hreppnum
hafa nú keypt Árbæ, eyðijörð í
Austurdal og fá þar gott upprekstr
arland, sem þó er erfitt að nota.
Hreppsbúar voru 497 árið 1920.
Þá var heyjað 44 hestar pr. mann.
Nú eru íbúar hreppsins 340 og nú
er heyjað sem svarar 109 hestar
á mann. Afkastaaukningin, sem
orðið hefir vegna stækkaðra túna,
sléttaðra túna, notkun heyvinnslu-
véla o. fl., er því auðséð hér sem
annars staðar. Fækki hrossum 1
Akrahreppi ekki næstu ár, verða
þeir að nota ítölulögin og fá á-
kveðið hve mörg hross og margt
sauðfé megi reka á afrétt frá
hverri jörð í hreppnum, eða létta
á afréttinni með því að reka á Ár-
bæjarland, sem nokkrir Akrhrepp-
ingar eiga nú.
Rípurhreppur.
Þar hefir byggðum býlum fjölg-
að um 4. Meðallúnið var 3,5 ha.
en er nú 12.0 og hefir því 3.4 fald-
ast. Meðalheyskapur var 163+327
=490 hestar. Á það var sett og
fóðrað 6,1 nautgr., 121 kind og 22,
2 hross og hefir því hrossunum
verið ætlað lítið fóður í meðal-
vetri, og ekkert orðið til handa
þeim í hörðum. Nú er meðalhey-
skapur á meðaljörð í hreppnum
566+294=860 og hefir því aukist
um 370 hesta eða líkt og meðal-
heyskapur á meðaljörðum í ýms-
um hreppum landsins, eins og sést
af þvi, sem sagt hefir verið hér áð-
ur. Nú er sett á þennan meðalhey-
skap meðalbúið í Rýpurhreppnum
en það er 9.0 nautgr., 133 kindur
og 15,9 hross og hefir þá ásetning
urinn stórbatnað, og þolir harðan
vetur. Allar jarðir í hreppnum
hafa yfir 5 ha. tún, og einungis 3
undir 10 ha. tún. Hreppurinn á af-
rétt með Staðarhrepp og þarf því
að reka fénað sinn yfir Héraðs-
vötn. Varð allt að ferja áður en
vötnin voru brúuð en síðan hefir
viðhorfið breytzt mjög. Oft fórust
kindur áður í Vötnunum á stroki
heim, en nú rata þær á brúna, svo
ekkert verður að. Engjajarðir eru
nokkrar góðar í hreppnum, sumar
þó blautar og allflestar liggja þær
alllangt frá bæjum, og er erfitt
sums staðar að koma við bílum við
heimflutninginn.
Viðvíkurhreppur.
Byggðar jarðir hafa fjölgað um
2. Meðaltúnið var 4,8 ha. en er nú
12,8 eða 2,7 falt. Meðalheyskapur
var 152 +256=408 hestar. Á hann
var settur þessi fénaður, nautgr.
5,0, sauðfé 122 og 22.8 hross, og
hefir þá hrossunum ekkert fóður
verið ætlað. Nú er meðalheyskap-
ur 514+97=611 hestar og á því
heyi er nú 7.5 nautgr., 121 kind og
15 hross og er því miklum mun
betur sett á en áður var. Níu jarð-
ir í hreppnum hafa minna en 10
ha. tún en hinar allar stærra. Upp-
rekstur er sameiginlegur með
Hólahrepp og er afréttur þröngur
dalbotn með þverdölum. Það mun
fyrsti afrétturinn þar sem girt var
þvert yfir dalinn milli byggðar og
afréttar til að verja afréttarfénaði
að renna til byggða og var það ör-
uggt með tryppin, en féð komst
eðliiega yfir fjöllin og fyrir girð-
ingarendana í hlíðunum, svo það
gat komið heim aftur eftir vild
sinni. Stærst tún er í Viðvík, 22.7
ha. og 1200 hesta heyskapur í allt.
Þar eru 16 nautgr., 208 fjár og 15
hross. Stærst fjárbú er að Ásgarði.
Þar er túnið 21,8 ha., heyskapur
800 hestar taða og búið _8 nautgr.,
280 fjár og 34 hross. Útgræðslu-
möguleiki túnanna og þar með
aukning heyskaparins er mikill og
sem maður segir, óþrjótandi á öll-
um jörðum hreppsins. Á nokkrum
eru góðar engjar við og á hólmum
1 Héraðsvötnum, en langt er á þær
og er hætt að slá verulega í þeim.
Hins vegar er enn slegið nokkurt
úthey 30—80 hestar á svo til öll-
um jörðum, og er það gagnstætt
því, sem algengast er, þegar ekki
er að ræða um sléttur og grasgefn-
ar flæðiengjar, heldur mýra- og
móaslægjur, sem engúm manni
dytti í hug að ljábera, t. d. í Ár-
nessýslu eða Borgarfjarðarsýslu.
Beitiland heima um sig er mikið
en á sumum jarðanna nær tómar
mýrar, sem þarf að þurrka, áður
en góðir kúahagar 'fást. Bændur
\erzluðu sumir á Sauðárkróki en
aðrir í Hofsós, en verzla nú, síðan
brýrnar komu á Héraðsvötnin og
\egur í gegnum sveitina, aðallega
á Sauðárkróki. senda mjóik sína
þangað í mjólkurbú, sem Starfrækt
er þar. Æðarvarp er á 5 jörðum
sveitarinnar.
Hólahreppur.
Byggðar jarðir í hreppnum hef-
ir fjölgað um 3 og eru nú 26. Með-
altúnið var 5,1 ha. en er nú 11,8
og hefir því 2.3 faldast. Meðaihey-
skapur á jörð var 158+228=386.
Á meðal jörðinni voru 5,1 nautgr.,
99 kindur og 15,5 hross og hefir þá
verið ætlast til mikils heysparnað-
ar með beit og ekkert hey ætlað
hrossum.
Nú er meðalheyskapur á jörð
585+62=647 hestar. Búféð, sem
fóðra á, á þessum heyjum, er 8,1
nautgr., 145 kindur og 10,4 hross
og ásetningur því miklu betri en
hann var. Úr hreppnum er send
mjólk til Sauðárkróks frá mörgum
bæjum, en allir eru þeir ekki enn
í akvegasambandi og má hið sama
segja um suma bæi Viðvíkursveit-
ar. Verzlað er mest á Sauðárkróki
en þó líka á Hofsós. Langstærst
bú er á Hólum. Túnið þar er 74,7
ha. og gefur af sér 4890 hesta. Þar
eru 64 nautgr., 593 kindur og 76
hross. Þetta bú stækkar meðalbúið
í hreppnum verulega. Fimm jarð-
ir hafa enn minni tún en 5 ha. og
| 9 stærri en 10 ha. Skilyrði til tún-
ræktar eru líkt og gerist á öðrum
stöðum, sums staðar ágæt, en á
öðrum stöðum sæmileg og hvergi
mjög slæm. Afréttarlönd eru ekki
víðlend, en sæmileg þó og má
þeirra vegna stækka fjárhúsin eft-
ir því sem fóðuröflun vex, með
stækkandi túnum, sérstaklega ef
hrossunum fækkaði nokkuð.
Hofshreppur.
Byggðum jörðum hefir fækkað
um 10. í öllum þeim hreppum
Skagafjarðarsýslu, sem nefndir
hafa verið, er yfirleitt snjólétt að
vetrinum og venjulega hagar fyrir
hross, sem að mestu eru látin
ganga úti og passa sig sjálf. Með
Hofshreppi breytist þetta, þar eru
mikið meiri snjóalög og þó mun
meiri í þeim hreppunum, sem eft-
ir er að ræða um, sérsiaklega þó
Haganes- og Holtshrepp, en þar
má yfirleitt reikna með innistöðu
allra skepna vetrarlangt, enda
ætla hyggnir bændur þar kindinni
3 hesta yfir veturinn. Meðaljörðin
í Holshreppi var með 3,8 ha. tún,
en er nú með 9,2 og hefir því 2,4
faldast. Heyskapurinn á meðaljörð
inni var 119+130=249 hestar. Á
því voru 3,7 nautgr., 60 fjár og 7,5
hross. Nú er meðalheyskapurinn
398+103= 502 hestar og hefir því
sem næst tvöfaldast. Meðalbúið er
nú 6,4 nautgr., 89 kindur og 5
hross og hefir því heyskapurinn
aukist hraðara en stækkun búanna
og ásetningur á heyin batnað.
Fimm jarðir hafa minna en 5 lia.
tún en 14 stærra en 10 ha. Á einni
byggðri jörð hefir túnið staðið í
stað síðan 1920. Hreppurinn skipt-
ist í 2 upprekstrarsvæði, sem hvort
hefir sína afrétt. Eru það botnar
Deildar- og Unadals. Víðlendir
eru þeir ékki, en sæmilega grös-
ugir og þar sem fjalllendi þessutan
er töluvert í sveitinni, en nokkrir
möguleikar til stækkunar fjárbú-
anna með vaxandi heyöflun, en
meira eru þeir takmarkaðir en í
öllum hinum hreppum sýsl-
unnar nema Akrahreppi.
Mjólk er send úr hreppnum í
mjólkurbúið á Sauðárkróki en ekki
er það úr öllum hreppnum og
valda bæði kúafæð og samgöngur.
í Hofsós selja einstakir bæjir, að-
allega þó einn, mjólk. Bændur
verzla allir í Hofsós. Stærst bú er
í Bæ, þótt fé sé fleira á nokkrum
öðrum bæjum. Túnið þar er 23,5
ha.. og gefur af sér 1200 hesta. í
Bæ eru 18 nautgr., 107 kindur og
6 hross. Góð engjalönd eru engin
í hreppnum og engjaheyskapur óð-
um að hverfa. Áður fyrr stunduðu
ýmsir bændur sjósókn samhliða
búskapnum, en nú er það alveg
horfið.
I
Fellshreppur.
Byggðar jarðir voru 21 en eru
nú aðeins 15. Meðalheyskapur á
jörð var 94+134=228 en er nú 1
324 + 36= 360 og hefir því aukist
um 132 hesta þrátt fyrir það, þótt
fólkinu, sem býr í hreppnum, hafi
fækkað úr 170 í 87 eða nálægt
helming. Afköst pr. mann hafa
því stóraukist. Meðalbúið var 3,9
nautgr., 50 kindur og 5,5 hross og
hefir þá heyið ekki mátt vera
minna. Nú er meðalbúið orðið 5
nautgr., 96 kindur og 4,8 hross og
' er því tiltölulega meira hey nú en
var áður, miðað við bústærðina.
Tvær jarðir, sem taldar eru í
byggð, hafa undir 5 ha. tún en 6
yfir 10 ha. Mjólkursala er engin.
1957 er mjólk seld úr hreppnum.
|Verzlað er á Hofsós. Nokkurt út-
ræði er enn á einstaka jörðum.
Túnin á Glæsibæ og Tjörnum hafa
þrefaldast en stærst tún var á
Felli og enn er það stærst, 13,3
ha. (var 9,1) og þar er stærst bú
3 nautgr., 192 kindur og 8 hross,
en töðufallið er 550 hestar. Tún-
' ræktarskilyrði eru ágæt og afrétt
; og fjalllendi fyrir sauðfé er gott
; og vaxtarmöguleikar fyrir stækk-
1 andi sauðfjárbú miklir ef og þegar
| túnin stækka og heymagnið vex.
ar Skeiðfoss var virkjaður og er
erfitt á sumum jarðanna, sem þar
eru nú byggðar, að stækka túnin.
Landgæði eru mikil bæði fyrir
fé og hross, en snjóþyngsli að vetr
inum enn meiri en í Haganes-
hreppi. Dæmi til þess að 60 hesta
hey, sett saman að sumri, hefir
ekki fundizt að vetri, þótt eigandi
þess væri mjög þurfandi fj'rir það.
Um vorið sást að grafið hafði ver-
ið niður skammt frá því sem það
var. Talið er, að yfir 20 tröppur
hafi verið grafið niður til að kom-
ast í bæjardyr í miklum snjóavetr-
um.
_ Bændur verzla á Siglufirði og
Ólafsfirði. Fimm gamlar byggð-
ar jarðir hafa minna en 5 ha. tún,
en auk þess 3 nýbýli, sem eru í
byggingu. Sex jarðir hafa yfir 10
ha. tún. Á tveim jörðum hefir tún
ekki stækkað síðan 1932. Stærst
tún var á Hraunum 17,1 ha. 1932,
cg enn er það stærst, enda þótt tún
á öðrum jörðum hafi stækkað hlut-
fallslega meira. Þar eru nú 7 naut
gripir, 367 kindur og 8 hross Á
Hraunum er mikið æðarvarp, reki
og silungsveiði.
d. verið mest í Fljótum og diik-
þungi lamba í Fljótum, sem felld-
ir hafa verið á sumarmarkaði á
Siglufirði, hafa oft verið hærri en
t. d. dilka úr Akrahreppi í slátur-
tíð að hausti, og þar er þó meiri-
hlutinn einlembingar og fleira
kemur til, sem gerir muninn á af-
komunni ekki eins mikinn og töl-
urnar gætu bent til um, en það
skal nú ekki talið upp hér frek-
ara.
Sumarið 1956 stækkuðu meðal-
tún hreppanna í Skagafirði sem
hér segir:
Haganeshreppur.
Byggðum jörðum hefir fækkað
um 9 úr 35 árið 1920 í 26 nú. Með-
altúnið var 3,8 ha. á byggðu jörð-
unum, er nú 7,1. Nýræktin hefir
þó ekki verið sem mismunur tún-
stærðanna bendir til, því það eru
jarðirnar með minnstu túnin, sem
komnar eru í eyði. Heyskapu.rinn
var 77+99=146 hestar 1920, þá
var meðalbúið 3,5 nautgr., 36 kmd
ur og 4,1 hross, sem oft var kom-
' ið í göngu inn í Skagafjörð. Nú
er heyskapurinn 207 töðuhestar,
en úthey ekki slegið. Meðalbúið
nú er 3,2 kýr, 82 kindur og 2,7
hross og er víst að fullsett var og
er á heyin, séu þau ekki vantalin,
1 því tæplega er hægt að framfleyta
fénaðinum á þeim. Tíu jarðir hafa
minni en 5 ha. tún, en 4 stærri en
10 ha. Öll tún byggðu jarðnnna
hafa stækkað nokkuð, en nýlega
eru farnar í eyði jarðir, sem tún-
! in höfðu ekkert stækkað á síðan
j 1920. Stærst tún er á Yzta-Mói, 14,
: 5 ha., og fást af því 500 hestar.
; Þar er stærsta búið 3 nautgr., 207
. kindur og 6 hross. Snjóþungt er
1 mjög, en oft fer jörð algræn undir
: snjó og kemur aftur algræn að vor-
inu og séð hefi ég þar skafl að
vori í algrænu sprettandi túni, al-
veg að skaflinum, sem túnið var
að koma undan marþýtt og hvann-
grænt frá haustinu áður. Af góðum
engjum er ekkert, enda hætt að
slá þau. Atvinna hefir nokkur ver
ið sótt til Siglufjarðar, með því
fást tekjur til viðbótar litlum bús-
afurðum, en ekki hefir sú atvinna
hjálpað til við stækkun túnanna.
Land er sérlega gott bæði fyrir
nautpening og sauðfé og ræktunar
skilyrði góð. Verzlað er á Haga-
nesvík og Siglufirði. Mjólkurmark
aður er enginn. Æðarvarp er á
nokkrum jörðum og silungsveiði.
Holtshreppur.
Byggðu jarðirnar voru 39 og eru
nú 34 en 5 hafa eyðst. Meðalhey-
skapur var 108+180 =288 hestar.
Á þeim var haft 4,1 nautgr., 47
kindur og 4,6 hross, sem þó oft
var komið inn í Skagafjörð tilj
gcngu. Nú er meðalheyskapurinn1
214+136=350 hestar. Meðaltúr.ið
er 7,5 ha. og taðan 214 hestar. Bú- j
féð, sem haft er í þessum 350
hestum er nú 3,1 nautgr., 78 kind-j
ur og 2,8 hross. í Holtshrepp eru j
víða góðar, sléttar engjar. Tún-1
ræktarskilyrði eru góð nema í
Stíflu. Þar voru úrvalsengjar,
sem lagðar voru undir vatn, þeg-
Austur-Fljót.
Holtshreppur er einn með allra
grösugustu og sumarfallegustu
sveitum, sem maður kemur í. Sér-
staklega var Stíflan sérstæður
hluti af Austur-Fljótum. Hún er
fremsti hluti dals, lokaður af há-
um hólum, nema þar sem á renn-
ur gegnum þá í þröngu gili. í Stífl-
unni var stöðuvatn, en umhverfis
það sléttar, grösugar starengjar
og ofan við þær, undir hlíðum
grænna fjalla, stóðu svo bæirnir
beggja vegna. Við Skeiðfossvirkj-
un var yfirborð vatnsins hækkað,
svo allar engjarnar og hluti tún-
anna á sumum jörðunum fór í kaf
og sumar jarðirnar urðu óbyggi-
legar og allur svipur hjá sjón sarn-
anborið við það, sem áður var.
Af því sem sagt hefir verið um
hreppana í Skagafirðinum, má
fljótt sjá mikinn mun á hreppn-
um. Heyskapurinn á meðaljörð-
inni var alls og eftir rnann búsett-
an í hreppnum, sem hér segir:
(Fyrri talan táknar heyhesta-
fjöldann á meðalbýli, en seinni
talan táknar heyhesta pr. mann,
búsettan í lireppnum):
Rýpurhrepp 860 142
Lýtingsstaðahr. 509 139
Staðarhreppi 775 131
Akrahreppi 741 109
Seyluhreppur 654 108
Viðvíkurhr. 611 107
Hólahreppur 647 100
Skefilsstaðahr. 307 91
Hofshreppur 501 87
Skarðshr. 487 86
Fellshreppur 347 60
Holtshreppur 350 55
Haganeshreppur 207 31
Ég hefi áður bent á, að þessi
samanburður er eða þarf ekki að
vera réttur. Það er eftir því, hvort
sama hlutfall sé milli íbúatölu
hreppanna og gamalmenna og
barna. Væri það alls staðar það
sama, þá sýndi samanburðurinn
misjöfn afköst eða eftirtekja eftir
þá, sem að heyskapnum vinna.
Auk þess sem hlutfallið milli vinn-
andi fólksins og þess óvinnandi,
getur verið misjafnt, en fólk í sum
um hreppum sem vinnandi er, en
kemur heyskapnum ekkert við,
eins og t. d. Seyluhreppi. Saman-
burðurinn er þá nánast gerður
sem bending fyrir kunnuga menn
að hugsa um og athuga, og ef til
vill hjálpa til að gera eftirtekju
mannanna er í hreppnum búa,
jafnari.
Til að menn haldi þennan mun
ekki meiri en hann er, vil ég
benda á að skepnur, t. d. sauðfé,
er misvænt. Af tvílembum hefir t.
Skefilstaðahreppur 0,8 ha.
Skarðshreppur 1,3 —
Staðarhr. 0,5 —
Seyluhr. 0,5 —
Lýtingsstaðahr. 0,5 —
Akrahr. 0,7 —
Rýpurhr. 0,5 —
Viðvíkurlir. 0,4 —
Hólahr. 0,3 —
Hofshr. 0,7 —
Fellshr. 0,3 —
Haganeshr. 0,3 —
Holtshr. 0,5 —
Rætt við Einar Ölafss.
(Framhald af 7. síðu).
hver fjandinn að ásækja mann og
það byrjaði fyrir mörgum árum,
þegar ég var á skútu, Reaper hét
hún og þegar þetta gerðist fisk-
uðum við vestur undir Jökli. Skip-
stjórinn hét Sigurður, en ég var
stýrimaður. Vprum þarna í mikl-
um fiskí rétt fyrir páskana þeg-
ar liann brast á með ofsalegt norð-
, anveður.
| Sigurður skipstjóri hafði veikzt
rétt áður og ég vakti og var uppi
frá því veðrið skall á þar til ,á
, laugardaginn fvrir páska að ég
! kom niður í káetu og lagði mig
!á bekkinn. Sigurður skipstjóri fór
I þá upp í kappann og sagði fyrir
j um stefnuna þó veikur væri. Á
páskadag slotaði veðrinu og við
fylltum skipið af fiski á nokkr-
um dögum. Ekki fann ég til veik-
inda þá fyrst á eftir, en ári seinna
þegar ég var kominn á togara
fór mér að verða illt af næstum
öllum mat. Fór til læknis á Dýra-
firði þá um sumarið. Hann skoð-
aði mig og sagði þennan lasleika
stafa af of mikium vökum og vos-
búð. Lét mig hafa eitthvað á
flösku. Mér skánaði af því um
tíma, en þessi fjandi hefir loðað
við mig fram á síðustu ár.
„Nú langar mig ekki
lengur út á sió"
Eftir að ég fór að vinna í landi,
langaði mig alltaf annað slagið
út á sjó. Fékk mér þá lítinn bát
og vél. Réri hérna út á fjörðinn
og stundaði grásleppuveiði um
tima. í sumar hcfir mig ekkert
langað til þess að fara út á fjörð,
enda stóð báturinn á þurru í allt
suniar.
— Jú, sjómenn eru sumir af-
komenda minna eins og þú segir.
Sigurjón fór sína fyrstu sjóferð
á Morgunstjörnunni og stundaði
sjó síðan, lengst sem skipstjóri,
unz hann tók við stjórn Dvalar-
heimilisins Hrafnistu nú fyrir
nokkru síðan. Synir hans tveir eru
sjómenn. Vigfús stýrimaður á Ak-
urey og Einar skipstjóri á Jörundi.
Og Kristján dóttursonur minn, sem
ólst upp hjá okkur hér í Gesthús
um er nú skipstjóri á Akurey.
Mér þykir gaman að því að þeir
skildu leggja sjóinn fyrir sig og
hvernig færum við að hér á landi,
ef enginn íengist til að fara á
sjó.
En eftir að vera viðriðinn sjó-
mennsku í sjötíu ár, langar mig
ekkert út á sjó, nei, það getur
þú verið viss um.
Sv. S.
lymiiiiimiiiiiiiimmiimiiiiiiiiiiiiimmmmmiiimiiiiiiiiiiiimiimiiimmmiimimuimitiimiimiiimuiiiine
| BÆNDUR |
| Ný Bukh dísil ljósavélasamstæða til sölu nú þegar. i
1 Vélin er sérlega hentug sem rafstöð fyrir bænda- 1
§ býli. 3,75 kw rafall. |
| Nánari upplýsingar gefur |
| MAGNÚS Ó. ÓLAFSSON |
| Hafnarhvoli,
| Sími 10773. |
miiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmmiiiiiiiiiiiiiiimiimmiimiimmiiiiimmmiimiimiiiiimmiiiimmmiiii