Tíminn - 04.12.1957, Síða 7

Tíminn - 04.12.1957, Síða 7
ÍÍ IVITNN, miðvikudaginn 4. desember 1957, 7 , ,Mennt er máttur ’ ’ sem þjóðin verður að tileinka sér Fraeðslulögin frá 1907 spruttu úr frjóum jarðvegi. Sem kunn- ugt er var hér jafnan nokkur alþýðafræðsla, þótt á væru að sjálfsögðu miklir bláþræðir. En sú fræð'sla jókst að mun er nær dró síðast liðnum alda- rnótum, enda hafði löggjöf um eft- irlit með slíikri fræðslu þá nýlega verið sett. Og yfirleitt mun niega segja, að cftir þjóðhátíðarárið 1874, sem ýtti hér við mörgu, hafi meiri rækt verið lögð við fræðslu uppvaxandi kynslóðar en áður. Er að aldamótunum leið, voru hér teknir til starfa allmargir barnaácólar í þéttbýlinu, sem þá var. Og í sveitum mun víðast hafa farið fram einhver kennsla, þó í misjö'fmi'm etíl væri. Oftast munu hin stærri 'heimili hafa tekið kenn- ara heim til sín, og nutu þá ýmsir góðs af. Þannig var það a. m. k. þar sern óg þekkti til. Þar reyndu allir, sem mögulega gátu, að veita börnum sínum nokkra fræðslu fyr- ir ferminguna. Og fermd urðu þau ekki nema sæmilega læs og skrif- andi, og auk þess áttu þau svo að geta rerknað ofurlitið og að sjálf- sögðu kunna Kverið. Mikið lærf á skömmum tíma Það var raunar furðulegt, hve mikið börnin gátu lært á örfáum vikum. En þá hungraði menn og þyrsti í fræðslu, og lögðu ótrúlega mikið ó sig til þess að fræðast. Fróðleiksþráin brann í fólkinu. Og á fyrstu árum aldarinnar varð | margt til þess að opna hugina. Mér finnst stundum eins og hinn fyrsti áratugur aldarinnar hafi verið eins og heillandi vormorgunn. Þá væntu menn sér mikils og þá litu menn björtum augum til framtíðarinnar. í Þá var dósamlegt að lifa og vera ! ungur. Hinn langþráði draumur1 Þetta vom hvatningarorS íorustamanna, er imdir- hjuggu jarSveginn íyrir setningu íræðslulaganna Snorri Sigfússon, fyrrv. námsstjóri, rælir setningu fræSsluíaganna og 50 sögu barnafræc) lunnar í iandinu ara JÓN ÞÓRARINSSON — hinn fyrsti fræöslumálastjóri - um aukna sjálfstjórn var að rætast. Islenzkur ráðherra varð búsettur í landinu. Þetta var stórviðburður, scm hitaði þjóðinni um hjartaræt- ur. Og svo kom síminn í kjölfarið, annar stórviðburðurinn frá, sem orkaði þannig á fjöida manna, að þeim fannst eitthvað dularfullt og undursamlegt, nærri lýgilegt við slíkt tól og tæki, enda mundi varla á færi annarra en lærðra manna að fást við það og hafa þess not. Og margt og margt var i uppsigl- Dr. Broddi Jó- hanitesson, ritsf j. (( •— Hver tímamót liafa fræðslu lögin 1907 markað í menningar- lífi íslendinga? — Á þessa leið mun ritstjóri Tímans hafa spurt mig, í dag, og er það sannast sagna, að ég í ekki auðvelt með að gera sjálfum mér ljósa grein fyrir því, hvað þá öðrum. Nokkur atriði blasa þó við við augum. ' a) FræSiiulögin 1907, með þeirri þróun, er þau hafa tekið og hiutu að taka, eru að líkind- um mikilvægasta verndin, sem löggjáfinn hefir sett hverju ís- lenzku barni, svo að það-geti neytt og notið hæfileika sinna. b) JEræ(þJ|U;sk'yldan jafngiidir tíðast skólaskyldu í framkvæmd, og hún felur í sér eina -frekleg- ustu íhlutun íslenzkrar löggjafar um frelsi og sjálfstæði barna og heimila, og verður mér helzt að jafna henni til tíundarlaganna á sínum tíma. Er þó ólíku saman að jafna, íhlutun um veraldlagar eignir og íhlutun á fræðs'lu. Einn ig samjöfnuðurinn hæpinn að því leyti, að tíundarlögin krefjast þess, að allur þorri þegnanna láti nokkuð af hendi rakna, en fræðslu skylda mælir svo fyrir, að hverju barni skuli miðlað einhverju. — Þrátt fyrir það getur fræðslu- skylda orðið óbilgjarnari en nokk ur skattheimta, ef borgararnir og þá einnig stjórnarvöldin gerast of tómlát um skólamálin. Við nálg umst það stig óðfluga. c) Það öryggi, sem fræðslulög- in veita, hefir ekki aðeins skapað tómiæti margra foreldra um and- lega ■afkomu barna sinna, heldur sinnig tómlæti um samkeppni ein ítaklinga við ríkisrekstur á skól- um. d) Mcð fræðslulöggjöfinni er ■nilli tíu og tuttugu hundraðshJut um af útgjöldum ríkissjóðs varið til skólamála. c) Nálægt 25.000 ungmenni sitja nú á skólabekk beinlínis sakir fræðsluskyldunnar, en tæp 10 þús. ungmenni önnur eru í framhaldsskólum, en þeir eru flestir að meira eða minna leyti háðir fræðslulögunum frá 1907. Alls er naumur fimmti hluti allrar þjóðarinnar nemendur í skóltun, og að auki fastir kennarar 1150— 1200. f) í skólum skyldunámsins hef- ir rúmlega 0,4% þjóðarinnar ver- ið falið uppeldis og verkstjórn um það bil 25000 einstaklinga. Þessar fáu, en reyndir, sannfæra um það, hversu fræð.-lulögin háía haft á öll upp- eldis- og menntamal í landinu. En menn munu ekki geta gert sér það Ijóst með neinum hætti, hvers virði þau eru, þó einna helzt, ef þeir setja sér fyrir sjónir, að fræðslulög eru engin og hefðu engin verið. Þá myndi geigvænlegá stór hópur vaxandi barna vera ólæs og óskrifandi með þeirri ó- menningu, er slíku fylgir. Við staðfestum það á sínum tíma með setningu fræðslulaganna, að við erum mcnningarþjóð, en menn- ingu sína staðfestir enginn í eitt skipti fyrir öll, heldur í dagleg- um verkum. Blessun fræðslulag- anna er komin undir því, hversu búið er að skólunum og hvers er af þeim krafizt. 3. des. 1957 Broddi Jóhannesson. auðsæju stað- hvern maon geysileg áhrif Séra MAGNUS HELGASON - — fyrsti kennaraskólastjóri — ingu. Úndursamleg framtíð virtist blasa við, og vaxandi sjálfsforræði þjóðarinnar e. t. v. á næstu grös- um. En ekki þýddi að fá neinum fáráðlingum það í hendur. Þess vegna varð að sjá fyrir því, að þjóðin yðri mennt og mönnuð. Treysta yrði grundvöll almennrar þekkingar, svo að forsvaranlegt mætti teljast að krafizt yrði fulls frelsis þjóðinni til handa. Því að sú tíð v.æri máske ekki svo langt undan, að öðrum en sjálfum okk- ur yrði ekki hægt að kenna um eig- in ófarir. Sjálfir yrðum við að bera þá ábyrgð. Þess vegna þyrfti að manna þjóðina. Það þyrfti að skapa henni allri möguleika á al- mennri fræðslu, en til þess þyrfti nýja löggjöf með fræðsluskyldu og skólahaldi. Þannig hugsuðu margir og ræddu þessi mál hin fyrstu aldar- ár, hinir framgjörnu og hyggnu meðal hinna eldri, en þó einkum hinir yngri menn. Minnist ég margs í því sambandi frá þeirri tíð, sem vitnar á sinn hátt um mat þeirra tíma á réttindum og skyldum þjóðar, og þær miklu vonir, sem við vaxandi fræðslu al- mennings voru bundnar. „Mennt er máttur" Og vissulega munu forgöngu- menn iiinna fyrstu fræðslulaga hafa haft það framsækna og menn- ingarlega markmið fjTÍr augum við setningu þeirra, ekki sízt Guðm. Finnbogason, sem segja má að væri aðalhöfundur þeirra og mikill hvatamaður, þótt ekki væri hann þingmaður. Minn- ist ég ræðu hans um þessi efni, norður í Eyjafirði á þeim árurn, þar sem hann lagði áherzlu á nauðsyn og megin þýð- ingu almennrar fræðslu. Mennt er máttur, sagði hann, og þann mátt verður þjóðin að tileinka sér. Trú á fræðslu og skóla var yfir- leitt sterk með þjóðinni. Og af ; skólum væntu menn sér mikils. Því ivakti setning laganna vonir um ;batnandi menn og vaskari þjóð. jEinkum fögnuðu þeim hinir yngri ! menn, sem þá gengu fram til Istarfa. Fræöslulögin mörkuðu því verulegt spor og brýndu til sókn- ar. Þau voru fóstur vaknandi þjóð- ar, og urfSu jafnframt til þess að skapa vakningaöldu. Því voru þau mikill fengur á þeirri tíð. ! Höfuðatriði lýðmenntunar | Segja má með sanni, að hin ifyrstu fræðslulög svöruðu vel til jsíns tíma. Þar var farið gætilega : í sakirnar, sem og rétt var. Þeim |var fyrst og fremst ætlað að j tryggja það höfuðatriði allrar lýð- Imenntunar, aö hver og einn þegn, j sem gæti, yrði læs og skrifandi. | Það áttu raunar heimilin að sjá | um, með eftirliti préstanna. En nú greip löggjöfin fastai i tauminn, ÁSGEIR ÁSGEIRSSON, forsiU — fræðslumálastjóri eftir Jjn Þórarinsson. — gerði meiri kröfur en fól þó enn heimilumim lestrarkennsluna. Var það skynsamlegt og raunar sjálf- sagt eins og þá stóðu sakir. Heim- ilin voru þá enn fjölmenn og fast- mótaðar stofnanir, sem gátu sinnt slíku verkefni, þótt misjafnt væri að sjálfsögðu. En það vitum við, sem þá hófum kennslustarf, að víða leystu heimilin þetta verk af hendi með hinni mestu prýði. Að vísu reis mikil deila um það á Alþingi, sem nærri hafði stöðvað málið, hvort lögleiða bæri almenna skólaskyldu um land alít þegar í stað. Töldu margir það alls ekki tímabært né framkvæmanlegt, eins og sakir stóðu. En sætzt var að lokum á það, að fræðsluskylda að- eins skyldi jafnframt lögleyfð, en vorprófin sannreyna hvort nægði. Varð þessi málamiðlun án efa hið mesta happaspor. Börnin fljótí læs Þar sem eg hóí starf á öðru ári fræðslulaganna, komu því nær öll 10 ára börn í skólann vel læs. Og tveinmr árum síðar prófaði ég börn i því nær heilli sýslu, og þótti lestrarleikni þeii-ra í góðu lagi, yf- irleitt. Furðar mig nú á þeim kröf- um, sem ég geröi til barnanna og hve vcl þau stóðu sig. Flest þeirra kunnu mikið af ljóðum, spakmæl- um og gátum og sögðu vel frá þvl sem þau vissu. Og ekki var komiðj að tómum kofanum hjá sumum þeirra, ef íslendingasögurnar bar á góma. Auðfundið var, að þarna voru heimilin mcð og að verki. En skólinn hafði líka örvað námfýsi þeirra og kennt þeirn margt. Og í lesgreinum og reikningi kunnu þau meira en líklegt mátti þykja, eftir svo skamma skólagöngu, víð- ast hvar. Náttúrlega var húsakostur skóla- haldsins víða fremur bágborinn. En þó var því til tjaldað, sem skárst var. Sums staðar í strjálbýl- inu voru byggð smáhýsi, sem þá voru kölluð skólaskýli. Sá ég þessa einna víðast vott á Vestfjörðum. Og nokkur fremd þótti þá að því að geta ,tekið skóla á heimilið. Honum fylgdi líf og fjör og and- blær þeirrar fræðslu og menning- ar, sem fólkið þráði. I Frumstæð skilyrði Ég minnist fátæklegra kennslu- stofa, mitt fyrsta ár, lélegrar lýs- ingar og fátæklegrar upphitunar. En allt hverfur þetta í skuggann, þegar ég hugsa til þess blossandi áhuga, sem börnin höfðu á nám- inu og þeirri námsgleði, sem geisl- aði af þeim, þótt mörg þeirra yrðu að ganga langa vegu og erfiða í skólann. Og mhunsstæður er mér lika áhugi foreldranna á skólastarf I inu, heimsóknum þeirra í skólann) og hvernig þeir, og fólkið í heim- ilunum yfirleitt, fylgdist með skóla satrfinu og námi barnanna og lét sér annt um það. Því hefir þessi fyrsti vetur minn í Hrísey og á Árskógsströnd orðið mér minnisstæður. Hann og fleirí þeirra á liinum fyrstu áratugum hafa oft minnt mig á það, hvað muni mi'kiisverðast í öllu skóla- starfi. En þótt viðurkennt sé, svo sem rétt er og skylt, hversu vel heimil- in ræktu yfirleitt þá skyldu sína að gera börn sín læs, eða svo hygg ég það hafi almennt verið, þá ber hitt að viðurkenna, að bæði urðu einhverjir alltaf útundan, og svo var heimafræðslan að sjálfsögðu jafnan heldur fábrotin. Hið fjöl- þættara nám kom með hinu Iög- boðna skólahaldi. Og nú varð eng- inn alveg settur hjá. Að ýísu var hinn lögboðni námstími ærið mis- jafn, og svo er enn í dag; en átta vikna kennslu a. m. k. skyldi þó hvert barn njóta. Þess vegna fögn- uðu flestir tilkomu hinnar nýju löggjafar. Og það var lán,. að noklc- urt skólahald hafði fest víðast hvar rætur hér, áður en uppíausnarald- an mikla skall yfir lönd og lýði með hinni fyrri heimsstyrjöld. Braufryðjendur Þegar þessara tímamóta er minnzt, þyrfti margs að geta, sem hér verður eigi skráð. Tvennt ber þó af. Hið fyrra er, hin örugga forsjá Jóns Þórarinssonar. Hann átti, sem kunnugt er, að hafa um- sjón með framkvæmd hinn'a nýju fræðslulaga, og fórst það giftusam- lega. Ilann fór hægt í allar sakir, en seig fast á. Víða var við mikla örðugleika að etj'a, —- fátækt og skilningsskort, og löggjafarvaklið tregt í taumi. Þó miðaði áfram. Og ýtni Jóns Þórarinssonar var það fyrst og fremst að þakka, að skól- arnir eignuðust þegar á hinum fyrstu árum þessa tímabils, nokk- uð af nauðsynleguslu ken'nslutækj- um, sem þeir bjuggu lengi að. Og svo var það „Skólablaðið", sem Jón Þórarinsson hélt lengi úti með mikilli þrautseigju. Það gerði stórfellt gagn, að ég hygg, í öllu sínu lálleysi. Það glæddi áhuga og fræddi um margt þessi fyrstu ár, þegar svo margir, sem við kennslu fengust, liöfðu lítillar eða engrar kennaramenntunar notið. Og það annað, sem minnast ber (Framhald á 10. síðu). Snorri Sigfússon ; Tíminn sneri sér til Snorra Sigfússonar fyrrv. náms- stjóra nú fyrir skömmu og ba3 hann ræða hér um fræðslulögin á þessum tímamótum. En kalla má hann sérstaklega kjörinn til þess, því að hann mun eini maðurinn, sem hefir kennt í farskóla, stýrt þorps skóla og stórum kaupstað- arskóla og síðan haft náms- stjórn á hendi í öilum skóla- flokkum barnafræðslunnar á stóru svæði um fug ára. Snorri var auk þess formað- ur nefndar, er endurskoð- aði fræðslulögin er þau höfðu giít um aldarfjórð- ung.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.