Tíminn - 04.12.1957, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.12.1957, Blaðsíða 8
8 TÍMINN, miðvikudagiim 4. desember 195f* StórorS athugasemd írá Birtingsritstjóra Herra ritstjóri. Áðan var mér sýnd lítil grein, sem birtist í blaði yðar 30.11., und irrituð „Don“. Á Spáni er það orð liaft á undan nöfnum heiðarlegra manna og þýðir herra. í þessari grein eru útgefendur tímaritsins Birtings kallaðir af kurteislegri hugkvæmni ,,afturbatakommar“ og segir af furðulegu athæfi þeirra í sambandi við undirskriftasöfnun vegna áskorunar til þings og stjórn ar um að erlendur her verði lát- inn víkja héðan. Þeir gangi milli fikálda og rithöfunda með ferleg- um ógnunum til að þrúga ístöðu- litlum að undirrita skjalið og hafi hótað einhverjum skáldum og rit- höfundum er tregir væru að þeir verði „þagðir í hel“. Þar sem ég er einn af ritstjórum Birtings þykist ég ekki þverbrjóta háttvísi með því að krefjast að þessum dál'ki fylgi frekari greinar gerð eða blaðið biðji afsökunar á þeim mistökum að birta slíkar lyg ar án upplýsinga um höfund þeirra. Eins og aðrir rithöfundar hef ég átt kost á því að teikna nafn mitt undir áskorun til Alþingis og ríkisstjórnar að fylgt verði eftir samþykkt um brottvikningu hins erlenda hers, sem ég vissi ebki bet ur en Framsóknarflokkurinn hefði staðið að með öðrum stjórnarflokk um. Því furðulegra er að sjá fyrr- nefnda níðgrein í Tímanum, und- ir sérlegri vernd ritstjórnarinnar, þannig verður að líta á nafnlausar greinar. Næst þegar leyniskyttunni „Don“ svellur móður ætti hann að auka broddi yfir spánska herra titilinn miðj^n og fá sér i-skeyti í endann. Þannig fengist hæfilegt heiti því eðli sem birtist í svona ritmennsku. 1. des. 1957 Thor Vilhjálmsson. VV.W.VAVV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.W.VV.V.V.’.V.V.V.V í í Ollum þeim, sem heiðruðu mig á 90 ára afmæli T; mínu 25. nóv. með heimsóknum, skeytum og gjöfum, í þakka ég hjartanlega. £ .* , ■í Olafur H. Jónsson •• VAV.V, !■■■■■ ,■■_■■! ÍV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V. ' m Höfundur hinna vinsælu bóka „TíSindalaust á vesturvíg- stöðvunum", „Sigurboginn" og „Vinirnir" hefir á ný skrifað mikla skáldsögu. Remarque er ekki lengur eins beizkur og fyrr. Hann lætur frásagnargleðina ráða, minnist kátbroslegra atburða fyrri daga, leiðir vini sína fram, bregður upp skyndimyndum og lætur fyndnina óspart fjúka. FALLANDI GENGI er stórkostleg skáldsaga — fyndin og fögur — gegnsýrð því lífsviðhorfi, sem bjargar manninum, þótt heimurinn hrynji, — ■ ástarsaga um manneskjurnar, sem lifa, þótt markið falli. „Þetta er skemmtilegasta og bezta bókin mín", segir höfundurinn um bókina. BOKAUTGAFAN SröðuT^ W.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.’.V.V ViStal vi<S frú Ermoshinu (Framhald af 4. síðu). vinir heimsækja hverjir aðra í frí stundunum og skemmta sér við hljómlist og samræður, konurnar ræða sín sameiginlegu vandamál meðan karlmennirnir spila skák o. s. frv. Einkum eftir stríðið, er heimilið miðstöð lífsins. Hjón fara saman í leikhús eða á aðrar skemmtanir, taka kannske stálpuð þörn með, hafi þau staðið sig vel í skólum eða á annan hátt unnið til viðurkenningar, annars er það svo þar sem annars staðar að hver aldursflokkur vill helzt halda hóp- inn. En foreldrar leggja mikla á- herzlu á að börnin geti rætt við þau vandamál sín, enda mun það ætíð reynast farsælast. Þó að heim ilisagi sé mikill, byggist hann ekki á harðýðgi, heldur virðingu og vin semd. Foreldrar og skólar hafa æ- tíð náið samstarf og ræða allt, sem börnunum má verða til heilla. Hverjir eru helztu tyllidagar ykkar? Við notum flest tækifæri til að gera okkur dagamun. Það er hald- ið upp á afmæli, nýjársdag, þjóð- hátíðardaginn, að ógleymdum 8. marz, sem er kvennadagurinn. Dagnan næstu á undan eru allar búðir fullar af karlmönnum, sem eru að kaupa gjafir handa konun- um. Skólabörn gefa kennslukonum sínum gjafir, næðurnar eiga frí og eiginmennirnir reyna að elda mat- inn. Já, rússnesku konurnar elska vinnuna, en njóta líka þess að skemmta sér. Þær eru lífsglaðar, elska allt, sem fagurt er, bæði fal- leg föt og annað. Eru hjónaskilnaðir tíðir? Nei, og menn, sem yfirgefa fjöl skyldu sína fá allra fyrirlitningu. Þeir eru skyldir til að gefa með börnum sínum til 18 ára aldurs. Og þó að börn séu af eðlilegum ástæðum að jafnaði nátengdari móður sinni, er það venjan, að bæði foreldranna annast þau sam- eiginlega. Frá Krímskaga til íslands. Viljið þér nú ekki segja mér eitt hvað af yðar eigin högum? Hvar eruð þér fædd? Suður á Krímskaga. Foreldrar mínir voru bæði læknar og dó fað ir minn í fyrra, en móðir mín býr nú í Moskvu. Er hún nýega hætt læknisstörfum. Fyrir mig er það ómetanlegur styrkur, að vita, að börn mín tvö, sem þar eru við nám, njóta ráða hennar og ástúð- ar. Eg lauk háskólaprófi í dýra- fræði eftir fimm ára nám, í sama háskóla og Lenin hlaut í menntun sína. Sá skóli er í Kazan. Þar kynntist ég manninum mínum, er kenndi þar hagfræði og þar fædd ist sonur okkar, nokkru áður en ég lauk námi. Síðar fórum við til Moskvu og þar vann ég sem að- staðarmaður á rannsóknarstofu. Á styrjaldarárunum fluttum við aft- ur til Kazan og þar fæddist dóttir okkar árið 1941. Eg reyni ekki að lýsa þeim örðugleikum, sem við áttum þá við að stríða. Árið 1945 fórum við svo til Nýja-Sjálands og vorum þar starf andi í utanríkisþjónustunni til 1949, er við fórum til Svíþjóðar, en þaðan komum við til íslands. Þegar við fórum til Svíþjóðar voru bömin komin á skólaskyldualdur, svo við urðum að skilja þau eftir á heimavistarskólum í Moskva. Þar líkur dóttir okkar mennta- skólanámi í vor, en sonur okkar er við verkfræðinám. Hvernig kunnið þér við yður á íslandi? Eg hafði lesið um það margar bækur áður en ég kom, en þó finnst mér það fegurra en ég hafði búizt við. Hin stórfenglega nátt- úra, ekki sízt fossarnir, hafá haft afar mikil áhrif á mig. Eg elska hinar björtu sumarnætur og norð urljósin heilla mig. Þegar við komum hingað fyrst settist ég niður klukkan þrjú um nóttina til að skrifa börnunum og segja þeim, að þá væri bjart sem um hádag. Blómin og börnin. Þá kann ég því mjög vel, hve hér eru margar bókabúðir og mér þykir alltaf gaman að sjá hve maxgir unglingar sækja þær og blaða í bókum af áhuga — og hve mikiö þeir kaupa af bókum. Mesta prýði Reykjavíkur finnst mér vera blómin og börnin, þessi fallegu börn, sem alltaf minna á blóm. íslenzku konurnar finnst mér vera mjög myndarlegar hús- freyjur" og gestrisni þeirra kann ég vel að meta. Eg vildi óska að fleiri íslenzkar konur færu í heim sókn til Rússlands og fleiri rússn- eskar konur kæmu til íslands. Með persónulegum kynnum myndi þær brátt finna, hve margt er þeim sameiginlegt. Biiiijið blað yðar fyrir kærar kveðjur mínar og beztu óskir til allra íslenzkra kvenna, segir frú Ermoshina, er ég rís á fælur og þakka fyrir hinar elskulegu viðtök- ur. Sigríður Thorlacius. fæu!iiiiMiii![iiiiim!ii!ii)iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiiimuiiii!iiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiimimmiimw«Æ«ð Jörð ti! sölu 1 Jörðin Dalshús í ÖnundarfirSi er til sölu nú þegar. = Laus til ábúðar í næstu fardögum. § Upplýsingar gefur séra Jón Ólafsson, Holti. = = = = = = uiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiimiiimiiimmmmmiimimmiiiiimimi WWAV.W.V.V.V.V.V.W.VW.V.VAV.V.V.V.VAVA Brekkukotsannáll \ Sjálfkjörin jólabók 1957 Um Brekkukotsannál segir Kristján I; :■ Aibertsson nýlega í Morgunblaðinu: »; _■ Brekkukotsannáll er stórkost- leg saga. Laxness hefir ekkert skrifað af meiri list. En sögur úr mjög fámenn- um þjóðfélögum verða stund- um viðkvæmt mál, og erfitt um þær að tala. Ekki verður gerlegt að skrifa til neinnar hlitar um þessa sögu Laxness fyrr en seint og síðar meir, þegar farið verður að skyggn- ast dýpra inn í samband verka hans við virkileika íslenzks lífs á fyrrihluta þessarar aldar. Mestur hluti sögunnar er langskemmtilegasta gaman- saga, sem skrifuð hefir verið á íslenzku, en smám saman vex þungur undirstraumur meinlegra örlaga — og lokin eru sorgarsaga, ein hin mesta í okkar bókmenntum, eftir Grettlu. Og þessi sundurleita lífsmynd, með skopi sínu og hörmum, er órofin, samfelld heild, þar sem hvað styður annað til sterkra áhrifa. Eg kann fáar skáldsögur að nefna, þar sem maður kemst í önnur eins ósköp af hvers konar fínum húmor — skringi- leik í máli, spaugilegri frá- sögn, furðulegum mannlýsing- um. Ég las söguna í rúminu eftir að ég var háttaður, og nótt eftir nótt kom mér ekki dúr á auga fyrr en undir morgun. Ifvenær sem mér var að renna í brjóst rifjaðist upp eitthvað úr sögunni, og sótti að mér hlátur svo ég glað- vaknaði; og enginn leið að verða syfjaður aftur, ekki fyrsta kastið. Og aftan á bók- inni er stríðnisleg mynd af Laxness sjálfum, þar sem hann hlær að lesanda sínum fyrir að geta ekki sofnað. Þetta var sumsé alls ekki meiningin, segir skáldið, og veltist um í hlátri. Burtséð frá allri pólitík hef- ir Laxness alltaf verið ertinn, og á stundum býsna illskæld- inn, en eftir Gerplu er eins og honum þyki, í bili, nóg af svo góðu komið, og hann sé allur af vilja gerður til að taka upp. léttara gaman. Enda kom sú saga, þótt skrifuð væri af magnaðri snilld, óþyrmi- lega við tilíinningar íslend- inga, og þá víst ekki síður Norðmanna,sem gert hafa Ólaf helga að sínum verndardýr- ling. Og viðstaddur var ég þegar Jón Leiís bar það upp á Laxness, að hafa skrifað þessa sögu til að stríða sér fyrir allar betjuhljómkviðurn- ar. (Munaði minnstu að slægi í hart. En Laxness sýndi við það tækifæri mikla diplómat- iska lægni, og bauð til veizlu í Gljúfrasteini. Settust bæði Leifs og Laxness við hljóðfær- ið og spiluðu Bach, og skildu sáttir að kalla. En margir mjög margir, eiga enu eftir að fyrirgefa Gerplu). Hláturinn sem undir niðri ískrar, í þessari nýju sög'u, er jafnglaðklakkalegur og ævin- lega áður — en hvergi mein- fýsinn, varazt að meiða til- finningar lesandans. Enginn ruddaskapur, engin klúryrði — engar kommúnistístoar rok- ur, né önnur ósiðsemi. / Hér talar sá maður sem þér getið treyst fullkomlega. ;l I; Brekkukotsannál! jóiabókin 1957, verð kr. 225,00 £ Stærsta skáldverk Nóbelsverðlaunaskáldsins, Heimsljós, ;• :• í tveim bindum í skinni kr. 320,00 Afgreiðum gegn póstkröfu um allt land, án aukakostnaðar fyrir viðtakanda. Unuhús HELGAFELL, VEGHÚSASTÍG í 5 .’.W.VfV.V.V.V.V.V.VV.V.V.’.V.’.W.V.V.V.W.W.V.v iuiiiisaaR£<ainuiiBBBiiBaiiuimaniik!uimmiiiuiiiiuiiiiiiiiiiiiijiniiiiHiiiiU2iiiiiiiniiiiiiiiiiinma eS& , J ’i.U n jSi Cf - /?Ml e\ cnfyT'' «aaaniBiai9faminuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiimiuimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiniaMi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.