Tíminn - 08.12.1957, Blaðsíða 6
6
T í IM I N N, sunnudaginn 8. desember 195?
Útgefandl: Framsóknarflokkurlnra
Rltstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn ÞórarinaMB (áb).
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargöta
Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304
(ritstjórn og blaðamenn)
Auglýsingasími 19523. Afgreiðslusími 12321
Prentsmiðjan Edda hf.
í bjarma gervitunglsins
í TÍMARITINU Rétti er
greinargerð höfuðklerks ís
lenzkra kommúnista um við-
horf hinna rétttrúuðu til of-
beldis og kúgunar þegar vald
ið er i höndum „flokksins“.
Skýringar og afsakanir eru á
reið'um höndum. Sannleikur
inn er kyrfilega innpakkað-
ur í formúluvisindi. Sumir
hinna yngri manna stóðust
ekki mátið og gerðu upp-
reisn. Ljósasta dæmið er að
finna í síðasta hefti tímarits
ins Birtings. Þar talar rödd
samvizkunnar við hina for-
hertustu réttlínumenn.
Þessi átök hér eru eðlilegt
bergmál atburðanna i Ung-
verjalandi, og þau eiga sér
hliðstæöu í mörgum löndum.
Skriðdrekarnir, rússnesku
brutu ekki aðeins skarð í rað
ir ungversku frelsissveit-
anna; þeir ruddu rithöfund
um, listamönnum og sjálf-
stæðum menntamönnum í
þúsundatali úr röðum komm
únistaflokkanna um heim
allan. Meðal slíkra kommún
ista er ameríski rithöfundur
inn Howard Fast, einn hinn
vinsælasti útlendi skáld-
sagnahöfundur i Rússlandi
allt fram á s. 1. ár, fram-
haldssöguhöf undur Þj óðvil j
ans, áhrifaríkur talsmaður
kommúnismans í mörg ár.
Hann sagði sig úr flokknum
í fyrra. Nú fyrir fáum dögum
hefir hann birt opið bréf til
rússneskra rithöfunda. Það
er lærdómsríkt bréf og ætti
að vekja hvern heilbrigðan
mann til umhugsunar. í
þessu bréfi segir Howard
Fast m. a.:
„NOKKRIR úr hópi hinna
hugrökkustu og gáfuðustu
af ungverskum rithöfundum
voru dæmdir í fangelsi af
ungverskum dómstóli hinn
13. nóvember s. 1. Meðal
þeirra var Tibor Dery, 63 ára
gamaill, löngum trúverðugur
félagí í kommúnistaflokkn-
um. Hann hlaut 9 ára fang-
elsisdóm, jafngildi lífstíðar-
vistar . . . Dómar þessir voru
felldir vegna þess að þessir
rithöfundar höfðu tekið þátt
í baráttunni fyrir frelsi lands
sins. Hlaut sú barátta aðdá-
un manna um heim allan.
Meira að segja kommúnista
blaðið í New York studdi
þjóðfrelsisbaráttuna og taidi
stefnu byltingarinnar rétt-
láta. Hvers konar rithöfund-
ur er sá, sem getur staðið ut-
an við þjóðfrelsisbaráttu
sinnar eigin þjóðar? Getur
slíkur höfundur uppskorið
annað en fyrirlitningu? Þér
sjálfir, rússnesku samstarfs
menn, munduð hafa fyrirlit-
ið höfund, sem hefði staðið
aðgerðarlaus álengdar, er of-
beldismenn nazista réðust
inn fyrir landamæri Rúss-
lands. Hvar á rithöfundur að
standa, þegar land hans
er í ógöngum og réttur þess
fótum troðinn af innrásar-
her, nema við hlið þjóðar
sinnar og í barátu með
henni?
Þetta var „glæpur“ ung-
versku rithöfundanna. Fyr-
ir þetta verða Tibor Dery og
félagar hans að eyða árum
ævi sinnar í fangelsi. Og allt
er þetta gert í nafni ung-
versks „sósíalisma". En frá
yður né öðrum kommúnista-
löndum, kemur ekki svo mik
ið sem hvískur sem sýnir
reiði og andúð rithöfunda-
stéttarinnar!
HVERNIG getur slíkt orð-
ið, nema óttinn hafi þaggað
niður í mönnum? Ég sagði
skilið við kommúnistaflokk-
inn vegna þess að ég gat ekki
lengur verið meðlimur í sam
tökum, sem bældi samvizku
manna með ótta og hótun-
um; það var von mín, að frá-
hvarf mitt, og þúsunda
menntamanna um heim all-
an, mundi opna augu yðar
fyrir þeirri staðreynd, að
sósíalismi án frelsis einstakl
inganna er ekkert nema
blekking og svindilbrask.
Samt getur maður ekki ann-
að en ályktað, að þögn komm
únistískra menntamanna yf
ir ranglæti, sem ástundað er
af stjórn þeirra, sýni, að ekk-
ert hafi i rauninni breytzt.
Ég spyr yður því um þetta
atriði, af fullri hreinskilni og
án milligöngu annarra. Ef
þér þegið yfir hinu afskap-
lega óréttlæti í Ungverja-
landi, hvernig getið þér þá
krafizt þess að rödd yöar sé
talin túlka menningu og
mannúð? Þegar Bergelson
og Kvitko (rússneskir höf-
undar af Gyðingaættum)
voru píndir og drepnir þögð-
uð þér.
Þér segið nú; að ýður hafi
verið ókunnugt um þá sögu.
Þér segið líka að slík vilii-
mennska tilheyri fortiðinni.
Þér segið að land yðar, Sov-
étrfkin, sé heimkynni frelsis
og mannréttinda. En þeg-
ar kemur að Tibor Dery og
félögum hans, standast slík-
ar yfirlýsingar ekki. Þér vitið
vel málavexti. Þér vitið lika
að þessir menn gengu fram
gegn rússneskum skriðdrek-
um og rússneskum byssum.
Hvernig búist þér við að
heimurinn dæmi þögn yðar
nú?
Þér eigið heiður skildan
fyrir vísindaleg afrek. Vér
dáumst að sigrum sovézkra
vísindamanna í geimferðum,
En sannleikurinn verður að
koma fram, og hann er sá,
að heimurinn í dag hefir
minni þörf fyrir spútnik og
eldflaugar en fyrir lýðræði,
frelsi, réttlæti og heiðarleika.
Ef þér hefjið upp raust yðar
til varnar Tibor Dery og fé-
lögum hans, þá gerið þér
frelsinu meira gagn en með
milljón orðum sem lofa spútn
ik og eldflaugarnar. En ef
þér hörfið undan inn í
skúmaskot þagnar og hug-
leysis í þessu máli — og mörg
um öðrum — þá geta öll
heimsins vísindaafrek: aldrei
tryggt yður virðingu þjóð-
anna.“
SVO mælti Howard Fast.
Nýjar bækur a<
Forlag Odds Björnssonar á Akureyri gefur
enn út merkar bækur
Þá er vel ef markið er sett svo
hátt að engin leið sé að ná því,
en samt hviklaust að því keppt.
Með því móti er gengin þroska-
brautin og með því móti er góð-
um niálum þokað áleiðis. Svo tek
ur við maður af manni. En hæsta
takmarkið næst alclrei. Með
þessu móti eru lagðir þeir vegir,
sem góðir menn fara.
Oddur Björnsson var í senn
hugsandi maður og hugsjónamað-
ur. Alltaf var hann að leita að ein-
'hverju æðra og meira en hann
hafði fundið. Þegar hann hóf út-
gáfu Bókasafns alþýðu setti hann
markið hærra en svo, að því yrði
náð, enda þótt við ættum þá
(háilfu fámennari en nú) meiri
menn en við eigum núna. En
langt mundi hann hafa komist ef
þjóðin hefði þekkt sinn vitjunar-
tíma og einhuga fylkt sér undir
merki hans. Það var ógæfa hennar
að það gerði hún ekki. Lýðurinn
þekkir aldrei þann mann, sem er á
undan samtíðinni. En við sem þá
vorum í æsku og þó nægjlega á
legg komnir til þess að skynja við-
hurðina, muniim aldrei gleyma því
hvílík dagrenning það var er þessi
nýja fylking kom í ljósmál, með
Þyrna í fararbroddi og svo Úraníu
með himintöfrum sínum. Og hvað
þær voru líka fagrar á að líta þess-
ar nýju bækur. Þvílík ógæfa að
þjóðin skyldi ekki fylkja sér undir
merki Odds.
Ekkert undur að okkur þótti
vænt um Odd Björnsson.
Af Oddi tók við prentverkinu og
bókaforlaginu Sigurður sonur
hans. Ekki veit ég hvort hann hef-
ir dreynit eða dreymir um að verða
þar jafnoki föður síns. Ef svo er
eða hefir verið, þá er honum það
væntanlega ljóst, að til þess þurfti
meira en lítið. Því að hvað eina
verður að miðast við sinn tíma,
og nú eru tímarnir hreyttir frá því
sem þeir voru fyrir sextíu árum.
Eg geri mér ebki vonir um að
þessu marki muni hann nokkru
sinni ná. En ef við herum hann
saman við þá er honum starfa nú
samtímis í sömu greinum, þá er
það ekki efamál að 'hlutur hans
verður góður. Hann verður þar
svo efalaust á meðal hinna fremstu
og sýnir það í öllu, hve mætur
maður hann er.
Arthur Gook og frú
Rússnesku rithöfundarnir,
sem hann ávarpar, búa sjálf
ir í skugga miskunnarlauss
ríkisvalds. Það er þeirra
vörn í þessum orðaskiptum.
Hlutur réttlínukommúnista
á Vesturlöndum er miklu
verri. Þeir eru frjálsir gerða
sinna. Menn eins og Howard
Fast og Bjarni frá Hofteigi
gera hreint fyrir sínum dyr-
um. En réttlínumennirnir
þoka sér betur inn í bjarm-
ann frá gervitunglinu.
Af þeim forlagsbókum hans á
þessu 'hausti, sem ég hefi að svo
komnu lesið, langar mig til at
vekja athygli á þremur. En é£
þykist vita að aðrir muni ger;
þeim betri skil. Allar eiga þær er
indi til þjóðarinnar.
FenSabók Arthurs Gook
Eg vil þá fyrst mir.na.t á bói
er þau Arlhur Goök cg kcna han
hafa ritað um ferð sína umhverf:
jörðina og nefna Flogið um álfu
allar. Mér finnst þatta vera ei)
hin hugstæðasta ferðasaga sem ég
hefi lesið um langt skeið, og hinar
fjölmörgu myndir sem prýða hana
(flestar eða allar tekaar á þessu
ferðalagi), eru góður viðauki við
lesmálið, Þau segja nálega e:n-
göngu frá því, er fyrir þeir.ra eigin
augu og eyru bar, og ekki er laust
við að ég sakni þess, að ekki skuli
vera farið nokkuð þar út fvrir og
stuðst við prentaðar heimildir,
enda þótt það hefði vitanlega
lengt bókina. En þau hafa tvl al'lr-
ar hamingju staðið betur að vígi
en þorri þeirra manna, er fer slík-
ar ferðir. Þau_ hittu hvar vetna
fyrir vini og samstarfsme'nn: trú-
boða og kristna söfnuði. Nálega
alls staðar flytur Gook erindi
(stundum um ísland) og kemst
við þetta í náin kynni við fclkið.
Og það gerir gæfuniuninn.
Þetta er bók sem ég trúi ekki
öðru en að fróðleiksfúsir ungling-
ar kunni að meta og fræðist líka
nokkuð af. Þar með er ekki sagt
að hún eigi síður erindi til full-
tíða fódks. E’g vildi óska að Gook
léti koma enska útgáfu af'þessari
bók og ég hygg að hún muni verða
vinsæl.
Loftur og Swift
Svo Jonathan Swift hefir eign-
ast lærisvein hérna úti á íslandi.
Loftur Guðmundrson, sem getur
brugðið sér í allra kvikinda líki, j
hefir tekið sér fyrir hendur að
rita íslenzk Gulíiver’s Travels og
nefnir bók sína Martröð. Þar má
segja að hver maður fái sinn
skammt, hvernig sem þeim fellair
að renna honum niður. Flest munu
lesendur kannast við, allt frá and-
litsfarða musterisdrottningQrinnar
til hússins hans Strands útgerðar-
manns. Sumir munu segja að öll
sé bókin spéspegill samtíðarmnar,
en líklega er hitt nær sanni, að
hún sé holspegill, sem sýnir,
hvernig vartan er í raun og veru.'
Loftur Guðmundsson
Bók Magnúsar
á Syðra-Hóli
Þriðja bókin er þáttasafn.Magn-
úsar Björnssonar, er hann hefir
valið heppilégt nafn og kallar
Mannafsrðlr. Mestmégnis ©ru1
þet-ta ævisögur, vitaskrld iritaðar
af þeirri sniild, sem allir búast við
þegar þeir heyra nafn höfundarins.
Lengsiur er þá'tturir.n um sira
Eggerts Ó. Brím, og fyrirfram mun
Magnús Björnsson á Syðra-Hóli
fle-'tum leika mest forvitni á þeirri
sögu, því svo er maðurinn nafn-
kunnur fvrir. gáfur sínar cg lær-
dóm. Ekki verður annað Gagt, en
að þetía sé raunasaga, sögð af
hreinskilni og hispursleysi, hvor-
ugt miklað, kostir né brestir, held
ur leitast við að skilja manninn og
segja svo um hann blákaldan sann
leikann. Lesarinn finnur tii með
þessum mikithæfa manni, sem tróð
svo vetrarkaldan fjaúveg lífsins og
(Framhald á 5. síðu).
Á SKOTSPÓNUM
Það heyrisf rtú fullyrt, að símskeyti Haildórs Lax-
ness tií Kadars í Búdapest í fyrra hafi raunverulega
biargað lífi tvegg'sa ungverskra rithöfunda . Enn
sr sagt að Halldóri hafi lítið þótt til koma svarskeytis-
ins, er hann fékk frá Búlganin, eftir að hann hafði
mótmælt kúgunaraðgerðum rússneska hersins 1 Ung-
verjalandi þótti honum iíkast þv« að Búlganin hefði
látið þvottakonu ráðuneytisins semja svarið Það
háir mjög útgáfu bóka Haildórs Laxness á enskri tungu,
að hugsanlegir þýðendur eru mjög fáir . . Aðalþýð-
andi hans til þessa er J. Anderson Thompson í London,
er kenndi ensku í menntaskólanitm á Akureyri fyrir
25 árum, en er nú afhuga meirl þýðingarstörfum nS
því sagt er . . Útlendum konum er gista Reykjavík
þykir ásannast, að hitaveituvatnið eyðileggi nælonfatn-
að, einkum nælonsokka. . fínir nælonsokkar endast
skamma stund séu þeir þvegnir úr hitaveituvatni, en
miklu lenqur ef notað er ómengað Gvendarbrunna-
vatn Konur ættu að athuga hvort þetta reynist
ekki rétt og spara sér útgjöld og þjóðarbúinu gjald-
eyri . Nú gerist æ tíðara að útgáfufyrirtæki láti
prenta bækur sínar erlendis finnst mörgum það
undarleg ráðstöfun á gjaldeyri . Indriði G. Þor-
steinsson og Gísli Ástþórsson undirbúa stofnun nýtízku
tímarits Vilhjálmur Þór aðaibankastjóri er nýlega
farinn vestur um haf . . . Upp er kominn klofningur
í liði dönsku Jýðháskólamannanna út af handritamál-
inu Þeir sem ekki undirrituðu ávarpið eru komnir
í slagtog með Starcke og leggjast fast gegn afhend-
ingu...