Tíminn - 08.12.1957, Page 12

Tíminn - 08.12.1957, Page 12
Veðrið: Allhvass norðaustan, skýjað en VÍðast lirkomulaust. Frá málverkasýningu Benedikts Guðmundssonar á Selfossi Margt er skrítið á uppboði Á bókauppboði Sigurðar Bene- diktssonar í íyrradag má segja að margt óvænt hafi gerzt, sjald- fengnar öndvegisbækur farið fyrir tógt verð en aðrar auðfengnari fyrir hærra. Hæsta boðið á upp- boðinu var í Bókaskrá Halldórs Hermannssonar, 1500 kr. Þulur, gátur og skemmtanir Jóns Árna- sonar voru slegnar á 820 kr. og er það lágt verð. Skáldsagan Aðal- steinn, mjög fallegt eintak, fór á 520 kr., sem er einnig lág't. And- vökur Stephans G. fóru á 825 kr. Áritað og tclusett eintak af Stcrin s.vngur, eftir Guðmund Frímann fór á 520 kr. Níu árgangar af Ár- bókum Ferðafélagsins, og vantaði þó sjaldgæfustu árgangana suma. Lcks má geta þess, að svonefnd Norsku lög frá Hrappsey voru sleg in á 700 kr. og tali ðgjafverð. Sigurður Benediktsson efnir til málverkauppboðs naesta fcstu- dag, og biður hann blaðið að geta þess, að þeir sern vilji koma mál- verkum á uppboðið, geti hitt hann að máli í skrifstofu hans Austur- stræti 12 kl. 2—6 síðd. í dag. — Eftir hátíðar munu engin uppboð verða fyrr en líður á vetur. niíiim: ^ Reykjavík 0 stig', Akureyri 2 st- frost, London 12 stig, Khöfn 1< stig, París 4, New York 10. Sunnudagur 8. desember 1957. Áður ékunn tónverk eftir Sveinb jörn Sveinbjömsson flutt á sunnudaginn Sveinbjörn Sveinbjörnsson, tónskáld, er öllum ktinnur fyrir þjóðsönginn, ,,Ó, Guð vors lands“, og ýmis önnur söng- lög. Hitt er síður kunnugt, að hann samdi einnig mörg stærri verk, fyrir hljómsveit og kóra og hafa rnörg þeirra aldrei verið prentuð eða flutt hér. Ríkisútvarpið vill nú bæta úr Sveinbjörn Sveinbjörnsson Benedikt Guðmundsson opnaði málverkasýningu í samkomusal Kf. Ár- nesinga á Selfossi fyrra laugard., og sýnir þar 42 olíumálverk og 31 krítar og vatnslitamynd. Benedikt hélf sýningu í Safnhúsinu í Reykjavík árið 1944 og eru á þessari sýningu 2 myndir frá þeim tíma, en hinar eru málað ar eftir það, og meirihluti þeirra síðan 1952, er hann fluttist að Selfossi, Óg eru margar myndanna einmitt þaðan. Þessi sýning er mjög margbreytileg, bæði að fyrirmyndum og formi, og einkennandi blær yfir henni, er dirfska í meðferð lita, svo og sérstök litagleði málarans, og er auðséð, að hann fer sínar eigin götur í því efni. Þegar hafa á annað hundrað manns séð sýningu þessa, sem verður opin til 9. desember og 17 myndir hafa selst. — Myndin heitir Ólafur helgi. Bandaríkjamanni boðið upp i tor- kennilegt geimfar í Nevada- eyðimörkinni Þetta gerðist í byrjun nóvember og flest virðist benda til, að reynt sé að halda atvikinu leyndu í bvrjun nóvembermánaðar vakti það mikla athygli, er verzlunarmaður nokkur frá Bakersfield í Kaliforníu taldi sig hafa farið um borð í ókennilegt loftfar á Nebraska eyðimörk- inni. Maður þessi, Reinhold Schmidt, var á ferð í bifreið sinni eftir eyðimörkinni, þegar hann ók allt í einu fram á vindillagað geimfar með fjórum mönnum og tveimur kon- um. Schmidt hefir haldið staðfastlega við frásögn sína við þrálátar yfirheyrslur, bæði hjá fylkislögreglu og mönnum úr leynilögreglu Bandaríkjanna (FBI). Stórfelld aukning farþegaflutn- ings á millilandaleiðum F. í. Mikil aukning varð einnig á innanlands- leiðum árið 1956 Aðalfundur Flugfélags íslands fyrir árið 1956 var hald- inn föstudaginn 6. desember 1957 í Kaupþingssalnum í Rvík. Formaður félagsstjórnar, Guðmundur Vilhjálmsson setti fundinn og stiórnaði honum, en fundai’ritari var Jakob Frí- mannsson. Framkvæmdastjóri Flugfélags íslands, Örn Ó. Johnson flutti skýrslu yfir reksturinn á árinu og skýrði efna- hags- og rekstursreikninga. aðurinn hlutfallslega meira, aðal- I skýrslu framkvæmdastjórans lega vegna hækkaðs kaupgjalds og kom m.a. fram, að farþegum með verðhækkana. Brúttótekjur af fluigvélum félagsins fjölgaði mjög rekstri flugvéla hækkuðu um rúm- á árinu, eða í innanlandsfluginu ar tíu milljónír króna frá fyrra um 25 af hundraði og millilanda- ári. Kostnaður við rekstur félags- fluginu 49,8 af hundraði miðað ins varð á árinu kr. 40.410.536,91 við árið áður. i og varð því óhagstæður um kr. j 961.930,40. Hlutafé félagsins jókst Innanlandsflugið. (á árinu um kr. 515.500. Fargjöld Innanlandsfluginu var hagað voru óbreytt á árinu bæði innan- svipað árið 1956 og árið áður, en lands og milli landa. ferðum fjölgað á helztu flugleið um félagsins, t. d. voru farnar Stjórnarkjör. tuttugu ferðir vikulega milli Rvík- þessu, og heldur á suruiudaginn tónleika til minningar um prófess- or Sveinbjörn, og verða þar flutt ýmis verk hans, og þau er ókunn eru og ekki hafa áður verið flutt. Hafði útvarpsstjóri, Vilhjáhnur Þ. Gíslason, fengið heimild frú Svein björnsson til þess að láta skoða óprentuð verk hans, sem til eru í eigjnhandriti, og fá þau flutt. Útvai-pshijómsveitin annast nú flutning þennan á tónleikum í há- tíðasaj Háskólans, undir stjórn dr. Páls ísólfssonar. Tónleikum þessum verður út- varpað beint úr hátíðasal Háskól- ans, en svo hefir reynzt undan- farið, að aðsókn hefir verið slíkt að tónleikum útvarpshljómsveitar- innar i Háskólanum sem húsrúm hefir framast leyft. Hafa þessir tónleikar verið léttir og skemmti- legir. A minningartónleikunum á sunnudag verður tónverkaskrá þessi: Islenzk rapsódía fyrir hijómsveit The ehallenge of Thor War. Guðmundur Jónss. og hljómsv. Vetur (Steingr. Thorsteinsson). Guðrún Á. Símonar og hljómsv. Aldamótin (Hannes Hafstein). Dómkórinn og hljómsveit. Kantata fyrir einsöngvara, kór og hljómsveit, samin í tilefni a£ komu Friðriks VIII. til íslands 1907. (Kvæðaflokkur eftir Þor- stein Gíslason); 1. Velkominn hilmir af hafi. Guðrún Á. Símonar, Þorsteinn Hannesson, Dómkóririn, 2. Dana gramur. Þorsteinn Hannesson og Dóm- kórinn. 3. Danmerkur ljóð. Þorsteinn Hannesson og Dóm- kórinn. 4. Norræni stofninn. Dómkórinn. O, Guð vors lands. Dónikórinn og hljómsveit. Skógareídar Álíka fréttir og Schmidt hafði að segja, fóru fljótlega að berast frá fólki, sem ta'ldi sig hafa séð ókennileg loftför á sveimi, en eng inn gat gefið eins nákvæma lýs- ingu af fyrirbærinu og Schmidt, enda fór hann um borð í farkost- inn og ræddi við áhöfnina, sem han.n taldi að talaði ensku með þýzkum framburði. Drapst á bílvélinni. Það var um nðtt, að Schmidt kom akandi í bifreið sinni inn í foæinn Keary, sem stendur við eyðimörkina, og stefndi fölur og fár beint á fund iögregiu bæjarins og henni sagði hann þá sögu, að er 'hann hafi verið að nálgast Keary, hafi hann tekið eftir ein- thverju, sem líktist loftfari og stóð úti á sléttunni. Þegar hann átti ekki nema um tuttugu metra veg að þessu, þá 'hafi bílvélin drepið á sér skyndilega. Hann steig þá út úr bifreið sinni, en í sama mund runnu tröppur niður úr loft farinu. sem var iíkast vindli í lög- un, og tveir menn stigu út. Annar þeirra lýsti á Schniidt með kast- ljósi. Schmidt boðið inn. Annar maðurinn sagði: Við bú- umst við að þurfa að stanza hér j nokkra stund, og það er eins gott að þér komið inn á meðan. Þegar inn kom, sá Schmidt tvo aðra menn og tvær konur. Tveir mann anna höfðu efrivararskegg. Hon- um skildist, að mennirnir væru að lagfæra einhverja bilun. Hann tók ennfremur eftir því, að vegg- irnir voru gegnsæir og telur að lengd farkostsins hafi verið um 35 metrar, en breiddin 1Ö m. og hæðin 5 metrar. Loftfarið stóð á fjórum fótum. Sporin sönnuðu söguna. Eftir að hafa rætt við fólkið í (Framhald á 2. síðu) London, 7. des. — Miklir skóg- Að lokinni skýrslu framkvæmda- areldar hafa nú geisað um nokk- ur og Akureyrar og þrettán ferðir stjórans, fór fram stjórnarkjör og urt skeið í Ástraliu. Eldurinn nálg milli Reykjavíkur og Vestmanna- var stjórnin öll endurkjörin, en aðist í dag borgina Sidney og eyja yfir sumarmánuðina. Flug- hana skipa: Guðmundur Vilhjálms- voru menn farnir að flytja heimili vélakostur félagsins til innanlands- son, Bergur G. Gíslason, Björn sín i úthverfi borgarinnar. Sjúk- flugs var á árinu: Fjórar Dakota Ólafsson, Jakob Frímannsson og lingar höfðu einnig verið fluttir flugvélar, tveir Katalína flugbátar Riehard Thors. í varastjórn voru frá sjúkrahúsum. Þá kom skyndi- og einnig voru Skymasterflugvél- kosnir, Jón Árnason og Sigtryggur lega úrhellisrigning og slokknuðu arnar „Gullfaxi“ og „Sólfaxi" tekn Klemenzson og endurskoðendur eldarnir víðast hvar. Er nú loks ar til innanlandsfiugs öðru hverju. þeir Eggert P. Briem og Magnús talið mögulegt að slökkva skógar- Farþegafjöldinn á flugleiðum inn- Andrésson. eldana til fulls. anlands var 55.480 og er það 25% j ___________________________________________________ aukning frá árinu áður. Vöruflutn-' ingar imianlands námu 1.179 lest- um og jukust um 26%. Póstflutn- ingar námu 144 lestum og jukust um 32%. Millilandaflugið. Þótt innanlandsflugið gengi vel varð þó ennþá meiri aukning í millilandafluginu. Mestur var far- þegafjöldinn milli Kaupmannahafn ar og Reykjavíkur, 6633 farþegar, en alls voru farþegar í áætlunar- flugferðum félagsins 12.627. Auk áætlunarflugferða voru farin mörg leiguflug og voru í þeim ferðum fluttir 2.907 farþegar. Heildartala farþega í millilandafluginu árið 1956 var því 15.534 sem er 49,8% meira en árið áður. Obreytt fargjöld. Þótt íekjur félagsins ykjust þannig verulega, óx reksturskostn- Friðrik er í 3.-4. sæti, jafntefli við Glig oric, tefldi við Szabo í gær Nánari fregnir hafa nú borizt af úrslitum í 6. umferð skák- mótsins í Dallas, sem tefld var í fyrradag. Friðrik vann bið- skák sína við Larsen úr fimmtu umferð. í biðskák Najdorfs og Gligorics úr þessari umferð varð jafntefli og einnig í skák Yanovsky og Reshevsky. í sjöttu umferð fóru leikar svo: Friðrik—Gligoric: jafntefli. Szabo—Larsen, biðskák. Yanovsky—Najdorf, jafntefli. Reshevsky—Evans, biðskák. Eftir 6. umferð var staðan þannig: Szabo 314 v. og biðskák. Larsen 3% v. og biðskák Friðrik 3 v. Yanovsky 3 v. Reshevsky 214 og biðskák. Gligoric 2)4 v. Evans 2 v. og biðskák. Najdorf 2 v. Sjöunda umferð var tefld í gær, en af því að blaðií fór roeð fyrra móti í prentun liöfðu ekki borizt fréttir af lienni. Þessir tefldu saman Friðrik—Szabo Larsen—Reslievsky 1 Y anovsky—Gligoric Najdorf-—Evans Dregið í happdrætti SUF 21. des. - gerið skil sem fyrst

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.