Tíminn - 21.12.1957, Síða 6

Tíminn - 21.12.1957, Síða 6
6 T f M IN N, laugardaginn 21. des 1957, Útgefandt: Framsóknarffokkurlwa aitítjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórui&sss^ íáJlK Skrifstofur f Edduhúsinu við LindargSti Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 183«M fritstjórn og blaðamenn) Auglýsingssími 19523. Afgreiðslusíml ItSSS Prentsmiðjan Edda hf. Fjárhagsáætlun Guunars Thoroddsens talar FORKOLFAR Sjálfstæð- isflokksins hafa mjög reynt að deila á fjármálastjórn ríkisins að undanförnu. Af þeim ádeilum mætti ætla, að fjármálastjórn hljóti að vera í góðu lagi, þar sem þeir fá einir að ráða. Að öðrum kosti myndu þeir ekki leyfa sér að tala jafn borginmannlega um hófleg útgjöld, sparnað í rekstri og lága skatta. Óliklegt væri, aö menn, er töluðu með slíku yfirlæti um þessi mál, byggju sjálfir í glerhúsi. Það gerðist svo í fyrradag að Gunnar Thoroddsen borg arstjóri og aðalleiðtogi Sjálf stæöismanna í Reykjavlk, lagði fram í bæjarstj órninni fjárhagsáætlun bæjarins fyrir næsta ár. Sjááfstæðis- menn hafa stjórnað Reykja vík áratugum saman og hafa því haft hið ákjósanlegasta tækifæri til að sýna fjár- stjórnarhæfileika sina þ jr í verki. Fjárhagsáætlun Rvik- ur hlýtur því að skoðast ali- merkileg heimild um það, hvað alvarlega ber að taka skraf Sjálfstæðismanna um trausta og hyggilega fjár- málastjórn. Hvað segir svo fjárhags- áætlun Reykjavíkurbæjar um þetta? í FYRSTA lagi er það svar fjárhagsáætlunarinnar að allir útgjaldaliðir hækka meira og minna frá þvi, sem var áætlað á þessu ári. í heild hækkar fjárhagsáætl- unin um 20 millj. kr. eða rúm lega 10%. Þessi hækkun út- gjaldanna verður ekki að neinu leyti rökstudd með hækkuðu kaupgjaldi, því að vísitala kaupgjalds hefur ekki hækkað nema um 5 stig á þessu ári. í öðru lagi segir fjárhag'S- áætlunin, að útsvörin hækki um 18 milljónir króna á næsta ári, miðað við áætlun þessa árs, eða úr 181 millj. kr. í 199 milljón króna. Þessi hækkun nemur rúml. 10%. Sú fullyrðing borgarstjóra er vitanlega hreinn sleggju- dómur, að þessi hækkun út- svaranna þurfi ekki að hafa hækkun útsvarsstigans í för með sér. Um það geta menn ekkert fullyrt nú. Þess má svo geta, að í þessari tölu felst ekki 10% aukaálagið. í þriðja lagi er svo þess að gæta, að hér er aðeins um bráðabirgðaáætlun að ræða, þar sem ekki verður endan- lega gengið frá fjárhagsá- ætluninni fyrr en eftir bæj- arstj.kosningar í næsta mán. Aö sjálfsögðu hefur borgar- stjórinn því reynt að búa á- ætlunina eins haganlega úr garði og flokki hans hent- aði bezt fyrir kosningar. — Ýmsu, sem getur verið flokkn um óþægilegt, hefur því vafa laust verið stungíð undan Jólatré og jólagreinar fram yfir kosningar. Það mun ekki verða látið koma í dagsljóstð fyrr en eftir kosningarnar, ef íhalds- meirihlutinn heldur velli. Má í því sambandi benda á, að bæ j arst j órnarmeirihl-utinn hefur stundum gripið til aukaútsvara á miðju ári og í ár reyndi hann að gera þetta með ólöglegum hætti, svo sem alkunnugt er. ^ í SAMBANDI við fjár- hagsáætlunina er ekki ófróð legt að rifja það upp hver heiidarsvipur fjármálastjórn ar bæjarins er á því kjörtíma bili, sem nú er að verða lok- ið. Sá svipur markast mjög greinilega af eftirfarandi tölum: Árið 1954 voru heildarút- gjöldin áætluð 105,2 millj. kr. en á næsta. ári eru þau áætl uð 224.2 millj. kr. Þau hafa þvl hækkað um hvorki meira né minna en 113% á þess- um tíma. Árið 1954 voru útsvörin áætluð 8ð.4 millj. kr., en á næsta ári eru þau áætluð 199,5 millj. kr. Þau hafa því drjúgum meira en tvöfald- ast á kjörtimabilinu eða hækkað um 131%. Þess má svo geta, að þeg- ar miðað er við íbúatölu eru útsvörin hærri hér á ein- stakling en í öllum öðrum kaupstöðum landsins, nema ef til vill einum. Hér ættu þó útsvörin að geta verið lang- lægst, miðað við íbúatölu, því að vinnuafL á jafnan að geta nýzt því betur, því stærri sem stofnunin er. ÞAÐ sem hér hefur verið sagt, skal látið nægja að sinni. Það nægir líka alveg til að sýna, hvaða máli fjár hagááælilun bæjarins cg fjárstjórn hans að undan- förnu talar um hæfni fór- kóifa Sjálfstæðisfl. til opin berra fjárstjórnar. Þær stað reyndir, sem hér hafa verið dregnar fram, eru vissulega í litlu samræmi við stóru orðin, þegar forkólfar Sjálf- stæðisfl. í bæjarstjórn fundu sparnað í opinberum rekstri, trausta fjármálastjóm og lága skatta. Fulltrúar Sjálf- stæðisfl. í bæjarstjórn fundu líka vel, að málstaður þeirra var meira en slæmur, þegar fjárhagsáætlunin var til um ræðu í bæjarstjórninni. Til að friða samvizkuna, héldu þeir sig sem mest utan dyra meðan fulltrúar andstöðu- flokkanna töluðu. Kjósendur í Reykjavík eiga að draga af þessu táknræna ályktun og fækka þeim Sjálfstæðis- mönnum, er eiga sæti innan dyra, eftir næstu bæjar- stj órnarkosningar. Það er sú eina rétta ályktun, sem þeir geta dregið af fjárhagsáætl- uninni og fjárstjórn Reykja víkur síðustu árin. 9ENN LÍÐUR að jólum. Tals-j v-ert af jólatrjám er komið tilj landsins. Jóiatrén þurfa að geym-j ast ósk-emmd. Far bezt um !þau íj skjóli úti I kuldanuim. Ef mikilj þurrv-iðri gar.ga þarf að halda -þeim röknm. Þegar þau eru flutt ir.n í heitar stofurnar hættir barritru við að falla af þeim. Er mj-iig til bóta að láta stofnehda jólastrjáa standa í vatni, eða í ilá-ti með blautum sand'i. Endast þau þá mikl.u bet- ur en ella. Jótatrén, sem hingað flytjast að þessu sinni eru rauð- greni. Það eru fögur tré og 411- töluiíega ódýr, en þola illa_ stofu- hifa og þurt'k til lengdar. í skóg- arlöndum er hægt að flytja þau svo að -segja nýhög-gvin úr skóg- unum in-n á heiimiiin. Þá er allt í lagi. En hingað- eru þau flutt um langan veg -frá útiön-dum og gerir það gæfumuninn. Veitir þeim ekki af sórstakri .umönnun hér, eins og áður er lýst. Sumir nota heima- smíðuðu júlatré og var einkum svo í gaml-a dalga. Á NORÐMANNSGRENI (o. fl. þinui a eða fagurgrenitegundum), endast þarrnálarnar miklu lengur en á rauðgreni. Gallinn -er sá hve dýrt Norðmansgrenið er. Eittihvað flys-t þá venjulega íinn af sMfcuim endingargáðum og dýrum jóla- trjá'm, með flötum barrnálum. Þó verða það likLega aðeins greinar að þessu sinni. Ennfremur v-erða á boðs'tólum sýprisviðargreinar. Sýprisviðirnir eru sígrænir. Blöðin eru smá, flöt og hálf hreistiurkennd og liggja þétt að greinunum. Sérkennileg-ur ilmur. Sýprisgreinar endast afa-r lengi grænar. Ei-n tegundin. lífvið- ur, hefir verið -gróðursett á Islandi en lítið vaxið. Furugreinar eru líka -endingargóðar mjög o-g sér- kennilegar með hinar löngu barr- nálar, svo að þær virðast mikl-u „Ioðnari“ en -grenið og lífviðurinn. HIN SÍÐARI ár er farið að reisa stór jóla-tré á -torgum kaupstaða til mikill-ar jólaprýði. Áveðr-a hættir þeim þá tii að varða fljótlega veð- urbarin og jafnvel brotna í vetr- ars'tormun-um. Þess vegna er víða erlendis farið að -nota samsett torg jóiatré og styirkja þau með stóli!, þ. e. trén eru fest upp við t. d. háa ljósastaura. Svo er gert á ráð- húst-orginu í Höfn hin síðari ár. Eru e. t. v. 3—4 grenitré ten-gd saman hvert -upp af öðru og rairtm lega f-es-t við stöngina, sem þau hylja aigerlega með hinum þéttu grei-num. Gef-ur þa-rna á að lí'ta bæði stórt og fagurt jólatré, og mun ste.rkar-a heídur en ef það væri eitt s-tórt ekógartré. Mjög stór, fögur jólatré eru Kk-a vandfundin í skógunum. Hin venju legu jólatré sem 'hingað flytja-st koma flest frá Jótlandsheiðum. Rækta Jótar heila skóga jólatrjáa til söllu. Kanniske verður farið að rækta jóia-tré -ti-l sölu hér á iandi áður en á löngu líður. Það ætti vel að mega ta'kast. — Skammt er síða-n fairið var að nota jólatré að m-un hér á landi. Helzt sást ein- staka jólatré í s-tofum v-erzlunar- man-na, sem sambönd höfðu við út lönd. Tii Danmerkur barst jóla- trjiáasiðuri-nn frá. Þýzkalandi fyrir um 150 árum —og fyrs-t ti'l borg- anna. En ekki urðu jólatré venu- lega -aigeng á Norðurlöndum fyrr en á okka-r öld. Erlendis f-ást smá jólatré, einfcum Norðmannsgreni, í jurtapot'- um, til híbýlaprýði. í BANDARÍKJUNUM voru jóia tré ekki notuð fyrr en laust fyrir 1850. Talið er að þar hafi verið kveikt á fy-rsta kirkju-jól-atrénu ár ið 1851 í Zionskirkjunni í Cleve- land 1 Ohio. Vakti það hrifningu fyrst en síðan gremju og þótti hálf gerð helgi-spjöll. Brátt sigraði þó jólatréð þar sem annars staðar. Fy-rstu trén komu ves-tur frá Þýzka la-ndi, þ. e. þýzkur prestar komu siðnum á vestra. í riti, sem prentað var í Strass- borg árið 1646, er greinilega lýst skrýddu en þó kertalausu jólatré, og um 1700 er farið að nota jóla- tré víða í þýzk-u furstadæ-munum, en öld síðar í Finnlandi. — Tii er þjóðsaga frá Sikiley um „hið fyrs-ta jóla-tré“. „Þegar Kristur fæddi-st streymdu fulltrúar allra lifandi vera þangað til að veita honum lotningu. Trén fcomu einn- ig. Um lengstan veg kom hið minns-ta þeirr-a allra, lítið grenitré. Það var að þrotum komið og hin skrautlegu eg ilma-ndi, stóru la-uf- tré skyggðu á það. En stjörnurn- ar kenndu í brjóst um iit-ia greni- tréð og sjá: Stjörnuregn féU af himni og hi-n skæra jólastjarná se-ttist á topp þess og að.rar stjöra ur á greinar þess. Og Jesúbarnið blessaði grenitréð með brosi sínu.“ ÞANNIG HAFA menn s-nemmar haft helgi á ‘hin-u sígræna greni« tré -og talið stjörn-um prýtt greni« tré -heilagt tákn. — Greinar erii mikið -notaðar til jóiaskreytinga. í sumum ik-aupstöðum -landsins era gerðir stórir sv-eigar úr greni-greia um, sortúlyngi o. fl. yf-ir göturnar^ og raflýs-t eins og torg-jólatré. I Engiandi og víðar er -hinn sígræní Kristsþyrnir (jóla'þymir eða hiná heila-gi þyrnir) með ra-uðu beirjuni- um algen-gt jólaskraut. Hér blómg ast jólaka'ktusin-n víða í stofura um jólaleytið. í blómabúð-um fáist blómgaðir túlíp-anar, jólastjarna' o. ifl. jólablóm. Ennfremur liitaðar greinar, stundum blóðróttar, iiituð blóm, liðað melgras. Segja sumi-r að það seljist mi’klu betur undir latneska nafninu Elymus! Úti í görðum -sást einstaka stjúpa i blóma til 6. desember og garðar grænkuðu af arfa. Fyrir nokknu'ta árum var hægt að sækja blóm út í garðinn og setja á jólaborðið hjá Þormari í Neskaupstað. En sjald- a-n ber slíkt við á landi voru. Ingólfur Davíðsson. Fyrir jólin baka margar húsmæð- ur piparkökur. Til eru allmargar uppskriftir af piparkökum og fara hér á eftir tvær, önnur frá Frakk- landi, hin frá Band'aríkjunum. Franskar piparkökur. 200 gr. strásykur, 200 gr. Ijóst sýróp, 1 matskeið engifer, 1 matskeið kaneU, IV2 tesk. negull, 2 t-esk. kardimommur, 1 tesk. pottaska, sem hrærist út í örlitlu af brennivíni eða koníaki, 600 gr. hveiti, 100 gr. möndlur. Smjörið hrært ljóst og létt, sykri, sýrópi, kryddi og pottösku hrært út í og síðan mestöllu hveit- inu. Deiginu hellt á borð, afhýdd- um, gróftsöxuðum möndlunum og því sem eftir er af hveitinu, hnoð- að í, þar til það er mjúkt og gljá- andi. Búnar til nokkuð gildar rúll- ur, sem eru lagaðar til á borðinu, svo að þær verði næstum ferkant- aðar. Geymdar á köldum stað til næsta dags. Sfcornar í þunnar srieiðar með hvössum hníf, lagt á vel smurðar plötur og bakaðar við fremur góðan hita. > Það m'á geyma deiglengjurnar jafnvel vikum saman og baka kök- urnar smátt og smá-tt. Bandarískar piparkökur. 150 gr. strásykur, 150 gr. púðursykur, 260 gr. (1% dl.) ljóst sýróp, 1 dl. vatn eða sterkt baunakaffi, 300 gr. smjör, 2 matsk. engifer, 2 tesk. kaneK, 1 rifið pomeran-s'kal, 1 matsk. natrón, 770 gr. hveiti. Sýróp, vatn eða kaffi og kryddið soðið saman og hellt yfir smjörið. Hrært þar til orðið kalt. Hveitið, sem natróninu hefir vérið blandað í, hrært út í. Hnoðað o-g geymt til næsta dags. Þá er deigið hnoðað aftur, strá- og púðursykrinum hnoðað upp í það. Rúllað í kúlur, látið á smurða plötu og hálfri möndlu þrýst ofan á kökurnar. Bakað við vægan hita. Laufabrauð. Eitthvað vantar af jólasvipnum, ef ekki er laufabrauð á borðinu. Ekki ber ölluin saman um, hvernig laufabrauðið sé bezt, sumir vilja hafa það eingöngu úr hveiti, aðrir úr rúgmjöli og enn aðrir blanda þessum tveimur mjöltegundum saman. Mín aðferð er þessi: 500 gr. rúgmjöl 500 gr. hveiti, 1 Ktri soðin mjólk (tæpl.), 1 mátskeið kúmen. Kúmenið er soðið í mjólkinni og annað hvort síað frá eða haft með í brauðið. Mjölinu sáldrað á bakik og heitri mjólkinni hrært út í. Hnoðað þangað tU deigið er sprungulaust. Flatt út í þunnar kökur og skreytt með útskurði. Steikt í jurtafeiti eða tólg. Og gleymið svo ekki að hafa góðan mysuost með laufabrauðinu. Það er svo sjálfsagt að hafa hangi'kjöt, steiktar rjúpur, rúsínu- graut og ávaxtagraut á jólaborð- inu, að mér dettur ekki í hug a3 fara að koma með neinar matar- uppskriftir fyrir jólin, læt aðeinu fljóta með uppskriftir á fáeirmjn sm'áréttum, ef eitthvað skyldi vanta til eyðufyilingar. Síld með gulri sósu. f þennan rétt má nota gaffalbita en kryddsíld er betri. 1 Sé síldin of bragðsterk, er gott j að leggja hana í mjólk. Síðan er hún þerruð og skorin í hæfiiega stóra bita. Séu til tómatar, eru þykkar tóma-tsneiðar lagðar ofan á síldina, en einnig má leggja síldar- bita á 'smurt rúgbrauð, ef vill. Yfir er hellt gulri sósu, sem búin er til úr: 2 harðsoðnum eggjarauðum, 1 hrárri eggjarauðu, 1 dl. þeyttum rjóma, ediki, sykri og frönsku sinnepl eftir smekk. Soðnu eggjarauðurnar eru marð- ar og þeirri hráu hrært saman við, rjómanum og kryddinu bætt í eftir smekk. Skreytt með öfúrlitlu af hökkuðum agúrkum eða rifnum ' osti. ! Aifgangi af rúsínugraut má brevta í hollenzkan hrísbúðing, með því að leysa upp matarlím og , hræra í þeyttan rjóma og blanda I saman við grautinn. Skola mót með vatni, strá í það sykri, láta búð- inginn í og láta hann stirðna. Með þessu má bera saftsósu, sultutau, soðna, þurrkaða ávexti, jafnvéi ávaxtahlaup. Gleymið ekki að eiga eitthvað af hinum góðu ostum til jólanna. jBerið ost og ávexti óspart sem eftirrétiti, í stað þess að eyða tíma 'og erfiði í að búa til margbrotna búðinga.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.