Tíminn - 05.03.1958, Blaðsíða 6
6
T í M I N N, miðvikudaginn 5. marz 1958.
Utgefandi: Framsóknarflokkurinn
Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinsson (áb.)
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu.
Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304
(ritstjórn og blaðamenn).
Auglýsingasími 19523. Afgreiðslusími 12323.
P.rentsmiðjan Edda h,f.
Ályktun aðaSfundarins
um efnahagsmálin
í ÁL ifKTUN þeirri, sem
samþykkt var á nýloknum
aðalfundi mið'stjórnar Fram
sóknarflokksins, er fyrst
bent á árangur þann, sem
n-á&st hefur með starfi núv.
ríkisstjórnar. Sá árangur er
vissulega mikilvægur. Það
hefur tekist að' hindra þá
aLgeru stöðvun atvinnuveg-
anna, sem var yfirvofandi
við stjórnarskiptin og
tryggja næga atvinnu og
miklar framfarir til lands og
sjávar. Samvinna ríkisvalds
og vinnustétta, sem var
tekin upp við myndun ríkis-
stjórnarinnar, hefur á marg
an hátt borið góðan árangur.
■ Hinu er samt ekki að
neita, að enn eru uggvænleg
ský á lofti í sambandi við
efnahagsmálin. Að því er
ít-ariega vikið í ályktun mið-
stjórnarinnar, og þykir rétt
að rifja það upp, því að
hér er um að ræða mesta
vandamálið, sem nú bíður
úriairsnar. Um þetta segir
svo í ályktuninni:
„JAFNFRAMT því, að
miðstjórnin lýsir ánægju
sinni yfir því, sem áunnizt
hefir til framfara, telur hún
na-uðsyn bera til aö vekja
athygli þjóðarinnar á því,
að almennar framkvæmdir í
landinu hafa nú um sinn
verið hyggðar meira á er-
lendu lánsfé en hægt er að
búast við að unnt verði á
næstunni, auk þess að fram-
kvæmdirnar hafa stundum
verið svo miklar, að þær
hafa dregið til sin vinnuafl
frá aðalatvinnuvegum þjóð-
arinnar og þar með skert
gjaldeyristekj urnar. Verð á
neyz.iuvörum hefir orðið að
greiða niður með ríkisfé í
stærri stíl en áður til þess
að kaup og þar með tilkos-tn
áður framleiðenda hækkaði
ekki, en hins vegar hefir
ékki komið tilsvarandi tekju
dfiun til ríkisins á móti.
Verulegur greiðsluhalli á
rikisbúskapnum hefir orðið
siðastliðið ár cg allmikið
skoitir á, að tekjur útflutn-
ingssjóð hafi hrckkið til
upþbótanna. Afleiðing alis
þessa er óhjákvæmilega sú,
að enn er hættuleg ver'ð-
bólguþróun fyrir dyrum í
landinu og tilfinnanlegur
•gjaldeyrisskortur, ef ekki er
að gert. Að óbreyttu eru því
framundan óleyst stórfelld
ný f j á rö í'l u n a r v a n d am á 1.
MIÐSTJÓRNIN leggur
áherziu á, að slíkt niður-
'greiðslu- cg uppbótakerfi,
sem hér hefir verið búið við,
-er því aðeins framkvæman-
legt, að samkomulag ge-ti
tekizt um að afla þess fjár,
sem til þess þarf. Jafnframt
viU hún vekia athygli á bví,
'að enda þótt fé til niður-
greiðslu og uppbóta væri
fyrir hendi, leiðir þetta fyrir
kom-uiag til vaxandi erfið-
leika fyrir framieiðsl-u þjóð-
arinnar og öll heilbrigð ið-
skipti og i því ríkari mæ-li
sem það er lengur í gildi og
uppbæturnar og niðurgreiðsl
urnar meiri. Framkvæmd
fyrir-komulagsins hefir m. a.
það í för með sér, að halda
verður uppi í vaxandi mæli
innflutningi nauðsynlegra
vara hátollaðri, til tekjuöfl-
unai- í þessu skyni, en að
sama skapi veröur fyrir
hendi hætta á gjaldeyris-
skorti til kaupa á naúðsyn-
legustu tækjum, rekstrarvör
um til framleiðslu og brýn-
ustu lífsnauösynj um. Vax-
andi verðupphætur á einstak
ar útflutningsvörur koma
j-afnframt í veg fyrir, að
hægt sé að halda uppi at-
vinnurekstri eða stofna til
nýrrá framleiðslugreina án
uppbóta, og dregur því úr við
leitni manna til að auka
fjölbreytni í atvinnulifinu.
En skortur á gjaldeyri til
nauðsynlegra innkaupa og
fábreytni framleiðslunnar
leiðir a-f sér rýrnun lífskjara
í landin-u. Miðstjórnin telur
því nauðsynlegt, að leitað
erði annarra úrræða í þess-
um efnu-m“.
í FRAMHALDI af þessu
er svo vikið að því i álykt-
un miðstjórnarinnar, hvaða
samstarf sé æskilegast og
væniegt til að leysa þann
vanda, sem rætt er um hér
á undan. Um það segir svo
í ályktuninni:
„Miðstjórnin telur fyllstu
nauðsyn bera til, að haldið
verði áfram því samstarfi,
sem hóf-st með myndun nú-
verandi rikisstjórnar, og á-
ríðandi, að efld veröi sam-
vinna milli hinna fiölmennu
vinnu- og framleiðslustétta
til sjávar og svei-ta og miUi
beirra og ríkisvaldsins um
fram-kvæimdir og mótun efna
hiagskerfis, er miðað sé við
það að tryggja sem bezt al-
mannahag og framtíð þjóð
arinnar, og sporna gegn ó-
barfa eyðslu, svo og gróða-
siiarfsemi sérhyggiumann-
anna, sem ekki samrvmist
bióðarhagsmunum. Skorar
miðstjórnin á alia bá. er að
siíku samstarfi vilia stuðla,
að ieggja fra.m krafta sina
bví til st.nðnings, st-andla
sasman gecn beim. er vilia
sníiia. og hairia vnrð um bað,
sem áinnni^t hefir eða vel
er á veg komið. Vænt.ir mið-
e.t.i érm'n •bes-s. að heir a.ðtlar,
að R-am«tarfimi standá,
biilri ekk.i við að bnrfa.st, í
e.'iau við bá. erfifiiiei.ka. sem
framundan eru í efnahags-
lifinu, og hopi elcki frá þeirri
ábyrgð, sem stjórnendur
landsin-s verða að taka á sínar
herðar í því sambandi. Geri
bað, sem gera þarf og til
heilla horfir, þó að áreynslu
kunni að kosta í bili“.
8RLENT * FIRLI1
Bandaríski
Hann er einkavinur Nixons, en þó vel látinn af demókrötum
SÍÐASTLIÐIÐ mánudagíkvöld
var birt í Washington tilkynning
sem var undirrituð af bæði Eisen
hower og Nixon. Efni hennar var
-á þá 1-eið, að Nixon muni taka
við forsetastörfum ,ef Eisenhower
verður ófær til þess að gegna þeim
á kjörtímabilinu. Tilkynning
þessi var birt á vegum dómsmála-
ráðuneytisins.
Miklar viðræður og samninga-
umleitanir hafa átt sér stað að
-tjaldabaki um tilkynningu þessa,
áður en -hún var birt. í stjórnar-
-skrá eða lögnm Bandaríkjanna eru
engin bein ákvæði um það, hvað
gera skuli, ef forseti ríkisins verð
ur ófær til að gegna störfum.
Eftir veikindi Eisenhowers siðas-t-
-liðið haust, hófust miklar umræð
ur um þetta og var yfirlei-tt annað
-tailið ófært en að varaforsetinn
tæki við, ef forsetinn forfallaðist
alvarlega. M.a. var mjö-g vitnað
til þess, að Wilson forseti var sjúk
lingur seinustu mánuðina, sem
hann var forseti, og át-ti það senni
ie-ga megin þátt í því, að Banda-
ríkin höfnuðu þátttöku í Þjóða-
bandalaginu og gerðu það þannig
máttvana frá upphafi.
ÞÓTT MENN viðurkenni yfir-
leút nauðsyn þess að varaforsetinn
taki við undir áðurnefndum kring
umstæðum, þurfti að hafa mikla
anilligöngu til að tryggja um þetta
sem víðtækast samko-mulag, m.a.
við forustumenn stjórnarandstæð-
inga. Þá þurfti að fá um þetta
s-kýra yfirlýsingu Eisenhowers
sjálfs. Sá maður, sem hefir haft
aðalforustu um þetta, er William
P. Rogers dómsmálaráðherra. Hon
um hefir nú tekizt að koma þessu
máli í höfn.
Það hefir áreiðanlega hjálpað
Ro-gers mjög í þessu starfi, að
hann hefir góða þekkingu á vinnu
brögðum þingsins í Washington
og veit því vel hvernig á að um-
gangast þingmennina- Vegna
-stjórnarskipunar Bandarí-kjanna,
er alltaf viss rígur milli þings og
stjórnar og gildir þetta þó sér-
staklega, þegar svo er ástatt sem
nú, að stjórnarandstæðingar hafa
meirihluta á þingi. Það mun óreið
; anlega treysta áliits Rogei’s sem
' samningamanns, ef honum hefir
tekizt að fá um þetta fullt sam-
komulag, eins -og virðis-t af fyrstu
fregnum að vestan.
Rogers
þar í meirihluta, en nokkru síðar
fengu demokratar aftur meirihlut
ann. Rogers hé-lt þó áfram starfi
-sínu cg ber það þess merki, að
hann hafi þótt leysa það vel af
hendi.
ROGERS er 44 ára gamall,
réttu hlálfu ári yngri en Nixon.
Hann lauk laganá-mi við Cornell-
há'skólann 1937, o-g varð fljótlega
ef-tir það aðstoðarsaksóknari í
New York undir yfirstjórn Thom-
a-s Deweys, som þá átti mjög í
-höggi við glæpamenn borgarinn-
ar pg aflaði sér mikillar frægðar
fyrir þ:á framgöngu sína. Rogers
þótti reynast mjcg vel í því starfi.
Árið 1942 varð Rogers að ganga
í -herinn og var hann orðinn for-
ingi í sjóhernum, er stríðinu lauk.
Fyrstu misserin eftir styrjöldina
vann hann við lögfræðistörf, en var
síðar lögfræðingur fyrrnefndrar
þingnefndar um fjögurra óra
skeið. Þ-á varð hann aftur lögfræð
ingur á ein'kaskrifstofu. í ko-sn-
ingabaráttunni 1952 lét hann mjög
að sér kveða og var þá sérstakur
háðunautur Nixons eins og áður
'segir. Hann varð svo að-toðar-
dómsmálaráðherra, er Eisenhower
myndaði stjórn sína 1953 og
gegndi því starfi þangað til í októ-
ber í fyrra, er hann var skipaður
dómsmál aráðherr a.
SKIPUN Rogers í embætti ’dóms
málahá&herra mæltist yfirleitt yel
fyrir. Hann hefir urinið sér það álit'
að vera góður starfsmaður, -traust
ur .og farsæll. llann «r sagður
kunna vel að umgangast fólk og
nýtur því persónulegra vin-sælda,
ekki síður meðal gnclstæðinga-
sinna en samherja. Vinátta hans
við Nixon hefir því ekki spillt
fyrir honum meðal andstæðinga
hans. Hann er talinn fremur.frjá-Is
lyndur af republikana að véra og
telja ýmsir, að hann liafí -haft'
nokkur áhrif á Nixon í þá-átt. .
Eitt mesta vandamlálið, sem
Roger mun þurfa að fást við, er
svertingjamálið í Suðun’íkjunum.
Rogers segir, að þar verði að' fara
fram bæði með gætni og festu,
og telja margir að hann sé væn-
legur til að þræða þar meðailveg.
Rogers er maður fríður sýnum,
karl-mannlega vaxinn og ljfe yfir-
litum. Hann er kvæntur maður
og fjögurra barna faðir. Fjöl-
skyldulíf hans er talið í bezta;lagi,
og þykja það góð meðmgeli í
Bandaríkjunum. -
SAJMKVÆMT áðurnefndri yfir-
lýsingu þeirra Eisenhowens. og
Nixons, tekur Nixon við fonseta-
störfu-m ef Eisenhovver weiíkist. al-
varlega. Ef Eisenhowier verður
svo sjúkur, að hann -getur: .ekki
tekið sjálfur ákvarðanir, getur
Nixon ákveðið, að hann skuli taka
við forsetaembætti. Batni Eisen-
hower ihinsvegar, -getur hann
ák-veðið að taka aftur við embætt
inu.
Spádómar í Bandaríkjunum
hníga nú talsvert í þá átt, að Nixon
muni taka við forsetaembættinu
í Bandarikjunum áður en kjör-
tímabilinu lýkur. Ilelzt vílji þó
hann og fjdgismenn hans að það
gerist ekki fyrr en eftir að kjör-
tímabilið er hálfnað. Ef Nixon
gegnir meira en hálfu kj-örtíma-
bilinu, reiknast það 'honu-m sem
heilt kjörtimabil og mætti hann
þá ekki vera forseti, nema eitt
kj-örtí-mabil til viðhótar.
Samkvæmt nýjum stjórnanskrár-
ákvæðum má enginn maður vera
lengur forseti en í tvö kjörtíma-
bil, þó með þeirri undantekningu,
að það reiknast ekki varaforseta
til frádráttar, ef hann gagnir for-
setastarfi í skemmri tíma en liálft
kjörtímabilið. Þ.I».
JAFNFRAMT því, sem Rogers
hefir ta-lið sig vera að vinna hér
skyldustarf, hefir það ek-ki dregið
úr áhuga hans, að hann er mikill
persónulegur vinur Nixons vara-
forseta. Því er jafnvel ha-ldið fram,
að Nixon eigi engan náin vin ann-
an en Rogers. Þegar Eisenhower
fékk hjartaáfallið haustið 1955,
‘BAÐsromN
Gott að spjalla við númer 17000.
var það fyrsta verk Nixons eftir
að hann frétti af -því, að fara heim
ti-1 Rogers og ráðgast um það við
hann, hvað gera skyldi. 1 annað
skipti, þegar Nixon var í vanda
staddur, fór hann líka -mjög ef-tir
fáðum Rogers. Það var í forseta-
kosningunum 1952, þegar fjár-
dráttur var -borinn á Nixon og
jafnvel kom til orða að hann dragi
sig td baka sem frambjóðandi.
Rogers var þá helzti ráðunautur
hans og lagði hann eindregið til
að Nixon svaraði fyrir -sig í sjón-
varpsræðu, en léti ekki undan
síga. Þessi sjónvarpsræða Nixons
heppnaðist svo vel, .að ár-ásin á
hann mis-tókst alveg og hann j
stóð sterkari eftir en áður.
Fundum þeirra Nixons og Rog-
ers bar fyrst saman fyrir um ellefu
árum síðan. Nixon var þá þing-
maður í fulltrúadeildinni, en Rog-
ers var aðal lögfræðingur þsirrar
undirnefndar cldu igadeildarinnar
sem fja-llaði -um rannsókn á út-
gjöldum hersins. Truman forseti|
vann sér mikla frægð, er liann
var formaður þossarar nefndar
um nokkui't skeið. Þegar Rogers
var ráðinn aðal lögfræðingur i
nefndarinnar, voru repúblikanar -
Eg hringi stundum í númer
17000 og hlusta með athygli á
það, sem sá er þar svarar, hefir
að segja. Það er þægilegt að geta
• byrjað daginn með því að fá að
heyra svo skilmerkilega greinar
gerð um veðrið, en maðurinn í
17000 er nefnilega veðurfræðing
urinn, sem segir hverjum sem
hafa viU hvernig veðrið er í
dag og hvernig er líklegt að það
verði. Þetta er góð nýbreytni.
Maður hringir rólegri og með
betri samvizku þegar það er fyr
irfram vitað, að efcki er verið
að ónáða neinn. Maður freistast
til að segja „þakka yður fyrir“
í lokin þótt það sé ekkert nema
eintal sálarinnar. Ég vil hér með
koma á framfæri beztu þökkum
til veðurstofunnar fyrir þessa tU
litssemi viú almenning í höfuð-
staðnum. Lakast er, að aðrir
landsmenn skuli ekki geta búið
við svona þjónustu líka. Það
ættu raunar að vera hægt þar
sem sjálfvirk símastöð er. Veður
athugunarmaður gæti a. m. k.
lesið upplýsingar um hitastig og
vindhraða.
Litiö til baka.
Höfuðstaðurinn ekkar er kom
inn í þjóðbraul heimsins, en
inargir staðir á okkar stóra landi
eru cinangraðir í dag. Samt er
aUs staðar mikU breyting frá því
sem yar áður fyrrum, t. d. fyrir
hundrað árum. í bréfum Páls
Melsteð er þessi pistill tU Jóns
íorseta, ritaður 1849.
„Langir eru vetur hér á landi
bróðir minn, hvaða ráð er til að
stytta þá? Það má reyndar fá sér
eitthvað til að gjöra, en það er
þetta sem mér þykir langt, að
ekkert fréttist frá því í október
og til sumarmála, það er helming
urinn af árinu. Allur verður mað
ur öðruvísi á því að vera að stað
aldri í þessari fjarveru og þögn,
sem hér er, heldur en úti í iönd
um í öUum þeim liávaða, sem
þar er. Hér situr maður fram
við sjó og hengir fæturna fram
af hömriun og rær dag út og dag
inn og gónir út til hafs, að vita
hvort eitthvað komi ekki í aug
sýn. Von er þó við séum kindar
iogir í annarra manna augum.“
Já svona var þaö fyrir 100 árúiri.
Maður hefir gott af a'ð hu-gleiða
breytingu.na, sem hér er orðin
og bera saman við hagsæld ann
arra þjóða. Samt erum við ekki
ánægð. Samt teljum við eftir okk
ur að gjaida ættjörðinni fóstur-
launin með því að vera samhent
um að verja hana áfölliwn. Út af
þessum texta mætti leggja í
lengra máii, en hér lýkur riú bað
stofuspjalli að þessu sinni.
—Einnur.