Tíminn - 05.03.1958, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.03.1958, Blaðsíða 7
T í M I N N, miðvikudaginn 5. marz 1958. 7 Folkið í landinu mun taka nauðsyniegum ráðstöfunum í efna- hagsmálum með skilningi ef því er sýnt fram á nauðsyn þeirra — Mér er ánægja fyrir hönd Seðlabankans að bjóða yður alla velkomna hér í dag og þakka, að þér vilduð koma. Sú nýbreytni er hér upp tekin að biðja helztu ráða- menn þjóðarinnar í fjármál- um að koma saman í tilefni þess, að ársreikningar Lands- banka íslands, Seðlabankans, hafa verið staðfestir af hæst- virtum forsætisráðherra. 1 Seðlabankinn mun síðar leitast við að riá saman fundi með for- stöðumörinum banka og sparisjóða alts staðar að af' landinu, þar sem umræðnr fari fram um efnahags- inál og lánastarfsemi. Framkvæmdastjóm Seðlabank- ans vonar, að lestur reikninga Seðlabankans, prentaðar skýringar, fcem þgrm fyigja, og það, sem sagt verður hér á eftir, megi verða til þess að vekja athygli á þehn alvar- legu vandamálum, sem við er að striða í íslenzkum efnahagsmálum, og óskar þess sérstaklega, að allir þeir, sem um þessi mál fjalla og ákvarðanir þurfa að taka þehn við- komandi á komandi mánuðum, vilji leggjast á eitt um að auka heil- brigði og skapa öryggi á þessu sviði. Rekstur Seðlabankans Ég hefi ekki ástæðu tiT að dvei ja lengi við rekstrarreikning Seðla- bankans, Tekjur hans og gjöld eru Ræða Vilhjálms Þór aðalbankastjóra í hádegisverðar- boði í tilefni undirritunar fyrsta ársreikn. Seðlabankans í gær undirritaði Her- mann Jónasson forsætis- rátJherra fyrsta ársreikn- ing Secilabankans og af því tilefni haf<$i bankinn hádegisverðarbotS fyrir rátiherra, bankastjóra og bankarátSsmenn. I þessu^ hófi flutti Vilhjálmur Þór aðalbankastjóri rætiu þá, sem hér er nú birt. að langmestu levti vextir. Fjárhæð- ir þær, sem þar koma fram, eru ekki afleiðing viðskiptasjónanniða, heldur skapast þær svo að segja alveg af því ástandi, sem er á hverjum tíma í efnahagsmálum, og eru afleiðing þeirra ráðstafana, sem gerðar eru þeim viðkomandi. ■— Vaxtaútgjöld eru t. d. mjög mis- há eítir bví, hvar í útlöndum aðal- skuldir bankans eru á hverjum tíma. Rekstrarútgjöld bankans eru að- eins 36 þús. kr. hærri en árið áð- ur, þrátt fyrir vaxandi dýrtíð og vaxandi stai’fsmannatölu vegna hins breytta skipulags. Kostnaður við seðlaútgáfu er meiri en næsta ér á undan, en þessi útgjöld eru trij'ög misjöfn ár frá ári. Á efnahagsreikningnum og því prentaða máli, sem hér liggur fyr- ir, sésf: að ílón frá Seðlabankanum til banka og sparisjóða hafa hækk- að um ríimlega 47 millj. kr., og er það 19 milljónum meiri hækk- un en 1956. Af þessari 47 milljón króna liækkun eru rúmlega 41 millj. krónur í formi endur- keyptra afurðavíxla. að skuld á aðalviðskiptareikningi rikissjóðs er rúmlega 18 millj. kr. hærri í árslokin en var í byrj- un árs. — Hækkun nettóskulda ríkissjóðs og ríkisstofnana sam- anlagt nam þó ekki nema 6 mill- jónum króna. að eign Seðlabankans í íslenzkum verðbréfum og löngum lánum óx um 4 milljónir króna. Þessir liðir eigi meginþátt í þeirri þenslu, sem orðið hefir í útlánum Seðlabankans 1957, en þegar á heildina er litið, er nið- urslaðan af hreyfingum bankans á árinu 1957 allmiklu óhagstæð- ari en árið áður. Heildarútþenst- an vegna innlendra viðskipta nam 18 millj. kr. 1956, en 45 miltj. króna 1957, og kemur hún fram í bví: að seðlaveltan óx enn betta liðna ár um 15 millj. kr. og að gjaldeyrisstaða bankans hefir 'Cnn versnað á árinu 1957 um 30 millj. króna. Hér verður þó þess- að gæta, að útkoman var í raun- inni mun verri, þar sem hér er meðtalið lánsfé frá Export-lm- port bankanum í Washingtort. Ef þessi lán, sem fengust í desem- ber 1956 og 1957 (4 millj. doltar- ar og 5 millj. dollarar), heiðu ckki komið til, hefði þenslan í innlendum viðskiptum Seðla- bankans, þ. e. a. s. útstreymi fjár úr Seðlabankanum, orðið miklu meiri og numið 126 millj. kr. ár- ið 1957 og 83 millj. kr. árið 1956. En til samanburðar má geta þess, að þensluáhrif í innlendum viðskiptum Seðlabankans 1955 námu 150 millj. kr. Þróunin frá 1955 Mætti af þessu vera ljóst, að þessi þrjú ár hefir verið óheilla- vænleg þensla, sem ekki má halda áfram, ef ekki eiga af að hljótast vandræði. Þessi þensla hefir fyrst og fremst komið fram í gjaldeyris- skorti, enda hefir Seðlabankinn nú um nokkur áramót engan raun- verulegan gjatdeyrisforða átt, það er í árslok 1955, 1956 og 1957. , Gjaldeyrisstaða bankanna allra samtals, þegar tekið er tiilit til ábyrgða og greiðsluskutdbindinga þeirra, sýnir, að á árinu 1955 versn- aði gjaldeyrisstaðan um 139 millj. kr., á árinu 1956 um 19 millj. kr. og á árinu 1957 um 79 millj. kr. En sagan er ekki öll sögð enn. Það þarf einnig að hafa í huga, að á þessum þremur árum koma inn af erlendum lánum 408 milljónir króna (1955 25 millj. kr., 1956 155 millj. kr., 1957 226 millj. ki'.). Öll þessi lán og eldri lán þarf að greiða niður á komandi árum. Verða þær fjárhæðir sífellt stærri með hverju ári, sem snara þarf í vexti og afborganir. Undir þessum greiðslum verður framleiðsla landsins að standa, og dragast þær óhjákvæmilega frá þvi, sem við getum veitt okkur árlega til neyzlu og til framkvæmda. Er ekki fullljóst af þessu, að íkominn er tími til að athuga sitt ráð? Það, sem verið hefir að gerast imörg fyrirfarandi ár, er, að við búum við veröbólgu, vaxandi verð- bólgu ár frá ári, og verðbólga er af hinu illa. Það er að visu svo, að stundum blekkir þessi illi vættur mannfólkið. í svipinn finnst mönn- um stundum, að hækkaðar krónu- tekjur séu girnilegar og góðar. En óhjákvæmilegt og óumflýjanlegt er það, að ef heildartekjur einstakl- inga þjóðfélagsins hækka meira en- sem nemur aukinni framleiðslu þjóðarinnar, þá er verðbólga af- leiðingin. Þá hækkar lifskostnað- urinn og ímyndaður hagnaður af auknum tekium er horfinn — meir cn horfinn. Víða um lönd hefir verðbólga ríkt á undaníörnum árum. ísland hefir ekki haft neina algera sér- stöðu í því efni. Víða um lönd gladdist fólkið fyrst í stað, en skuggahliðin sýndi sig fljótt. Nú er svo komið, að flestar þjóðir haía fengið opin augun fyrir þeim vandamálum, sem af verðbólgu leiða, og eru teknar að gera rót- tækar ráðstafanir gegn henni. Eru menn að verða þreyttir á verðbólgu? Dr. Per Jacobsson, aðalfram- kvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, flutti fyrir stuttu, eftir heimkomu sína frá Evrópu, ræðu, þar sem hann gaf vfirlit um efna- hagsmálin í heiminum og sagði meðal annars: „I Suður-Ameríku eins og í Evrópu er fólk almennt að verða þrevtt á verðbólgu. Þctta þýðir >ekki aðeins, að fólkinu mis- líki hækkað verðlag, því hefir mis- líkað það alllengi. Það þýðir, að fólk er byrjað að skilja orsök verð- hækkana og finnur nú, að stöðugt verðfag er þess virði að keppa eftir því og meira að segja þess virði að offra nokkru fyrir það“. Síðan sagði hann: „Það er þessi skilning- ur fólksins, sem hefir gert það stjórnmálalega kleift að gera ráð- stafanir til varnar gjaldmiðlinum, ráðstafanir, sem fyrir fáum árum hefðu verið óhugsandi af stjórn- málalegum ástæðum“. Síðan benti hann á sem dæmi, að Englands- banki hækkaði forvexti upp í 7 af hundraði á síðastliðnu ári, að í Finnlandi eru opinberir forvextir nú upp í 10 af hundraði og í Frakk landi eru sömu forvextir reiknaðir viðskiptabönkunum, sem fara fram úr vissum skammti, sem Frakk- landsbanki ákveður þeim til endur- sölu á víxlum. Styrkjakerfið frá 1951 Glöggt dæmi um verðbólgu- ástandið hér á landi eru hinir sí- hækkandi stvrkh* til framleiðslunn- ar. — Styrkjakerfi það, sem við búum við nú, má rekja til ársins 1951, en í byrjun þess árs var fyrsti samnignurinn gerður um innflutn- ingsréttindi bátaútvegsins. Þróun þessara mála hefir verið þannig, ef miðað er við söluár svokallaðra B-skírteina: Fyrsta árið, 1951, 30 millj. kr., siðan 57 millj. kr., þá 31 millj. kr., en 1954 bætast við togarastyrkir, og verður þá heildarupphæðin 97 millj. kr., 1955 118 millj. kr., 1956 eru bátaskírteinin 109 millj. og út- gjöld Framleiðslusjóðs 138 millj. eða samtals 247 millj. Iu\, og 1957 eru útgjöld Útflutningssjóðs 359 millj. kr. Þannig hafa þessar styrkja- greiðslur stöðugt farið hækkandi. Þetta er ek.ki aðeins vísbending um vaxandi verðbólgu, það er líka sönnun um mlkið mein í fram- leiösluháttum þjóðarinnar. Þar, 'S-am stynkir eru lengi við lýði hafa þeir í för með sér óheilbrigðari rekstur, — árvekni og ábyrgðar- tilfinning þverr, samkeppni og heiibrigt kapp um góðan rekstur minnkar og hverfur. Eitt aðalskil- yrði fyrir heilbrigðu efnahags- kerfi, sæmilegri gjaldeyrisstöðu og heilbrigðu fjánmálálífi er, að at- vinnuvegirnir beri sig án styrkja. Hallarekstur á atvinnuvegum þjóða er hugsanlegur aðeins sem I bráðabirgðaástand. Er það ekki ljóst, að óumflýj- ar.Iegt er að taka skjótlega upp nýja lifnaðarháftu, sem byggðir séu á því, að hver og einn beri á- byrgð á sér og sínum rekslri, en hlaupi ekki til ríkisstjórnar í hvert sinn, sem á bjátar, og biðji um hjálp og styrk úr ríkissj-? En afleiðing þessa verður að jafna þarf byrðinni niður á almenning í landinu og gera fólkinu þannig lífið dýrara og dýrara með hvsrju ári. Styrkjakerfi er fjötur um fót Fyrir þjóð eins og íslendinga, sem eru ötulir og kappsfullir um framkvæmdir og þrá áframhald- andi miklar aðgerðir á sviði fram- fara og framkvæmda, er styrkja- fyrirko.mulagið hið mesta helsi. Það dregur niður möguleikana til allra heilbrigðra stærri fram- kvæmda vegna þeirra byrða og skatta, sem þetta fyrirkomulag leggur á al'lar framkvæmdir. 'Það er raunar ekki að undra, þó að íslendingar hafi verið og séu kappsfullir um framkvælmdir og hafi ríka löngun til að skapa og auka fyrirtæki til sveita og til sjávar. — Okkur er vorkunn, við, sem um síðustu aldamót vorum svo langt á eftir nágrannaþjóðun- um á öllum sviðum. Það er skiljan legt, þó að við á stundum viljum fara nokkuð hratt. En aflt kapp er bezt með forsjá. Einmitt hér er ein undirrót hinnar illu verðbólgu. Þegar við reynum að gera of mikið j á of stuttum tíma, þá vekjum við upp og mögnum verðbólgudraug- inn. | íslendingar hafa fyrirfarandi ver ið einna hæstir allra þjóða í fjár- festingu miðað við þjóðartekjur. | Við höfum varið einum þriðja j liluta þjóðarteknanna til fjárfest- ■ ingar. Þetta er ekki hægt til lengdar, ' án þess að það valdi röskun á hagkerfi þjóðarinnar, nerna sparn- aður sé í fuilu samræmi, en á því hefir verið misbrestur undanfarin ár. Atveg sérstaklega veldur það hættuiegri r.öskun, þegar vemleg- ur hluti fjárfestingarinnar er ó- , arðbær, skapar ekki úlflutnings- jverðmæti, eða sparar útgjöld í er- lenduni gjaldeyri. — Eins og er, j förum við of hraitt í f járfestingu þjóðarinnar. — Hér er hætta á ferðum. Þjóðin sem fjölskylda Það er mannleg, eðlileg og heil- brigð löngun hjá hverjum manni að vilja skapa sér og sínum betra líf, öruggari fjárhagsafkomu, auk- inn búrekstur, bættan aðbúnað og hlýlegra heimili. Allir heilbrigðir f'jölskyldufeður leggja á þetta kapp, og samstillt fjölskylda stend ur saman um ráðagerðina og fram- kvæmdina. Komi það hins vegar fyrir, sem oft verður, að hugsuð endurbót verður dýrari en ætlað var eða tekjurnar minni en við var búizt og ef fjölskyldufaðirinn vill eða 'getur ekki stofnað tiT meiri skulda, þá er ákveðið, að biða verði næsta árs með uppfyll- ingu þess hluta draumsins um bætta aðstöðu, sem fjármagnið hrökik ekki fyrir. ísienzka þjóðin er stækkuð 1 mynd aif svona fjölskyldu. Mér virð 1 ist standa svipað á fyrir okkur eins og í dæminu hér á undan, og ég er sannifærður um, að íslendingar eru svo hyggnir, að þeir séu fúsir til, þegar bent er á, að fara þurfi svolítið hægar í svip, þá uni þeir því, þó biða þurfi til næsta árs með að fá suma af draumunum um nýjar framkvæmdir uppfylttar. Þenslan innanlands og gjaldeyrisaðstaðan Eg sagði hér áðan í sambandi við tölur úr reikningum Seðla- bankans, að af þeim mætti vera 'ljóst, að fyrirfarandi mörg ár hef- ir verið'óheillavænleg þensla. Virð ist mér það verði að teljast fyrsta nauðsyn, að þeg.ar séu gerðar ráð- stafanir til, að þessi þróun snúist við. Ekki aðeins þarf að stöðva útstreyimi fjiár úr Seðilabankanum, bæði til bankakerfisins og til ríkis sjóðs og cpinberra framkvæmda. Þessir aðilar þurfa að greiða niður skuldir sínar við Seðlabankann til þess annars vegar að draga úr þenslunni innanlands og hins vegar að byggja upp aftur þann- gjaldeyrisforða, sem telja verður fruimsiki'Iyrði öryggis í efnasagsmáit' um okkar. En hvaða leiðir eru þá færar að þessu marki? Ykkur sem hér eruð saanan komnir, er vafa- laust ljóst, að möguleikar Seðla- bamkans til þess að draga úr út- lánuim eru takmarkaðir. Þau öfl, sem hér eru að verki, eru ekki, nema að nokkru leyti á hans valdi. Þau eiga sér dýpri rætur í þrónn- efnahagsmálanna. Hæstvirt ríkisetjórn veit, hvað það mundi þýða, ef Seðlabankinn reyndi ékki að einhverju leyti að leysa úr þörf ríkisstjórna og veita’ þeim aðstöð við að kcma fram þeim áformuim, er þær telja grund- vallaratriði stefnu sinnar hverju sinni. Og stjórnendur banka og ann- arra ilánastcfnana þekkja af erfiðri reynslu cfurþunga eftirspurnar eft ir lánum. Þeir vita, hvað það gæti kostað atvinnuvegi þjóðarinar, ef, aldrei væri hægt að leita til Seðla- bankans um fyrirgreiðslu. Allir bankarnir þurfa því að hafa sam- stöðu við Seðlabankann um út- lánastéfnuna. En það er sífellt ljós ara að undaníörnu, að verðbólgu- vandamálið verður ekki leyst með peningamálaleguim aðgerðum ein- um saman, heldur þarf að eiga séir stað miklu víðtækari stefnubreyt- ing í efna'hagsmiálum. Skal ég nú drepa á þrj'ú atriði, sem ég tel, að skipti miklu máli. PeningamálaaSgerSir einar duga ekki í fyrsta lagi er nauðsynlegt að leiðrétta með einhverjum hætti það misræmi, sem nú er á milli verðlags á íslandi og í öðrupi löndum, svo að hægt sé að af- nema styrkjakerfið og koma at- vinnuvegum landsins á heilbrigð an grundvöll. Verðlagsmisræniið skapar einnig stóraukna eftir- spurn eftir erlendum gjaldeyri og á þannig sinn þátt í vaxandi gjaldeyrisörðugleikum. í öðru lagi er .iiauðsynlegt að endurskoða fjármála- og fjárfcst ingarstefnu ríkissjóðs og opin- berra aðila. Það er nauðsynlegt, að aftur verði upp tekinn halla- laus ríkisrekstur, það er einnig nauðsynlegt, að komið sé í veg fyrir, að sú saga endurtaki sig í mörg ár, að ráðizt sé í mikilvægar framkvæmdir, áður en fjármagn er tryggt til þeirra, en afleiðing þess liefir orðið, að geysilegt f jár magn hefir festst uin lengri eða skemmri tíma í hálfgerðum fram- kvæmdum, en jafnframt hefir veriö reynt að forðast enn meira tjón á því sviði með lántökum eða jafnvel með peningaþenslu. í þriðja lagi verður að leita leiða til að auka sparnaðarvið- leitni almennings, til þess að meira fjármagn myndist í þjóð- félaginu á heilbrigðan liátt bæði til að standa undir rekstrarfjár þörf atvinnuveganna og' til að' standa straum að veruleguin hluta af fjármagnsþörf ríkisins og opinberra aðila vegna nauð- synlegra framkvæmda. Vænleg- asta lciðin í þessu efni og sem reynzt hefir vel í löndum, sem liafa átt við svipuð vandamál að ctja og íslendingar, er verðtrygg ing sparisjóðsinnstæðna og út- gáfa tiltölulega stutlra ríkis- skuldabréfa með verðtryggingu, sem annað livort gæti miðast.við Framhald á 11. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.